Morgunblaðið - 06.08.1994, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 B 3
MIKHIFLIIR OG
MIKIfl SKRAUT
„Listagilið er fullkomin bylting
hér,“ segir hann. Með Listasafninu
höfum við loksins fengið sal, sem er
kominn til að vera.“
Hverju hefur það breytt?
Jón verður hugsi og segir svo. „Þótt
maður tali um gjörbreytingu, má
spyija hveiju það hefur breytt. Ég er
ekkert viss um að fólk geri betri mynd-
ir eða yrki betur í bænum. Þegar ég
yrki kvæði eða geri mynd, skiptir
engu máli hvernig bókin er, sem ljóð-
ið birtist í eða salurinn, sem sýnt er
í. Það skiptir heldur engu máli fyrir
blaðamann hvort hann skrifar sendi-
bréf eða grein í Deutsche Zeitung.
Að öðru leyti en því að fleiri- eiga
aðgang að ljóðinu, myndinni eða
greininni.
En auðvitað get ég ekki neitað því
að það er breyting fyrir mína ánægju
að geta hlaupið hér upp á safn til að
horfa á mynd augliti til auglitis. Ef
maður kann að gleðjast, er kominn
einn þáttur í viðbót til að gleðjast yfir
í lífínu. Hvað það leiðir af sér, veit
maður aldrei.“
Ertu ekki kominn út í heimspekina?
„Jú. Ég er mjög ánægður með að
hafa farið í það nám. Ég held að það
sé sama hvað fólk fæst við, það er
alltaf grundvallað á einhverri heim-
speki. Allt okkar bardús hlýtur að ein-
hveiju leyti að hvíla á henni. Þá er
ég ekki að meina í þeim brandaraskiln-
ingi að þegar einhver er eins og hálf-
viti, sé sagt að hann sé eins og alger
heimspekingur. En það er nú svo að
það gerir enginn neitt af viti, sem
stekkur umhugsunarlaust út í hlutina.
Mér finnst ekkert óeðlilegt - vegna
þess að við erum af þessari tegund -
að við hugsum.“
ssv
Sumartónleikum í Skálholti lýkur
þetta árið með fyrstu einleiks-
tónþeikum ungs semballeikara,
Guðrúnar Óskarsdóttur, auk þess sem
sönghópurinn Hljómeyki verður með
tónleika á laugardag.
Guðrún lauk píanókennaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986.
Hún hóf nám í semballeik hér á ís-
landi en flutti sig síðan yfir hafið og
nam hjá Anneke Uittenbosch í Sweel-
inck Conservatorium í Amsterdam,
Francoisse Lengellé í París og Jesper
Boge Christensen í
Schola Cantorum í Bas-
el. Þar lagði hún stund
á „basso continuo“ og
kammertónlist. Hún hef-
ur komið fram á tónleik-
um í Hollandi, Sviss og
hér heima, meðal annars
með Caput og Bachsveit-
inni í Skálholti.
Á þessum fýrstu ein-
leikstónleikum sínum
leikur Guðrún verk eftir
17. aldar tónskáldin
Chambonniéres,
D’Anglebert og L. Cou-
perin. Þeir voru allir
franskir og störfuðu allir
við hlið Loðvíks XIV.
„Chambonniéres er
þeirra elstur," segir Guð-
rún, „hinir tveir voru nemendur hans
en auðvitað hafði hver þeirra sinn stfl,“
Hver eru helstu sérkenni þeirra?
„Ég mundi segja að þessi tónlist
tengist húsa- og garðaarkitektúr á
þessum tíma: Mikið flúr og skraut.
Mikil symmetría og tilfinning fyrir
formum. Samt mikið frelsi. Rétt eins
og frönsku garðarnir, til dæmis í
Versölum, þar sem allt er klippt í
mjög nákvæm form og allt er sym-
metrískt.
Tónlist þessara þriggja tónskálda
er mjög lík þeirri mynd.
En hver og einn þeirra hefur sín
sérkenni. Chambonniéres og Couperin
koma sífellt á óvart með undarlegum
hljómum. Þeir eru dálítið djarfir.
D’Anglebert er meira með laglínur
og skraut. Hann skrifar allt út sjálf-
ur. Hinir láta flytjendur um útfærsl-
una. D’Anglebert útbjó sjálfur verkið,
sem ég leik, til prentunar meðan hann
lifði og þar eru nákvæm fyrirmæli
um flutninginn. Verk hinna tveggja
eru aðeins til í handritum frá þeirra
tíma. Þeir gefa engar leiðbeiningar
eða reglur svo það er mjög spennandi
að æfa þessi verk og flytja.
