Morgunblaðið - 04.06.1994, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
-h
&
Jóhannes Kjarval: Litaspjald, sumar (1963). úr eigu Kjarvaisstaða
Kjarval og Ásmundur í Listasatninu á Akureyri
NÁTTÚRA - NÁTTÚRA
í DAG, laugardag-inn 4. júní,
verður opnuð í Listasafninu á
Akureyri merkileg sýning. Sýn-
ingin nefnist Náttúra - náttúra
og þar er teflt saman í öllum
sölum safnsins verkum tveggja
merkustu meistara íslenskrar
myndlistar, Jóhannesar Kjarvals
og Asmundar Sveinssonar. Þetta
er frumsýning þessarar samsetn-
ingar málverka Kjarvals og
höggmynda Ásmundar. Sýningin
verður síðar send til Prag og
Edinborgar, en ekki er fyrirhug-
að að hún verði sett upp á ný
hérlendis.
Að sögn Haraldar Inga Haralds-
sonar, forstöðumanns Lista-
safnsins á Akureyri, er hér trúlega
um að ræða einhvern merkilegasta
viðburð í íslenskri myndlist sem
borið hefur fyrir augu á Norður-
landi. Sýningin er samvinnuverkefni
Listasafns Reykjavíkur, Kjarvals-
staða og Listasafnsins á Akureyri.
Hugmyndina sagði Haraldur Ingi
að Gunnar Kvaran, forstöðumaður
Kjarvalsstaða, hefði fengið fyrir
nokkru. Þetta væri framsækin hug-
mynd, að tefla saman á einn stað
verkum þessara tveggja meistara.
Þeir færu ólíkar leiðir í list sinni en
útgangspunkturinn væri ótrúlega
sambærilegur, sýn þeirra á íslenskri
náttúru. Nægði þar að taka dæmi
af ýmsum tröllslegum konumyndum
Ásmundar og samanburði þeirra við
íslensk fjöll.
Farandsýning frumsýnd
Haraldur Ingi sagði að þessi
merka samsýning verka Ásmundar
og Kjarvals kæmi við á Akureyri á
leið út í heim, þar sem hún yrði
sett upp í Prag og síðar í Edinborg,
en ekki væru uppi hugmyndir um
að sýna hana frekar hérlendis en
hér á Akureyri. „Á þessari sýningu
sést greinilega ný og fersk meðferð
á vali á verkum þessara snillinga.
Gunnar Kvaran hefur valið verkin
og val hans er slíkt að það gefur
nýja sýn,-alveg nýtt sjónarhom á
list höfundanna. En að tefla saman
einmitt Kjarval og Ásmundi er ef
til vill stórkostlegasta hugmyndin -
og þegar að er gætt er undarlegt
að það skuli ekki hafa verið reynt
áður.“
Ásmundur Sveinsson: Tröllkona (1948).
Sýning fyrir alla íslendinga
Sýningin Náttúra - náttúra und-
irstrikar fremur en fyrri sýningar
Listasafnsins á Akureyri að_ þetta
safn er forvitnilegt fyrir alla íslend-
inga svo og erlenda ferðamenn.
Haraldur Ingi á enda von á að sýn-
ingin verði afar vel sótt. „Aðsókn
að sýningum hefur verið mjög góð
en þessi merkilega sýning hlýtur að
draga til sín mun fleiri en aðrar sem
hér hafa verið. Menningarmála-
nefnd Reykjavíkurborgar og margt
annað aðkomufólk verður við opnun
sýningarinnar og auk þess kemur
Úr eigu Ásmundarsafns
geysilegur fjöldi gesta hvaðanæva
aðaf landinu til Akureyrar um miðj-
an mánuðinn, meðal annars vegna
hátíðarhalda stúdenta Menntaskól-
ans auk fjölda ferðafólks innlends
og erlends. Og það er ljóst að eng-
inn verður svikinn af að sjá þessa
nýju samsettu sýningu verka Kjarv-
als og Ásmundar.“
Sýningin Náttúra - náttúra verð-
ur opnuð klukkan 16.00 í dag. Lista-
safnið á Akureyri er opið alla daga
nema mánudaga klukkan 14.00-
18.00. Sýningin stendur til 28. júní
næstkomandi.
-Sverrir Páll
FORLEIKUR AÐ LISTASUMRI
Forleikur að listasumri er yfir-
skrift tónleika sem haldnir
verða í Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju annað kvöld, fimmtudags-
kvöldið 2. júní kl. 20.30. Þetta eru
síðustu tónleikar Tónlistarfélags
Akureyrar á starfsárinu.
Á tónleikunum leikur Daníel Þor-
steinsson á píanó verk eftir Bach,
Brahms og Schubert. Daníel Þor-
steinsson hóf tónlistamám í Nes-
kaupstað og hélt því áfram í Reykja-
vík og síðan í Amsterdam en hann
útskrifaðist úr Sweelinck tónlistar-
háskólanum þaðan árið 1993.
