Morgunblaðið - 24.06.1994, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994
ÍÞRÓTTIR
URSLIT
HM í Bandarfkjunum
Ítalía - Noregur...............1:0
New York í gærkvöldi. E-riðill:
Pierluigi Casiraghi (35.)
Gult, spjald: Stig Inge Bjömebye (33.) og
Alf Inge Haaland (68.), báðir Noregi.
Rautt spjald: Gianluca Pagliuca (21.)
Dómari: Hellmut Krug (Þýskalandi)
Ítalía: 1-Gianluca Pagliuca; 3-Antonio Ben-
arrivo, 4-Alessandro Costacurta, 6-Franco
Baresi (2-Luigi Apolloni 49.), 5-Paolo Mald-
ini; 14-Nicola Berti, 11-Demetrio Albertini,
13-Dino Baggio, 20-Giuseppe Signori; 18-
Pierluigi Casiraghi (19-Daniele Massaro
69.), 10-Roberto Baggio (12-Luca Marcheg-
iani 22.).
Noregur: 1-Erik Thorstvedt; 20-Henning
Berg, 4-Rune Bratseth, 5-Stig Inge
Björnebye, 18-Alf Inge Haaland; 22-Lars
Bohinen, 7-Erik Mykland (Kjetil Rekdal
81.), 8-Oeyvind Leonhardsen, 6-Jostein Flo;
9-Jan Aage Fjörtoft, 21-Sigurd Rushfeldt
(11-Jahn Ivar Jakobsen 46.).
STAÐAN:
ítalía 2
Noregur 2
Mexíkó 1
1:0 3
1:1 3
1:1 3
0:1 0
....2:1
0 0 1
Bandaríkin - Kólumbía..........
Pasadena í fyrrinðtt. A-riðill:
Andres Escobar (34. - sjálfsm.), Emie Stew-
art (52.) — Adolfo Valencia (90.). 93.194.
Dómari: Fabio Baldas, Ítalíu.
Gult spjald: Alexi Lalas (49.) — Antony
de Avila (24.)
Bandaríkin: 1-Tony Meola; 17-Marcelo
Balboa, 20-Paul Caligiuri, 21-Fernando
Clavijo, 22-Alexi Lalas, 6-John Harkes,
5-Thomas Dooley, 9-Tab Ramos, 16-Mike
Sorber, 11-Eric Wynalda (10-Roy Wegerle
61.), 8-Ernie Stewart (13-Cobi Jones 67.).
Kólumbía: 1-Oscar Cordoba; 4-Luis Herr-
era, 15-Luis Carlos Perea, 2-Andres Esco-
bar, 20-Wilson Perez; 14-Leonel Alvarez,
5-Herman Gaviria, 10-Carlos Valderrama,
19-Fredy Rineon; 21-Faustino Asprilla (11-
Adolfo Valencia 46.), 7-Antony de Avila
(9-Ivan Valenciano 46).
STAÐAN:
Sviss..................2
Bandaríkin.............2
Rúmenía................2
1
1
1
Kólumbía..............2 0
0 5:2 4
0 3:2 4
1 4:5 3
2 2:5 0
í sjónvarpinu
HM í DAG: Mexíkó - írland kl.
16.30, Brasilía - Kamerún kl. 20,
og Svíþjóð - Rússland kl. 23.20.
Fyrsti og síðasti ieikurinn verða
sýndir í beinni útsendingu RÚV,
en viðureign Brasilíu og Kamerún
í dagskrárlok. Allir leikimir eru
sýndir beint á Eurosport.
KNATTSPYRNA / HM I KNATTSPYRNU
Tíu Italir lögðu
IMorðmenn
Pagliuca markvörður rekinn út af eftir 20 mínútur. Dino Baggio
skoraði með glaesilegum skalla seint í leiknum
„VIÐ áttum skilið að sigra.
