Morgunblaðið - 02.07.1994, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.07.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 D 7 HUÓMSVEITIN Maus sem sigraði MúsíktilraunirTónabæjar. en nútímatæknin. Barokktónlist hafi bjartari tón og sé skýrari en nútímatónlist. Hún sé ekki eins þanin. Nútímatónlistarmenn geti ekki leikið barokktónlist í dag. Hjá þeim sé jákvætt að hafa ákveðinn kraft í tónlistinni. Að sögn Schröder var Bach ástæðan fyrir því að hann fór að spila á barokkfiðlu. Hann var að leika verk fyrir fiðlu og sembal þeg- ar hann gerði sér Ijóst að hinn hái bjarti tónn sembalsins passaði ekki við tóninn í nútímafiðlunni. Verkið er ekki síður fallegt þó að það sé ekki flutt með barokkfiðlu en það blandist ekki eins vel. Kennir við Yale Schröder kennir mikið bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann fer m.a. nokkrum sinnum á ári til Bandaríkjanna og kennir við Yale- háskólann. Einnig kennir hann við skóla í Sviss sem sérhæfir sig í barokkhljóðfærum. Schröder leikur á nútímafiðlu þó að barokkfiðlan eigi sterk ítök í honum. Hann hefur einnig áhuga á því að nálgast klass- íska tónlist á sama hátt og barokk- tónlist. Hann segir að hann sé nú kominn að Mendelson og Schuman en nauðsynlegt sé að vita hvernig þeir heyrðu verkin sem þeir sömdu. Tuttugustu aldar tónlist sé öðru vísi. Hún sé hraðari og stríðari. Schröder bendir á að tónlist þurfi ekki að vera stríð til að vera spenn- andi. Schröder segir um sónöturnar sex sem hann flytur á Skálholtshá- tíð, að með þeim hafi Bach skapað nýja tegund af tónverki. í þeim sé jafnræði með fiðlu og sembal en áður hefðu öll verk verið fyrst og fremst samin fyrir fiðlu og önnur hljóðfæri hefðu fylgt henni. Þetta er í annað skipti sem Schröder kemur hingað til lands að leika. Hann kom hér á síðasta ári í boði fyrrverandi nema, Svövu Bernharðsdóttur lágfiðluleikara. Hann er mjög hrifinn af landi og þjóð og hefur þegar tekið boði um að koma á Sumartónleika í Skál- holti á næsta ári. Hann vonar að sumartónleikarnir verði fastur liður á dagskránni hjá honum á næstu árum. A.S. TONUST Saf nplata SMEKKLEYSA í 50 ÁR Smekkleysa í 50 ár: safnplata með Exemi, Texas Jesú, Bubbleflies, Funkstrasse, Tjalz Gizur, Yukatan, Unun, Maus, Kolrössu krókríðandi, Kaii, Ólympíu, Losi, 2001, Niði, Curver, Victory Rose og Björk Guðmundsdóttur. Smekkleysa gefur út, Japís dreifir. 72,07 mín. 1.990 kr. SAFNPLÖTUÚTGÁFA hefur verið blómleg og nýtur vaxandi hylli, meðal annars vegna þess að þá má pakka saman vinsælum er- lendum lögum og innlendum á hagkvæman hátt og jafnvel skjóta inn óþekktum hljómsveitum, kynna þær og gera um leið einskonar skoðanakönnun. Þeir safndiskar eru og til þar sem eingöngu er boðið upp á íslenska tónlist og oft óþekkta og af þeim meiði er safn- platan Smekkleysa í hálfa öld sem Smekkleysa hf. s.m. sendi frá sér 17. júní og á eru sautján lög jafn margra flytjenda eða hljómsveita; sumra þekkta og annarra óþekktra. Upphafslag plötunnar er Lifi lýð- veldið með hljómsveitinni Exemi, ágætis inngangur að plötunni og sérkennilegur, en allt, allt of lang- ur. Annað lagið, Halaklippan með Texas Jesú, er aftur á móti síst of langt, enda hljómsveitin skemmtileg; glettin og fjölbreytt, þó broddinn vanti stundum. Pjakkur með Bubbleflies kemur n'æstur, og líklega í fyrsta sinn sem sveitin sú syngur á íslensku, því það var víst skilyrði útgáfunnar að allt væri á íslensku. Ekki er að merkja að stuðið sé minna í ís- lenskri útgáfu Bubbleflies og tví- mælalaust ástæða fyrir sveitina að gera fleiri slíkar