Alþýðublaðið - 24.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.11.1920, Blaðsíða 2
2 ÁLÞ¥ÐUSLAÐIÐ Fólag-sleg- áhrif óMðarins (Krigens sociale Ffilger.) Eftir F. Siegmund-Schultze. (Nl.) Yfírleitt fengum við þess fulla vissu, á fyrstu stríðsárunum, að siðgæði kvenna í stórborgunum var miklu óstöðugra og á lægra stigi, en flestir höfðu áður haldið að það væri. Oili það okkur mikils sársauka. Þegar maðurinn er far- inn burtu missa flestar öreiga, konuraar alla festu. Og hér ber að sama brunni: Siðleysið varð ekki neitt fágætt undur; heldur kom það fram f heildinni, svo að hver og einn sem athugaði, það er fram fór, rakst stöðugt á það. Götulífið gerbreyttist á strfðsár- unum. Konurnar, sem nú gengu til vinnu fjöldinn allur, og urðu að standa f röðum svo þúsundum skifti við matvælabúðirnar, en sem einnig af öðrum ástæðum flyktust um göturnar og fyltu hina opinberu skemtistaði, voru ekki lengur konurnar frá góðu dögun um. Þó gamli vaninn hafi áður þakið margt óheilbrygt, þá voru „siðgæðishöftin* áður þó miklu fastari. Konurnar höfðu bein áhrif á börnin. Við sem höfura barna- uppeldi og unglingaumsjá með höndum, eigum örðugast með að sigra áhrif ófriðarins. Stríðið sjálft er hræðileg sóun og eyðilegging á barnslffunura. Sé hægt að segja að einhver hafi Iiðið mestar hörm- ungar, bæði til sálar og lfkama vegna strfðsins, þá er það hin unga kynslóð Þýzkalands. En sé það satt, er það lfka rétt að eng- um ætti að vera frekar þægð í að breyta hinu núverandi ástandi, en einmitt þýzku unglingunum. Og ef til vill er einnig hægt að segja: Hvergi í víðri veröld er' jafn sterk hreyfing f þá átt að sigra þá heimsskoðun, sem hylti herguðinn, eins og meðal ung- menna f Þýzkalandi." Þannig farast hinum merka upp- eldisfræðingi orð, um ófriðinn mikla, Ofriðurinn var eins og ajiir vita, nú orðið, bein áhril, aí fé- græðgi auðmannanna, þessara grimmustu rándýra siðmenningar- innar, sem ekki hika við að út- hella blóði karla, kvenna og barna svo miljónum skiftir til að geta haldið áfram að lifa f auði og allsnægtum á kostnað fjöldans. En þeim tekst þetta ekki til lengd- ar. Augu allra góðra manna eru að opnast fyrir svívirðingu þessar löghelguðu stórmorða. Má nefna því til sönnunar að kjarninn af mentamönnum listamönnum, skáld- um og rithöfundum Englendinga og annara þjóða, fylkja sér nú óðum undir merki jafnaðarmanna. Starfsrnenn heila og handa vinna sameinaðir að viðreisn þjóðanna og reka af höndum sér þá, sem ekkert handarvik vinna, og enga hugsun hugsa aðrar en þær, hvernig þeir eigi að halda áfram að hirða arðinn af erfiði og striti fjöidans á sem allra auðveldast ann hátt. Hér á íslandi fer tala þeirra menta og gáfumanna sem aðhyllast kenningar jafnaðarmanna dagvaxandi, en þó má sjá þess merki, hér sem annarsstaðar, að ýmir rithöfundar, sem ekki eru þeir andans menn að geta sagt hvað sem er, án þess að missa brauðs síns, halda dauð^haldi í auðvaldið til að vinna fyrir fæði, þeir eru „eins og lúsin sem lifir á kind“, og þora hvorki að ærnta né skræmta fyrir þeim sem lykla- völdin hafa, — auðmonnunum, þetta er einn af stórgöllum rfkj andi þjóðfélags, að skapa skriðdýr úr mönnum sem annars hefðu getað orðið nýtir og sannleiks- elskandi borgarar. Þó er þegar farin að myndast andúð gegn þessháttar verkum í þjóðinni, og má marka það m. a. af þvf að enginn af betri mönnum landsins vili taka að sér störf fyrir Morgun blaðseigendurna. Enda er skrið- dýrseðiið ein af þeim mörgu sið- spillingaáhrifum sem upprætast úr þjóðlífinu þegar jafnaðarstefnan hefir náð tökum á þjóðinni. Vitar. Slys. Eiríkur Éiríksson verka- maður varð undir bifreið í fyrra- dag og shsaðist mjög mikið. blaðsias er í Alþýðuhúsinu við íngólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Anglýsingum sé skilað þacgað eða f Gutenberg í síðasta lagi kl. io árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma f blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Tunga. Fyrir fáum árum keypti Dýra- verndunarfélagið húseignina Tungu hér fyrir innan bæinn, ásamt um 18 dagslátta túni Verð eignarinn- ar var 40 þús kr. Félagið keypti Tungu vegna þess, að það sá þörfina fyrir hesthús, þar sem að- komumenn gætu fegið hesta sína hýsta. En það kom brátt í Ijós, að ýmsar breytingar varð að gera á úthúsunum og í haust réðist svo félagið í að gera ýmsar nauðsyn- legar endurbætnr á þeim. í gærmorgun bauð stjórn íé* lagsins blaðamönnum inn eftir og sýndi hún þeim húsin hátt og lágt. AIIs er hægt að hýsa um 50 hesta í einu og árið 1919 voru 1100 hestar hýstir samtals auk 900 fjár. Nýtt gólf hefir verið lagt i alt höfuðhesthúsið og það hólfað t sundur í tvent. Bas er handa hverj- um hesti og gjafagangur meðfram jötunum, svo ekki þarf að fara upp í básana til þess að gefa eða brynna hestunum Fjós er í hús- unum og tryppaskýli auk dálítils fjárskýlis, Ferðamenn geta þar líka fengi hunda sína geymda í sér- stökum króm. 500 hesta hlaða er áföst við húsin og fá þeir, sem ekki hafa hey handa hestum sín- um, það keypt af forða félagsins. Líka geta menn fengið kornmat y handa þeim, Viðgerðin öil kostaði um 10 þús. kr. og má scgja að félagið hafi ráðist í mikið, þegar þess er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.