Norðmenn virtust leika upp á
að ná jafntefli og guldu fyrir
það,“ sagði Arrigo Sacchi, þjálf-
ari ítala, eftir að lið hans hafði
unnið Norðmenn með einu
marki gegn engu í E-riðli í gær.
ítalir voru einum færri eftir að
markverði þeirra, Gianluca
Pagliuca, var vísað útaf á 21.
mínútu. Dino Baggio gerði sig-
urmarkið um miðjan síðari hálf-
leik.
Italir bytjuðu leikinn af miklum
krafti og náðu að skapa sér nokk-
ur færi í byrjun og virtust til alls
líklegir. En svo kom áfallið —
Gianluca Pagliuca markvörður var
rekinn af leikvelli á 21. mínútu fyrir
að veija skot frá Öyvind Lönhardsen
utan vítateigs með hendi, í einu sókn
Norðmanna fram að þeim tíma.
Sacchi, þjálfari, ákvað þá að taka
Roberto Baggio út af fyrir vara-
markvörðinn Luca Marchegiani og
kom það mörgum á óvart að besti
knattspymumaður heims væri tek-
inn útaf.
„Ég tók Baggio út vegna hans
og liðsins. Það hefði verið of mikið
álag fyrir hann að leika einum leik-
manni færri því hann hefur átt við
meiðsli að stríða og því ekki alveg
í toppæfingu,“ sagði Sacchi. „Við
erum ekki öruggir áfram þrátt fyrir
þennan sigur. Við eigum í vandræð-
um með liðið gegn Mexíkó því Pagl-
Reuter
Útaf!
GIANLUCA Pagliuca, markvörður ít-
ala, kemur af velli eftir að hafa feng-
ið að sjá rauða spjaldið hjá dómara
leiksins eftir aðeins 20 mínútur. Það
er Luca Bucci, einn varamannanna,
sem reynir að hugga markvörðurinn.
iuca verður í leikbanni og eins og
óvíst hvort Baresi geti leikið vegna
hnémeiðsla og eins er spurning með
Paolo Maldini," sagði þjálfarinn.
Egil Olsen, þjálfari Norðmanna,
var ekki ánægður með sína menn.
„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum
með liðið. Við reyndum ekki nægi-
lega mikið upp á eigin spýtur. It-
alska liðið var mun betra en ég hef
séð til þess áður. Við náðum aidrei
almennilegum sóknum allan leik-
inn,“ sagði Olsen. Aðspurður um
brottvísun Pagliuca, sagði hann:
„Við hefðum frekar viljað fá mark,
en brottrekstur.“
Pagliuca, sem var sakaður um
markið sem Irar gerðu í fyrsta leikn-
um, er fyrsti markvörðurinn sem
rekinn er af velli í úrslitakeppni HM
síðan Beiginn Jean-Marie Pfaff fékk
rauða spjaldið í ieik um þriðja sætið
gegn Frökkum árið 1986.
Italía og Noregur hafa bæði 3
stig eftir tvo leiki í E-riðli, en írland
er með 3 stig eftir einn leik og
Mexíkó ekkert stig, en þau leika
einmitt í kvöld. Það verður að telj-
ast góð frammistaða hjá Itölum, sem
þrívegis hafa fagnað heimsmeistar-
atitlinum, að ná að sigra einum
færri eftir slæma útreið gegn írum
í fyrsta leik. Þökk sé Dino Baggio,
sem gerði fimmta mark sitt fyrir
landsiiðið. Hann skoraði sigurmarkið
á 69. mínútu með glæsilegum skalla
eftir aukaspyrnu frá Guiseppe Sig-
nori.
Skagamenn
—hittast í Ölveri í dag frá kl. 16:00 til 19:30
Dagskré:
Trúbador leikur og syngur réttu lögin. Skemmtisögur.
