Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 2

Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 2
2 D LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Að lokinni Listaliátíð KRISTÍN málar við Lækjargil á Akureyri. Eyfirsk kona á listabraut Kristín Jónsdóttir frá Arnar- nesi fæddist 1888 og lést 1959. Snemma hneigðist hugur henn- ar til lista og um aldamót, þegar hún var 12 ára gömul, hafði hún eignast efni og tæki tii að teikna. Frá þeim tíma eru fyrstu teikni- verk hennar. Ekki mun Kristín hafa notið tilsagnar í myndlist fyrr en hún fór til náms við Kvennaskóla Eyjafjarðar á Akur- eyri þegar hún var 15 ára göm- ul. Þar var teikning meðal kennslugreina og fyrir hana hlaut Kristín framúrskarandi vitnisburð. Veturinn 1907-8 var hún við húsmæðranám í Reykja- vík og kynntist þar syðra verkum mikilla íslenskra listamanna sem þegar voru orðnir landsþekktir, en bæði Ásgrímur Jónsson og Jóhannes Kjarval sýndu verk sín í Reykjavík það ár. Ekki fetaði Kristín hefðbundn- ar slóðir kvennaskólastúlkna því árið 1909 hélt hún með dyggum stuðningi systkina sinna til Kaupmannahafnar þar sem hún nam í tvö ár undirstöðugreinar myndlistar íTeikni- og listiðnað- arskóla kvenna og hóf þegar að því loknu nám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmanna- höfn. Þar var hún við nám í 5 ár í hópi listamanna á borð við Júlí- önu Sveinsdsóttur, Mugg og Kjarval. Kristín kom á hverju ári heim til að mála, meðal annars vatnslitamyndir sem hún seldi til að létta undir námskostnaði sínum. Á síðasta námsári Krist- ínar voru myndir hennar teknar á Charlottenborgarsýninguna í Kaupmannahöfn og þar sýndi hún alls 6 sinnum. Árið 1917 hélt Kristín Jóns- dóttir fyrstu einkasýningu sína í Kaupmannahöfn og þær urðu fleiri á næstu árum. Auk þess að taka þátt í samsýningum heima og erlendis hélt Kristín einkasýningar í Reykjavík, á Ak- ureyri og Siglufirði. Síðasta einkasýningin var í Listamanna- skálanum árið 1953, en á því ári var hún sæmd Hinni íslensku fálkaorðu, fyrst íslenskra lista- kvenna. Listakona - húsmóðir Árið 1918 giftist Kristín Jóns- dóttir Valtý Stefánssyni, sem síðar varð ritstjóri Morgunblaðs- ins. Þau dvöldust í útlöndum fyrstu hjúskaparár sín og á árun- um 1921 og 1922 fór Kristín til dvalar og vinnu á Ítalíu. Þegar Valtýr tók til starfa við Morgun- blaðið 1924 fluttu þau heim og bjuggu í Reykjavík upp frá því. Þrátt fyrir annir við húsmóður- störf á gestkvæmu heimili og uppeldi dætranna, Helgu og Huldu, lét Kristín ekki niður falla listiðju sína. Hún málaði lands- lags- og kyrralífsmyndir, hélt sýningar og hannaði húsgögn, svo eitthvað sé nefnt. Hún mál- aði Reykjavíkurmyndir, ferðaðist um Suðurland, einkum Þingvelli, og málaði mikið á þeim slóðum en komst þegar á leið ævina lítt til að vinna að list sinni á æsku- slóðunum nyrðra. Að sögn Haraldar Inga Har- aldssonar er Kristín Jónsdóttir um mjög margt merk listakona. „Hún er fyrsta norðlenska lista- konan sem brýst til alvarlegs myndlistarnáms. Hún er braut- ryðjandi að ýmsu öðru leyti. Myndir hennar eru afar sérstak- ar í blæbrigðum og litanotkun. Hún á sér mjög öruggan og fastan sess í íslenskri listasögu og um það má lesa hvort tveggja í bók Björns Th. Björnssonar, íslensk myndlist, og bók Aðal- steins Ingólfssonar um Kristínu, Listakonan í gróandanum. Hún var eiginkona eins áhrifamesta manns í íslensku þjóðlífi, Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgun- blaðsins, og hélt heimili sem tengdist bæði áhrifafólki þjóðar- innar og myndlistarmönnum, sem áttu þar víst skjól, án þess að hún tapaði nokkru sinni sýn- inni á list sína. Hún hélt áfram að vinna að henni alla ævi, hélt huga sínum opnum. Hún studdi á fullorðinsárum sínum unga listamenn í stormasamri baráttu þeirra fyrir tilvist sinni og listar sinnar. í útvarpserindi sem hún hélt 1954 hvatti