tilraunir. Funkstrasse flytur lagið HM atómíka (heimsmeistarakeppni í bassaleik), hratt gráglettið diskó- lag. Tjalz Gissur, sem á fimmta lag disksins, Höfuðverkur, hefur lengi verið ein efnilegasta rokksveit landsins, en herslumuninn skort og svo er hér, þó margt sé vel gert. Stefnuleysi er aðal Yukatan í sjötta lagi plötunnar, Hr. Gott blóð. Mikið skemmir fyrir því lagi hvað hljómur er bitlaus og söngurinn kemur ekki vel út. Sjöunda lag disksins syngur Rúnar Júlíusson sem gestur hljóm- sveitarinnar Ununar, Hann mun aldrei gleym'enni, og er sannkölluð poppperla með tregatexta og rækilega sykrað. Frábært lag og eitt besta lag sumarsins, ekki síst fyrir framlag Rúnars. Maus sigraði örugglega í Músík- tilraunum Tónabæjar í vor, en lag- ið sem Maus á á disknum, Skjár, telst ekki besta lag sveitarinnar, þó það sé gott. Kolrassa krókríðandi er þriðja Músíktilraunasveitin á disknum, sigraði 1992 (Yukatan sigraði 1993), og hefur haft hægt um sig undanfarið. Þeim tíma hefur greini- lega verið varið til að semja lög og slípa, því lag Kolrössu á diskn- um, Gammagarg, er fyrirtak og Morgunbl aðið/ S verrir Björk Guðmunsdóttir á fslenskt „Akkerislag". lofar góðu um breiðskífu sveitar- innar sem koma á út í haust. Kali er dúett þeirra Einars Arnar og Hilmars Arnar og sendi frá sér vanmetna breiðskífu á síðasta ári. Lag þeirra félaga á disknum bend- ir til þess að þó platan hafi ekki selst að vonum, eru þeir enn að þróa tónmál sitt og ólíkt skemmti- legra er að heyra Einar Örn á ís- iensku. Ólympía er annar tölvutóladú- ett, að þessu sinni skipaður Sigur- jóni Kjartanssyni og Jóhanni Jó- hannssyni, sem áður voru í Ham. Æstum Hamaðdáendum finnst lík- lega lítið til lagsins Hvert sem er ■ koma, enda er það hægfara diskó, þó listilega samið. Los hefur vakið á sér athygli undanfarið fyrir frumlegar laga- smíðar og texta og lag sveitarinnar Ástfrægð er prýðilegt, þar sem ægir saman ólíkum tónlistarstefn- um og hugmyndum, en textinn er heldur þunnur. 2001 er nýleg hljómsveit, stofn- uð úr öðrum sem höfðu getið sér orð fyrir kraftmikið nýrokk, þó oft væri það ófrumlegt. Lagið Syndir njósnara bendir til þess að 2001- liðar séu enn að leita að tjáningar- máta og ekki komnir á sporið. Niður á lagið Draum, en lítið hefur verið um tónleikahald sveit- arinnar síðustu misseri, þó hún starfi enn. Lagið er þokkalegt, en kallar varla á útgáfu. Curver er hljómsveit skipuð ein- um manni, Birgi Erni Thoroddsen, sem hefur sér til halds og trausts trommuheila og rafgítar. Birgir er sérdeilis hugmyndaríkur lagasmið- ur og sækir stöðugt í sig veðrið sem textasmiður. Því sérstæða nafni Victory Rose (Sigurrós) heitir nýrokksveit, sem á prýðilegt lag á disknum, en óljóst hvort ástæða hafi verið til að gefa það út í þeim búningi sem það er.; Lokalag disksins á Björk Guð- mundsdóttir, sem íslenskaði besta lag sólóskífu sinnar, „Akkerislag- ið“, fyrir útgáfu þessa disks og kallast það Um akkeri; að öllu leyti frábært lag og betra á íslensku en á ensku. Árni Matthíasson ÞÁTTTAKEIMDUR Orkester Norden og umsjónarmenn. Morgunbiaðið/Sverrir Ungir tónlistarmenn ð ferð og flugi Davíðsson barítón auk Björns Steinars Sólbergssonar organista. Á efnisskránni eru verk eftir Bach og Haydn auk íslenskra þjóðlaga í útsetningum Ferdinands Rauters og Jóns Hlöðvers Áskelssonar. I annarri tónleikaröð verða tvennir orgeltónleikar. Þá leikur enski orgelleikarinn David Tittering- ton í Húsavíkurkirkju föstudaginn 8. júlí og í Akureyrarkirkju sunnu- daginn 10. júlí. Sín dagskráin er á hvorum tónleikunum, en á báðum dagskrám eru verk höfunda allt frá 16. öld fram á þessa. Þriðja tónleikaröðin verður dag- ana 15.