Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 C 3 KNATTSPYRNA íslendingar unnu stórsigur á Eistum í knattspyrnulandsleik á Akureyri í gærkvöldi. Þorvaldur Örlygsson gerði þrennu ífyrri hálfleik Góður sigur og síst of stór FJÖGURRA marka sigur i'lands- leik í knattspyrnu þykir yfirleitt mjög gott. Það var líka ágætt hjá íslenska liðinu að vinna Eist- lendinga 4:0 á Akureyrarvelli í gærkvöldi, en tölurnar gefa að- eins til kynna yfirburði. I raun var nánast um einstefnu að ræða, því mótstaðan var vægast sagt lítil og þess vegna hefði sigurinn getað orðið enn stærri. En strákarnir létu sér nægja þrennu Þorvaldar ífyrri hálfleik og fyrsta mark Þórðar í A-lands- leik, sem hann gerði skömmu eftir hlé. Ovenjulegt er að fara í landsleik án þess að vita nokkuð um mótheijana, en það var hlutskipti ■■■■■■ íslendinga í gær- Steinþór kvöldi. Þeir vissu Guðbjartsson Samt að Eistlendingar skrifar hafa ekki verið að gera stóra hluti og varla líklegir til stórræða. Því var dagsskipunin að sækja til sigurs, eins og reyndar að er stefnt í heimaleikj- um komandi Evrópukeppni, og stillti Ásgeir landsliðsþjálfari upp þremur mönnum á miðjunni og jafn mörgum í fremstu víglínu. Leiksskipulagið gekk upp og á stundum tóku varnar- mennirnir virkan þátt í sókninni, en þrátt fyrir gott spil oft á tíðum og sendingar fyrir markið tókst ekki nærri alltaf að setja punktinn yfir i-ið. Leikskipulagið gekk upp Greinilegt var að Eistlendingar óttuðust Bjarka og Eyjólf og voru þeir með „yfirfrakka“ á sér nær allan fyrri hálfleik. Þeir svöruðu þessu skynsamlega, ýmist rifu sig lausa og tóku virkan þátt í spilinu, einkum Bjarki, eða opnuðu svæði, sem Þor- valdur var iðnastur við að nýta sér. Þegar þetta gekk upp var Arnór einn- ig mjög virkur á hægri kantinum og var ekki á honum að sjá að meiðsl torvelduðu honum verkið. Hins vegar voru sóknirnar ekki eins markvissar í seinni hálfleik, þó spilið upp kant- ana væri oft gott, og undir lokin var Ijóst að menn voru sáttir við það sem orðið var. íslendingar hafa oft leikið gegn lakari liðum án þess að ná algerum yfirburðum, en að þessu sinni sýndu þeir hvar valdið var og gáfu aðeins einu sinni höggstað á sér — skömmu eftir fyrsta markið hleyptu þeir mót- heijunum í gegn, en Birkir var réttur maður á réttum stað í markinu og varði vel. Annars reyndi lítið á Birki og hann gerði engin mistök. Ákveðnir og öruggir Vörnin var örugg og var gleðilegt að sjá hvað Guðni var yfirvegaður, en hann hefur ekki leikið með landsl- iðinu síðan gegn Lúxemborg í fyrra. Sigursteinn gaf sér tíma til að fínna samheija, en eftir að hann fann réttu leiðina var hann ákveðinn, gaf ekk- ert eftir og tók virkan þátt í sókn- inni, þegar færi gafst til. Arnar stóð sig vel í hægri bakvarðarstöðunni og Kristján þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Þorvaldur var geysilega skemmti- legur á miðjunni, snöggur að átta sig á hlutunum og öryggið uppmálað í teignum. Hlynur og Olafur voru fastir fyrir og komust mótheijarnir ekki framhjá þeim, en þeir voru af og til of ákafir í sókninni og sendingamar hefðu stundum mátt vera betri. Framlínumennimir Arnór, Eyjólf- ur og Bjarki vora mjög öflugir í fyrri hálfleik. Þeir sköpuðu mikla hættu