Morgunblaðið - 04.06.1994, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.06.1994, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 C 3 EKKERT RAFMAGN „Tails from a forelorne Fortress" er heiti á nýju íslensku tón- verki eftir Lárus Grímsson tónskáld. Það er samið fyrir fagott, fiðlu, sembal og lágfiðlu og verður frumflutt við opnun sýningar á málverkum eftir Jón Engilberts í Norræna húsinu, í dag, laugar- dag. Það eru Félag íslenskra myndlistarmanna og Norræna húsið sem standa að flutningnum undir merki Listahátíðar. Flytjendur tónverksins eru Brjánn Ingason á fagott, Sigurður Halldórsson á selló, Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu og Guðmundur Krist- mundsson á lágfiðlu. Aðspurður segir Lárus engin tengsl vera á milli tónlistar hans og málverka Jóns. Tónverkið varð til í fyrrasumar, sérstaklega samið fyrir Caput-hópinn. Lárus var á starfslaunum hálft síðasta ár, bjó um sig í Amsterdam og samdi verkið í rólegheitum að eig- in sögn. „Það er ekkert rafmagn í þessari tónlist eins og reyndar hljóðfæraskipanin segir til um og engar sérstakar tilraunir í gangi. Verkið myndar hljómþýða heild og getur tæpast kallast abstrakt en þarf þó á engan hátt að teljast hefðbundið. Það byggir á frásögn eins og nafn þess gefur til kynna.“ Lárus segist þó hvergi vera smeykur í tónlistinni og ólík tón- listarform henti honum ágætlega „enda heilla mig alltaf tilraunir og samsetningar ólíkra hljóðfæra. Blandan er spennandi en hún verð- ur að hljóma í huganum því þótt samsetningin sé alltaf tilrauna- kennd hlýtur sjálf tónlistin að ráð- ast meira af híjóðfærunum í hvert og eitt skipti. I framhaldi af þessu má nefna að nýjasta verk mitt er gert fyrir tvo sembala, rafmagns- bassa og segulband." En hvernig er að vera tónskáld á íslandi? „Það er að mörgu leyti gott enda er vaxtarbroddur í íslensku tónlistarlífi. Hér er úr ýmsum efni- viði að moða, þó sérstaklega mörg- um og áhugasömum hljóðfæra- leikurum en það mætti styðja bet- ur við bakið á flytjendum." Og eru viðfangsefnin kannski af ólíku tagi? Lárus H. Grímsson Caput-hópurinn tlytur nýtt verk eftir Lérus Crímsson „Tónlistarsköpunin er af ýms- um og ólíkum toga. Þetta er upp og ofan eins og í lífinu. Ég er allt- af jafnmikill poppari eftir sem áður. Það fer aðeins eftir viðfangs- efninu hverju sinni hvaða stelling- ar maður setur sig í, hvort verið er að semja fyrir leikhús eða sjón- varp, barnalag eða nútímatónlist. Þetta er eins og að skipta reglu- lega um sokka. Aðalatriðið er að eiga nógu mörg pör af sokkum.“ Jözur. Morgunblaðið/Kristinn Leikendur í uppfærslu Frú Emilíu á Mokbeð eftir William Shakespeare. Sýningar verða á Listahátíð á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. 1606. Konungurinn hafði þrem árum áður tekið leikhóp Shakespe- ares undir sinn verndarvæng og fékk nú að sjá leikrit þar sem áhuga hans á göldrum og dulrænum efnum var sómi sýndur og getið um ættföð- ur þeirra Stúarta, Bankó hershöfð- ingja. Holinshed taldi Bankó vit- orðsmann Makbeðs um morð Dúnk- ans Skotakonungs 1040 en Shake- speare breytti því og gerði hann að fórnarlambi líka. Fijálslega er farið í verkinu með sitthvað fleira og Shakespeare hleyp- ur til að mynda yfír tíu farsæl stjórn- arár Makbeðs eftir að hann hrifsaði völd. Enda skiptir ytri ramminn litlu miðað við innri átök aðalpersónanna. Þar og í orðkynnginni liggur galdur höfundarins, innsæi hans vekur spurningar um mannlegt eðli nú jafnt og fyrir 400 árum. Samt læt ég í ljós efa um að sagan gæti gerst í dag. „Eru þeir ekki til sem bregða fæti fyrir keppi- naut,“ segir Þór, „meiða og drepa. Allt í nafni metnaðar. Líttu á iitla skautadrottningu í Ameríku og ímyndaðu þér annars konar og margfalt magnaðra ráðabrugg sem aldrei kemst upp. Hvaða þátt ætli ótti við refsingu eigi í siðferði og bræðraböndum? Sjáðu fréttir af vargöldinni í fyrrum Júgóslavíu og í Rúanda.