hún þá með þessum orðum: „En þið, mínir ungu samherjar, sem hneyksl- un valdið, þið sem hafið valið ykkur það erfiða hlutverk að yfirgefa troðnar slóðir í leit að nýjum verðmætum í listinni, þið sem eruð að skapa nýjan þátt í sögu íslenskrar myndlistar, hliðstæðan því, sem nú er að gerast hjá öllum menningar- þjóðum álfunnar — ég vænti þess af ykkur, að þið standið af ykkur storma andúðar og hleypidóma jafnt og þið hingað til svo blessunarlega hafið snið- gengið öll þau viðhorf, sem eru listinni óviðkomandi." Svona var andinn og krafturinn í þess- ari norðlensku listakonu." Landið er listin Haraldur Ingi sagði að ef skil- greina ætti list Kristínar Jóns- dóttur frá Arnarnesi kæmi fyrst i hug rómantísk sýn á landið án þess þó að hún færi nokkru sinni yfir í neins konar rómantíska væmni. Listamenn á tímum bú- ferlaflutninga úr sveit í bæi hafi einkum séð list í landinu, lands- laginu, birtunni, og frelsinu og sjálfstæðinu sem í því fælist. í sýningarskrá fjallar Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur um Kristínu Jónsdóttur. Hann getur þess að verk hennar falli ekki undir það sem venja er að kalla kvenlega list og nefnir til dæmis eitt af tímamótaverkum Kristínar, Fiskstökkun við Eyja- fjörð (1914), sem er á sýning- unni í Listasafninu á Akureyri. í síðari verkum séu blæbrigði lita í verkum hennar einriig stríðari en svo að kalla megi kvenleg. „í þessum verkum er engu líkara en Kristín forðist að hleypa okk- ur allt of nálægt persónu sinni, konunni á bak við verkin, en hamri í þess stað á listrænum eigindum verkanna. Upp í hug- ann kemur Ijósmynd sem tekin var á Sprengisandi sumarið 1922 af manneskju innan í olíu- bornum hlífðarstakki með trefil fyrir vitum, sitjandi á hestbaki í hífandi háfjallaroki. Hér er kom- inn listmálarinn Kristín Jónsdótt- ir, obuguð eftir 17 tíma reið, skeytingarlaus um týpíska kven- lega háttsemi og óblíða náttúru, allt sem torveldaði skipulega söfnun landslagsmótíva til list- rænnar úrvinnslu." Krossviður, leir, steypa og gler í einum sal Listasafnsins á Akureyri verður á meöan sýning Kristínar Jónsdóttur stendur sýnt nýtt listaverk eftir listakon- una Borghildi Ólafsdóttur. Verk- ið vann Borghildur í Kanada á síðasta sumri. Það er gert úr krossviði, brenndum leir, steypu og rúðugleri og fjallar um pökk- un listaverka og flutning þeirra milli staða svo og mikilvægi hug- myndarinnar sem innihalds formsins og það að koma hug- myndum til skila. Sverrir Páll Meira líf, framsaeknara og fjöl- breyttara, hátíðina út á götur og torg, segir margt yngra fólk þegar upp er staðið og Listahátíð í Reykja- vík 1994 á enda. Faerra og stærra, segja þeir hins vegar sem eldri eru, og það virðist líklegri framvinda mála. Verðandi formaður framkvæmda- stjórnar vill nota það fé sem fæst til verulegra hátíðabrigða, fá hingað li- stafólk á heimsmælikvarða og efna til viöburða sem lifa með gestum. í athugun eru möguleikar á komu Kiri Te Kanawa sópransöngkonu á næstu hátíð að tveim árum liðnum og þegar hefur verið greint frá hugsanlegri komu heimstenórsins Placidos Dom- ingo. Hvor heldur heimsóknin gleddi fólk á öllum aldri. En hvað þá um helstu viðburði hátíðarinnar sem nú er nýlokið. Wagner þeirra dýrastur og duglegastur við að vekja athygli á hátíðinni erlendis. Kristjáni og Ask- henazy tekið opnum örmum, Tíma og vatni Atla Heimis af hrifningu og leikhúsinu Complicite fagnandi. Lík- legá á þetta lokaatriði hátíðarinnar vinninginn hvað aðdáun áhorfenda og ánægju varðar. Niflungahringur Wagners í upphafi hennar hlýtur Ifka lof fyrir að hafa heppnast og hafa ekki fallið í skugga kosninga. Einnig last fyrir kostnaðarsama sýningu sem hafi ekki freistað nógu breiðs hóps. En heildarmyndin virðist samt sú að þeir sem á annað borð gáfu sér tíma og peninga í Listahátíð hafi yfirleitt orðið ánægðir - ánægðari en