Barátturæða. Karaoke-einvígi. Innritun nýrra félaga,
sala á ÍA-varningi. Steinn Helgason aðstoðarþjálfari ÍA
ræðir um liðið. Söngæfing. Írland-Mexíkó á risaskjá frá
16:30 til 18:15. ÍA-myndband í gangi eftir HM-leik mörk
og aftur mörk. Miðar á völlinn á staðnum o.m.fl.
Skagamenn - gulir og glaðir
Breiðablik — Þór
á Kópavogsvelli í kvöld kl. 20.00
Blikaklúbburinn hittist á Mömmu Rósu kl. 18.00
VIÐAR-HF
byggingaverktaki.
4% Skandia
Lifandi samkeppni,
lægri iðgjöld.
UTGAFA
Handbók um HM
Gefin hefur verið út handbók um
heimsmeistarakeppnina í knatt-
spyrnu 1994, HM 94 HANDBÓKIN
eftir Arnar Björnsson íþróttafrétta-
mann. Bókin, sem er 160 blaðsíður,
er í handhægu broti og í henni eru
m.a. umsagnir um öll liðin með liðs-
myndum, umsagnir um alla leik-
menn og myndir af þeim helstu,
töflur, úrslit leikja í forkeppni og
framganga í fyrri mótum, töflur til
að færa inn úrslit allra leikja _og
tímaröð sjónvarpsleikja hjá RUV
auk þess sem stiklað er á stóru um
sögu heimsmeistarakeppninnar.
Hver bók er tölusett og gildir sem
happdcættismiði. Dregið verður
fimmtudaginn 30. júní og er ferð
fyrir tvo á leik í HM 94 í vinning.
Útgefandi er Reykholt, en dreif-
ingu annast Lífstill ’94.
„FótboKinn"
Út er komið fyrsta tölublað Fót-
boltans, nýs tímarits um knatt-
spyrnu. Ritstjóri er Sigurður Már
Jónsson en útgefandi Friðrik Frið-
riksson.
Fótboltinn er sérrit um knatt-
spyrnu og er ætlunin að tímaritið
komi út 8 - 10 sinnum á ári. I blað-
inu er skrifað um knattspyrnu frá
öllum sjónarhornum. í þessu fyrsta
töiublaði er umfjöllun _um efnileg-
asta knattspyrnumann Islands í dag
og_ ítarleg úttekt á þjálfunarmálum
á íslandi með viðtölum við alla þjálf-
ara 1. deildar karla. I blaðinu er auk
þess 16 síðna blaðauki um heims-
meistarakeppnina í knattspyrnu. ít-
arleg úttekt er á gervigrasvöllum
landsins með tölulegum upplýsing-
um auk þess sem tíu manna dóm-
nefnd gefur þeim öllum einkunn.
Fyrsta tölublað Fótboltans er 48
síður og kostar 399 krónur.
ídag
Knattspyrna
NM stúlka 16 ára og yngri:
Ólafsfjörður:
ísland - Finnland...........kl. 13.00
Holland - Noregur...........kl. 15.00
Svíþjóð - Danmörk...........kl. 17.00
1. deild karla:
Keflavík: ÍBK - Fram...........kl. 20
KR-völlur: KR - ÍA.............kl. 20
Kópavogur: Breiðabl. - Þór.....kl. 20
Vestmannaeyjar: ÍBV - FH.......kl. 20
2. deild karla:
Akureyri: KA - Leiftur.........kl. 20
3. deild:
Dalvík: Dalvík - Tindastóll....kl. 20
Ásvellir: Haukar - Skallagr....kl. 20
Sandgerði: Reynir - Fjölnir....kl. 20
Isatjörður: BÍ-Völsungur.......kl. 20
Egilsstaðir: Höttur-Víðir......kl. 20
4. deild:
Varmárvöllur: UMFA - Ökkli ...kl. 20
Gróttuv.: Grótta - Smástund....kl. 20
Leiknisvöllur: Leiknir-Ægir....kl. 20
Njarðvík: UMFN-Hamar.......kl. 20
Grenivík: Magni - KS.......kl. 20
Fáskrúðsfj.: KBS-Huginn....kl. 20
Sund
Aldursflokkamót íslands hefst á
Akranesi í kvöld kl. 17. 350 keppend-
ur eru skráðir til leiks og eru skrán-
ingar alls 1.600 talsins og hafa aldrei
verið fleiri. 16 sundfélög senda kepp-
endur, þau eru: Ármann, HSK, HSÞ,
ÍBV, ÍS, KR, SH, SFS, UÍA, UMFT,
UMSB, UMSK, UMSS, Vestrr, ÍA og
Ægir.
