Morgunblaðið - 29.07.1994, Qupperneq 4
Gríðarleg spenna í nieistaraflokki karla
Sigurpáll G.
■eidirmeð
einu höggi
Keppnisskapið
sagði til sín
SIGRÍÐUR Th. Mathiesen úr
GR tryggði sér sigur í 1. flokki
kvenna í gær með glæsilegri
spilamennsku. Hún var fimm
höggum á eftir fyrsta manni
fyrir síðasta dag en sigraði síð-
an með þremur höggum.
mr
Eg átti alls ekkert von á þessu.
Ég byijaði hræðilega fyrsta
daginn, fékk 9 á fyrstu braut og
svo 10 á þeirri tíundu. í dag fékk
ég svo 7 á tíundu braut og þá hleypti
ég í mig hörku og eftir það gekk
þetta vel,“ sagði Sigríður sem var
að keppa á sínu öðru landsmóti, var
á Hellu 1991 en man ekki hvernig
það gekk. „Það er frábært að koma
hingað, það er svo skemmtileg
stemmning yfír svona móti,“ sagði
hún og var vel fagnað af stelpunum
í GR og raunar fleiri klúbbum enda
Sigríður mjög vinsæl og andinn ein-
staklega góður í þessum flokki.
Kristín Elsa Erlendsdóttir úr GA
varð í öðru sæti, en hún er yngsti
keppandinn á mótinu, aðeins 11 ára
gömui. Hún á greinilega framtíðina
fyrir sér stúlkan.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Guðný Óskarsdóttir
Yfirburðir
Gudnýjar
Guðný Óskarsdóttir úr GA sigr-
aði með miklum yfirburðum
í 2. flokki kvenna, lék á 369 högg-
um, 18 höggum færra en Lilja
Karlsdóttir úr Keili sem varð í öðru
sæti. „Ég hafði satt að segja nokkr-
ar áhyggjur fyrir síðasta daginn þó
svo ég hefði 11 högga forystu. í
þessum flokki getur allt gerst, en
ég byrjaði mjög vel, lék fyrsta dag-
inn á 86 höggum og var þá strax
komin með gott forskot sem mér
tókst síðan að halda," sagði Guðný,
en þess má geta að hún var sú eina
í flokknum sem lék hring á undir
90 höggum.
ALDREI hefur keppni í meistaraflokki karla verið eins jöfn og
spennandi og nú. Fyrir síðasta dag eiga tíu kylfingar möguleika
á að tryggja sér titilinn og Ijóst er að nýtt nafn verður letrað á
verðlaunabikarinn og verður það 26. nafnið sem þar fer á, en
þetta er í 53. sinn sem landsmót er haldið.
Sigurpáll Geir Sveinsson úr GA
hefur enn forystu, lék frekar
illa í gær, og er á 217 höggum
eftir þijá hringi.
Skúli Unnar Næstir koma Birgir
Sveinsson Leifur Hafþórsson
skrifar frá af Akranesi og
Akureyn Björgvin Sigur-
bergsson úr Keili, báðir á 218 högg-
um. Þessir þrír og sjö aðrir eiga
mikla möguleika á titlinum því að-
eins munar fimm höggum á efsta
manni og þeim sem er í tíunda sæti.
„Þetta bjargaðist fyrir horn. Ég
var fínn á seinni níu, lék þær á 34
höggum. Eftir góða byijun lenti ég
í tjörninni á fjórðu, þrípúttaði
fimmtu og sjöttu og fékk líka skolla
á sjöundu. Lenti svo í skurðinum á
áttundu en fékk góðan skolla. Svo
gekk þetta fínt það sem eftir var.
Það er mjög sterkt að koma inn á
34 á seinni níu og það gefur mér
sjálfstraust fyrir síðasta daginn,
sem verður örugglega mjög spenn-
andi,“ sagði Sigurpáll Geir í gær.
„Síðasti dagurinn leggst vel í
mig, þetta verður dúndurljör enda
allt í hnút og getur varla verið
skemmtilegra," sagði Birgir Leifur
í gær, en hann lék manna best, kom
inn á 70 höggum, einu undir pari.
Björgvin setti niður glæsilegt
pútt fyrir fugli á síðustu holunni,
alveg eins og hann gerði daginn
áður þannig að hann kann vel við
sig þar sem áhorfendurnir eru. „Ég
hef verið að gera mistök alla dag-
ana en samt komið inn á þessu
skori þannig að ég vona að mér
takist að leika síðasta hringinn bet-
ur,“ sagði Björgvin og var ánægður
með hversu margir kylfingar væru
í baráttunni á toppnum.