og gátu nánast gert það sem þeir vildu. Allir varamennirnir fengu tækifæri og þó þeir væru stutt inn á komust þeir allir strax í snertingu við leik- inn. Með öðram orðum, þá komu leik- menn til leiks að þessu sinni staðráðn- ir í að sigra og samhentum og sam- stilltum tókst þeim ætlunarverkið. Hinu má ekki gleyma að mótstaðan var lítið, en hver landsleikur telur og þetta var góð æfing fyrir komandi átök. Hins vegar segir frammistaðan fátt um það sem koma skal af fyrr- greindum ástæðum. Því er hvorki REYKJAVIKURMARAÞON Reykjavíkurmara- þonið á sunnudag ELLEFTA Reykjavíkurmaraþon- ið verður haldið á sunnudaginn og hefst kl. 11 árdegis í Lækjar- götu. Búist er við svipuðum fjölda keppenda og ífyrra en þó má búast við fleiri keppend- um í skemmtiskokki. Hlauparar geta valið um fjórar vegalengdir, maraþonhlaup (42,2 km), hálfmaraþon, 10 km og 3ja km skemmtiskokk. Skemmti- skokkið og 10 km er öllum opið en ti! að keppa í hálfmaraþoni verða menn að vera orðnir 16 ára og 18 ára til að hlaupa maraþonið. Boðið er uppá þriggja manna sveitakeppni í öllum vegalengdum nema maraþon- inu. Síðasti skráningardagur er á föstudaginn og er fólk hvatt til að skrá sig tímanlega til að komast hjá biðröðum síðasta daginn eins og gerst hefur undanfarin ár. Keppend- ur fá afhent keppnisgögn í bíla- geymslu Ráðhússins daginn fyrir hlaupið, á laugardaginn milli kl. 11 og 17. Sama dag milli klukkan 14 og 18 verður pastaveisla í stóra tjaldi sem reist verður á bílastæði Alþingis og þar er gott að koma, því pasta er gott daginn fyrir erfítt hlaup. Að sögn forráðamanna hlaupsins er búist við svipuðum fjölda erlendra hlaupara og undanfarin ár. Meðal þeirra sem munu blanda sér í topp- sætin eru eflaust Bretinn Hugh Jo- nes sem sigraði í fyrra og Toby Tanser mun freista þess að ná titlin- um af honum. Kim Marie Goff frá Bandaríkjun- um verður að teljast líklegust til afreka í kvennaflokki en hún hefur hlaupið á 2:42.43 klukkustundum í sumar. Þess má til gamans geta að hún á ættir sínar að rekja til Is- lands. Martha Ernstsdóttir ætlar að hlaupa hálft maraþon og ætti hún að eiga góða möguleika á að bæta brautarmetið þar því hún er í mik- illi æfingu þessa dagana. ástæða til háloftagangs né draumóra, en sigur er sigur og hann er alltaf af hinu góða. 1:0! iA 18. mínútu leiksins 'náðu íslendingar boltanum af Eistlendingum. Arnór Guðjohnsen gaf frá hægri þvert yfír til vinstri þar sem Eyjólfur Sverrisson fékk bolt- ann. Hann gaf strax fyrir mark- ið þar sem Þorvaldur Örlygs- son var á auðum sjó og skoraði af stuttu færi. 2m J%íslendingar ■Vi náðu ’gagnsókn á 39. mín- útu. Bjarki Gunnlaugsson gaf fyrir markið frá vinstri og Þor- valdur Örlygsson átti ekki í vandræðum með að skora. 3B^%Enn snéru íslending- ■ %#ar vöm í sókn á 43. mínútu. Bjarki Gunnlaugsson gaf á Eyjólf Sverrisson, sem stakk inn á Þorvaldur Örlygs- son frá vinstri og hann skaut knettinum milli fóta markvarð- arins. 