Daníel hefur víða komið fram á
tónleikum og mun hann í sumar
leika ásamt Sigurði Halldórssyni
sellóleikara á tónleikum í St. Martin
in the Fields-kirkjunni í Lundúnum.
ÞETTA er einn af þessum blák
öldu vordögum, svo kyrrlátur að
vatnið sefur þótt landið hvolfi
sér oní það. Leiðin liggur eftir
veginum til Krísuvíkur, þar sem
fjöllin standa ljósbrún, rauðbrún
og dökkbrún eins og uppgefin
þrá eftir gróðri hafi gert þau öll
eins. Á undirlendinu blaktir ekki
einu sinni grágulur lubbi jarðar.
Samt er ekki ljótt, bara kyrrt
og bjart og ég finn að þetta er
góður dagur tit að heimsækja
málara, sem maður heldur mikið
upp á.
Hann býr í safírbláu húsi í eyði-
mörkinni og hefur safírblá
augu, sem eru íhugul og djúp, hams-
laus og skær, hoppandi frá einum
sjónarhóli yfir á annan eins og allir
hólarnir í Krísuvík hafi verið búnir
til svo þau mættu skoða tilveruna
frá ýmsum hliðum. Yfir blámanum
svífur svo hvítur, þykkur lubbinn, í
andlitinu skrítilegt skegg eins og
rammi um djúpa, hrjúfa raustina,
sem hefur sig til flugs inn í aðrar
víðáttur og sækir þangað litadýrð-
ina sem endurómar i verkum hans.
Ogjþvílík litadýrð! Alls ólik Krísuvík.
A sýningunni sem verður opnuð
í Hafnarborg í dag eru myndir
Sveins hlaðnar litum, svo miklum
að gleði manns verður stjórnlaus
við að horfa á þær. Finnst nánast
eins og heimurinn eigi sér einhveija
von og þjáningar mannkynsins hafi
verið á misskilningi byggðar.
„Mig hefur alltaf langað til að
gera svona myndir," segir Sveinn,
þar sem við horfum á ótrúlega Ijöl-
breytnina í litrófinu, sem hefur ekk-
ert leiðarminni, enga vegvísa, ekk-
ert.
Hvað er þetta?
„Litir,“ svarar Sveinn og kímir.
Já, ég sé það. En af hveiju eru
myndirnar?
„Litum,“ segir listamaðurinn og
hlær í skeggið.
Hyaðan eru þeir?
„_Úr Krísuvík.“
Úps. Hæpið, hugsa ég og rifja
hratt upp í huganum blámann og
grámann og svo endalaust brúnt.
Sekk niður í það muskulitróf um
stund og velti því fyrir mér hvort
Sveinn sé orðinn litblindur eða gal-
inn eða eitthvað. Heyri rödd í fjar-
lægð, rödd sem talar um skyldleika
listar. Röddin nálgast og ég heyri
að Sveinn segir: „Eg vil ekki að list-
ir fjalli um samfélagslegan veru-
leika. Listin á að koma á óvart, svo
fólk staldri við.“
Myndirnar hafa margar hveijar
nöfn sem vísa í tónlist: Hveraorgel,
Hveraómar, svo koma Langir tónar
og Stuttir tónar. „Ég mála mikið
við tónlist,“ segir Sveinn, eins og
það útskýri hvers vegna hann hefur
kúvent í listsköpun sinni og fyllt
myndflötinn af allri þessari gleði.
Mér finnst eins og ég hafi aldrei
séð Svein, eða myndir hans áður
og spyr hvort hann hlusti þá ein-
göngu á tjútt-tónlist.
„Nei, aðallega óperutónlist.“
Það var og. Eg verð að viðurkenn-
að að það er rökrétt, því líklega
endurspeglar engin tegund tónlistar
tilfinningalegt litróf eins rækilega
og óperutónlistin. Og það er eins
og Sveinn vinni með þennan innri
efnivið og hans sérstæðu fígúrur
hafa þurft að víkja.
„Mér fannst ég búinn að vera of
lengi í þessum fígúrum. Árið 1984
byijaði ég að mála abstrakt, en
fannst ég ekki enn búinn með fígúr-
una, svo ég hélt áfram með hana.
Árið 1991 kom þetta svo yfír mig,
eins og hland úr fötu.“
Nú kannast ég við hann.
„Það var eins og sagt væri við
mig: Þú átt bara að vera í litun-
um ... Ég staldraði við og sá í hendi
mér að svona væri ekki hægt að
halda áfram. Ég yrði að hætta með
fantasíuna og vinna með litina. En
það hefur tekið mig þrjú ár að venja
mig á þá. Ég hef oft lent í lífs-
háska, meira að segja þrisvar sinn-
um á sjó, en ég held að þetta sé
mesti háski sem ég hef lent í. Ég
hef oft heyrt um málara, sem lenda
í háska við að kúvenda, misst vitið
Litið inn hjámyndlista
af sjntugsatma
i