Það sem þeir eiga þó'sameiginlegt
er að þeir eru allir með „meanton".
Það þýðir að þríundirnar eru stilltar
hreinar og verkin njóta
sín mjög vel í þessari
stillingu."
Guðrún kom heim að
námi loknu fyrir ári síðan
og kennir nú á píanó við
Tónlistarskólann í Kópa-
vogi. „Vonandi getur
kennslan þar þróast út í
kennslu á sembal með
tímanum,“ segir hún.
Aðspurð hvort mikið sé
samið fyrir sembal nú á
tímum, svarar Guðrún
því til að undanfarin 20
ár hafi þó nokkuð verið
gert af því hér á landi.
„En það má segja að
semballinn hafi dáið út
þegar píanóið kom til
sögunnar,“ bætir hún
við. „Þá vildi enginn lengur hlusta á
sembal. Síðan lágu tónsmíðar fyrir
hann niðri allt fram til 1950-60. Þá
fór fólk að hafa áhuga á gömlum hljóð-
færum. Það var farið að smíða ná-
kvæmar kópíur af gömlum hljóðfær-
um. Sembalar eru ekk fjöldaframleidd-
ir, heldur er hvert hljóðfæri smíðað
eftir pöntunum, svo maður getur þurft
að bíða æði lengi eftir hljóðfæri.“
Hvaðan kemur semballinn sem þú
leikur á um helgina?
„Hann er mitt eigið hljóðfæri, sem
var smíðað fyrir mig úti í Amster-
dam,“ segir Guðrún. Fyrri tónleikar
hennar í Skálholti verða klukkan 17
í dag, laugardag, þeir seinni á morg-
un, sunnudag, klukkan 15.
ssv
Guðrún
Óskarsdóttir
menningu að valmöguleika í ferða-
þjónustu. „Með þessu móti er líka
auðveldara að halda utan um og
kynna alla menningarviðburði sem
hér eiga sér stað á sumrin," segir
Ólöf. „Það eru margir sem vilja koma
hingað yfir sumartímann, því Akur-
eyri er jú einu sinni höfuðstaður Norð-
urlands. Mín reynsla er sú að þegar
svona hugmynd er hrundið af stað,
byijar fólk að hrinda í framkvæmd
hugmyndum sem hafa lengi blundað
með því. Allar helstu menningarstofn-
anir bæjarins koma að Listasumri
með beinum eða óbeinum hætti. En
stjórn Listasumars skipa fulltrúar frá
Gilfélaginu, MENOR og Akur-
eyrarbæ. 1 gegnum menningarstofn-
anirnar, félög og einstaklinga koma
atriðin á hátíðinni, til dæmis gítarhá-
tíðin og sumartónleikarnir. Síðan
reynum við, eins og við getum, að
aðstoða þá við kynningu, sem halda
sýningar, tónleika og annað. Sjálf
erum við með Deiglusalinn, þar sem
hafa verið myndlistarsýningar, tón-
leikar og leiksýningar. Við erum líka
með Gluggann í göngugötunni og það
má segja að hann sé gæluverkefnið
okkar. Fólk tekur eftir þessu og það
sem við ætluðum okkur hefur tekist:
Að setja listina í óvenjulegt sam-
hengi.“
Hvernig hafa viðtökur verið?
„Það sem hefur kannski komið
mest á óvart er hvað viðtökur varðar
eru jasstónleikarnir í Deiglunni á
fímmtudagskvöld í samvinnu við Café
Karólínu. Þar hefur alltaf verið stút-
fullt út úr dyrum. En aðsóknin hefur
verið mjög góð. Deiglusalurinn hefur
verið fullnýttur. Það er mjög gaman
fyrir okkur hvað viðtökurnar hafa
verið góðar. Við erum nú þegar komin
með fyrirspurnir fyrir næsta sumar,
sem við getum ekki sinnt í augnablik-
inu. En það þýðir líka að það er grund-
völlur til að halda áfram næsta sum-
ar. Þetta getur ekkert annað en vaxið.