4H^\Risto Kallaste ætlaði ■ ^#að gefa aftur á mark- vörð Eistlendinga á 54. mínútu, en markvörðurinn missti boltann frá sér, Þórður Guðjónsson var snöggur að átta sig, náði hon- um, lék á markvörðinn og skor- aði af öryggi í autt markið. Morgunblaðið/Bjöm Gislason Þórður Guðjónsson í þann mund að skora fjórða mark íslands og sitt fyrsta mark í A-landsleik. Ásgeir tiKölulega sáttur Asgeir Elíasson, landsliðsþjálfari íslands, var ánægður með sigurinn. „Eg er tiltölulega sáttur við sigurinn og leikinn, eink- um í fyrri hálfleik. Við nýttum sum færin ágætlega, en misstum boltann stundum klaufalega frá okkur og þá vegna þess að við flýttum okkur of mikið, tókum of mikla áhættu. Sóknarleikurinn var oft ágætur, en okkur tókst ekki alltaf að klára dæmið.“ Gagnsóknirnar vora hættulegar og sagði Ásgeir það ánægjulegt með KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN Undanúrslit í bikarkeppni KSÍ fara fram í kvöld kl. 18.00 Þjálfaramir spá baráttu framhaldið í huga. „Ég á von á því að sterkari lið sæki meira gegn okk- ur og þá eigum við meiri möguleika á að snúa vörn í sókn. Því var ánægjulegt að sjá hvernig okkur tókst að vinna boltann og nýta möguleikana sem þá gáfust. Hins vegar var vörnin svolítið óstöðug til að bytja með og við vorum heppnir að fá ekki á okkur mark í fyrri hálf- leik, en þetta lagaðist fljótt.“ UNDANÚRSLIT bikarkeppni KSI fara fram í kvöld og hefjast kl. 18. Þá mætast Stjarnan og Grindavík í Garðabænum og KR og Þór leika í Frostaskjólinu. I viðtölum við þjálfara liðanna kemur fram að þeir búast við miklum baráttuleikjum. Grindavík og Stjarnan hafa ekki fyrr náð eins langt í bikar- keppninni, en staða liðanna er með ólíkum hætti. Stjaman er í fall- sæti í 1. deild, en Grindavík er efst í 2. deild. Spennandi fyrir Stjömuna Stjarnan er í fallsæti í 1. deild, en Sigurlás Þorleifsson, þjáifari, seg- ir að mikið sé í húfi og sigur geti skipt sköpum. „Það yrði mikil lífs- reynsla fyrir strákana að komast í úrslitaleikinn auk þess sem það rifi okkur upp og þá kæmum við til með að sjá fram á bjartari tíma.“ Sigurlás sagðist stilla upp sterk- asta liði. „Fjórir til fimm menn hafa verið fjarverandi í hveijum leik, leik- menn, sem áttu að bera liðið uppi og styrkja okkur í baráttunni. En þrátt fyrir áföll eigum við jafna möguleika og ég hef trú á liðinu. Við höfum alla burði til að sigra. Hins vegar ber þess að geta að Grindavík hefur gengið allt í haginn, liðið hefur deildina og allt annað er bónus og gaman. Þetta er hörkulið, góður mannskapur og leikmenninir spila fullir sjálfstrausts, en við ætlum okkur áfram.“ Lúkas bjartsýnn Grindvíkingar hafa verið sigursæl- ir að undanförnu og sagði Lúkas Kostic, þjálfari, að árangur liðanna í sumar gæti haft tnikið að segja. „Ég á von á að þetta verði mikill baráttuleikur og hörð viðureign, en það hefur sitt að segja að Stjarnan er aðeins með einn sigur í 1. deild auk bikarsigranna, en við erum mun vanari sigram en töpum, níu sigrar í 2. deild og svo árangurinn í bikarn- um. Með þetta í huga hef ég trú á að við förum áfram.“ Grindvíkingar verða án tveggja lykilmanna. Sigurður Sigursteinsson er í banni og Björn Skúlason fót- brotnaði fyrir skömmu. „Þetta veikir okkur óneitanlega, því þeir hafa ver- ið lykilmenn og staðið sig mjög vel,“ sagði Lúkas. „En við höfum verið án lykilmanna í sumar, vitum að hveiju við göngum, höldum áfram að spila okkar leik og ég er bjart- sýnn.