Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 1

Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Þorvaldur með þijú Lét skynsemina ráða og bað um skiptingu í stað þess að reyna að jafna metið, sagði Þorvaldur Orlygsson sem var í stuði á gamla heimavellinum ÞORVALDUR Örlygsson kunni greinilega vel við sig á Akureyrar- velli, gamla heimavellinum frá því hann lék með KA, er ísland sigraði Eistland 4:0 í vináttulandsleik í gær- kvöldi. Þorvaldur gerði þrjú mörk í leiknum, öll i fyrri hálfleik. Hvar er betra að fá landsleik en á Akureyri? sagði Þorvaldur er Morg- unblaðið ræddi við hann að leikslokum. „Þetta er einn besti völlur á landinu, slétt- ur og góður og veðrið var gott þannig að það var frábært að spila hérna. Ég hef alltaf kunnað vel við mig á þessum velli.“ En skyldi Þorvaldur einhvern tíma hafa gert þrennu í leik áður? „Nei, ég hef alltaf verið hógvær og yfirleitt látið eitt nægja. En það var ekki dónalegt að ná fyrstu þrennunni hér — það er ekki hægt að velja betri stað til þess.“ Mörkin þrjú komu öll í fyrri hálfleik: „Jolli sendi vel fyrir markið og mér tókst að ná snertingu við boltann í markteign- um; ef það tekst fer hann yfirleitt inn,“ sagði Þorvaldur um fyrsta markið. Bjarki Gunnlaugsson sendi svo fyrir frá vinstri er Akureyringurinn skoraði aftur: „Send- ingin var góð, markmaðurinn kom út á móti mér og ég náði að setja hann fram hjá honum og í netið. Það þurfti ekki að vera fast.“ Þriðja markið kom svo rétt fyrir leikhlé: „Ég var svolítið heppinn í það skipti; hitti boltann ekki vel, en hann fór í gegnum klofið á markmanninum og í netið.“ Þorvaldur var ánægður með leikinn. „Fyrri hálfleikur var mjög góður, en það dró aðeins úr þessu þegar við vorum komnir í 4:0. Það voru góðir hlutir og slæmir i leiknum, en í heildina fannst mér þetta góður undirbúningur fyrir Svía- leikinn. Það var mikilvægt að fá þennan leik til að slípa ýmsa hluti,“ sagði Þorvald- ur. Hann fór af velli þegar tuttugu mín. voru éftir: „Ég er í góðu andlega og líkam- legu formi, en vantar meiri leikæfingu. Ég fann ég var að stífna upp og bað Ásgeir því um að fá að hvíla mig síðustu 20 mínúturnar. Það er leikur hjá mér í deildinni um helgina og erfitt prógram framundan í ágúst og september, bæði hjá Stoke og landsliðinu og ég lét skyn- semina því ráða. Það var betra að fara út af í stað þess að reyna að vera gráðug- ur og reyna að jafna markametið," sagði Þorvaldur. Arnór Guðjohnsen og Ríkharð- ur Jónsson eiga markamet íslendinga í landsleik; liafa báðir gert fjögur mörk í einum og sama leiknum með A-landsliði. ■ Leikurinn / C2-C3 Nýjar handknatt- leiksreglur reyndar Um næstu helgi verður haldið handknattleiks- mót í Kópavogi þar sem leikið verður eftir nokkuð öðrum reglum en hingað til hefur tíðkast. Nýju reglumar em tillögur sem vinnuhópur á veg: um IHF hefur mótað að undanförnu og er HSÍ eitt af nokkrum aðildarsamböndum IHF sem tekið hefur að sér að prófa reglurnar. q Hópurinn hefur lagt til fimm breytingar sem , miðast að því að auka virkan leiktíma. Fyrsta tillag- an gengur út á að tímataka verður stöðvuð þegar mark er skorað og dæmt er víti. Önnur tiliagan er sú að hvoru liði er heimilt að taka einnar mín- útu