Þessu framtaki hefur líka verið
jafn vel tekið af heimamönnum og
ferðamönnum. Það má sjá á jass-
kvöldunum og aðsókninni á t.d. mynd-
listasýningar. Eitt af því sem mér
fannst mjög ánægjulegt af því sem
búið er eru tónleikarnir með Caput-
hópnum. Stór hluti hópsins starfar
við Tónlistarskólann hér eða tengist
Akureyri á annan hátt. En með Cap-
ut hópnum eru þeir að koma fram í
Reykjavík og erlendis. Það er gaman
fyrir bæjarbúa að sjá hvað fólk það
er sem starfar og býr hér; hversu
góðir tónlistarmenn það eru.
Hvað myndlistarþáttinn varðar, þá
hefur hann verið mjög blandaður. Við
höfum verið með sýningar fólks sem
býr hér, eða er héðan, og síðan mynd-
listarmanna sem tengjast staðnum
ekki neitt. Það er mjög gaman þegar
myndlistarmenn koma hingað, skoða
salina og sýna áhuga. Það er líka
gaman að Gilið er að verða stór þátt-
ur í bæjarlífinu. Hingað kemur hver
einasti ferðamaður, sem kemur til
bæjarins. Hér hefur skapast allt ann-
að andrúmsloft. Hér hittast allir.
Þegar Gilið fór af stað var fólk
ekki sammála um framkvæmdina og
hér heyrðust óánægjuraddir. í dag
skipta þær óánægjuraddir ekk máli,
því persónurnar eru orðnar aukaatriði
hér. Starfsemin er aðalatriðið.
Myndlistarsalirnir hér eru mjög
ólíkir og gefa mikla breidd. við höfum
kaffihús, þar sem gott er að sýna,
Deigluna - lítinn sal - Myndlistaskól-
ann, og svo Listasafnið. Og allir þess-
ir salir eru á sömu þúfunni. Síðan
höfum við Gluggann, sem rýfur sam-
hengið.
Mér finnst það vera meðmæli með
mannlífinu hér að listamenn skuli vilja
koma hingað að vinna og sýna. Að-
staða fyrir tónlistarfólk er líka að
breytast. Það skiptir töluverðu máli
að hér skuii vera starfandi sinfóníu-
hljómsveit. Það gefur aukna mögu-
leika og laðar betri hljóðfæraleikara
hingað til kennslu. Það sama má segja
um myndlistina, þegar komin er hér
bæði vinnu- og sýningaraðstaða."
Eruð þið byijuð að skipuleggja
næsta sumar?
„Það er ekki búið taka formlega
ákvörðun um að halda Listasumar
’95, en áhuginn er slíkur í sumar að
farið er að hugsa um næsta sumar.
Það hafa komið upp hugmyndir og
verkefni, sem eru virkilega þess virði
að vinna að. Hugmyndir sem eru
nokkuð stórar. Eins og ég sé þetta,
getur Listasumar ekki annað en þró-
ast áfram - og orðið betra með hverju
árinu sem líður.“ ssv
UODiTÓNLEIKH
f HiFKHBOIt
Sunnudaginn 7. ágúst mun
sópransöngkonan Hanna
Dóra Sturludóttir halda
ljóðatónleika í Hafnarborg Hafnar-
firði. Hanna Dóra er fædd árið
1968 í Búðardal. Hún lauk námi
við Söngskólann í Reykjavík vorið
1992 en þar naut hún meðal ann-
ars tilsagnar Kristins Sigmunds-
sonar og Snæbjargar Snæbjarnar-
dóttur. Sama ár hélt hún til fram-
haldsnáms við Hochschule der
Kunste í Berlín. Hún hefur sungið
í mörgum kórum og tekið þátt í
óperuflutningi og tónleikahaldi
bæði hérlendis og erlendis. Greinar-
höfundur hitti Hönnu Dóru eftir
æfingu í Hafnarborg
og lagði fyrir hana
nokkrar spurningar.
Hvenær varðstu al-
varlega vör við tónlist-
aráhuga og hvenær
afréðstu að leggja
sönginn fyrir þig?
“Tónlistaráhugi hefur alltaf verið
fyrir hendi hjá mér. Þegar ég var
yngri spilaði ég á blokkflautu, píanó
og fór í gegnum lúðrasveitartíma-
bil þar sem ég lék m.a. á trompet,
horn og á þverflautu. Þegar ég var
16 ára gömul fór ég til Reykjavíkur
til náms í Menntaskólanum við
Sund og söng þar í skólakórnum
undir stjórn Þóru Fríðu Sæmunds-
dóttur. Fljótlega eftir að ég fór að
þjálfa röddina kom í ljós að hún
var það hljóðfæri sem ég ætti að
snúa mér að. Ég ákvað að þreyta
inntökupróf í Söngskólann í
Reykjavík og hóf nám þar haustið
1987.