“ Verður hörkuslagur KR og Þór mætast í Frostaskjóli. Munurinn á liðunum í deildinni er sex stig en það segir í rauninni ekk- ert um bikarkeppnina því þar er það aðeins einn leikur sem telur, ekki leikir sumarsins. En má spyija Sig- urð Lárusson þjálfara Þórs um úrslit leiksins? „Já, já þú mátt spyija en ég gef ekkert upp um það núna,“ sagði Sig- urður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Annars leggst leikurinn mjög vel í mig. Ég get stillt upp því liði sem ég vil, sém þýðir að allir eru heilir og því á ég von á miklum bar- áttuleik. Ég á von á fjölmenni á vellinum og það verði sannkölluð bikarstemmning." Aðspurður sagðist Sigurður hafa trú á því að það lið sem sigraði í þessum leik yrði bikarmeistari. „Annars er ekkert hægt að segja um það, því í bikarleik getur allt gerst.“ Þórsarar hittust klukkan 17.30 í gær og fylgdust með landsleiknum á Akureyrarvelli. „Síðan verðum við saman fram til klukkan ellefu og förum síðan suður um hádegi á morgun [í dag]. Það verður engin æfing hjá okkur í kvöld en við ætlum að vera í Hamri í kvöld og gerum eitthvað skemmtilegt þar,“ sagði Sigurður. Ekkert annað en sigur Guðjón Þórðarson, þjálfari KR- inga, fór með liðið sitt á skjálfta- svæðið í Hveragerði í gærkvöldi. Liðið gisti í nótt á Hótel Örk og kemur þaðan beint í leikinn í kvöld. Þjálfarinn sagðist ætla að stappa stálinu í leikmenn fyrir átökin. „Von- andi fáum við góðan skjálfta til að hrista aðeins upp í strákunum. Ég veit að Þórsarar koma alveg dýrvit- lausir í þennan leik og því verðum við að ná upp þeirri baráttu sem til þarf. Það er ekki hægt að leika sér í bikarleik, því við fáum ekkert ann- að tækifæri. Leikmenn eiga að finna fyrir pressu og spennu fyrir alla leiki. Við ætlum okkur sigur í þessum leik hvað sem það kostar," sagði þjálfar- inn. Fjórða þrennan Þorvaldur Örlygsson sem skor- aði þrennu gegn Eistlending- um á Akureyri í gærkvöldi er fjórði ieikmaðurinn til að skora þrjú mörk í landsleik. ■ Ríkharður Jónsson gerði fjögur mörk fyrir ísland gegn Svíum í 4:3 sigri á Melavellin- um 1961. ■Teitur Þórðarson gerði þrennu í 6:0 sigri gegn Færey- ingum á Laugardalsvelli 1975. ■Arnór Guðjohnsen gerði Qögur mörk í 5:1 sigri gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli 1991. Gottað vita ekkert um lidið - sagði Arnór Guðjohnsen sem stóð sig vel „Ég held það hafí verið gott að við vissum ekkert um þetta lið. Við komum því af krafti til leiks og létum ekkert koma okkur á óvart,“ sagði Arnór Guðjohnsen, sem lék vel í gærkvöldi. Hann lék allan tímann, en þar sem hann hefur átt við meiðsli að stríða í nára undanfarið, var ekki búist við að hann gæti verið með allan leikinn. Arnór sagðist hins veg- ar ekki hafa fundið fyrir meiðslunum að neinu ráði. „Við þreifuðum aðeins fyrir okkur fyrstu fímm mínúturnar en tókum leikinn svo í okkar hendur. Það er oft að lið detta niður á sama plan og andstæðingurinn, þegar verið er að leikið við slakari lið en það gerð- ist ekki núna og er ánægjulegt,“ sagði Arnór. „Þetta var ekki eins frískt hjá okkur í seinni hálfleiknum, enda menn þá farnir að þreytast og farið að skipta nokkrum mönnum inn á. Þegar svo er riðlast leikur liðs alltaf.