Margir léku mjög vel í gær. Birg-
ir Leifur á einu undir, þrír léku á
pari, Þorkell Snorri Sigurðarson úr
GR, Sveinn Sigurbergsson úr GK
og Siguijón Arnarsson úr GR. Sig-
uijón lék mjög vel undir lokin, var
3 yfir eftir tólf holur en kom inn á
parinu. Kristinn G. Bjarnason, sem
var í öðru sæti fyrir daginn í gær,
lék illa og kom inn á 77 höggum.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
SIGURPÁLL Geir Sveinsson úr GA lék frekar illa í gær en hefur
enn forystu og er á 217 höggum eftir þrjá hringi.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Sigurður Hreinsson
Sigurður
héltút
Sigurður Hreinsson frá Húsavík
sigraði í 2. flokki karla, lék á
317 höggum og hélt forskotinu sem
hann náði með góðum hring á þriðja
degi og jók það raunar um eitt
högg. Annar varð Hinrik Gunnar
Hinriksson úr GR, lék á 325 og
þriðji félagi hans úr GR, Ingvar
Ágústsson, sem lék á 332 höggum.
Karen lék vel
ogermeðfimm
högga forystu
ÍSLANDSMEISTARI kvenna
síðustu fimm árin er komin í
góða aðstöðu fyrir síðasta
keppnisdag í meistaraflokki
kvenna. Hún lék á 73 höggum
í gær, tveimur yfir pari, og
hefur fimm högg á næstu
stúlkur.
Karen lék sinn besta hring í gær
og jók forskot sitt um fjögur
högg og segja margir að þar með
hafí hún tryggt sér sjötta íslands-
meistaratitil sinn, hún sé of góður
kylfingur til að láta fimm högg
af hendi á átján holum.
Ekki búið
„Nei, nei, þetta er langt frá því
að vera búið. Það er einn hringur
eftir og það getur allt gerst. Stelp-
urnar sýndu á síðustu holunni í
dag að það er allt hægt,“ sagði
Karen og vitnaði til þess að Ólöf
María fékk fugl og Ragnhildur par
eins og Karen.
„Ég er sátt við þennan hring
og það er ánægjulegt að fínna að
maður getur spilað vel. Það var
líka gaman að sjá að það voru
áhorfendur sem fylgdu okkur eftir
og vonandi koma þeir með okkur
á morgun því við sýndum að við
getum líka spilað golf,“ sagði
Karen. Það er mikið rétt hjá henni
og síðasti riðillinn hjá stúlkunum
lék síðustu holuna mjög vel og
glæsilega.
Ragnhildur og Ólöf María eru
fimm höggum á eftir og eru báðar
staðráðnar í að gera sitt besta í
dag þannig að Karen þurfi að
hafa fyrir hlutunum.
ÍHémR
FOLK
■ ÞORKELL Snorri Sigurðar-
son úr GR sló draumahöggið á
landsmótinu í gær. Á sjöttu braut,
sem er 196 metrar, dró upp þijú
járn og setti beint í. Þetta er í ann-
að sinn sem þessi 16 ára strákur
fer holu í höggi. í fyrra notaði hann
trékylfu númer þijú til að fara holu
í höggi á 17. braut á heimavelli sín-
um, Grafarholtiriu.
■ ÍSLANDSMEISTARINN Þor-
steinn Hallgrímsson lék illa í gær
enda hefur hann verið meiddur og
getur varla leikið og er hann að
hugsa um að leika ekki síðasta hring-
inn. Þrátt fyrir hátt skor í gær gerði
hann ýmislegt fallegt. Hann lenti til
dæmis í tijám eftir annað höggið á
15. braut og það eina sem hann gat
gert var að slá örvhent með púttern-
um úr þeirri ófærð. Það tókst bæri-
lega og hann fékk auðvelt par.
■ ÞORSTEINN var ekki eins
heppinn á fjórðu braut. Þar lenti
boltinn í tjörninni og reyndi hann
að slá upp úr henni. Það tókst ekki
og hann tók víti og lék holuna, sem
er par þrír, á sex höggum.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Sigríður Th. Mathiesen
GOLF / LANDSMOTIÐ A AKUREYRI
;