Siglingar
f dag kl. 13. hefst siglingamót, sem
haldið er í tilefni af lýðveldisafmæl-
inu. Siglt verður frá Reykjavík til
Vestmannaeyja. Ræst verður fyrir
utan hafnarmynni Reykjavíkurhafnar
kl. 13 og fá skúturnar 24 klukku-
stundir til að ljúka keppninni. Hug-
myndin er sú að mót þetta verði ár-
legt og að um verði að ræða alþjóð-
lega keppni, þar sem erlendir kepp-
endur mæti leiks í framtíðinni.
Frjálsíþróttir
Kappamót öldunga í fijáisíþróttum
verður á Laugardalsvelli í dag og
hefst kl. 18. Keppt verður í hlaupum
og stökkum karla og kvenna.
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 B 3
4-
+
Reuter
Dýrmætt mark Baggios
DINO Baggio gerði sigurmarkið gegn Noregi { gær og fagnar hér að vonum þessu dýr-
mæta marki sínu. Það er vinstri bakvörðurinn Paolo Maldini sem samfagnar Baggio.
Bandaríkjamenn sigruðu Kólumbíu:
„Mesti sigur okkar“
BANDARÍKiAMENN komu heldur
betur á óvart með því að leggja
Kólumbíumenn að velli, 2:1, og
vinna þar með sinn fyrsta sigur í
HM frá því að þeir unnu eftirminni-
legan sigur, 1:0, yfir Englendingum
í heimsmeistarakeppninni í Brasilíu
1950. „Þetta er okkar mesti sigur —
miklu betri en gegn Englendingum,
því að hann kom og fór svo fljótt.
Sigurinn gegn Kólumbíu á eftir að
hafa langvarandi áhrif og hjálpa
okkur til með nýju atvinnumanna-
deildina," sagði Alan Rothenberg,
forseti knattspyrnusambands
Bandaríkjanna og undirbúnings-
nefndar HM.
Sigurinn hefur vakið mikla athygli í
Bandaríkjunum og er bandaríska
liðið nær öruggt með að komast í 16-liða
■■■■^^H úrslit. Það reiknuðu fáir
Frá með sigri Bandaríkja-
Gunnari manna, því að margir —
Valgeirssym i ejns 0g knattspyrnusnill-
Bandarikjunum jngUrjnn peje> voru búnir
að spá Kólumbíu góðu gengi og heims-
meistaratitli. Það bendir allt til að Kól-
umbíumenn komist ekki áfram og missa
leikmenn liðsins þar með af 13 millj. fsl.
kr., sem þeir áttu að fá á mann fyrir að
komast áfram. Þá var búið að heita á
þá 29 millj. ísl. kr., ef þeir yrðu heims-
meistarar.
Kólumbíumenn höfðu ekki heppnina
með sér, því að þeir urðu fyrir því áfalli
að skora sjálfsmark — Andres Escobar.
Ernie Stewart bætti síðan við marki fyr-
ir Bandarikjamenn. „Þegar við vorum
búnir að skora tvö mörk gáfust leik-
mennn Kólumbíu upp. Það var allur vind-
ur úr þeim,“ sagði Roy Wegerle, sóknar-
leikmaður Bandaríkjanna.