-17. júlí í kirkjunum á Húsa- vík, í Reykjahlíð og á Akureyri. Þar leika Svíarnir Ann Wallström og Ulf Söderberg fjölbreytta dagskrá á fiðlu og orgel. Flaututónar og loks kór Manuela Wiesler er íslendingum að góðu kunn, en hún kemur nú frá Austurríki og leikur á flautuna sína í fiórðu tónleikaröðinni og þeirri næstsíðustu, þann 21. júlí í Raufar- hafnarkirkju, 22. júlí í Svalbarðs- kirkju í Þistilfirði, 23. júlí í Reykja- hlíðarkirkju og 24. júlí í Akureyrar- kirkju. Á efnisskrá Manuelu eru verk eftir Bach, Marin Marais og Sven-Erik Back. Sumartónleikum á Norðurlandi 1994 lýkur með tónleikum söng- hópsins Hljómeykis í kirkjunum á Dalvík, í Reykjahlíð og á Akureyri dagana 29.-31. júlí. Stjórnandi Hljó- meykis á þessum tónleikum verður Hafliði Hallgrímsson en efnisskráin er að mestu verk eftir hann, bæði frumsamin og útsetningar hans á íslenskum þjóðlögum. Einnig eru þar söngverk eftir Jón Norðdal. Sverrir Páll Sautján íslensk ungmenni taka þátt í tónleikaferð Orkester Norden, sinfóníuhljómsveit ungra tónlistarmanna á Norðurlöndum, sem hefst 8. júlí nk. og lýkur þann 18. Flestir í hópnum fóru til Arvika í Svíþjóð í gær en æfingar hefjast á morgun, sunnudaginn 3. júlí. Diljá Sigursveinsdóttir, fiðluleik- ari, er ein af þeim sem fór til Sví- þjóðar í gær. Hún sagði að valið hefði farið þannig fram að umsækj- endur sendu segulbandsupptöku af tilteknum verkum og einu sjálf- völdu verki út til dómnefndar. Nefndin valdi úr innsendum spól- um án þess að vita nafn eða þjóð- erni hljóðfæraleikarans. Tónleikar íTívolí Diljá sagði að eftir að hafa æft í viku yrði farið í konsertreisu. Or- kester Norden spilar í Arvika 8. og 10. júlí, Osló 11., Kristianstad 13., í Tívolíinu í Kaupmannahöfn þann 14., Odense 15., á Vend- sysselfestivalen þann 17. og loks í Liseberg í Gautaborg 18. júlí. Að sögn Diljár er Orkester Nord- en fullskipuð hljómsveit með um 100 hljómlistarmönnum. Þetta er í annað skipti sem valið er í hljóm- sveitina og hefur hún verið stækk- uð frá síðasta ári en þá léku 7 ís- lensk ungmenni með henni. Frá Finnlandi kemur 21 hljóðfæraleik- ari á aldrinum 15-25 ára, 16 frá Danmörku, 17 frá Noregi og 30 fá Svíþjóð. Orkester Norden er sameigin- legt verkefni Lionshreyfingar Norðurlandanna í samvinnu við Samband norrænufélaganna á Norðurlöndum. Esa-Pekka Salon- en er listrænn ráðunautur hljóm- sveitarinnar en Leif Segerstam hljómsveitarstjóri. Meðal verkanna sem Orkester Norden flytur á hljómleikaferðalaginu er áttundi fiðlukonsert Segerstams og Re- veille eftir danska tónskáldið Niels Marthinsen. A.S. Húbert Núi sýnir á Súlon HÚBERT Nói opnar málverkasýn- ingu í gallerí Sólon íslandus í dag, laugardag kl. 3. A sýningunni eru níu málverk flest unnin á þessu ári og má þar líta uppstillingar, tileinkun, (Hom- mage) og svo myndir sem eru unnar sérstaklega með sýningar- salinn í huga. Þessi sýning er 10. einkasýning Húberts Nóa og um þessar mundir er að Ijúka samsýn- ingu við Tower Bridge í London, þar sem Húbert Nói er meðal þátt- takenda. Sýningin er opin á opnunartíma kaffihússins og stendur frá 2. júlí til 25. júlí. Allir eru velkomnir. Hreggviöur í Listhúsi SÝNING á verk- um Hreggviðs Hermannsson- ar opnar í List- húsinu í Laugar- dag í dag, laug- ardaginn 2. júlí, klukkan 15.00. Á sýningunni sýnir Hreggvið- ur myndir unnar með sérstakri dopputækni með tússpennum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 10. júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.