Morgunblaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAIMDSMAIMIMA |Ui0r6ituí«laí»lí> C 1994 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST BLAÐ um ] FRJALSIÞROTTIR Bozhanova féll á lyfjaprófi Búlgarska stúlkan Sofia Bozhanova varð fyrst til að falla á lyfjaprófi á Evrópumeistaramót- inu sem nú stendur yfir í Helsinki í Finnlandi. Bozhanova, sem er 26 ára, varð í fjórða sæti í þrístökki kvenna á mánudaginn — stökk 14,58 m og var aðeins 10 sm frá bronsverðlaununum. Eft- ir keppnina var tekið af henni blóðsýni sem reynd- ist jákvætt og var það tilkynnt í gær. Hún hafði tekið inn amfetamínlyfíð mesocarb, sem er örv- andi og bannlista Alþjóðu Ólympíunefndarinnar. Búlgarska stúlkan, sem var heimsmeistari unglinga í langstökki árið 1985 og vann bronsverðlaun á EM innanhúss í París fyrr á þessu ári, á yfir höfði sér fjögurra ára keppnisbann. KNATTSPYRNA Þórður hefur gerf ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmaður f knattspyrnu, stóð sig mjög vel í æfingaleikjum með Bochum á undirbúningstimabilinu undan- farnar fjórar vikurog gerði 19 mörkí 14 leikjum. Þýska úrvals- deildin hefst um aðra helgi og þá mætir liðið meisturum Bayern Munchen á útivelli, en á sunnudag hefst alvaran með fyrstu um- ferð bikarkeppninnar. Fyrirkomulagið er eins og það var í bikar- keppni KSÍ i sumar, efri lið leika gegn liðum úr neðri deildum á útivelli og sækir Bochum Rot Weiss Essen heim, en síðan kemur Þórður í landsleikinn gegn Eistlandi, sem verður á Akureyri á þriðjudag. Þórður sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að álagið hefði verið mikið á undirbúningstímabilinu og því hefði aðallega verið leikið gegn lakari liðum í Þýskalandi og svo lið- um frá Austurríki og Túnis. Liðið hefði tvisvar farið í æfingabúðir og tekið hefði verið þátt í einu móti, þar sem Bochum hefði unnið Duis- burg 3:0 í úrslitaleik. „Þetta hefur verið erfítt og það verður að segjast eins og er að varla er hægt að æfa og spila í 35 stiga hita og sól eins og verið hefur að undanförnu," sagði Þórður. Bochum sigraði í 1. deild s.l. vor og vann sér þar með sæti í úrvals- deildinni. Þórður sagði að um 19.000 manns hefðu verið að meðaltali á heimaleikjunum á síðasta tímabili og stefndi í að fleiri yrðu í vetur, en um 6.000 ársmiðar hafa selst, sem er meira en áður. „í fyrra var álagið mikið á okkur og þess krafist að við tryggðum okkur sæti I úrvals- deildinni, en nú eru engar kröfur. Allir sætta sig við að við höldum sætinu og allt þar fyrir ofan yrði talið mjög gott, en þjálfarinn er að gæla við að koma á óvart. Hins veg- ar er óraunhæft að tala um titil, en við reynum að standa okkur.“ Allir leikmenn Bochum fengu tækifæri í æfíngaleikjunum og sagði Þórður að hann væri langt því frá að vera öruggur með stöðu í liðinu þrátt fyrir gott gengi, því samkeppn- in hefði aukist eftir að Bandaríkja- maðurinn Eric Wynalda var keyptur til félagsins. „Það er ekkert öruggt í þessu og viðbúið að samkeppnin verði sérstaklega mikil til að byija með, en ég geri samt ráð fyrir að vera í hópnum,“ sagði miðheijinn. Þórður Guðjónsson (í miðjunnl) hefur verið drjúgur vlð að skora í æfingaleikjum Bochum að undanförnu, en alvaran byrjar á sunnudaginn, þá mætir Bochum meisturum Bayern Miinchen á Ólympíuleikvanginum í Munchen. FRJALSIÞROTTIR / EM I HELSINKI 19 mörk í 14 leikjum Gylfi Birgisson leikur með Fylkl í 2. deild í vetur. Fylkir fær liðs- styrk „Markmiðið aðfara upp,“ sagði Gunnar Baldursson, for- maður Fylkis FYLKIR, sem leikur í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik, hefur fengið fimm sterka leik- menn til liðs við sig fyrir átökin f vetur. Gunnar Baldursson, for- maður handknattleiksdeildar félagsins, segir að stefnan sé tekin á 1. deildina og með þess- um liðsstyrk væri vissulega meiri líkur til þess að það mark- mið næðist. Pétur, Vésteinn og Jón Amar keppaáEMídag ÞRÍR íslenskir keppendur verða í sviðsljósinu á Evrópu- meistaramótinu í frjálsíþrótt- um í Helsinki dag; Pétur Guð- mundsson keppir í kúluvarpi, Vésteinn Hafsteinsson í kringlukasti og Jón Arnar Magnússon ftugþraut. ráinn Hafsteinsson, landsliðs- þjálfari, sagðist gera sér vonir um að Pétur og Vésteinn kæmust báðir í 12 manna úrslit, en undan- keppnin fer fram í dag og úrslitin í kúluvarpinu á morgun og síðan í kringlukastinu á sunnudag. „Það má mikið klikka til að þeir ná ekki inn í úrslit. Pétur þarf að kasta 19,50 metra til að tryggja sig í kúluvarp- inu og Vésteinn 61 metra í kringl- unni. Þeir hafa báðir verið að kasta lengra í sumar. Jón Arnar er að keppa í sínu fyrsta stórmóti og því kannski ekki við miklu að búast. En hann gæti alveg eins komist á topp tíu því hann er nú léttari en oft áður. Hann er með sextánda besta árangurinn af þeim 28 kepp- endum sem taka þátt,“ sagði Vé- steinn. Mestar vonir eru bundnar við Pét- ur Guðmundsson sem á fímmta besta árangurinn í Evrópu í kúluvarpi. „Keppnin leggst vel í mig. Ég er í góðri æfíngu og ég hef undirbúið mig vel í Svíþjóð að undanfómu. Ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar. Það er dagsformið sem ræður, en fyrsta markmiðið er að komast í úr- slit,“ sagði Pétur sem kom til Hels- inki í gær ásamt Vésteini eftir tveggja vikna æfingabúðir í Svíþjóð. Vésteinn er í fyrri hópnum í kringlukastinu og byrjar keppni kl. 06.30 að íslenskum tíma. Jón Arnar byijar á sama tíma í tugþrautar- keppninni, en henni lýkur ekki fyrr en annað kvöld. Pétur byrjar keppni kl. 13.50 að íslenskum tíma. Kepp- endum er raðað í tvær grúbbur í kúluvarpinu og munu þær keppa samtímis. Martha Ernstsdóttir keppir í 10.000 metra hlaupi á sunnudag. Hún á 16. besta tímann af 27 skráð- um keppendum. Leikmennirnir sem hafa ákveðið að skipta yfir í Fylki eru; Gylfi Birgisson, sem lék áður með IBV og Stjörnunni og síðast með norska liðinu Bodö/Glimt, Sebastian Alex- andersson, markvörður úr ÍR, Pétur Petersen, hornamaður úr FH og bosnískur leikmaður sem lék með HK í fyrra og Magnús Baldvinsson úr KR. Þjálfari Fylkis er Haukur Ottesen „Það er engin launung að mark- miðið er að vera komnir með liðið okkar í 1. deild þegar íþróttahúsið verður tilbúið hér í Árbæ á næsta ári,“ sagði Gunnar Baldursson, for- maður handknattleiksdeildar Fylkis. Helgi aftur í Víking Hornamaðurinn Helgi Bragson, sem lék með ÍBV sl. vetur, hefur ákveðið að leika með Víkingum í vetur. Helgi var hjá Víkingi áður en hann fór til ÍBV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.