Reuter
í sjöunda himni
FÖGNUÐUR Bandaríkjamanna var
mikill eftir að sigurinn gegn Kólumbíu
var í höfn. Hér eru markvörðurinn
Meola og tveir félagar hans með banda-
ríska fánann.
Maturana, þjálfari Kólumbíu, sagðist
enga skýringu hafa á hvað sínir menn
hafi verið andlausir gegn Rúmeníu og
Bandaríkjunum. „Það er eins og leikmenn
mínir hafi ekki þolað pressuna sem var
á þeim og ekki verið tilbúnir í slaginn.
„Það er synd að reglurnar séu þannig,
að þær leyfa aðeins þrjár breytingar. Ef
þær hefðu ekki verið þannig, hefði ég
skipt öllum ellefu leikmönnunum út.“
faémR
FOI_K
■ CARLOS Alberto Parreira,
þjálfari Brasilíu, varar við of mik-
illi bjartsýni í leiknum gegn Kamer-
ún í kvöld. „Við verðum að vera
varkárir. Kamerún er með mjög
hættulegt lið, mun hættulegra en
Svíþjóð og Rússland. Þó við höfum
byijað vel í fyrsta leik erum við
aðeins komnir einn sjöunda hluta
leiðarinnar að markmiðinu —
heimsmeistaratitlinum sem við unn-
um síðast 1970,“ sagði Parreira.
■ KAMERÚN var spútniklið HM
á Ítalíu 1990 og vann þá m.a.
Argentínu 1:0 og Kolumbíu 2:1 á
leiðinni í undanúrslit. „Við vitum
að brasilíska liðið er skipað ellefu
frábærum knattspyrnumönnum
sem spila vel saman og eru taldir
með eitt af sigurstranglegustu lið-
unum í keppninni. En ég held að
við eigum möguleika gegn Brasil-
íumönnum og við eigum eftir að
verða þeim erfiðir," sagði franski
þjálfari Kamerúna, Henri Michel.
■ RICARDO Rocha leikur ekki
með Brasilíu í kvöld vegna meiðsla
sem hann hlaut í leiknum gegn
Rússum. Inn í byrjunarliðið fyrir
hann kemur Marcio Santos.
■ GRÍSKIR knattspyrnuáhuga-
menn sem fylgdust með beinni út-
sendingu í Grikklandi og á Kýpur
frá leik Grikkja og Argentínu á
þriðjudagskvöld voru ekki ánægðir
með frammistöðu gríska sjónvarps-
ins. Þó svo að leikurinn hafi ekki
verið skemmtilegur á að horfa fyrir
Grikki, sem töpuðu 4:0, vildu þeir
fá að sjá leikinn, en 28 sinnum var
skellt inn auglýsingum á meðan á
leiknum stóð.
■ ÍBÚAR í smábænum Pimento
í Brasiliu urðu æfir þegar raf-
magnið fór af bænum hálftíma fyr-
ir leik Brasilíumanna og Rússa.
Þegar ljóst var að þeir myndu ekki
fá tækifæri til að
Frá Gunnari horfa á sjónvarps-
Valgeirssyni í tæki sín, geystust
Bandaríkjunum allir íbúarnir að húsi
bæjarstjórans og rústuðu því. Það-
an var haldið að húsi rafveitunnar
og þijár bifreiðar fyrirtækisins
skemmdar. Ein kona lét lífið, þegar
hún reyndi að forðast reiða bæj-
arbúa — ók bifreið sinni á ljósa-
staur.
■ 3.000 aðgöngumiðar á leik
Brasilíu og Kamerúns komu
óvænt á markaðinn í gær. Þeir
komu frá Kamerún, þar sem þeir
seldust ekki. Kamerúns
menn hafa átt í erfiðleikum með
að fá vegabréfsáritun til Banda-
ríkjanna.
