Morgunblaðið - 17.07.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.07.1994, Qupperneq 22
22 B SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ U R DJUPI GLEYMSKUNNAR Heilagur Eligius — 1449 eftir Brago Ásgeirsson LISTASAGAN gefur ótvírætt til kynna, að ágæti listaverka byggist ekki jafnaðarlega á ljómanum í kringum einstök nöfn, og að það hafi verið hlutskipti margra snill- inga málaralistarinnar að vera gleymdir um áratugi og aldir. Dæm- in eru mörg, og er jafnvel snillingur- inn Rembrandt ekki undanskilinn eins og margur veit, og um leið geta þeir minnst annars snillings, Jóhannesar Vermeer frá Delft, sem málaði víst einungis 32 myndir og þær allar litlar. Aþessari öld hafa myndlistar- menn jafnvel týnst en verið enduruppgötvaðir, og eru danski málarinn Vilhelm Hammershöi (1864- 1916), og norski málarinn Harald Sohlberg (1869-1935), nær- tæk dæmi. Ég var nýlega árangurs- laust að leita að upplýsingum um Sohlberg í eldri norrænum uppslátt- arritum á vettvangi myndlistar, en hins vegar er hans getið í nýjustu útgáfum heimslistasögunnar! Svo reyndist einnig um Hammershöi, á meðan aðrir sem mun meiri ljómi hefur staðið af hljóta minni eða enga umfjöllun. Vel þekkt og merkileg er sagan af Piero della Francesca (1410/20- 1492), er málaði freskurnar óvið- jafnlegu á kórveggi kirkju heilags Fransískusar í Arrezzo, sem er smá- borg í nágrenni Flórenz. Ekki er síð- ur áhugaverð sagan af Petrus Christus málaranum frá Brugge, sem færri þekkja og hér skal kynnt- ur. Það var á listasafni í Berlín, (Preussischer Kulturbezitz, Geme- máldegalerie) fyrir allnokkum árum, að ég stóð augliti til auglitis við undurfagurt lítið málverk af ungri konu sem ég varð hugfanginn af. Þó myndin væri einungis 28x21 cm að stærð stafaði frá henni eir.hver yfirskilvitlegur áhrifamáttur og út- geislan. Höfundurinn reyndist bera sérkennilega nafnið Petrus Christus, og þó mér fyndist ég kannast eitt- hvað við það, og hafði jafnvel séð myndina áður í bók, var allt annar handleggur að hafa myndverkið svona í beinu sjónmáli. Það er eins og hin fínlega unga hefðarkona virði skoðandann fyrir sér með yfirvegaðri og kaldri ró- semi, og svo er líkast sem hún horfi á hann, beint út úr myndinni, §ar- rænum dulúðugum augum. Yfir ásjónunni allri er elnhver heiðskír kristalstær birta, og andlitið hefur ENDURREISNAR- MEISTARI FRÁ BRUGGE eins og svip af postulíni. Heildarhrifin eru hin mikla tímalausa opinskáa kyrrð er streymir frá henni, sem er í bland við eilífðina og gagntek- ur skoðandann. Er lítil furða þójmsir álíti hér komna sjálfa Isabellu af Bourbon, aðra freyju Karls djarfa, en aðrir álíta það fyrstu konu sir Edwars Grymestons, sem bar nafnið Alice. Veigur myndarinnar er öðru frem- ur upphafinn ferskleiki, sem gerir hana að tákngervingi varanleikans, æskuljómans, og um leið óræði tímans, en hún er máluð eftir mið- bik fyrsta tímaskeiðs endurreisnar- innar, eða „renaisansins", nánar til- tekið 1470, og þegar var í ýmissi mynd farið að bjarma fyrir háendur- reisninni. Endurreisnin skiptist í þijú tímabil, forendurreisnin 1420-1500, háendurreisnin 1500-1525/27 og loks slðendurreisnin eftir 1527, sem einnig er ber heitið „manerismi", en hann markar yfirganginn til bar- rokksins, sem gerðist í margri mynd um alla Evrópu, fram til aldamót- anna 1600. Skilgreining liststefn- unnar og tímabilanna var ekki tíma- sett fyrr en á 18. öld, en kímið að hugtakinu finnst þegar hjá hinum merkilega flórenska myndhöggvara, málara, gullsmið og skrásetjara Lor- enzo Ghiberti (1378-1455). Hér var um að ræða að endurnýja Iist sam- tímans í anda hinnar klassísku listar fornaldarinnar „et di capo rinaque". það var annars Ghiberti sem gerði hina frægu bronshurð á skírnarhúsið fyrir framan dómkirkjuna í Flórenz sem allir ferðalangar skoða. Þessi hurð sem var samkeppnisverkefni markar mikil skil í listasögunni, en það var líka annar sem komst í loka- úrslitin og tengist sögu kirkjunnar og honum er að þakka lausnina á byggingu