Alþýðublaðið - 23.11.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.11.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Amensfc /andnemasaga. (Framh.) „Að eins ein leið er opin", sagði Roland, „við verðum að fara yfir ána. Árniðurinn mun yfirgcæfa suilið í hestunum, og þannig komumst við óséð yfir. Ef við ekki getum sloppið fram hjá rauðskinnunum, ráðumst við á þrælana, og notum fátið sem á þá kemur til þess að flýja*. „Þú ert sannarlega hugrakkur maður", sagði Nathan ánægju- legur. „En ráðið þitt dugar ekki Sérðu ekki bálið, sem speglast f vatninu? Þeir mundu sjá okkur, áður en við værum komnir hálfa Ieið, og létu þá ekki standa á því að heilsa okkur með byssun- um. Þess vegna mundi okkur hentast, að hverfa sem íyrst héðan*. „En hvert eigum við að fara?" spurði Roland. „Á afvikinn stað hér í ná- grenninu, þar sem við getum dvalið, án þess að þurfa að ótt- ast rauðskinnana, unz vatnið mink- ar i ánni og við getum komist yfir annarsstaðar, þar sem engir Shawíar ógna okkur. Og þá get- um við með hjáip Péturs litla komist fram hjá þessum brennu- vörgum. „Við skulum þá ekki dvelja", sagði Roland, „þó eg geti ekki skilið hvar slíkan stað er að finna f þessum skollans skógi. „Slíkur staður er til“, mælti Nathan lágri röddu, og leiðbeindi þeim aftur upp á bakkan, og reyndi að sjá um, að bjarminn af eldinum félli sem minst á þau. „Níu lík — faðir, móðir, amma og börn — hvíla undir þrepskild- inum“, hvíslaði Nathan að unga herforingjanum, „og menn hætta sér þangað sjaidan eftir að dymt er orðið, vegna þess að menn halda, að hinir dauðu rísi á mið- nætti upp og gangi syrgjaadi um húsið. Engu að síður er það góð- ur feiustaður fyrir þá sem f nauð um eru staddir, og eg hefi dvalið margar nætur ásamt Pétri litla undir hrörlegu þaki þess, án þess að óttast drauga eða rauðskinna, þó eg verði að játa, að eg hefi oft heyrt undarleg hljóð innan úr Kaepið Alþýðnblaðið. Undirrit_________ óskar að gerast kaupandi Alþýðublaðsins frá —,_____________________ að telja. _______________________ þ._____________mán. 1920. (Fuit nafn og heimili). Arv. Miða þennan eru menn beðnir að klippa úr blaðinu og senda hann útfyltan á afgreiðslu Alþýðublaðsins, Reykjavík. skóginum. Það er ömurlegur hvíld- arstaður, en hann mun veita þess- um þreyttu stúlkum hvíld, unz við getum komist yfir ána“. Saga þessi minti Roiand á söguna, sem Bruce ofursti hafði sagt honum um Ashburn fjöl- skylduna, sem öil hatði á einni nóttu verið myrt af rauðskinnum. Hann varð að taka á öliu viija- þreki sínu til þess að fara með skjólstæðinga sína tii þessa hörm- ungarstaðar; því þó hann sjálfur væri laus við alia hjátrú, þá gat hann vel skilið hvílík áhrif upp- ýfðar endurminningarnar gætu haft á systur hans. Brátt var ferðafóikið komið upp á bakkann, og er það hafði horft aftur á vað ið og bálið, hvarf það í skóginn og fór eftir stíg, sem einhvern- tfman hafði verið gerður af mannahöndum, en var nú aftur þvf nær gróinn upp. Eftir fjórðung stundar komu þau í rjóður, sem á sfnum tfma lfka hafði verið ræktuð jörð, og var mjög stórt um sig. Gamlir trjábolir, lauflausir, báru við loft. Draugalegt mjög var á þessurn ömuriega stað, og jók grafkyrð sú, er rfkti í skóginum enn þá meira á ömurleikan, og ekki bætti vindþyturinn, sem rauf þögnina við og við, úr skák, þegar líka endurminningin um at vikin, sem þarna höfðu skeð, bættust ofan á alt saman. Þegar ferðafólkið kom ina f rjóðrið, kom atvik fyrir, sem oft fyllir komumenn með ótta. Blíðalogn varð skyndilega, og ekki hreyfðist hár á höfði, þegar ferðafólkið sá teinréttan, tígulegan trjábol hallast alt í einu, og hníga út á hliðina unz hann steyptist til jarðar með dunum og dynkjum eins og í jarðskjálfta væri. Fall trésins gerði lyddurnar f hópnum enn þá blauðari, og virtist vekja endurminningar hjá Pétri, þvf hann tók til að snuðra og reka upp smá bofs. „Ójá, Pétur“, sagði Nathan, „þú hefir gott minni, þó fimm ár séu langur tími íyrir litla hausinn þinn. Undir þessu sama tré myitu þeir gömlu konuna og brutu haus- kúpuna á saklausu ungbaminu. Það var sannarlega synd, sem mér rann til rifja að horfa á“. „Hvað?“ hrópaði Roland, „varst þú viðstaddur blóðbaðið?" „Það var hvorki fyrsta eða síðasta blóðbaðið, sem eg horfði á", mælti Nathan. „Eg bjó þá f kofa, sem var nokkru neðar við ána, og þetta veslings fólk, Ash- burnfjölskyldan, voru nábúar mfn- ir, þá þau oftsinnis tóku mér öðruvísi en nábúum sæmir, og hentu gaman að mér og ráku mig á dyr vegna trúar minnar. Högginn sykur og strausykur fæst eins og hver vill í verzlun Theódórs Sigurgeirss. Óðínsgötu 30. — Símí 95L Ungur reglusamur maður ósk- ar eftir fastri vinnu um lengri tíma. — Tilboð um atvinnu send- ist afgréiðslu þessa blaðs merkt: »Verkamaður«. Ritstjóri og ábyrgðarmaðor: ólafur Friðriksson. Prentsmíöjan Gutenbarg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.