■ JOSEPH Bell, markvörður
Kamerún, sagði við bandaríska
fréttamenn sem mættu á æfingu
hjá Kamerúnmönnum, að það
væri óvíst hvort þeir myndu mæta
til leiks gegn Brasilíu. „Við höfum
ekki fengið greiðslur sem okkur ber
í tvo mánuði og erum við óhressir
með það. Það var búið að lofa okk-
ur greiðslum síðastliðinn sunnudag,
en ekkert varð úr því,“ sagði Bell.
■ LEIKMENN Kamerún hafa
lengi átt í launadeilum við forráða-
menn knattspyrnusambandsins
landsins — og um tíma leit allt út
fyrir að Kamerún yrði ekki með í
HM.
STULKUR U-16
NM hefst á Olafsfírði í dag
orðurlandamótið í knattspyrnu stúlkna 16 ára ogyngri
hefst í dag. Opnunarleikur keppninnar verður á Olafs-
firði í dag kl. 13.00, en þá leika ísland og Finnland. Strax
á eftir kl. 15.00 leika Holland og Noregur og síðan Svíþjóð
og Danmörk kl. 17.00.
Á morgun verður leikið á Sauðárkróki, á sunnudag á
Húsavík, Dalvík á þriðjudag og loks lýkur mótinu á Akur-
eyri á miðvikudag.
+
íslenska liðið er skipað eftirtöldum stúlkum:
Aðalheiður Bjarnadóttir (Haukum), Anna Lovísa Þórsdóttir (KR), Anna
Smáradóttir (lA), Ásdís Oddsdóttir (Haukum), Áslaug Ákadóttir (ÍA),
Brynja Pétursdóttir (ÍA), Erla Edvardsdóttir (Aftureldingu), Eva Björk
Ægisdóttir (Haukum), Gréta Rún Árnadóttir (Haukum), Guðrún Sigur-
steinsdóttir (ÍA), Harpa Sigurbjörnsdóttir (Aftureldingu), Hildur Ólafs-
dóttir (Breiðabliki), Ingibjörg Olafsdóttir (ÍBA), Jóhanna lndriðadóttir
(KR), Sigríður Marinósdóttir (Stjörnunni), Sigurbjörg Júlíusdóttir (Breiða-
bliki). Þjálfari liðsins er Logi Ólafsson.
ÍÞRÓTTIR
TENNIS / WIMBLEDON
Reuter
Martina Navratilova, sigursælasta tenniskona allra tima, keppir á Wimble-
don-mótinu í síðasta sinn. Hún sigraði í gær og er komin áfram í þriðju umferð.
Edberg og Cour-
ier báðir úr leik
SVÍINN Stefan Edberg og Bandaríkjamaðurinn Jim Courier eru
úr leik á Wimbledonmótinu ftennis eins og stóru þýsku stjörnurn-
ar Steffi Graf og Michael Stich. Svíinn tapaði mjög óvænt fyrir
lítt þekktum Dana, Kenneth Carlsen, í 2. umferð í gær 6:7,6:7,
6:2,6:4,6:4., en Frakkinn Guy Forget vann Courier 3:6,6:3,3:6,
6:3, 6:4.
Edberg, sem er 28 ára og hefur
þrisvar sjnnum unnið Wimble-
donmótið, var þriðji á styrkleikalista
mótsins og þvi áttu fáir von á því
að Carlsen myndi vinna hann. En
það sannaðist enn einu sinni að allt
getur gerst í íþróttum.
Kenneth Carlsen er 21 árs, örv-
hentur og er númer 113 á styrk-
leikalista alþjóða tennissambands-
ins. Hann komst í 3. umferð keppn-
innar í fyrra, áður en þá var sleginn
út af Cedric Pioline frá Frakklandi.
Besti árangur hans á tennisvellinum
hingað til var að komst í 8-manna
úrslit á opnu móti í Kaupmanna-
höfn fyrr á þessu ári.
Edberg var að vonum svekktur
með að tapa fyrir Dananum. „Hann
lék einfaldlega mjög vel örugglega.