“ Vissulega, hugsa ég og held áfram að spyija: Er svona grunnt á miskunnarleysi í mönnum? Verður ekki mörgum áfram framagirnd að falli? Lifir þá Makbeð í manneskj- unni? Þórunn Þórsdóttir ■■ ■ :;i : OÐURINN TIL GLEÐINNAR Frelsi - jafnrétti - bræöralag DAGANA 8. og 9. júní verður 9. sinfómA Beethovens flutt í Hallgríms- kirkju. Flytjendur eru Sinfóníuhljómsveit íslands, ásamt 213 manna kór fyrrverandi og núverandi félaga úr báðum Hamrahlíðarkórunum, þ.e. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkómum. Einsöngvarar eru: Marta Halldórsdóttir, Rannveig Bragadóttir, Kolbeinn Ketilsson og Kristinn Sigmundsson. Stjórnandi er Osmo Vánská aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Margir teija 9. sinfóníu Ludwigs van Beethovens (1770- 1827) stórbrotnasta tónverk sem samið hefur verið. Hún var einstæð í tónbókmenntum veraldar þegar hún kom fram, bæði vegna stærðar sinnar og reisnar og sökum þeirrar nýbreytni að kalla til einsöngvara og kór í lokaþættinum. Verkið var lengi í smíðum. Atta fyrri sinfóníur Beethovens voru samdar á 12 árum.en svo liðu 11 ár þar til hin 9. kom fram og var þá tónskáldið algerlega búið að missa heyrnina. Sinfónían var frumflutt í Vín 7. maí 1824 undir stjórn höfundar. Sinfón- ían er söngsinfónía við óðinn „Til gleðinnar" - An die Freude - eftir Friedrich Schiller. Tónleikarnir eru framlag Sinfón- íuhljómsveitarinnar til Listahátíðar og jafnframt síðustu áskriftartón- leikar á starfsárinu. Þetta er í sjö- unda sinn sem hljómsveitin flytur 9. sinfóníuna og að sögn forráða- manna hennar er hún alltaf jafn vin- sæl. Þetta er langfjölmennasta upp- færslan hérlendis og verður áhuga- vert að heyra þennan kór með sínar björtu raddir og sérstaka söngstíl syngja þetta verk í Hallgrimskirkju. Kirkjan var valin meðal annars vegna hins mikla fjölda flytjenda. Um hljómgæði kirkjunnar eru ekki allir sammála en hún er mjög hljóm- mikil. Þegar hljómsveitarstjórinn Osmo Vánská var spurður um álit sitt á því svaraði hann að þetta væri vissulega tilraun sem hann væri þó viss um að heppnaðist. „Það má ekki bera saman tónlistarflutn- ing í tónleikahúsum og kirkjum, en mér finnst kirkjur henta vel til flutn- ings t.d. trúarlegra verka og kór- verka. Þau verk þurfa oft meira endurkast (bergmál). Erlendis er algengt að tónlistarupptökur fari fram í kirkjum og það verður spenn- andi að vita hvort Hallgrímskirkja er vel til þess fallin.“ Um 9. sinfóníuna sagði hljóm- sveitarstjórinn að flutningur hennar væri ætíð stórviðburður. Beethoven hefði verið eitt mikilvægasta tón- skáldið í sögu og þróun sinfóníunn- ar. Þetta er í annað sinn sem hann stjórnar þessu verki og segir hann það vera sér mikla ánægju að stjórna því hér og að hafa fengið til liðs svona stóran kór. Stjórnandi kórsins, Þorgerður Ingólfsdóttir, sem löngu er þjóðkunn fyrir tónlistarstörf sín, segist vera þakklát fyrir það traust sem kórnum sé sýnt með því að leita til þeirra um flutning á svo veigamiklu verki. Æfingar hafa staðið yfir frá því í bytjun febrúar. Að finna tíma til að safna saman svo mörgum einstakl- ingum er að sjálfsögðu erfítt en það hefur gengið mjög vel því kórfélag- arnir eru mjög áhugasamir og spenntir að syngja þetta verk í þess- ari stóru kirkju. Það þarf lagni til að koma öllum flytjendunum fyrir í kirkjunni en það hefst. Aðspurð hvort hún hafi áður stjórnað svo stórum kór sagðist hún hafa stjórnað milli 400-500 manna kór á lokatón- leikum tónlistarhátíðar í Rotenburg í Þýskalandi og var það verk Atla Heimis Sveinssonar „Haust“ við