hins snilldarlega kúppuls, sem hafði víðtæk áhrif á endurnýjun og þróun byggingarlistarinnar. Það var Fillippo Brunelleschi (1337- 1446), en þeir tveir áttu mikinn þátt í tilurð endurfæðingarinnar (rinasci- mento), eins og ítalir nefna endur- reisnina. Niðurlenzki málarinn Petrus Christus fæddist í Baerle, (Brabant) á árunum 1415-20 og lést 1 Briigge 1472-3 svo það má heita, að hann hafi gengið inn í meistaraverk sitt. Christus telst þýðingarmesti sporgöngumaður hins nafn- kennda málara og stjórnvitr- ings í Brúgge Jan van Eycks (1390-1441) og líklega nem- andi hans, en var lengi talinn af annarri gráðu. Brúgge var uppáhaldsaðset- ur hertoganna af Búrgund, og hafði forustu í alþjóðlegri handiðn og verzlun. Staða borgarinnar var sterk í Evrópu fimmtándu aldar. Undir örlátri vernd Filips góða (1419-67) og Karls djarfa (1467—77), varð borgin að öflugri miðstöð lúxusvara og lista, og að auki lýstra handrita, veflistar og málmsmíði. Einnig þróaðra skipa- ferða og bankasambanda við Mið- jarðarhafsmarkaðinn og tengsla við velmegnandi útlenda kaupmenn, einkum ítalska, sem sýndu mikinn áhuga á flæmskri list og voru sumir staðsettir í borginni. Árið 1432 sett- ist nafnkenndur hirðmálari hertog- ans af Búrgund, Jan van Eyck, að í Brúgge og jarðtengdi þar flæmska skólann í málverki. Skömmu seinna kom svo Petrus Christus til borgar- innar til að starfa að list sinni. Hann tók svo upp þráðinn eftir van Eyck, og var samkvæmur grunnskoðun forgöngumannsins á málverkinu, en telst einnig hafa orðið fyrir áhrifum frá Rogier van der Weyden og Rob- ert Champins, meistarans frá Flé- malle, og út frá þeim áhrifum þró- aði hann eigin stíleinkenni. Þótt Petrus Christus yfirtæki verkstæði van Eycks, að honum látn- um, lyki við ófullgerðar myndir meistarans, og var sem höfuð Brúgge-skólans mikilvægur tengilið- ur til annarra málara t.d. Dierick Bouts, Albert van Ouwater og Ge- ertgen tot Sint Jans, var nafn hans hjúpað gleymskunni um aldir. Og þrátt fyrir nokkra athafnasemi um dagana sem kemur fram í skráðum heimildum eru einungis til sex tíma- sett og árituð myndverk eftir hann. Ritaðar heimildir segja Christus borgara í Brúgge 6. júlí 1444 og er hann þar titlaður meistari. Árið 1445 fékk hann það verkefni frá d’Est- ampe markgreifa, að gera þijár eft- irmyndir fyrir Frúarkirkjunna Gráce í Kambríu. í Brúgge er hann skráð- ur meðlimur bræðrafélagsins „Uns- ere liebe Frau zum dúrren Baum“ (Maddonna þurkkaða trésins), og málaði fyrir gildið maddonnumynd af henni 1462, sem nú er í safni Thyssen Bornemisza í Madrid. Feril sinn hóf Christus með því að fullgera myndir úr verkstæði van Eycks, en heimildir fyrir þróun eigin myndstíls eru raktar til altaristöfl- unnar „Boðun Krists, dómsdagur" (Myndverkadeild ríkislistasafnanna í Berlín) og „Kristur syrgður" (Ríkis- listasafnið í Brússel). Einkenni listar Christus má telja einföldun á myndbyggingu Jan van Eycks og aukinn skýrleiki rýmisins, og auk þess höfnun fjölbreytileika táknrænna skírskotanna, til hags fyrir hnitmiðaðari einangrun aðal- atriðanna. Hér var um meiri hófsemi í framsetningu myndefnisins að ræða, með minni áherslum á mörg og markverð smáatriði. Þetta kemur einkum vel í ljós í mannamyndum, þar sem hann dregur sérstaklega fram fá en hnitmiðuð köntuð smáat- riði, hvar meginveigurinn eru einföld og samræmd svipbrigði. Þetta er í fáum dráttum ígrip í heimildir sem ég hef tiltækar, en ástæðan til þess að ég kynni þennan mikla listamann er öðru fremur sýn- ing á verkum meistarans í Metro- politan-safninu í New York, sem hófst 14. apríl og lýkur 31. júlí. Það er langt síðan ég vissi af þessari sýningu, og er sá möguleika á hag- kvæmri skotferð til heimsborgarinn- ar greip ég tækifærið umhugsunar- laust, þó það væri í upphafi listhátíð- ar og meira en nóg að starfa. Ég hafði það í huga, að þessi listamaður er alls óþekktur á Islandi, sem ég hef orðið áþreifanlega var við, er ég segi listamönnum af sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.