Morgunblaðið - 14.08.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.08.1994, Qupperneq 4
4 C SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ -i Kraftmeiri og endur- bættur Ladu Sport LADA SPORT á sér orðið nokkuð langa sögu á íslenskum bílamarkaði og lengst af eða í meira en áratug hefur hann verið lítið sem ekkert breyttur en fyrst kom hann til lands- ins í febrúar árið 1978. Minni háttar breytingar hafa þó verið gerðar og nú er hann kominn með stærri vél, 1,7 lítra sem er 84 hestöfl, farangursrými er stærra og ýmis- legt annað smálegt hefur breyst. Byggingin er þó að öllu leyti hin sama, Lada Sport er áfram fjögurra manna, tveggja hurða bíll með sítengdu aldrifi og háu og lágu drifi, sem sagt ósköp venjulegur jeppi. Hann er þó í sér- flokki meðal jeppa hvað varðar verðið því hann kostar 878 þúsund krónur sem er talsvert mörgum hundruðum þús- unda lægra en þeir jeppar sem næst komast. Lada Sport er reyndar líka nokkuð sér á parti hvað varðar ýmsan aðbúnað ökumanns og farþega þar sem ekki er verið að reyna að bjóða of mikil þægindi sem hleypa myndu verð- inu upp. En við skoðum kosti hans og galla hér á eftir. Útlit Lada Sport er enn í litla lipurð að komast í aftursætið ^ meginatriðum það sama og þar sem Sportinn er bara tveggja verið hefur frá upphafi en helstu breytingamar eru á aturendanum á luktum og afturhleranum sem nær orð- S3 ið lengra niður. En bíllinn er áfram stuttur og fremur kubbslegur en með örlítið ávölum hornum. Rúður em stórar, luktir sömuleiðis stórar og g óðar og stuðarar mjög fínlegir. Bíllinn kemur á 16 þumlunga felgum og segja má að Lada Sport hafí allt- af verið furðu verklegur á velli og sæmilega traustvekjandi þótt stuttur sé. Bíllinn er hins vegar ekki byggður á grind og er vakin sérstök athygli á því af hálfu seljanda að rétt er að hafa það í huga t.d. ef draga þarf annan bíl að hann sé þá ekki þyngri en Sportinn sem vegur rúm 1.100 kg. Smábreytingar að innan Að innan má einnig greina breytingar á sjálfri innréttingunni og nú eru sætin komin með ull- aráklæði í stað gamla plastsins sem er mikil bót. Ekki er þó beint hægt að hrópa húrra fyrir öku- mannssætinu. Þar situr ökumað- ur of lágt og getur ekki komið sér nógu þægilega fyrir við stýrið en ástæðan er meðal annars sú að mælaborðið er heldur hærra en verið hefur. Þetta er megin- galli á bílnum. Rými er þó ágæt- lega þokkalegt og í aftursætum geta tveir farþegar haft það sæmilegu gott en það kostar dá- hurða en nú renna framsætin aðeins fram þegar bakinu er hall- að til að komast í aftursæti. Aft- urhlerinn er stór og mikill og aðeins opnanlegur innan frá, með handfangi sem reyndar er stað- sett nokkuð undarlega, á innri hliðinni við aftursætið, rétt aftan við bílstjórasætið og þarf dálítið hugmyndafiug eða leit til að finna það. En það verður kannski að hafa eitthvað til að koma mönn- um á óvart í Lada Sport. En hler- inn er stór og góður og umgang- ur um farangursrýmið auðveld- ari, það orðið dálítið stærra og yfir þvi er hlíf sem var ekki áður. Stærri vél Vélin er helsta endurbótin í Lada Sport að þessu sinni. Hún er orðin heldur stærri, 1690 rúmsentimetrar og 84 hestöfl en er áfram fjögurra strokka. Þetta er ágætlega rösk vél og mun drýgri en sú eldri þótt tölurnar sýni ekki stórkostlega stækkun. Viðbragðið verður aldrei til að slá nein met enda tekur heila 21 sek- úndu að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu og hámarkshraðinn er uppgefmn 132 km á klst. Lada Sport er heldur ekki ætlað að taka þátt í kappakstri eins og vart þarf að taka fram. Lada Sport er búinn fímm gíra handskiptingu og háu og lágu drifi og síðan er hægt að velja hvort drif er læst eða ekki. Búnaður millikassans hefur nokk- uð verið endurbættur og tekist Morgunblaðið/jt HELSTA útlitsbreytingin er á afturhleranum og luktunum en að öðru leyti er byggingarlagið nánast hið sama. Lada Sport i hnotskurn Véls 1.690 rúmsentimetrar, fjórir strokkar, 84 hestöfl. Sítengt aidrif - hátt og lágt drif - driflæsing. Fimm gíra handskipting. Hámarkshraði 132 km/klst. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km tekur21 sekúndu. Lengd: 3,72 m. Breidd: 1,68 m. Hæö undir lægsta punkt: 22 cm. Felgustærð: 16 þumlungar. Þyngd: 1.160 kg. Burðargeta 439 kg. Hámarksþungi aftanívagns má vera 1.490 kg. Bensíneyðsla í bæjarakstri 14,1 1 og 10,8 á jöfnum 90 km hraða. Stærð bensíntanks: 45 iítrar. Staðgreiðsluverð kr.: 878.000. Umboð: Bifreiðar og landbún- aðarvélar, Reykjavík. SÆTIN eru ekki nógu þægileg þrátt fyrir ull- aráklæðið - ökumaður situr of lágt við stýrið. hefur að draga svo til alveg úr titringi sem oft kom fram þegar tekið var af stað. Gírskiptingin er sæmilega lipur en ekkert meira en það og nokkurn tíma þarf til að venjast henni eins og raunar allri meðhöndlun bílsins. Ekki verður sagt að Lada Sport grípi ökumanninn fyrir lipurð eða liðlegheit. Hann er í raun allt að því dálítill traktor, frekar stirður í allri meðhöndlun og nokkuð hávær hvinur er frá gírverkinu ekið er á langkeyrslu. Stýr- r orðið léttara eins og um- boðið segir í upplýsingum sín- og víst er það rétt en létt er það samt ekki. FARANGURSRÝMI er orðið heldur aðgengi- legra með stærri hlera. fáanlegur með kraftmeiri vél. Veróió Fjöórun Hóvær Þunguri stýri Best væri með öðrum orðum að fá bílinn með vökvastýri og myndi það auka iipurð hans til muna. Fyrir það þyrfti að greiða um 150 þúsund krónur en með léttistýrinu sem fáanlegt er frá Frakklandi og boðið hefur verið myndi verðið hækka um 50 þúsund krónur og má hiklaust ráðleggja mönnum að kosta því til. Á heimavelli á fjallvegum í bæjarakstri er Lada Sport ekki iipur sem snúningabíll og bensin- eyðslan þar er talin rúmir 14 lítrar á Hann er þó stuttur og vandalaust að leggja en hliðarspeglar mættu þó vera dálítið stærri, þeir eru eiginlega tíkarlega litlir. Það er hins vegar á malarvegi og jeppavegum sem Lada Sport er helst á heimavelli. Þar nýtur sín ágætlega mjúk gormafjöðrun- in sem tekur vei við hvers konar ójöfnu yfirborði. Bílnum hættir þó til að rása örlítið ef þvotta- brettin gerast of löng en venju- iega er hann ágætlega rásfastur. En á slíkum vegum fínnur öku- maður ekki að hann vanti þetta eða hitt í þægindum eða jafnvel prjáli sem dýrari bílar hafa nóg af. Lada Sportinn nær því ágæt- lega tilgangi sínum ef menn kaupa hann einkum til ferðalaga á fjallvegum og til að vera örugg- ir um að komast ferða sinna í ófærð á ágætlega fótvissum al- drifsbíl. í þjóðvegaakstri, á jöfum 90 km hraða, er hann sagður eyða nærri 11 lítrum á hundraðið. Gott verð Verðið á Lada Sport er kr. 878 þúsund miðað við staðgreiðslu. Ljóst er að jeppar gerast varla ódýrari. Jafnljóst er að fyrir þetta verð fá menn ekki allt sem hugur- inn girnist og verða að láta sig hafa eitt og annað sem menn myndu gjarnan kjósa að væri öðruvísi. Mikið væri til dæmis fengið með vökvastýri. En eins og áður segir þjónar Lada Sport best tilgangi sínum á grófum vegum enda skýrir það að nokkru vinsældir hans víða um land gegnum árin og munu nú vera til nokkuð á þriðja þúsund Lada Sport í umferð. Vilji menn ódýran aldrifsbíl til að komast öruggir ferða sinna og til að fara á fjöll þá er Lada Sport einn af örfáum kostum. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.