ljóð Rilke, sem flutt var. Að stilla saman svo marga strengi krefst að sjálfsögðu allt annarra vinnubragða en þegar hópurinn er um 50 manns. Stærðin er þó ekki allt. 9. sínfónían er í algerum sér- flokki og kallar á gleðina voldugum rómi. Enginn veit hvernig verkið hljómaði upphaflega en vegna þess hve erfiðlega það liggur á tónsviðinu hefur skapast hefð fyrir því að flytja það af skóluðum röddum og þrosk- uðu söngfólki. Þessar raddir eru ungar, léttar og bjartar og blærinn verður með ungum æskutóni og því verður þessi flutningur trúlega öðru- vísi en við eigum að venjast. Þorgerður sagði að það væri hríf- andi þegar þessi stóri hópur syngi óðinn „Til gleðinnar" og syngi fram textann þar sem spuyrt er hvort þú finnir ekki fyrir skapara heimsins og fólk er hvatt til að sameinast sem bræður. Augnablikið væri sterk upp- lifun og uppljómun. Allir þessir ein- staklingar tengjast og fínna til sterkrar samkenndar og upp í hug- ann kæijiu hugsanir tengdar vori, lífi og gróanda." Einsöngvararnir eru fjórir. Þeir eru: Marta Halldórsdóttir sópran- söngkona. Hún segist hlakka til að spreyta sig með svo góðu fólki og til að kynnast og vinna með hljóm- sveitarstjóranum Osmo Vánská. Hún hefur áður sungið með Hamra- hlíðarkórnum og Sinfóníuhljómsveit íslands og veit að von er á góðu. „Krakkarnir eru svo áhugasöm og syngja yndislega og þetta verk, þessi stóri lofgjarðarkór, er draumur hvers. sþngvara." Þetta er í fyrsta sinn sem hún syngur í þessu verki og lítur hún á þetta sem stórkostlegt tækifæri, sem henni hefur hlotnast. Rannveig Bragadóttir, messó- sópran, syngur althlutverkið. Hún segir það upplifun að taka þátt í þessum flutningi með öllu þessu tón- listarfólki. „Ég ber svo mikla lotn- ingu fyrir þessu verki og fínnst svo stórkostlegt að vera örmjór strengur í hljóðfærinu sem fær þetta stór- brotna listaverk til að hljóma.“ Kolbeinn Ketilsson, tenór, stund- aði nám í óperudeildinni við Tón- listarháskólann í Vín í sex ár og lauk námi vorið 1993. Að námi loknu fékk hanns strax hlutverk í Ævintýr- um Hoffmans. Leikstjórinn var óperustjóririn við Ríkisóperuna í Prag og bauð hann honum hlutverk í Leonóru efti Beethoven. í því hlut- verki fékk hann, eins og hann segir sjálfur, „nasaþefínn“ af Beethoven. Annars var hann löngu búinn að læra sönghlutverkið í 9. sinfóníunni og átti þann draum að fá að syngja það. Nú fær hann tækifærið og hinn langþráði draumur rætist. Kristinn Sigmundsson, bassabari- tón, segir að sér líði alltaf vel þegar hann syngi þetta hlutverk. Þessi óður til gleðinnar, frelsisins, jafn- réttisins og bræðralagsins sé svo göfugur. Hann söng fyrst í þessu verki með Sinfóníuhljómsveit íslands 1987, í Essen í Þýskalandi árið 1990 og um áramótin 1993-94 söng hann það á tvennum tónleikum sama dag- inn í Berlín. Til marks um vinsældir sinfóníunnar sagði hann að í þeirri viku hefði hún verið flutt á 11 kon- sertum í Berlín. Kristinn er nú á förum til Florens á Ítalíu þar sem hann mun syngja í þessu verki á þrennum tónleikum á Listahátíð sem þar verður haldin nú í júní. Tónleikarnir hefjast kl. 20 báða dagana og verða í Hallgrímskirkju, eins og áður segir. An Die Freude FT-eude, schöner Götterfunken, Tochter aus Elysium! Wir betreten feuertrunken, Himmlische, dein Heilgtum! Deine Zauber binden wieder, was die Mode streng geteilt; alle Mensehen werden Bröder, won dein sanfter Flugel weilt. (Friedrich Schiller.) Til gleðinnar Fagra gleði, guða logi, Gimlis dóttir, heill sé þér! í þinn hásal hrifnir eldi, heilög gyðja, komum vér. Þínir blíðu töfrar tengja, tízkan meðan sundur slær; allir bræður aftur veröa yndis-vængjum þínum nær. (Matthías Jochumsson)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.