Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 1
f KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ GOLF: LANDSMÓTiÐ Á AKUREYRI / C4 +“ Jltarinutliiifrife f994 FOSTUDAGUR 29. JULI BLAÐ hém FOLK lán- lausir LÁNIÐ lék ekki við leikmenn Breiðabliks í gærkvöldi fremur en endranær. Þeir voru mun meira með boltann en Keflvík- ingar en munurinn lá í því að þeir nýttu færin sín en Blikarn- irekki. Sigurinn ígærkvöldi hlýtur að vera sæt hefnd Kefl- víkinga fyrir tapið gegn Breiða- blik í bikarnum. Breiðablik hóf leikinn með stans- lausri sókn og það var því al- gerlega gegn gangi leiksins þegar Keflvíkingar tóku forystuna. Blikar létu markið ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu verðskuldað eftir vítaspyrnu sem fékkst eftir mikið einstaklingsframtak Tékkans Lazorik, sem var besti maður vallar- Sigtryggur Sigtryggsson skrifar Pétur Pétursson þjálfari ÍBK hlýtur að hafa talað vel yfir sínum mönnum í hálfleik, því þeir komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálf- leik. Engu að síður voru Blikarnir meira með boltann allt þar til Kefl- víkingar skoruðu sitt annað mark nokkuð óvænt. Eftir það reyndu Blikamir stíft að jafna en við það opnaðist vörn þeirra oft illa. Kefl- víkingar beittu skyndisóknum og tókst að bæta þriðja markinu við áður en yfir lauk. Pétur Pétursson var að vonum ánægður að leik loknum og sagði að dagskipunin hefði verið að vinna leikinn hvað sem það kostaði. „Við lékum vel gegn Blikunum í bikam- um en töpuðum samt og því kom ekkert annað en sigur til greina í kvöld. Við vomm mjög slakir í fyrri hálfleik en sóttum okkur í þeim síð- ari,“ sagði Pétur, sem hefur náð mjög eftirtektarverðum árangri með liðið eftir hann tók við af Ian Ross. Ingi Björn Albertsson þjálfari Blikanna hlýtur að vera áhyggju- fullur. Lið vinna ekki leiki nema gera mörk, það veit enginn betur en markakóngur allra tíma, Ingi Bjöm. 17 leikmenn gerðu 1 Blikar 8 mörk í 12. umferð 1. deildar og staða efstu liða óbreytt Igor Knec tekur við HK í Kópavogi Tékkinn Igor Knec verður þjálfari nýliða HK i 1. deild karla í handknattleik, en endanlega var gengið frá því í gær og kemur hann til landsins 5. ágúst. Með honum kemur rétthenta skyttan Jan Wecek, sem er tveggja metra maður. Knec þjálfaði Kyndil í Færeyjum í þijú ár og var jafn lengi með Tatar í Kúvæt auk þess sem hann hefur þjálfað tékkneska U-21s árs lands- liðið. Þá hefur Oliver Pálmason skipt úr Selfossi og gengið til liðs við nýlið- ana sem og hornamaðurinn Hjálmar Vilhjálmsson frá ÍR. Morgunblaðið/Sverrir Ragnar Margelrsson, ÍBK, var eini leikmaður umferðarinnar, sem gerði tvö mörk í gærkvöldi. Hér hefur Guðmundur Hrelðarsson, markvörður Breiðabliks, betur í baráttu við Ragnar og Marco Tan- asic, sem er lengst til vinstri. Nánar um leikina abls. C2 og C3. ■ ÞÓRDÍS Geirsdóttir úr Keili lenti í tjörninni á fjórðu braut á landsmótinu í golfi í gær. Hún skellti sér ofan í hana og sló glæsi- lega upp úr henni en rétt missti púttið fyrir pari. ■ AKUREYRINGAR hafa gjarn- an talað um að veðrið væri hvergi betra á landinu, en í gær var furðu- legt veður. Kylfingarnir höfðu orð á að á meðan þeir væru að und- irbúa högg snérist vindurinn frá suðri til norðurs og síðan til vest- urs, allt á hálfri mínútu. ■ ÓLÖF María Jónsdóttir úr Keili var nærri því að fara holu í höggi í gær. Upphafshöggið á síð- ustu brautinni lenti fyrir framan flötina, boltinn skoppaði inn á og krækti í stöngina en vildi ekki nið- ur. Hún fékk auðveldan fugl. ■ MARGIR framvarðarsveinar eru á Jaðarsvelli til að fylgjast með hvert menn slá. Þrátt fyrir að gríð- arlega mörg högg hafi verið slegin „hefur aðeins einum tekist að ná okkur,“ sagði einn framvarðar- sveinanna. ■ HINRIK GUNNAR Hiimars- son úr GR var í baráttunni í 2. flokki. Hann átti afmæli í gær, varð 36 ára, og sagði áður en hann lagði í síðasta hring, að þetta væri falleg tala, hann ætlaði að leika fyrri níu á 36 og þær síðari líka! ■ ANDREA Asgrímsdóttir úr GA hefur leikið jafnast allra, hún er í áttunda sæti í meistaraflokki kvenna og hefur leikið alla þijá hringina á 86 höggum. ■ RÓSA M. Sigursteinsdóttir í GÓS fékk fugl í orðsins fyllstu merkingu á 3. braut síðasta daginn, þegar hún sló í önd, sem var á vappi á brautinni. Var það eini fugl- in hennar á mótinu — en öndin, sem vankaðist við höggið, náði sér að fullu að sögn viðstaddra. 0B 4 Eftir langa hornspyrnu á 14. mínútu sendi Ragnar Steinars- ■ I son boltann til nafna síns Ragnars Margeirssonar sem skoraði örugglega. 1B «fl Lazorik pijónaði sig í gegnum vörn ÍBK á 28. mínútu og B ■ féll við. Vítaspyrna var dæmd umsvifalaust og skoraði Kristófer Sigurgeirsson mjög örugglega úr spyrnunni. 1B Keflvíkingar fengu aukaspyrnu á 56. mínútu. Boltinn var ■ ■ægefinn snöggt til Tanasic sem komst upp að endamörkum vinstra megin og gaf fyrir á Óla Þór Magnússon, sem sneiddi hann laglega t netið. 1B ^jKeflvíkingar tóku stutt horn á 82. mínútu, Óli Þór Magnús- ■ %9son gaf góða sendingu á fjærstöng þar sem Georg Birgis- son var fyrir. Hann skallaði kröftuglega að markinu og Ragnar Mar- geirsson kom þar á fieygiferð og hamraði boltann í netið. HANDKNATTLEIKUR KORFUBOLTI Bandaríkjamaður til Keflvíkinga Keflvíkingar hafa gengið frá ráðningu á banda- ríska miðhetjanum Lenear Burns og kemur hann til landsins á þriðjudag. Burns, sem er 24 ára, 198 sm hár og 105 kg, hefur leikið með há- skólaliði LSU, en á meðal samheija hans þar undan- farin ár má nefna Shaquille O’Neil, Stanley Roberts og Chris Jackson. Hann var helsti frákastari liðs síns s.l. vetur og skoraði.10 stig að meðaltali í leik. Magnús Guðfinnsson, sem er kominn heim úr háskólanámi í Bandaríkjunum, hefur skipt úr Kefla- vík í Val, en að sögn Guðmundar Kristinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Ungmenna- og íþróttafélagsins í Keflavík, er gert ráð fyrir að Birg- ir, bróðir hans, gangi aftur til liðs við Keflvíkinga eftir að hafa leikið með Þór á Akureyri á síðasta keppnistímabili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.