leikhlé í hvorum hálfleik. Þriðja tillagan er að óheimilt er að leika knettinum á eigin vallarhelm- ing eftir að hann er kominn inn á vallarhelming andstæðinga. Fjórða tillagan er að við frumkast (. eftir að mark hefur verið skorað er andstæðingnum heimil staða að vild á leikvellinum. Fimmta og síðasta tillagan er sú að þegar aukakast er tekið er sóknarleikmönnum heimil staða að vild á leik- vanginum. i Handknattleiksmótið, þar sem nýju reglumar verða reyndar, verður haldið í íþróttahúsinu Digra- nesi 19. til 21. ágúst. Fjögur lið; FH, Haukar, Stjarnan og 21 árs landslið íslands, taka þátt á mótinu. Casey ekki með Grindvíkingtim Pórir leikmenn úr fyrstu deild karla í knatt- spyrnu voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi Aganefndar KSÍ í gær, og einn úr fyrstu deild kvenna. Friðrik Öm Sæbjömsson og Heimir Hallgrímsson úr ÍBV fengu báðir eins leiks bann vegna fjögurra áminninga, sem og Einar Þór Daní- elsson KR og Guðrún Sæmundsdóttir Val. Baldur Bjamason Stjörnunni fékk eins leiks bann vegna sex áminninga. Leikbönnin taka gildi á hádegi á föstudag. Alls voru 52 leikmenn úrskurðaðir f bann, og voru 98 prósent úr karlaflokkum en tvö prósent, Guðrún Sæmundsdóttir, úr kvennaflokkum. BÍ frá ísafirði, sem leikur í 3. deild, verður án fjögurra lykilmanna í deildarleiknum gegn Völs- ungi á Húsavík næstkomandi mánudagskvöld. Sindri Grétarsson, Róbert Haraldsson, Baldur I. Jónsson og Trausti Hrafnsson taka þá allir út leik- bann sem þeir voni úrskurðaðir í í gær. 1994 MIÐVIKUDAGUR 17.ÁGÚST BLAD Bandaríski bakvörð- urinn Wayne Cas- ey, sem lék með körfu- knattleiksliði Grinda- vfkur í fyrra leikur ekki méð liðinu á komandi keppnistímabiii eins og til stóð, „Hann hringdi í okkur á dögunum og sagði að hann myndi ekki koma, hann sagð- ist hafa fengið aðstoð- arþjáifarastöðu og ætl- aði að snúa sér að því,“ sagði Ægir Ágústsson formaður körfuknatt- Casey leiksdeildar UMFG í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti því við að ekki hefði komið fram hvar hann ætlaði að fara að þjálfa. Ægir sagði að þetta kæmi sér mjög illa fyrir Grindvíkinga. „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur og kemur á versta tíma. Það virtist alit klappað og klárt og aðeins eftir að skrifa undir samninginn þegar þetta kom allt í einu. Við erum að fara í Evrópukeppmna, leikum hér heima 6. september og úti þann tíunda og við erum búnir að senda nafnalista til FIBA og á honum er enginn erlendur leikmaður. Við getum bætt við listann en það kostar einhveijar sektir," sagði Ægir. Grindvfkingar leika við MC Basket frá Svíþjóð í Evrópukeppninni og eru nú á fullu að leita sér að erlendum bakverði f stað Caseys. Fjórir í leikbann KNATTSPYRNA Hetja á heimavelli Morgunblaðið/Björn Gíslason ÞORVALDUR Orlygsson lék á sínum gamla helmavelli í fyrsta sinn síðan sumarið 1989, er hann varð Islandsmeistari með KA, og hélt upp á daginn með þvf að gera þrennu í fyrsta sklpti á ferlinum. Hérer hann með knöttlnn í víta- teignum, augnabliki áður en hann gerði þriðja mark sitt í gærkvöldi. KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA: UNDANURSLIT BIKARKEPPNIKSI / C2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.