Ég gerði mér vonir um góðan
árangur hér því það hefur gengið
vel hjá mér síðustu tíu dag. En það
er ekki nóg að spila vel á æfingum
það verður líka að gera það í keppn-
inni. Uppgjafirnar gengu ekki eins
og til var ætlast og eins var netspil-
ið ekki gott. Það særir mig að vera
úr leik því það er mjög gaman að
spila á þessu móti. En ég hef þá
trú að ég geti sigrað aftur, kannski
einu sinni enn,“ sagði Edberg.
„Ég spilaði mjög yfirvegað og
hafði engu að tapa. Þetta er stærsti
sigurinn á ferlinum," sagði Carlsen.
Courier átti erfitt með að sætta
sig við tapið, en viðurkenndi ósigur-
inn. „Hann lék vel og átti skilið að
sigra. Svo einfalt er það. Ég er allt-
af í hættu, þegar ég mæti góðum
leikmanni á grasi — grasið er
hættulegt.“ Hann bætti við að
næsta skref væri að pakka saman
og fara heim, slappa af í tvær vik-
ur, taka upp þráðinn á ný og vera
jákvæður. „Ég sagði honum [Guy]
að ef fyrir mér ætti að liggja að
tapa sætti ég mig við að tapa fyrir
honum. Hann hefur átt í erfiðleikum
vegna meiðsla og er góður strákur."
ÚRSLIT
Tennis
Wimbledon mótið
Keppni gærdagsins. Röð á styrkleikalista
mótsins i sviga.
Einliðaleikur karla, 2. umferð:
Kenneth Carlsen (Danmörku) sigraði 3-
Stefan Edberg (Svíþjóð) 6-7 (6-8) 6-7 (6-8)
6- 2 6-4 6-4
4-Goran Ivanisevic (Króatíu) sigraði Alex-
ander Mronz (Þýskalandi) 6-2 7-6 (7-4) 6-1
Guy Forget (Frakklandi) sigraði 5-Jim Co-
urier (Bandarikj.) 3-6 6-3 3-6 6-3 6-4
7- Boris Becker (Þýskalandi) sigraði Arne
Thomas (Þýskalandi) 7-6 (8-6) 6-2 6-4
8- Sergi Bruguera (Spáni) sigraði Patrick
Rafter (Ástralíu) 7-6 (7-4) 3-6 4-6 7-5
13-11
9- Andrei Medvedev (Úkraínu) sigraði Slava
Dosedel (Tékklandi) 3-6 7-5 6-1 6-4
Markus Zoecke (Þýskalandi) sigraði 11-
Petr Korda (Tékklandi) 4-6 6-7 (5-7) 6-3
6-2 6-4
15-Yevgeny Kafelnikov (Rússlandi) sigraði
Karsten Braasch (Þýskalandi) 6-1 6-1 6-3
Javier Frana (Argentínu) sigraði Brad Gil-
bert (Bandaríkj.) 6-3 4-6 6-1 6-2
Richard Fromberg (Ástralíu) sigraði Alex
Corretja (Spáni) 6-2 7-6 (8-6) 7-5
Amos Mansdorf (ísrael) sigraði Kenny
Thorne (Bandaríkj.) 7-6 (7-1) 6-3 6-7 (1-7)
6-1
Jakob Hlasek (Sviss) sigraði Wally Masur
(Ástralíu) 6-1 6-4 7-6 (7-3)
Jordi Burillo (Spáni) sigraði Andrei 01-
hovskiy (Rússlandi) 6-0 6-1 6-3
Daniel Vacek (Tékklandi) sigraði Mark
Woodforde (Ástralíu) 6-3 7-6 (7-2) 6-4
Alexander Volkov (Rússlandi) sigraði Brett
Steven (Nýja-Sjálandi) 4-6 6-4 3-6 7-5 6-3