“ ísland - Eistland 4:0 Akureyrarvöllur, æfíngalandsleikur f knatt- spyrnu, þnðjudaginn 16. ágúst 1994. Aðstæður: Mjög góðar. Mörk islands: Þorvaldur Örlygsson (18., 39., 43i), Þórður Guðjónsson (54.). Gult spjald: Urmas Kaljend (36.) og Marek Lemsalu (39.) báðir fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Rune Petersen frá Noregi átti náð- ugt kvöld. Línuverðir: Ólafur Ragnarsson og Kristinn Jakobsson. Áhorfendur: 1.470 greiddu aðgangseyri. Ísland: Birkir Kristinsson (FViðrik FViðriks- son 75.) - Arnar Grétarsson (Ólafur Krist- jánsson 75.), Guðni Bergsson, Kristján Jóns- son (Ólafur Adolfsson 60.), Sigursteinn Gísla- son - Hlynur Stefánsson, Þorvaldur Örlygs- son (Haraldur Ingólfsson 70.), Ólafur Þórðar- son - Amór Guðjohnsen, Eyjólfur Sverrisson (Þórður Guðjónsson 46.), Bjarki Gunnlaugs- son. Eistland: Toomas Tohver - Urmas Kaljend, Marek Lemsalu, Risto Kallaste, Viktor Al- onen - Martin Reim, Mati Pari (Urmas Kirs 46.), Tarmo Limmumae, Dzintar Klavan - Toomas Krom (Gert Olesk 46.), Marku Krist- al (Tarmo Saks 46.). Leikurinn í tölum: ÍSL - EIS Homspyrnur................. 7-4 Markskot................... 15 - 4 Aukaspymur................. 10 - 13 Rangstaða................... 3 - 0 ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ Á LAUGARDALSVELLI 7. SEPTEMBER Ravelli eða Eyjólfur? HVOR HEFUR BETUR? ÍÞF&mR FOLK ■ ÞORVALDUR Örlygsson fékk að eiga knöttinn, sem leikið var með í gærkvöldi, í tilefni þess að hann gerði þijú mörk. Allir leikmenn ís- lenska liðsins árituðu boltann fyrir hann. ■ SVO skemmtilega vill til að báð- ir markaskorarar íslands era fyrrum leikmenn KA og þekkja því til á Akureyrarvelli. Þorvaldur er uppal- inn hjá félaginu og Þórður Guðjóns- son lék einnig með því um tíma, þegar Guðjón faðir hans var þjálf- ari þar. ■ MARK Þórðar var hans fyrsta í A-landsleik. „Ég ætlaði að láta Þorvald fá boltann þannig að hann næði fjórða markinu, en hann lét hann vera þannig að ég renndi hon- um bara í tóma markið," sagði Þórð- ur, sem skoraði fjórða markið auð- veldlega í seinni hálfleik. ■ BJARKJ Gunnlaugsson var í byijunarliði íslands í fyrsta skipti. Arnar bróðir hans er meiddur, Bjarki tók stöðu hans á vinstri kant- inum og lék mjög vel. ■ EYJÓLFUR Sverrisson fór útaf í leikhléi. Hann hefur verið með magakveisu siðan um helgina; fékk í magann eftir að hafa borðað í Izm- ir, þar sem hann lék með Besiktas í tyrknesku 1. deildinni. ■ JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, var heiðursgestur á leiknum í gærkvöldi og heilsaði upp á leikmenn ásamt Eggert Magnús- syni, formanni KSI. Leiðrétting Einkunnagjöfín úr leik Vals og FVam féli niður í blaðinu í gær. Hjá Val áttu eftirtald- ir leikmenn að fá eitt M: Davtð Garðarsson, Kristján Halldórsson, Guðni Bergsson, Stein- ar Adolfsson, Atli Helgason og Agúst Gylfa- son. Framararnir Steinar Guðgeirsson og Gauti Laxdal áttu einnig að fá M. Vegna rangra upplýsinga af leik Fjölnis og Hattar á föstudaginn var sagt rangt frá hveijir hefðu skor^ð mörk Fjölnis. Hið rétta er að Steinar Ingimundarson gerði öll þijú mörkin. Nafn eins úr unglingalandsliðshópnum á skíðum féll niður i myndatexta í gær. Björg- vin Björgvinsson liggur fremstur á myndinni sem var á bls. 48. Tvær villur slæddust í frásögn á bls. 49 af meistaramóti unglinga ! fijálsíþróttum. Tómas G. Gunanrsson