Nú hefur þú verið bæði hérlendis
og erlendis við söngnám. Hver er
að þínu mati staða kennslunar á
íslandi?
Kennsla hér er góð enda eru
nemendur af öðrum norðurlöndum
farnir að koma hingað í söng-
kennslu. Þó að hægt sé að ná góð-
um árangri hérlendis þá tel ég mik-
ilvægt fyrir tónlistarfólk að fara
erlendis. Öilum er hollt að víkka
sjóndeildarhringinn og kynnast ein-
hveiju öðru en því sem er beint
fyrir framan nefið á þeim. Radd-
blær í sönglistinni er ólíkur eftir
menningarsvæðum og áherslur í
tónlistinni eru misjafnar t.d. er
kirkjutónlist meira áberandi í tón-
listarlífi Þýskalands en á íslandi.
Hver eru tildrög þessara ljóða-
tónleika?
Þessir tónleikar eru á mínum
vegum. Mér finnst æskilegt að fólk
sem er í námi erlendis komi heim
og kynni sig. Ég hef oft verið að
því spurð hvenær ég ætli að láta
heyra í mér. Síðastliðið vor fékk
ég styrk hjá Brunabótafélagi Is-
lands og sá styrkur hefur gert mér
kleift að fjármagna þessa tónleika.
Efnisskráin saman stendur af
þeim verkefnum sem ég hef verið
að vinna að í vetur auk nokkurra
annarra verkefna. Höfundar er-
lendra verka eru Franz Schubert,
Richard Strauss, og Alban Berg en
ég er einnig með tvö lög eftir Jón
Ásgeirsson og tvö lög eftir Sigvalda
Kaldalóns. Meðleikari mínn er
Hólmfríður Sigurðardóttir en hún
lauk einleikara- og kennaraprófi frá
Munchen árið 1980. Ég kynntist
henni þegar ég var við nám í Söng-
skólanum í Reykjavík en þar starf-
ar hún sem meðleikari.
Hveija álíturðu vera framtíðar-
möguleika tónlistarfólks á íslandi?
Markaðurinn er lítill og því eru
hverfandi líkur á föstu starfi. Hér-
lendis er aðeins eitt óperuhús þar
sem eru jafnframt nokkuð stopular
sýningar. Þeir sem ætla sér að lifa
af tónlistinni eru gjarnan í mörgum
verkefnum til að hafa i sig og á.
Það er ekki óalgengt að fólk sem
er að skapa sér sólóferil kenni, auk
þess að syngja t.d. við jarðarfarir
og brúðkaup. Hvað sjálfa mig
áhrærir þá ætla ég að reyna fyrst
fyrir mér erlendis. Ég geri ínér
góða grein fyrir því að sá stóri
markaður er fullur af efnilegum
söngvurum. Ég ætla að demba mér
út í baráttuna og sjá hvort ég nái
ekki einhvers staðar haldfestu.
Hvernig meturðu þörfina á tón-
listarhúsi á íslandi?
Þörfin á tónlistarhúsi er mikil og
reyndar skil ég ekki hvernig við
höfum komist af án fullnægjandi
húsakynna svona lengi. Það eru
uppi ýmsar hugmyndir um tónlist-
arhús og ég tel, eins og margir
aðrir, að skynsamlegast sé að sam-
nýta hús undir ráðstefnu- og tón-
leikahald. Það mætti nýta húsið til
margra hluta því að söngáhugi á
íslandi er ótrúlega mikill en hann
sést vel á öflugri kórastarfsemi í
landinu. Mér er ómögulegt að skilja
hvers vegna ekki er búið að gera
eitthvað í byggingarmálum.
Hvað er framundan hjá þér?
Nú í september fer ég sem skipti-
nemi til Finnlands þar sem ég mun
nema við Sibeliusakademíuna í
Helsenkí. Ég hlakka mjög til og
hef þegar leitað uppi þtjá kennara
sem mér líst vel á. I desember verð
ég með tónleika í Berlín þar sem
jólaóratorían verður á efnisskrá. í
janúar flyt ég Paulus eftir Mendel-
son í Kammersal Fílharmóníunnar
í Berlín þannig að nánasta framtið
er mjög spennandi.
eög
HANNA DORA STURLUDOTTIR
SYNGUR VERK EFTIR ÍSLENSK
OG ERLEND TÓNSKÁLD