óánægðir ef svo má segja. Þannig er hljóðið í hátíðargestum og hér er rætt nánar við örfáa þeirra auk for- kólfa hátíðarinnar. Bragi Ólafsson Ijóðskáld telst til yngri hóps hátíðargesta sé kynslóða- bil á annað borð íhugað og hefur þá skoðun sem lýst var í upphafi. Hon- um finnst hátíðin eiga að spegla hreyfingu á listum úti um lönd og Möguleikhúsið opnaði á vor- dögum nýtt leikhús við Hlemm með barnaleikhúshátíð í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Þetta er fyrsta barnaleikhús lands- ins og kominn tími til. Lönd sem við miðum okkur helst við hafa átt sérstök barnaleikhús í marga ára- tugi ef ekki árhundruð. Þegar undir- ritaður var á ferð í Parísarborg í maí gafst kostur á að heimsækja leikhús í St. Denis, sem er smábær rétt utan Parísar, og fylgjast þar með barnaleikhúshátíö ekki ósvip- aðri þeirra Möguleikhúsmanna. Leikhúslíf í París stendur nú í óvenjumiklum blóma með sýning- um hvaöanæva úr heiminum. Löng hefð er fyrir barnaleikhúsi í Frakk- landi og nokkrar hátíðir helgaðar því ár hvert víða um landiö. Til að mynda í Lyon, Rúðuborg og St. Denis. Mælt var með síðastnefndu hátíðinni við mig af Bridget Prouc- elle hjá hjá frönsku menningarskrif- hér heima, „hafa fleiri og smærri atriði en ekki svona ferlíki," segir hann. „Listahátíð er yfirhöfuð allt of þungiamaleg og ég held það sé nauðsynlegt að yngra fólk hafi meira um hana að segja. Dagskráin nú vakti ekki mikinn áhuga hjá mér í upphafi, ekki nema ákveðin leikhús og popp, sem ég sótti. Þó höfða fleiri tegundir tónlistar til mín og myndlist ef svo ber undir. Nú er ég til dæmis forvitinn um sýningu á Mokka en legg mig kannski ekki af ákafa eftir öðru. Makbeð Frú Emilíu fannst mér mjög góð sýning og gaman að sjá Króka- dílastræti Complicite. Tónleikar Bjarkar voru fínir og eflaust hefði ræst betur úr St.Etienne í húsi með meiri hljómburði en Kolaportið. Stjórnendur hátíðarinnar þurfa ann- ars að hugsa um innflutning popp- hljómsveita í tæka tíð, það vill mæta afgangi og hefur áður verið gagn- rýnt. Þeir voru til dæmis næstum búnir að missa af Björk og sömdu af sér síðast við sama umboðsfyrir- tæki. í djassi stendur hátíðin sig ekki og mér fannst mistök að fá hingaö Mulligan, sem er löngu útbrunninn." Kristinn Hallsson söngvari segir að sér þyki Listahátíð hafa lukkast aldeilis ágætlega. Hann hafi ekki haft mikla trú fyrirfram á Niflunga- hringnum en orðiö afskaplega hrif- inn. Sömuleiðis hafi honum þótt stór- kostlegir tónleikar Vladimirs As- hkenazy. Eini galli Listahátíðar hafi verið fullmikið af ágætu efni og ekki hægt að komast yfir allt. Kristni þætti betra að höfð væru færri stór atriði enda dýrt að halda Listahátíð. Hrafnhildur Schram, forstöðu- maður Listasafns Einars Jónssonar fylgdist helst með myndlist á hátíö- inni og fannst hæst bera sýninguna „í deiglunni" á Listasafni íslands. „Það er stórmerkileg sýning,“ segir hún. „Ég hafði líka gaman af nútíma- stofunni AFAA, sem svipartil Goet- he Institut í Þýskalandi. Proucelle sagði að annars væru gæðin æði misjöfn á öllum þeim aragrúa barnasýninga sem boðnar væru. Vikuritið Pariscope sem tíundar það sem er að gerast í höfuðborginni hefur allar barnaskemmtanir borg- arinnar í kaflanum „Jeunes". Prouc- elle dró upp þetta smárit og sýndi mér hvar gefin var upp metróstöð leikhússins í St. Denis, Teatre Ger- ard Philipe. Þegar þangað kom tók ég tali skipuleggjanda hátíðarinnar Jean- Francoise Hubert. Hann sagði há- tíðina, Enfantillage, hafa verið haldna undir sinni stjórn á hverju ári síðastliðin fimm ár. Valið á verk- um væri vandað og litið til annarra landa og borga. Ný leikrit væru jafn- an á hátíðinni og nú byðust tólf sýningar. Leikhússtjóri Theatre Gerard Philipe, Jean-Claude Fall, bætti því Barnaleikhús á ítalska og franska vísu eftir Gunnar Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.