Morgunblaðið - 04.06.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 C 5 rmanninum Sveini Björnssyni. Sýning í tilefni ili hansverður opnuð íHafnarborg í dag ERÍLITUM og dáið frá því. Ég færðist hinsveg- ar í aukana eftir því sem á leið.“ Hvað var erfiðast? „Ég átti í mestri baráttu við að halda fantasíunni í burtu. Ég hætti að nota pensla, gleymdi perspektivi og dýpt. Allt var hreinsað burtu úr myndunum. Ég vil bara að fólk sjái liti.“ Hvers vegna? „Litir gleðja. Eitt af því sem mér líkar svo nú til dags er að fólk er farið að ganga í litríkum fötum, aðallega konur. En karlar eru líka stundum í litum, stundum í rauðum jökkum. Nú orðið elska ég bara liti — og ekkert annað,“ segir Sveinn. Hann verður sposkur á svip og bætir.við: „Ég sagði nú við einn vin minn að ég hefði alveg gleymt að elska kon- ur út af þessu öllu saman. Mér finnst ekkert gaman að sjá málverk eftir aðra, sem ekki hafa liti. í dag Vil ég til dæmis ekki sjá renaissans málverk. Hér á landi er svoddan sauðalitastefna. Frá því að Svavar Guðnason dó höfum við gleymt lit- um í myndlistinni. Mér finnst allt of lítið um liti í þeirri listapólitík sem ríkir hér í dag. Það er búið að fæla fólk frá listinni. Hún er svo litlaus. í 10-15 ár hefur okkur verið drekkt í þessu nýlistadóti og drasli. En það er bara verið að blekkja fólk með henni. Ég vil fara að efla málverkið hjá ungu listafólki í stað þess að láta það hræða sig frá því að mála. Það versta við þetta allt er að kennar- arnir í Myndlista- og handíðaskól- anum ráða ekkert við krakkana. Þeir fá að gera það sem þeir vilja. Kennararnir virðast hafa gleymt því að þeir eru leiðbeinendur. Krakk- arnir komast bara upp með að tína saman rusl. Þegar ég var á Akademíunni í Kaupmannahöfn þurfti ég læra ana- tómíu. Það hefur komið sér mjög vel. Krakkagreyjunum er ekkert kennt og svo heldur þetta unga fólk að það sé nauðsynlegt að fara til útlanda. Svo getur það ekki málað, því það skoðar svo mikið og fer að halda að allt hafi verið gert. Sumir halda að andinn sé í útlöndum. En hann er nú bara beint fyrir neðan tærnar á þeim. Afleiðingin úti í samfélaginu er sú að það er búið að skemma dóm- greind fólks. Það þorir ekki að hafa skoðun, er ekki alveg með það á hreinu hvað list er og gleypir við öllu. Allt til að standa ekki frammi fyrir því að einhver álíti það svo heimskt að nauðsynlegt sé að út- skýra verkin fyrir því. Dómgreind- arleysið er búið að taka yfir hinn almenna áhorfanda, gagnrýnendur og forsvarsmenn listastofnana." Ég sem hélt að þú hefðir breyst alveg ofboðslega, þegar ég sá mynd- irnar þínar, Sveinn. Hrjúfur hlátur og andlitið ljómar af gleði: „Fólk gerir alltof lítið af því að segja sannleikann. En það þarf að segja sannleikann, jafnvel þótt hann sé sár á meðan á því stendur." En hvers vegna fórstu út í alla þessa vinnu? Var þér ekki boðið að halda yfirlitssýningu á verkum þín- um í tilefni af sjötugsafmælinu? „Jú, jú. Það átti að fará að hengja líf mitt upp á vegg. En mér finnst ekkert gaman að líta til baka. Það er miklu skemmtilegra að byrja al- veg upp á nýtt og horfa fram á við. Og hvers vegna? Jú, ætli það sé ekki vegna þess að mér finnst svo skemmtilegt að mála. Það er mín besta skemmtun. Ég tek það fram yfir allt. Lífið er svo skemmtilegt og mikils virði — og það er í litum.