var sagður hafa stokk- ið 4,35 metra f stangarstökki er hann bætti íslandsmetið. Hið rétta er að Tómas stökk 4,31 metra. Þá var sagt að Bjami Þór Traustason hefði orðið sigursæll i styttri vegalengdum í hlaupi og sigrað m.a. í 100 metra hlaupi. Það er ekki rétt, en hann var engu að síður sigursæll. A baksiðu íþróttablaðsins vixluðust myndatextar i umfjöllun um NM i hesta- iþróttum. Efri myndin er af Einari Öder á Háfeta en sú neðri af Hinriki Bragasyni á Eitli. URSLIT Frjálsíþróttir íslandsmót fatlaðra Haldið í Mosfellsbæ helgina 6. - 7. ágúst. 60 m hlaup pilta (flokkur 11) 1. Ástráður Proppé, Gný............11,66 2. Haukur Þorsteinsson, Gný........12,49 3. Rúnar Magnússon, Gný.............12,99 (flokkur 10) 1. HalldórBjarni Pálmason, Gáska...10,60 2. Hafþór Snorrason, Suðra..........11,35 Sverrir Sigurðsson, Viljanum.......11,37 60 m hlaup stúlkna (flokkur 11) 1. Erla Björk Sigmundsdóttir, Gný...13,98 2. Soffia Rósa Jensdóttir, Ösp......14,96 3. Guðlaug Jónatansdóttir, Gný......16,05 (flokkur 10) 1. Anna Ragnarsdóttir, Eik..........11,68 2. Gerður Jónsdóttir, Gáska.........12,55 3. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Suðra ...12,9 100 m lilaup 1. Geir Sverrisson, Ármanni.........11,63 2. HaukurGunnarsson, Ármanni.........13,7 3. Guðmundur Andrés Sveinsson, Þjóti.,16,9 100 m lilaup (flokkur 9) 1. Stefán Thorarensen, Akri.........13,2 2. Aðalsteinn F'riðjónsson, Eik....14,04 3. Þórir Gunnarsson, Ösp...........14,14 (flokkur 10) 1. Sigurður Áxelsson, Ösp..........15,33 2. Björgvin Kristbergsson, Ösp......17,1 3. Hjörtur Grétarsson, Þjóti.......17,94 100 m hlaup 1. Hafdís Steinarsdóttir, Suðra....16,68 2. Bára B. Erlingsdóttir, Ösp......17,27 3. Steinunn Indriðadóttir, Suðra....18,2 200 m hlaup (flokkur 9) 1. Hafdis Steinarsdóttir, Suðra....37,12 2. Steinunn Indriðadóttir, Suðra...41,82 200 m hlaup (flokkur 9,10,11) 1. Stefán Thorarensep, Akri........26,37 2. Guðjón Á. Ingvarsson, Ösp........28,88 3. Indriði Haukssson, Viljanum.......30,3 200 m hlaup 1. Geir Sverrisson, Ármanni........23,18 2. Haukur Gunnarsson, Ármanni.......28,04 400 m hlaup (flokkur 9) 1. Stefán Thorarensen, Akri......1:00,80 2. Indriði Hauksson, Viljanum.....1:07,80 3. Jón E. Guðvarðarson, Ösp.......1:09,40 400 m hlaup (flokkur 4,5,6) 1. Geir Sverrisson, Ármanni..........52,5 2. Haukur Gunnarsson, Ármanni.....1;02,62 Kúluvarp - kúla 7,26 kg (flokkur 9) 1. GunnarÞ. Gunnarsson, Suðra........7,9 2. Indriði Hauksson, Viljanum........7,43 3. Magnús Korntop, ÍFR...............7,27 (flokkur 10) 1. Björgvin Kristbergsson, Ösp......6,68 2. Sverrir Sigurðsson, Viljanum......5,36 3. Árni Jónsson, Þjóti...............5,29 (flokkur 11) 1. Haukur Þorsteinsson, Gný.........3,92 2. Rúnar Magnússon, Gný..............3,22 3. Ástráður Proppé, Gný..............3,02 Kúluvarp - kúla 5,5 kg (flokkur 5) 1. Skúli Þórðarson Þjóti............7,72 2. Guðmundur Andrés Sveinsson, Þjóti..7,72 3. Benedikt Ingvarsson, Suðra........7,52 Kúluvarp - kúla 4 kg (flokkur 9) 1. Hafdís Steinarsdóttir, Suðra......6,16 2. Bára B. Erlingsdóttir, Ösp.........5,9 3. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Suðra ...4,71 (flokkur 10) 1. Kristín Þ. Albertsdóttir, Suðra...3,98 2. Erla Björk Sigmundsdóttir, Gný....2,62 3. Guðlaug Jónatansdóttir, Gný.....2,37 Kringlukast - kringla 2 kg (flokkur 9) 1. Magnús Korntop ÍFR..................19 Spjótkast - spjót 800 gr (flokkur 9) 1. Gunnar Þór Gunnarsson, Suðra....25,8 2. Jón E. Guðvarðarson, Ösp....:...25,1 3. Magnús Korntop ÍFR.............19,25 Boltakast (flokkur 10) 1. Halldór Bj. Pálmason, Gáska....39,46 2. ÓlafurÞór Ólafsson, Suðra......13,86 3. Smári Ársælsson, Suðra..........6,84 (flokkur 11) 1. Halldór Sæmundsson, Gáska......16,75 2. Jón Róbert Róbertsson, Gáska...13,79 3. Elías Bergmannsson, Gáska.......9,02 Boltakast 1. SoffíaR. Jensdóttir, Ösp.......24,13 2. Sóley Traustadóttir, Gáska.....22,72 3. Gerður Jónsdóttir, Gáska.......22,59 Langstökk (flokkur 9) 1. Aðalsteinn Friðjónsson, Eik.....4,88 2. Þórir Gunnarsson, Ösp...........4,54 3. Indriði Hauksson, Viljanum......4,48 (flokkur 10) 1. Hrafn Logason, Ösp..............3,57 2. Björgvin Kristbergsson, Ösp......3,28 3. Árni Jónsson, Þjóti.............3,23 (flokkur 11) 1. Smári Ársælsson, Suðra..........1,89 2. ÓlafurÞ. Ólafsson, Suðra.........1,89 3. HaukurÞorsteinsson, Gný..........1,82 Langstökk kvenna (flokkur 9) 1. Bára B. Erlingsdóttir, Ösp.......3,53 2. Hafdís Steinarsdóttir, Suðra......3,3 3. Steinunn Indriðadóttir, Suðra....3,06 (flokkur 10) 1. Anna Ragnarsdóttir, Eik..........2,93 2. Gerður Jónsdóttir, Gáska.........2,59 3. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Suðra ...2,52 (flokkur 11) 1. Erla Björk Sigmundsdóttir, Gný...1,58 2. Guðlaug Jónatansdóttir, Gný......1,22 Langstökk karla (flokkur 5) 1. Haukur Gunnarsson, Ármanni.......4,67 2. Benedikt Ingvarsson, Suðra.......3,68 3. Guðmundur Andrés Sveinsson, Þjóti..2,87 Hástökk karla 1. Indriði Hauksson, Viljanum.......1,39 2. Þórir Gunnarsson, Ösp............1,36 3. Aðalsteinn Friðjónsson, Eik......1,33 Hástökk kvenna 1. Hafdis Steinarsdóttir, Suðra.....1,15 2. BáraB. Erlingsdóttir, Ösp........1,05 Knattspyrna 3. deild: Reynir - Völsungur..................2:3 Amar Óskarsson, Pámar Guðmundsson - Ásmundur Amarson, Róbert Skarphéðins- son, Baldur Viðarsson. Haukar - Fjölnir....................2:1 Brynjar Gestsson, Hallgrímur Guðmundsson - Þorvaidur Logason. Höttur - Skallagr...................1:0 Eysteinn Hauksson Tindastóll - Víðir..................2:1 Helgi M. Þórðarson, Stefán Pétursson - Guð- mundur V. Sigurðsson, Sigurður V. Árnason. Vináttuleikur U-16 ára kvenna Ísland - FC Richmond................2:0 Áslaug Ákadóttir, Anna Lovísa Þórisdóttir. ■FC Richmond er félagslið frá Bandaríkj- unum. Ikvöld Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ - undanúrslit: kl. KR-völlur: KR - Þór............18 Stjörnuv.: Stjaman - Grindavík.18 1. deild kvenna: Egilsstaðir: Höttur - Haukar ....18.30 3. deild karla: Dalvík: Dalvík-BÍ..........,18.30 4. deild D: VopnaQörður: Einheiji - KBS...18.30 Djúpivogur: Neisti - Sindri.18.30 Undanúrslit í Mjólkurbikarnum KR - ÞÓR KR-völlur v/Frostaskjól miðvikudaginn 17. ágúst kl. 18.oo KR-klúbburinn hittist kl. 17 í félagsheimilinu. ATH. KR-klúbbsskírteini gilda ekki á leikinn. adidas VIKING llll FORMPRENT %jls ...að sjálfsögðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.