Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SJÓNVARPIÐ
Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.
Perrine Perrine spjarar sig. (30:52)
Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Leik-
raddir: Sigrún Waage og Halldór
Bjömsson. Málið okkar Handrit:
Helga Steffensen. Vísur: Óskar Ingi-
marsson. Leikraddir: Arnar Jónsson
og Edda Heiðrún Bachman. (Frá
1990) (4:5). Nilli Hólmgeirsson Nilli
fylgir villigæsunum eftir á leið til
Lapplands. Þýðandi: Jóhanna Þráins-
dóttir. Leikraddir: Aðalsteinn Berg-
dal og Helga E. Jónsdóttir. (3:52)
Maja býfluga Aiexander mús býr til
sjónauka. Þýðandi: Ingi Karl Jóhann-
esson. Leikraddir: Gunnar Gunn-
steinsson og Sigrún Edda Björnsdótt-
ir. (47:52)
10.20 ►Hlé
17.50 ►Hvíta tjaldið í þættinum verða
kynntar nýjar myndir í bíóhúsum
borgarinnar, sýnt frá upptökum og
viðtöl við leikara. Umsjón: Valgerður
Matthíasdóttir. Áður á dagskrá á
þriðjudag.
18.20 ►Táknmálsfréttir
1830 RHDIIAECkll ►°kkar á milli
DHIinnCrm (Ada badar: Oss
karlar emellan) Sæskur barnaþáttur.
Þýðandi: Edda Kristjánsdóttir. Sögu-
maður: Þorsteinn Úlfar Björnsson.
(Nordvision - Sænska sjónvarpið)
(2:5)
18.40 ►Tígur (Tiger) Hollensk barnamynd
án orða. (Evróvision)
18.55 ►Fréttaskeyti
19 00 hlFTTID ►úr ríki náttúrunnar
PfL I IIK Flokkurinn í fíkjutrénu
(Wildlife on One: Itay and the Fig
Tree Group) Bresk heimildarmynd
um bavíana. Þýðandi og þulur: Óskar
Ingimarsson.
19.30 ►Fólkið í Forsælu (Evening Shade)
Bandarískur framhaldsmyndaflokk-
ur í léttum dúr með Burt Reynolds
og Marilu Henner í aðalhlutverkum.
Þýðandi: Ólafur B. Guðnason. (3:25)
OO
20.00 ►Fréttir og íþróttir
20.40 ►Veður
20.45 ►Rauða skotthúfan í þættinum
rekur Sigurður Steinþórsson ævi og
störf Sigurðar Þórarinssonar jarð-
fræðings og skálds. Komið er við á
markverðum stöðum á Suðurlandi
og sýnd brot úr gömlum íslands-
myndum. Stjórn upptöku: Ágúst
Guðmundsson. Framleiðandi: Nýja
bíó.
21.25 ►Falin fortíð (Angel Falls) Banda-
rískur framhaldsmyndaflokkur um
mannlíf og ástir í smábæ í Montana.
Aðalhlutverk: James Brolin, Kim
Cattrall, Chelsea Field, Brian Kerwin
og Peggy Lipton. Þýðandi: Guðni
Kolbeinsson. (5:6) OO
22.15 ►Sonur árinnar (Hijo del Rio) Arg-
entísk verðlaunamynd um 18 ára
pilt sem kemur til Buenos Aires og
lendir í slæmum félagsskap. Leik-
stjóri: Ciro Cappellari. Aðalhlutverk:
Juan Ramón Lopez. Þýðandi: Ömólf-
ur Árnason.
23.50 ►Mjólkurbikarkeppni KSÍ Sýndar
verða svipmyndir úr leikjum í 8 liða
úrslitum.
0.10 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SUNNUDAGUR 24/7
STÖÐ tvö
00 BARNAEFHI bananar
9.05 ►Dýrasögur
9.15 ►Tannmýslurnar
9.20 ►!' vinaskógi
9.45 ►Þúsund og ein nótt
10.10 ►Sesam opnist þú
10.40 ►Ómar
11.00 ►Aftur til framtíðar (Back to the
Future)
11.30 ►Krakkarnir við flóann (Bay City)
,200íhRÖTTIR^r“rá*unnu-
13.00 ►Herra og frú Bridge (Mr. and
Mrs. Bridge) Bridge-fjölskyldan
gengur saman í gegnum súrt og
sætt þótt einstaklingarnir séu ákaf-
lega ólíkir. Myndin fjallar um líf
þeirra hjóna eftir að ungamir fljúga
úr hreiðrinu og halda hver í sína
áttina og foreldrarnir sitja einir eftir.
Aðalhlutverk: Paul Newman, Joanne
Woodward og Blythe Danner. Leik-
stjóri: James Ivory. 1990. Maltin
gefur ★ ★
15.00 ►Uppgjörið (In Country) Fyrrver-
andi hermaður í Víetnamstríðinu sem
á við líkamlega og andlega vanheilsu
að stríða eftir hörmungar stríðsins.
Aðalhlutverk: Bruce Willis, Emily
Lloyd og Joan Allen. Leikstjóri: Nor-
man Jewison. 1991. Lokasýning.
Maltin gefur -kVi
16.55 ►Stella Stella er einstæð móðir sem
er tilbúin til að færa stórkostlegar
fórnir fyrir dóttur sína. Hún vinnur
á bar og fær fjölda tilboða frá við-
skiptavinum veitingastaðarins en
kærir sig ekki um að bindast karl-
manni þar til hún hittir myndarlegan
lækni, Steven. Aðalhlutverk: Bette
Midler, John Goodman og Trini Alv-
arado. Leikstjóri: John Erman. 1989.