“ Með það í farteskinu geng ég út úr bláa húsinu, sný aftur út á veg- inn um land, sem áður var eyði- mörk, en er nú orðin sú litasinfónía sem Sveinn hefur málað. Á hólunum hlaðast upp rauðir tónar og brúnir. í fjarlægð eru fjöllin blá og kuldinn farinn. Grænkandi grasið er byrjað að blaka sér við hljómfallið og vatn- ið speglar dýrðina. Súsanna Svavarsdóttir FJOTRALAUS HEFÐIN Sjötti og sjöundi áratugurinn er oft sagður hápunkt- ur finnskrar glerlist- ar. Hinn fyrri ein- kenndist af stílhrein- um gripum til brúks eða aðeins fyrir aug- að en upp úr 1970 varð litríkt gler með áblásnu skrauti áberandi. Litunum fækkaði síðan og róðurinn þyngdist með orkukreppu á áttunda áratugnum og þá flúðu margir verksmiðjurnar í litl- ar vinnustofur. Vinnustofuhreyf- ingin svokallaða barst til Finnlands frá Bandaríkjunum fyrir tilstilli Kajs Franck. Handverkið var þar tekið fram yfir sjálfvirkni. Þetta tvennt tengist aftur þegar verksmiðjur nýta hugmyndir í gler- Verk eftir Oiva Toikka. Ný finnsk glerlist verður á sýningn í ráðiiúsi Reykjavíkur næsta mánuðinn „Ósýnilegir" bollar Kajs Franck list við fjöldaframleiðslu nytjahluta. Nýjasta kynslóð fínnskra glerhönn- uða reynir gjama gamlar og nær gleymdar hugmyndir, stundum í nútímalegu samhengi. Það kemur fram á sýningunni í ráðhúsinu og þar eru líka fulltrúar vinnu- stofulistarinnar og þekktir hönnuðir. Pálvi Nordberg list- fræðingur við finnska glerlistasafnið í Ri- himaki valdi verkin á sýninguna en að henni standa auk safnsins fmnska sendiráðið og' þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. Víst er að glerhönn- un í Finnlandi er heimsþekkt og hönnun þar yfirlcitt. Sumir hafa kallað Kaj Franck samvisku hennar, en hann var maður ein- faldleikans og vildi ekki að eftir glerhlut- um hans væri tekið. Formfegurð þeirra átti að leiða athyglina frá hönnun og hlutunum sjálfum. Franck lagði áherslu á hefðina, ekki til að endurtaka fortíð- ina heldur sem fjötra- lausa og lifandi upp- sprettu nýjunga. Með þau orð í huga er ef til vill vert að skoða sýning- una á glerinu frá Finnlandi. Þ.Þ. GLERGERÐ í Finnlandi á sér þriggja alda sögu. í upphafi fluttu þangað þekkingu sína glerblásarar frá Mið-Evrópu og það var í samkeppni 1905 að listamenn tóku til við hönnun glermuna. Þeir fengu öðru hvoru verkefni í glerverksmiðj- um en það var ekki fyrr en und- ir 1960 að farið var að fastráða hönnuði. Fyrst voru þeir oftast nær arkitektar. Meðal frumkvöðla í finnskri glerhönnun voru Brummer, Ny- man, Ericsson og Aalto en stjörnur þeirra ára sem við tóku Wirkkala, Sarpaneva, Franck og Hopea. Síðan hafa nýjar kynslóð- ir haldið merki glerveldisins Finnlands á lofti. Oiva Toikka er nú einn þekkt- asti hönnuðurinn og hann flutti í gær fyrirlestur í Norræna húsinu um glerlist í heimalandi sínu. Tilefnið er sýning á nýrri finnskri glerlist sem opnuð verður í ráðhúsi Reykjavíkur síð- degis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.