Bryan Shelton (Bandarikj.) sigraði Karim
Alami (Marokkó) 6-3 7-5 1-6 6-7 (7-9) 6-2
Jean-Philipp Fleurian (Frakklandi) sigraði
Christian Saceanu (Þýskalandi) 7-5 6-3 6-4
David Prinosil (Þýskalandi) sigraði Jacco
Eltingh (Hollandi) 3-6 6-2 6-3 6-4
Jeremy Bates (Bretlandi) sigraði Joern
Renzenbrink (Þýskalandi) 6-2 7-6 (7-3) 6-4
Christian Bergström (Svíþjóð) sigraði Greg
Rusedski (Kanada) 6-4 6-4 5-7 7-6 (7-5)
Einliðaleikur kvenna, 2. umferð:
2-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) sigraði
Mariu Jose Gaidano (Argentínu) 6-2 6-1
4- Martina Navratilova (Bandaríkj.) sigraði
Sandra Cecchini (Ítalíu) 6-2 6-0
5- Jana Novotna (Tékklandi) sigraði Wiltrud
Probst (Þýskalandi) 6-2 6-1
10- Gabriela Sabatini (Argentínu) sigraði
Jenny Byme (Ástralíu) 6-2 6-3
11- Mary Joe Fernandez (Bandaríkj.) sigraði
Brenda Schultz (Hollandi) 6-4 6-4
13-Zina Garrison-Jackson (Bandaríkj.) sigr-
aði Mercedes Paz (Argentínu) 7-5 6-0
Yayuk Basuki (Indónesíu) sigraði 16-
Magdalena Maleeva (Búlgaríu) 5-7 7-6
(7-3) 6-4
17-Helena Sukova (Tékklandi) sigraði
Patricia Tarabini (Argentínu) 6-4 6-2
Mana Endo (Japan) sigraði Jolene Wat-
anabe (Bándaríkj.) 6-3 6-4
Nancy Feber (Belgíu) sigraði Marianne
Werdel (Bandarikj.) 6-4 6-4
Kristie Boogert (Hollandi) sigraði Alexia
Dechaume-Balleret (Frakklandi) 6-3 7-5
Linda Harvey-Wild (Bandaríkj.) sigraði
Meike Babel (Þýskalandi) 6-2 2-6 6-2
Ann Grossman (Bandarí.kj.) sigraði Nicole
Arendt (Bandaríkj.) 6-4 3-6 6-4
Dominique Monami (Belgíu) sigraði Elena
Brioukhovets (Úkraínu) 6-1 4-6 6-2
Silke Frankl (Þýskalandi) sigraði Sandra
Cacic (Bandaríkj.) 2-6 6-1 6-3
Laura Golarsa (Ítalíe) sigraði Fang Li
(China) 6-3 6-0
Naoko Sawamatsu (Japan) sigraði Radka
Bobkova (Tékklandi) 6-1 6-3
r I 1 $0 r
lröpi
D E I L
m
Tæknival
WMMWW90MM6MM
KR - IA
Skeifan 17, sfmi 681665
TÆKNIVAL
ER AÐAL
STYRKTARAÐILI
ÞESSA LEIKS
á kR-velli v/ Frostaskjól föstudaginn 24 júní kl. 20.00
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HJÁ SHELL, AKRANESI.
Dómari: Egill Már Markússon. Línuverðir: Ari Þórðarson og Einar Sigurðsson.
KR KLUBBURINN
Fyrir leikinn er opið hús í félagsheimilinu þar sem boðið er
upp á pasta og pizzu hlaðborð fyrir alla fjölskylduna á vægu
verði. Kl. 18.30 verður 200 númeruðum sætum deilt út til
félaga í KR-klúbbnum. Ath. Matur borinn fram kl. 18.00.
Nýtt námskeið í knattspyrnuskólanum hefst 27. júní.
Skráning stendur yfir í síma 27181.
adidas
llll
FORMPRENT