Morgunblaðið - 17.08.1994, Page 4

Morgunblaðið - 17.08.1994, Page 4
Norðurlandamótið í hestaíþróttum í Finnlandi Gestgjafarnir stóðust prófið ÞEIR voru margir sem efuðust um að Norðurlandamót í Finn- landi væri eitthvað sem gengi upp og yrði til að auka veg mótanna. Eftirvel heppnað mót í flesta staði þarf enginn að efast og ekki vafi að þessi ákvörðun hef ur verið gæfu- spor fyrir íslandshesta- mennskuna á Norðurlöndum. Valdimar Kristinsson skrifar Það má kannski segja að ekki séu margar stoðir undir ís- landshestamennskunni í Finnlandi en þessar fáu eru hinsvegar sterkar. Framkvæmd móts- ins í Ypája gekk prýðilega, dagskrá- in skipulögð af skynsemi og alla dagana gengu hlutirnir samkvæmt henni nema hvað þegar gera varð hlé á fjórgangi unglinga þegar gerði slíka rigningu að allt fór á flot. Ekki var lagt mikið í umgjörð mótsins og oft hafa mótssvæði erlendis verið glæsilegri en þarna var. Eigi að síður dugði þetta allt vel og gott betur. Það er kannski táknrænt eftir mikið kvennamót í Finnlandi að við framkvæmd móts- ins störfuðu að lang stærstum hluta konur og stóðu þær sig eins og fámennur hópur karlanna með miklum ágætum. Veðrið hélst gott meðan á mótinu stóð þótt nokkrar dembur eða hitaskúrir bleyttu rækilega í._Hlýtt var allan tímann og fór vel um mótsgesti og kepp- endur. Hinsvegar hefði veitingasal- an mátt vera afkastameiri og betri. Völlurinn stóð prýðilega fyrir sínu þótt ekki liti vel út í upphafi. Aðstaða fyrir keppnishrossinn var með því besta sem gerist á slíkum mótum í risastórum hesthúsum Hestaskólans í Ypájá. Að halda mót sem þetta í fjar- lægu landi þar sem félagið er skammt á veg komið í vexti og þróun er mikil áhætta en að sama Fimm íslendingar í úrslitum í tölti frá vinstri sigurvegarinn Sveinn á Fleyg, Sigurbjörn á Brjáni, ia hin sænska á Týru, Einar og Háfeti, Gylfi og Héöinn og Jón og Mökkur. Þótt hestur Guðmars Þórs, Ottó frá Vind- ási, sem sést hér til hægri, væri erfiður náði hann góðum árangri, fyrstur í tölti og annar í fjórgangi. skapi getur verið mikilvægt til að stuðla að vexti íslandshestamenns- kunnar að taka áhættu á þessum vettvangi. Miklir hagsmunir eru fólgnir í að útbreiðsla íslenska hestsins haldi áfram og það geng- ur ekki til lengdar að sigla einung- is á örugg mið. Finnar stóðu vel fyrir sínu og líklega geta allir ver- ið sammála um að þeir hafi staðist prófið með prýði. ■ RÉTT fyrir úrslitin í tölti ungl- inga kom fram kæra frá Dönum þar sem óskað var eftir að hestur Davíðs, Kórall frá Ásmundarstöð- um færi í lyfjapróf. Fullyrtu Danirn- ir að klárinn hafi verið dæmdur óhæfur til þátttöku í keppni af dýra- læknum í Danmörku. Urðu nokkrar tafir af þessum sökum meðan málið var tekið fyrir. ■ EKKI var gert ráð fyrir lyfja- prófum á mótinu og því ljöst að erf- itt og kostnaðarsamt yrði að koma slíku á með svo skömmum fyrirvara. Tillaga frá fulltrúa knapanna í yfir- dómnefndinni Sigurbirni Bárðar- syni þess efnis að eigandinn Her- bert Olason yrði spurður um málið undir eið, var samþykkt og málið látið niður falla og Davíð fékk að vera með. ■ FORMAÐUR H.Í.S Jón Albert Sigurbjörnsson var kærður fýrir að standa ekkki rétt að ræsingu í 250 metra skeiði. Þar voru frændur vorir Danir einnig að verki. Töldu þeir að Jón hafi hyglað að Hinrik Bragsyni á Eitli. Við rannsókn málsins kom í ljós að ekki hafði verið alveg rétt að málum staðið og voru skipaðir tveir dómarar til að fylgjast með að ræsingin færi rétt fram hjá Jóni í tþeim tveimur sprett- um sem eftir voru. ■ ÁSTÆÐUR kærunnar má lík- lega rekja til þess að hesturinn var með áberandi hósta í úrslitum fyrr um daginn en ekkert bar á slíku í töltúrslitunum. ■ SAGT var frá endasleppri þátt- töku dönsku stúlkunnar Caroline Rewers á hestinum Yngri frá Reykjavík í fimmgangi þegar hest- urinn stökk út úr brautinni. Ekki tók betra við í töltkeppninni því á ná- kvæmalega sama stað stökk sá litfö- rótti út úr brautinni og gerði þar út um allar vonir til verðlauna. ■ FJÖGUR hestamót eru eftir á keppnistímabili hestamanna. Þráinn í Grenivík og nágrenni verður með sitt mót um næstu helgi og Dreyri á Akranesi verður með opna ís- landsbankamótið að Æðarodda sem er íþróttamót. Trausti í Laug- ardal og Grímsnesi frestaði sínu móti vegna heyanna og verður þess í stað með mótið um næstu helgi. ■ SÍÐASTA mótið verður Loka- sprettur Harðar sem verður hald- inn síðustu helgina í ágúst á Varm- árbökkum í Mosfellsbæ og keppt verður í tölti og skeiði. GOLF Þorkell Snorri er í þriðji sæti Þorkell Snorri Sigurðsson kylf- ingur úr GR, sem aðeins er 16 ára gamall, tekur þátt í Doug Sanders golfmótinu í Aberdeen í Skotlandi sem hófst í gær. Þor- kell Snorri lék holurnar 36 í gær á 142 höggum og er í 3. til 4. sæti. Fyrri hringinn lék hann á 74 höggum en þann síðari á 68 höggum. Síðari hringinn lék hann einstaklega glæsilega því þrátt fyrir að völlurinn sé þröngur skóg- arvöllur lék strákurirm 17 brautir snurðulaust, eða á regulation, sem þýðir að hann hitti ekki eina flöt á þeim tiltekna höggafjölda sem miðað er við þegar par brautar er fundið út. BYKO-MOTIÐ Veröur haldiö á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, sunudaginn 21. ágúst. Vegleg verölaun,- bæöi meö og án forgjafar, auka annara verðlauna. Skráning í síma 41000 og á mótsstaö. Komið og spilið á hinum nýja og glæsilega Kiöjabergsvelli. Allir kylfingar velkomnir BYKO rV jO MEgTARASAMBAND HUSASMIÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.