Morgunblaðið - 25.08.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 C 5
LAUGARDAGUR 27/8
MYNDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
AF EYRINIMI í
ELDINN
SPENNUMYND
Allt fyrir ekkert (Money for No-
thing) k k
Leikstjóri Ramon Menendes.
Handrit Menendez, Tom Musca
og Carol Sobieski. Aðalleikendur
John Cusack, Michael Madsen,
Deba Mazar. Bandarísk. Holly-
wood Pictures 1994. SAM mynd-
bönd 1994. 95 mín. Öllum leyfð.
Joey, (John
Cusack) er at-
vinnulaus hafn-
arverkamaður
sem heldur sig
hafa himin hönd-
um tekið er hann
fínnur röska
milljón dala á
götunni. En
máttarvöldin eru
ekki svo rausn-
arleg, jafnvel ekki í Guðseiginlandi.
Löggan kemst á sporið, vinirnir
höfuðsetja hann og gömlu kær-
ustunni ekki treystandi. Svo hann
hyggst komast langt til suðurs frá
hinni vetrarköldu Fíladelfíu.
Merkilegt nokk, en myndin er
að mestum hluta byggð á sönnum
atburðum, söguhetjan slapp meira
að segja við fangelsi, sýknan byggð
á stundarbrjálæði. Enda virðist Joey
ekki eiga marga möguleika í stöð-
unni, einsog pólitíkusarnir segja,
eftir hann finnur fésjóðin væna
(myndin á að gerast á öndverðum
sjöunda áratugnum). Það er ekki
tekið illa á fégræðginni, örvænting-
unni og að lokum þeirri allsheijar
ringulreið sem tekur völdin i lífí
hins fátæka atvinnuleysingja er
hann fínnur summuna og Cusack,
sá prýðis leikari, túlkar óaðfínnan-
lega ástand hins firrta manns, sem
eygir skyndilega leið útúr baslinu,
færi á að vinna stúlkuna sína aftur
og gefst ekki upp fyrr en í fulla
hnefana þótt öll sund lokist. Allt
er athæfí hans hið heimskulegasta,
samt hefur maður vissa samúð með
Joey, þökk sé Cusack. Eins er dreg-
in upp trúverðug mynd af fátækra-
hverfinu í Suður-Philadelphiu, íbú-
um og umhverfí. Engu að síður er
þessi önnur mynd leikstjórans Men-
endez mikil afturför frá hinni minn-
isstæðu Stand and Deliever, enda
fékk hún ekki að spreyta sig í kvik-
myndahúsi hérlendis. Á samt sín
augnablik.
OGUÐLEGT
GRINDADRÁP
DRAMA
Hvalimir koma (When the Whal-
es Came) ir-k
Leikstjóri Clive Rees. Handrit
Michael Morpurgo. Aðalleikend-
ur Helen Mirren, Paul Scofield,
David Suchet, Barbara Jefford,
Jeremy Kemp. Bresk. Golden
Swan 1989. Sam myndbönd 1994.
96 mín. Öllum leyfð.
Þessi viðvan-
ingslega tilraun
til gerðar um-
hverfisvænnar
siðferðisprédik-
unar í kvik-
myndaformi,
hefur ekki upp á
margt að bjóða
annað en metnað
- sem því miður
einkennir æ
sjaldnar myndverk frumsýnd á
myndbandinu. Reyndar mun þessi
óvenju gamla (5 ára) mynd hafa
fengið takmarkaða dreifingu í kvik-
myndahúsum í Bretlandi og Banda-
ríkjunum á sínum tíma.
Efnið er ábúðamikið. Á eyjunni
Samson í Schilly-eyjaklasanum suð-
vestur undan . Englandsströndum
gerðust voveiflegir atburðir um
miðja síðustu öld. Konur og börn
flýðu en uppkominn karlpeningur
týndi allur tölunnni í sjávarháska.
Nú víkur sögunni til ársins 1914
og eyjunnar Bryher, hvar Samson
dormar við sjónarrönd. Tveir krakk-
ar eignast að vin aldraðan einsetu-
mann (Paul Scofíeld) sem segir
þeim leyndardóma nágrannaeyj-
unnar. Þangað rak hvali á land og
í stað þess að bjarga þeim af strand-
staðnum rann drápsæði á íbúana
sem linntu ekki látum fyrr en þeir
höfðu skorið alla grindina. Hlutu
bölvun fyrir. Nú gerast sömu at-
burðir á Bryher, hvalir verða land-
fastir en að þessu sinni tekst börn-
unum og einsetumanninum að
stöðva blóðbaðið.
Metnaðurinn einn saman bjargar
ekki þessum mistökum frá því að
falla í gleymsku og dá. Efnisþráður-
inn er harla ólíklegur, framvindan
lúshæg og persónur allar ósköp
pasturslitlar. Og efnið sjálft, skelf-
ing grindadráps, er ankannaleg,
flestum sæmilega upplýstum mönn-
um ætti að vera ljóst að langt
frammá þessa öld var grindadráp
og hvalreki sannkölluð Guðsgjöf og
bjargaði ófáum mannslífunum við
BÍÓMYNDBÖND
Sæbjöm Valdimarsson
DÓMSDAGSNÓTT (Judgement
Night) k+'h
Ein af þessum notalegu átaka-
myndum í B-flokki sem líða svo
hratt og áreynslulaust fyrir sig að
maður veit ekki af sér fyrr en þær
eru búnar. Einskisvirði en afbragðs
tímaþjófur. Og langflestir fara ekki
fram á meira framan við mynd-
bandstækið.
harðbýlar strendur Norður Atlans-
hafsins. Það eina sem stendur upp-
úr er fegurð úteyjanna, annað fellur
um sjálft sig í Hvalirnir koma, jafn-
vel leikur góðleikaranna Pauls
Schofields og Helenar Mirren.
ÁSTIN ER LIT-
BLIND
SPENNUMYND
Litur ástarinnar (The Colour of
Love) kVi
Leiksljóri og handritshöfundur
Anthony Drazan. Tónlist Taj
Mahal. Aðalleikendur Michael
Rappaport, N’Bushe Wright,
DeShonn Castle, Ron Johnson.
Bandarísk. Triumph 1992. Skífan
1994. 98 mín. Bönnuð yngri en
12 ára.
Baksvið þess-
arar myndar,
sem á það sam-
merkt með
myndunum sem
teknar eru til
umfjöllunnar
þessa viku, að
hafa ekki hlotið
dreifingu í kvik-
myndahúsum
hérlendis, gerist
í Detroit. Söguhetjurnar unglingar
af ólíkum kynþáttum. Zack (Mich-
ael Rappaport) er hvítur, besti vinur
hans, Dee (De Shunn Castle), hins-
vegar þeldökkur. Svo er einnig um
stúlkuna sem Zack verður ástfangin
af og vandræðin byija.
Forvitnilegt efni sem m.a. hefur
vakið athygli kvikmyndagerðar-
mannsins góðkunna, Olivers Stone,
sem er einn af bakhjörlum myndar-
innar. En því miður er útkoman
fjarri því að vera nokkurt tímamóta-
verk heldur klisjukennd ofbeldis-
og átakamynd unglinga I stórborg-
argettói þar sem engum er eirt,
hver svo sem liturinn er.
Joe Pesci í JFK.
Burton ásamt Peter O’Toole
í Becket.
Hár og fegurð
Manndémsvígsla
með aðstoð vlftu
Frá vinstri: Olivier í Hamlet, Ford í
Presumed Innocent, Connery í Rls-
ing Sun, Pacino í Scarface, Costner
í The Bodyguard og Gibson í Hamlet.
til að bera til að fylgja í fótspor hinna fyrr-
nefndu í Presumed Innocent og lestina rek-
ur Kevin Costner í The Bodyguard.
STJÖRNUR með ömur-
lega eða hlægilega hár-
greiðslu geta truflað
áhorfandann, dregið
úr trúverðugleika
myndar eða beinlínis
virkað letjandi á kvik-
myndahúsagesti, segir
í grein í nýjasta hefti
Movieline.
Háværasta óðinn til
ósmekkvísinnar má
skrifa á reikning Joe
Pesci, ógleymanlegum í
kvikmyndinni JFK, með
appelsínugula stálull á
höfðinu i hárkollu stað.
Ekki má heldur gleyma
manndómsvígslunni sem
sumir leikarar telja sig
þurfa að gangast undir
þegar vissum áfanga er
náð. Og gengur út á það
að viðkomandi telur sig
hafa fótað sig það örugg-
lega á frægðarbrautinni
að óhætt sé að segja
smekkvísinni tímabundið
stríð á hendur. Sir Laur-
ence Olivier reið fyrstur
á vaðið í kvikmyndinni
Hamlet en engu er líkara
en að hann hafi flækt
toppinn á sér í viftu og
látið þar við sitja. Og
virðist hafa gert stíl-
bragðið ódauðlegt fyrir
vikið. Richard Burton
fylgdi fast á eftir í Beck-
et og í humáttina kom
Donald Sutherland í
Klute. Áður en leið á
löngu léði A1 Pacino
greiðslunni kúbanskan
blæ í Scarface, Harrison
Ford hafði næga dirfsku
UTVARP
JAZZ í REYKJAVIK
Rós I klukkan 15.00. Kynning ó olriium RÚREK djasshóliðarinnar, sem
hnldin veriur dagnna 4.-10. september nk. Svipmynd fró hóliiinni órii
1991.
RÁS 1
FM 92,4/93,5
6.45 Veðurfregnir.
6.50 Bæn. Snemma á laugar-
dagsmorgni. Þulur velur og
kynnir tónlist.
7.30 Veðurfregnir. Snemma á
laugardagsmorgni heldur
áfram.
8.55 Fréttir á ensku.
9.03 Lönd og leiðir. Þáttur um
ferðalög og áfangastaði. Um-
sjón: Bjarni Sigtryggsson.
10.03 Með morgunkaffinu.
10.45 Veðurfregnir.
11.00 í vikulokin. Umsjón: Páll
Heiðar Jónsson.
12.00 Útvarpsdagbókin og dag-
skrá laugardagsins.
12.45 Veðurfregnir og auglýsing-
ar.
13.00 Fréttaauki á laugardegi.
14.00 Stjórnleysingi, stýrikerfi og
sýndarheimar. Fléttuþáttur um
þróun tölvutækni i samtíð og
framtið. Umsjón: Halldór Carls-
son.
15.00 Kynning á atriðum RÚREK
djasshátiðarinnar, sem haldin
verður dagana 4.-10. september
nk.
16.05 Tónlist.
16.30 Veðurfregnir.
16.35 Hádegisleikrit liðinnar viku,
Siðasti flóttinn efti/ R.D.
Wingfield. Þýðandi: Ásthiidur
Egilson. Leikstjóri: Jón Sigur-
bjömsson. Leikendur: Sigurður
Karlsson, Steindór Hjörleifsson,
Róbert Arnfinnsson, Baldvin
Halldórsson, Helga Þ. Stephen-
sen, Sigurður Skúlason, Guðjón
Ingi Sigurðsson, Ólafur Orn
Thoroddsen, Guðmundur Páls-
son, Ævar R. Kvaran, Daníel
Williamsson, Jón Hjartarson og
Valdemar Helgason.
18.00 Djassþáttur. Umsjón: Jón
Múli Arnason. (Einnig útvarpað
á þriðjudagskvöld kl. 23.15.).
18.48 Dánarfregnir og auglýsing-
ar.
19.30 Auglýsingar og veðurfregn-
ir.
19.35 Óperuspjall. Idomeneo eftir
Mozart Umsjón: Ingveldur G.
Ólafsdóttir.
21.10 Kíkt út um kýraugað. Ástir
i stríði. Um ástir íslenskra
kvenna og hermanna á hernáms-
árunum. Umsjón: Viðar Egg-
ertsson. Lesarar: Anna Sigríður
Einarsdóttir og Kristján Frank-
lín Magnús. (Áður á dagskrá í
apríl 1991.).
22.27 Orð kvöldsins.
22.30 Veðurfréttir.
22.35 „Sori í bráðinu", smásaga
eftir Halldór Stefánsson Guð-
mundur Magnússon les.
23.10 Tónlist.
0.10 Dustað af dansskónum. Létt
lög í dagskrárlok.
1.00 Næturútvarp á samtengdum
rásum til morguns.
Friltir ó RÁS I og RÁS 2 kl. 7, 8,
9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24.
RÁS 2
FM 90,1/99,9
8.05 Vinsældalisti götunnar. Ólaf-
ur Páll Gunnarsson. 8.30 Endur-
tekið: Dótaskúffan frá mánudegi
og Ef væri ég söngvari frá miðviku-
degi. 9.03 Laugardagslif. Umsjón:
Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45
Helgarútgáfan. Skúli Helgason.
16.05 Heimsendir. Margrét Kristín
Blöndal og Sigurjón Kjartansson.
17.00 Með grátt í vöngum. Gestur
Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt-
ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar.
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson.
20.30 í poppheimi. Halldór Ingi
Andrésson. 22.10 Blágresið blíða.
Magnús R. Einarsson. 23.00 Næt-
urvakt. Guðni Már Henningsson.
NJETURÚTVARPID
1.30 Veðurfregnir. Næturvakt.
2.00Fréttir. 2.05 Næturlög. 4.30
Veðurfréttir. 4.40 Næturlög halda
áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund
með Savanna tríóinu. 6.00 Fréttir,
veður færð og flugsamgöngur.
6.03 Ég man þá tið. Hermann
Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir
kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar.
ADALSTÖDIN
90,9 / 103,2
9.00 Albert Ágústsson. !3.00Gurrí
og Górillan. 16.00 Björn Markús.
19.00 Tónlistardeildin. 21.00 Næt-
urvaktin. Óskalög og kveðjur.
Umsjón: Jóhannes Ágúst.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút-
varp með Eiriki Jónssyni. 12.10
Ljómandi laugardagur. Pálmi Guð-
mundsson og Sigurður Hlöðvers-
son. 16.00 íslenski listinn. