Morgunblaðið - 14.08.1994, Page 2
2 C SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Buick Riviera með
bogadregnar línur.
SÖMU bogaformin er
allsráðandi inni í bílnuni
Glæsilegur Buick Riviera
BÍLAIÐNAÐUR í Bandaríkjun-
um er blómlegur um þessar
mundir og stærri bílaframleið-
endur þar í landi sýna methagn-
að. Sjaldan hafa fleiri nýir bílar
litið dagsins ljós þar vestra eins
og síðustu misseri og nýlega var
kynnt ný útfærsla af tveggja
dyra amerískri glæsikerru,
Buick Riviera. Bíllinn er með
svokallaðri „cab-forward“ hönn-
un sem er allsráðandi í stærri
bílum. Framrúðan hallar meira
en áður og hjól eru höfð sem
næst endum bílsins en með þessu
næst meira farþegarými en ella.
Riviera er stórglæsilegur bíll að
utan sem innan og í Bandaríkj-
unum kostar grunngerðin tæpar
tvær milljónir ÍSK.
Buick Riviera er ekki nýr af
nálinni og hefur verið framleiddur
allt frá 1963. Bíllinn er allur mjög
bogadreginn og varla flata málm-
pjötlu á honum að finna. Bíllinn
Meðal staðalbúnaðar má nefna
vökva- og veltistýri, rafstýrða
glugga, sæti og hurðarlása og
skriðstilli. ■
hvernig þungi ökumanna
dreifist í sætinu og þau eru
gerð úr leðri. Aftursætin
eru þægileg og nægi-
lega rúmgóð fyrir tvo
fullorðna.
Bíllinn er fram-
hjóladrifinn búinn
nýjustu gerð af V-6
vél Buick með for-
þjöppu sem skilar 225
hestöflum. Hann er með
fjögurra þrepa sjálfskiptingu.
er laus við allt prjál eins og króm
og það er aðeins að finna í grillinu,
við hliðargluggana og í kringum
afturlugtirnar. Að innan er allt því
sem næst nýtt nema hvað hönnuð-
ir hafa haldið í bogadregna innrétt-
inguna sem nær út á hurðir bíls-
ins. Á hinn bóginn er mælaborðið
einfaldara af gerð og mun prjál-
lausara en í fyrirrennurunum. Sæt-
in voru hönnuð að undangengnum
viðamiklum rannsóknum á því
Á ISLAMPi LgJX
Packard 180
árgerð 1941
PACKARD var á fyrri hluta
aldarinnar einn af glæsilegustu og
dýrustu bílum heims og eru þeir í
dag glæsilegir minnisvarðar um
gullaldarár bandarískrar bílafram-
leiðslu. Voru þeir ósjaldan notaðir
af þjóðhöfðingjum, m.a. af ríkis-
stjóra íslands og forsetum til fjölda
ára. í dag fínnast sárafáir Packard-
bílar á íslandi og sá sem litið verð-
ur á í þessari grein er sá eini sem
minnir á þann opinbera bíl sem
hæst bar í glæsileik, en það var
Packard Sveins Bjömssonar ríkis-
stjóra frá árinu 1942.
Árið 1899 hófu bræðurnir James
og William Packard framleiðslu á
bílum í Ohio-fylki í Bandaríkjun-
um. Nokkru síðar var fyrirtækið
flutt til Detroit og nefnt Packard
Motor Car Company. Árið 1912
var Packard orðið eitt framsækn-
asta bílafyrirtæki Bandaríkjanna,
en það ár kom fyrsta sex strokka
vél fyrirtækisins á markaðinn.
Þremur árum síðar sló svo Pack-
ard-fyrirtækið út V-8 vélina frá
Cadillac með V-12 vél og var um
leið komið í fremstu röð bílafram-
leiðenda. Á þessum árum ein-
kenndist framleiðslan af lúxusbíl-
um fyrir auðmenn og þjóðhöfð-
ingja. Þegar heimskreppan mikla
skall á árið 1929 dró úr sölu slíkra
bíla og árið 1935 neyddist Packard
til að framleiða sex strokka meðal-
stóra bíla af gerðunum 110 og
120. Samhliða voru framleiddir
stærri bílar af gerðunum 160 og
180 og voru þeir knúnir átta og
jafnvel tólf strokka vélum. Á árun-
um eftir síðari heimsstyijöld fór
veldi Packard hægt og rólega
hnignandi og árið 1958 var fram-
leiðslu þessara merkilegu bíla
hætt.
Árið 1932 flutti Helgi Lárusson
frá Kirkjubæjarklaustri inn fyrsta
Packard-bílinn frá Bretlandi. Um
var að ræða notaðan bíl af árgerð
1928 sem seldur var íslenska rík-
inu. Skömmu síðar tryggði Helgi
sér einkaumboð fyrir Packard á
íslandi í samvinnu við Berg bróður
sinn. Hófu þeir innflutning á Pack-
ard-bílum, bæði notuðum og nýjum.
Nýstofnað embætti ríkisstjóra ís-
lands festi kaup á nýjum Packard
180 árið 1942 og fylgdi hann Sveini
Björnssyni áfram í forsetaembættið
árið 1944.
Geymdur lengi á
KorpúlfsstöAum
Austur á Selfossi er í dag að finna
Packard 180 af árgerð 1941. Var
hann fluttur inn notaður frá Banda-
ríkjunum árið 1946 af Geir Páls-
syni, sem þá var búsettur í Gijóta-
þorpinu í Reykjavík. Fékk bíllinn
skrásetningarnúmerið R-2100 sem
hann bar allt fram til ársins 1963
er honum var lagt. Ekki fer mörgum
sögum af þessum bíl á þeim tæp-
lega 20 árum sem hann var í dag-
legri notkun, nema hvað að hann
var aldrei notaður sem atvinnubíll.
Garðar Briem lögfræðingur eignað-
ist bílinn árið 1971 eftir að hafa
séð hann í skúr við Elliðavatn, en
þar hafði bíllinn verið geymdur síð-
an 1963. Ætlaði Garðar sér að
vernda bílinn og nota við hátíðleg
tækifæri. Tíðar vélarbilanir gerðu
það hins vegar að verkum að lítið
varð úr notkun og fór svo að bílnum
var komið fyrir í geymslu á Korp-
úlfsstöðum þar sem hann dapraðist
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
PACKARD árgerð 1941 í eigu Emils Guðjónssonar. Bíllinn er af Sedan Touring-gerð, er átta
manna, yfir fimm metrar á lengd og vegur á þriðja tonn.
INNRÉTTING bílsins er hin vandaðasta. Bíl-
sljórarýmið, sem aðskilið er frá farþegarým-
inu með gleri, er klætt með leðri og viði.
§11 Wm: tíh 1
wm 'M
ÞEGAR skyggnst er í vélarsalinn blasir við
stór átta strokka línuvél, 356 kúbika, sem
afkastar 160 hestöflum.
nokkuð. Fyrir fimm árum festi
Emil Guðjónsson á Selfossi kaup á
bílnum og hefur síðan unnið að
endurbótum á honum. Að mörgu
er að hyggja þegar slíkur eðalvagn
er endurbyggður. Bíllinn, sem er
af Sedan Touring-gerð, er átta
manna, yfir fímm metrar á lengd
og vegur á þriðja tonn. Innrétting
bílsins er hin vandaðasta. Bílstjóra-
rýmið, sem aðskilið er frá farþega-
rýminu með gleri, er klætt með leðri
og viði. Aftur í eru vistarverur allar
hinar glæsilegustu. Sæti, toppur og
hliðarspjöld eru klædd með fínasta
plussi og allir gluggalistar eru úr
viði. Aukastólar eru tveir og er
þeim smellt upp að þilinu er aðskil-
ur farþegana frá bílstjóranum. Þeg-
ar skyggnst er í vélarsalinn blasir
við stór átta strokka línuvél, 356
kúbika, sem afkastar 160 hestöfl-
um.
Hjá nágrönnum okkar og frænd-
um Norðmönnum og Svíum er enn
að finna eðalvagna sem þennan í
eigu þjóðhöfðingja og eru þeir jafn-
an notaðir þegar tigna gesti ber að
garði. Er ólíkt virðulegra að sjá
slíka vagna við hátíðleg tækifæri,
en nýja bíla, jafnvel þó af dýrustu
gerðum séu.
Örn Sigurðsson
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 C 3
SIGURVEGARI Auto, motor und sport, BMW 740i.
Besti bíll í heimi?
ÞÝSKA bilablaðið Auto, motor
und sport framkvæmdi í júlíhefti
sínu gagngera skoðun á þremur
þýskum eðalbifreiðum, Mercedes-
Benz S 420, BMW 740i og hinum
nýja ál-Audi A8 4,2. Blaðið komst
að þeirri niðurstöðu að BMW væri
besti bíllinn af þremur góðum.
Breska bílablaðið Car gerði sams-
konar könnun í júlíhefti sínu og
bætti auk þess Jaguar XJ 12 við,
og þar var Audi A8 útnefndur
besti bíll í heimi.
Bílamir sem hér um ræðir eru
allir með 8 strokka vélum en Audi
sker sig úr að því leyti að hann er
með sítengdu fjórhjóladrifí. Hest-
aflafjöldinn er mestur í Audi, 300
við 6.000 snúninga á mínútu, 286 í
BMW við 5.800 snúninga á mínútu
og 279 í Mercedes-Benz við 5.700
snúninga á mínútu.
Audi A8 er með fjögurra þrepa
sjálfskiptingu og fjórhjóladrifi en
bæði BMW og Mercedes eru aftur-
hjóladrifnir, BMW með fimm þrepa
sjálfskiptingu og Mercedes-Benz
fjögurra þrepa.
Tæknileg bylting
Grípum niður í umsögn Car. „Kæri
menn sig um raunverulegt forskot,
tæknilega byltingu, þá verða þeir að
líta á sigurvegarann, Audi A8. Audi
A8 er ekki mikið frábrugðinn litla
bróður sínum, A6, í útlitshönnun,
þótt hann sé mun nútímalegri og
heilsteyptari en keppinautamir
(Mercedes-Benz og BMW).
RAK lestina, Mercedes-Benz S420.
skotið er fólgið í efnislegum eigind-
um hönnunarinnar, álblöndunni.
Markmiðið að baki þessari fag-
mennsku er að draga úr þyngd bíls-
ins. Markmiðinu er náð því Audi A8
er umtalsvert léttari en keppinaut-
arnir. Þó er hann ekki eins léttur
og við hefði mátt búast og skýrist
það af aldrifsbúnaði bílsins sem um
leið er mun betri lausn varðandi ör-
uggt veggrip en keppninautarnir
bjóða upp á.
Með fjórhjóladrifinu öðlast Audi
einnig frábæran stöðugleika sem
bíllinn nýtir sér með nákvæmum og
ömggum stýrisbúnaði. A8 er einnig
fljótastur af bílunum sem bomir vom
saman. Hin afar þýða og kraftmikla
V8 vél Audis er hljóðlátari en V8
vél BMW,“ segir í Car. Tímaritið er
einnig á því að Audi A8 sé fallegast-
ur bílanna í samanburðinum en BMW
hafí vinninginn í þægilegum sætum.
Hins vegar hafi Audi í einu risa-
stökki stungið af þijá stórkostleg-
ustu bíla sem framleiddir hafi verið.
A8 sé besti bíll í heimi. ■
En
Sigurvegari
Car, Audi A8.
QXD
BMW sjónarmun á undan
1 Vagngrind
Ökutæki Audi
Rými 16
Farangursrými 14
Umgengni 15
Útbúnaður 18
Gæði 18
Samtals (hámark 100 stig) 81
2 Akstursþægindi
Ökutæki Audi
Fjöðrun 14
Sæti 17
Loftræsting 18
Mælaborð 18
Hljóðeinangrun 18
Samtals(hámarklOOstig) 85
BMW
18
14
16
19
19
86
BMW
19
20
19
19
19
96
M.Bens
20
16
18
18
20
92
M.Bens
19
19
20
19
20
97
Ökutæki Audi BMW M.Bens
Þýðleiki 19 18 19
Afköst 20 18 17
Aflflutningur 19 17 18
Hröðun 18 17 16
Fjaðurmagn 20 20 20
Samtals (hámark 100 stig) 96 90 90
Ökutæki Audi BMW M.Bens
Hegðun í beygjum 19 18 15
Vindviðnám 18 18 20
Stjórnun/meðfærileiki 17 20 17
Viðnám hjóla 20 15 16
Hemlar 19 18 16
Samtals (hámark 100 stig) 93 89 84
1 5 Oryggisbúnaður og umhverfi f
Ökutæki Audi BMW M.Bens
Endurvinnanleg efni 18 18 16
Útblástur og eyðsla 17 17 15
Vind- og vegahljóð 20 19 18
Öryggisatriði að innan 18 18 18
Öryggisatriði að utan 19 19 20
Samtals (hámark 100 stig) 92 91 87
■ 6 Hagkvæmni WMEMM
Ökutæki Audi BMW M.Bens
Verð 18 18 15
Endursala 13 15 15
Viðhaldskostnaður 15 15 13
Viðgerðir/ábyrgð 14 13 13
Eldsneytiskostnaður 18 18 18
Samtals (hámark 100 stig) 78 79 74
I SAMTALS
Ökutæki Audi BMW M.Bens
Samtals (hámark 600 stig) 525 531 524
Úr umferðarlögum
Ljósanotkun. 32. gr.
VIÐ akstur vélknúins ökutækis
skulu lögboðin ljós eða önnur
viðurkennd ökuljós jafnan vera
tendruð. Við akstur í myrkri eða
ljósaskiptum eða þeg-
ar birta er ófullnægj-
andi vegna veðurs
skulu lögboðin ljós
vera tendruð til þess
að ökumaður sjái
nægilega vel fram á veginn og
aðrir vegfarendur sjái ökutækið.
Nota skal háan Ijósgeisla þegar
sjónsvið ökumanns nægir annars
ekki til að aka örugglega miðað
við aðstæður. Háan ljósgeisla má
eigi nota:
Þegar ekið er um nægilega vel
lýstan veg.
Þegar ekið er á móti öðru öku-
tæki, þannig að valdið geti öku-
manni þess glýju.
Þegar ekið er svo skammt á
eftir öðru ökutæki að valdið geti
ökumanni þess óþægindum.
Nota skal lágan ljósgeisla þegar
ekki er skylt eða heimilt að nota
háan ljósgeisla. í þoku, þéttri úr-
komu eða skafrenningi má nota
þokuljós í stað eða ásamt lágum
ljósgeisla. Hjálparljós má eigi nota
til annars en þau eru ætluð. Eigi
má nota annan ljósabúnað eða glit-
merki en boðið er eða heimilað í
lögum þessum eða reglum settum
samkvæmt þeim.
Ökuhraðl. 38. gr.
Okuhraði hópbifreiðar sem er
meira en 3.500 kg að leyfðri heild-
arþyngd má aldrei vera meiri en
90 km á klst. Ökuhraði annarra
bifreiða sem eru meira en 3.500
kg að leyfðri heildarþyngd má
aldrei vera meiri en 80 km á klst.
Ökuhraði bifreiðar með eftirvagn
eða skráð tengitæki má aldrei
vera meiri en 70 km á klst. Öku-
hraði bifreiðar með annað tengi-
tæki má aldrei vera meiri en 50
km á klst.
Nýjum Polo spáð harðri samke
VOLKWAGEN hyggst setja nýj-
an Polo á markað í október og
sérfræðingar telja hann meiri
kjarakaup en fyrirrennara hans.
Þessi minnsti bíll Volkswagens
mun hins vegar mæta harðri sam-
keppni frá töluverðu úrvali af öðrum
smábílum, sem eru um 30% þeirra
bíla sem seldir eru í Evrópu. Keppi-
nautar eins og Ford Fiesta, Ópel
Corsa, Renault Clio og Fiat Punto
hafa þegar unnið sig í áliti.
VW hætti að framleiða gamla
Polo í apríl, 19 árum eftir að fram-
leiðslan hófst, og á þeim tíma seld-
ust 3.8 milljónir bíla af þeirri gerð.
Nýi bíllinn hefur fengið góða
dóma í Auto Motor und Sport og
fleiri þýzkum bifreiðatímaritum.
Verðið er 18,295 mörk eða 11,620
dollarar, lítið eitt hærra en á gömlu
gerðinni.
Vökvastýrl og ABS
Polo er fjögurra dyra, með vökva-
stýri, ABS-hemlum, loftkælingu og
sams konar öryggisbúnaði og Golf,
sem hann líkist í útliti. „Þar sem
VW hefur farið halloka í samkeppni
við Opel, Renault og Fiat er
kominn tími til að gefa
kost á litlum Golf,“
sagði bílatímaritið
MOT.
spá því að
muni hagnast vel
á Polo vegna nið
urskurðar á fram-
leiðslukostnaði.
aðallega framleiddur á Spáni og
verður því ekki dýr í framleiðslu,“
sagði einn sérfræðingurinn. „Grind-
in er ekki ósvipuð og í Seat Ibiza
og það mun hafa nokkurn sparnað
í för með sér.“
VW hótaði að flytja framleiðslu
sína úr landi, ef þýzkir starfsmenn
fyrirtækisins samþykktu ekki að
smíði Polos yrði ekki dýrari en á
Spáni. Niðurskurður umdeilds fram-
leiðslustjóra VW, Jose Ignacio
Lopez di Arriortua, er einnig farinn
að skila árangri að sögn sérfræð-
inga.
Framleiðsla á nýja bílnum er haf-
in i aðalverksmiðju Volkwagens í
Wolfsburg í Þýzkalandi og í Pampl-
Nýr Polo á markað í október.
ona á Spáni. í fyrstu er ætlunin að
framleiða 300 bfla á dag í Þýzka-
landi og 900 í Pamplona. VW
segir að mikil eftispurn sé eftir
nýja bílnum og hægt verði að auka >
framleiðsluna í Wolfsburg í 500 bíla
á dag ef með þurfí.
Sérfræðingar telja að seldir verði
300,000 bílar af nýju gerðinni á
ári, rúmlega 50% fleiri en af gömlu
gerðinni, og að hlutdeildin á smá-
bílamarkaðnum í Evrópu verði um
10%. ■