Maltin gefur ★★
18.45 ►Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00 ►Hjá Jack (Jack’s Place) (8:19)
Capricorn) Fyrri hluti ástralákrar
framhaldsmyndar. Sagan gerist á
síðustu öld og segir frá ungum herra-
manni sem gerir hvað hann getur til
að hjálpa óhamingjusamri konu að
fóta sig í lífinu á ný. Seinní hluti er
á dagskrá annað kvöld.
22.35 ^60 mínútur
23.25 ►Uns sekt er sönnuð (Presumed
Innocent) Spennumynd um saksókn-
arann Rusty sem rannsakar morðmál
á konu sem hann hafði átt í ástarsam-
bandi við. Grunur Ieikur á að hann
sé morðinginn. En hann er saklaus
uns sekt er sönnuð. Aðalhlutverk:
Harrison Ford, Brian Dennehy og
Raul Julia. 1990. Bönnuð börnum.
1.30 ►Dagskrárlok
Brautryðjandi - Sigurður var kunnur á sviði jarðvísinda
og náttúruverndar.
Kunnur vísinda-
maður og skáld
Sigurður
Þórarinsson
var einn af
kunnustu
vísindamönn-
um íslendinga
og braut-
ryðjandi á
mörgum
sviðum
SJÓNVARPIÐ kl. 20.45 Sigurður
Þórarinsson var einn af kunnustu
vísindamönnum íslendinga á þess-
ari öld og brautryðjandi á mörgum
sviðum jarðvísinda og náttúru-
verndar. Sérstaklega hélt Sigurður
um púlsinn á eldfjöllum landsins
og jöklum og lét sig ekki vanta
þegar náttúran íslenska lét á sér
kræla með sínum hætti. í þættinum
rekur Sigurður Steinþórsson ævi
og störf Sigurðar Þórarinssonar
jarðfræðings og skálds. Komið er
við á markverðum stöðum á Suður-
landi svo sem Þjórsárdal, Kirkju-
bæjarklaustri, Skaftafelli og víðar.
Auk þess eru sýnd brot úr gömlum
íslandsmyndum. Ágúst Guðmunds-
son stjórnaði upptöku en Nýja bíó
framleiddi.
írskur herramadur
hrekst til Ástralíu
Kemst hann í
kynni við
fyrrverandi
fanga og
drykkfellda
eiginkonu hans
hina fögru
Hattie
STÖÐ 2 kl. 20.55 Framhaldsmynd-
in Leyndarmál fortíðar gerist í New
South Wales í Ástralíu á nítjándu
öld. Við kynnumst ungum herra-
manni af írskum aðalsættum,
Charles Adare, sem hefur hrakist
frá heimalandi sínu með tvær hend-
ur tómar. Hann kynnist kraftaleg-
um íra að nafni Samson Flusky sem
var áður refsifangi í nýlendunni en
hefur nú efnast á ýmiss konar
braski í Sydney. Samson býður
unga manninum með sér heim og
þar kynnist hann eiginkonunni,
hinni fögru Hattie. Frúin á við
drykkjuvandamál að stríða og
leyndarmál fortíðar hafa sett mark
sitt á hana.
Töfra-
menn
setj-
astupp
hjá Jack
Einnig tekur
einrænn
lagahöfundur að
venja komur sínar
á staðinn og renna
hýru auga til
kvenfólksins
STÖÐ 2 kl. 20.00 Það verður
uppi fótur og fit á veitinga-
staðnum Hjá Jack þegar töfra-
menn halda ráðstefnu þar og
taka til við að sýna listir sínar
í hveijum krók og kima. Karl-
arnir hika ekki við að breyta
munnþurrkum hússins i kanín-
ur og Chelsea er allt annað
en ánægð með framferði
þeirra. Á sama tíma fer ein-
rænn lagahöfundur að venja
komur sínar á veitingastaðinn
og gefur kvenfólki staðarins
hýrt auga. Hann hefur dvalið
um nokkurt skeið í afskekkt-
um fjallakofa og kætist heldur
betur þegar hann kynnist
Amöndu á barnum Hjá Jack.
Töframennirnir halda upp-
teknum hætti en á sama tíma
fær Jack sendar upptökur með
einstakri söngkonu og tilboð
um að halda í hljómleikaferð.
Hal Linden, Finola Hughes og
John Dye eru í aðalhlutverkum
en meðal gestaleikara er She-
ena Easton.
Uppi er fótur og fit.
Juan sonur árinnar neyðist
til að flýja til Buenos Aires
Hann lendir í
slagtogi við
unglingagengi
sem lifir á
glæpum og
reynir að
sleppa úr
félagsskapn-
um en þá gerist
ýmislegt
SJÓNVARPIÐ kl. 22.10
Indíáninn Juan lifir ásamt
ættbálki sínum af fisk-
veiðum á verndarsvæði í
norðanverðri Argentínu.
Lífsbaráttan er hörð og
stórgróssérar keppa við
indíánana um nauma lífs-
björgina. Stundum skerst
í odda og þá er það ekki
alltaf hinn seki sem látinn
er svara til saka. Juan
neyðist til að flýja til stór-
borgarinnar Buenos Aires
og lendir þar í slagtogi
við unglingagengi sem lif-
ir á glæpum. Juan reynir
á endanum að sleppa út
úr þessum félagsskap, en
þá gerist ýmislegt sem
setur strik í reikninginn.
Svo fer að sumir verða
að láta lífið. Leikstjóri
myndarinnar er Ciro
Cappellari, Juan Ramón
Lopez leikur nafna sinn í
aðalhlutverkinu og þýð-
andi er Örnólfur Árnason.
Fórnarlamb - Juan lendir í unglinga-
gengi sem lifir á glæpum og reynir að
sleppa.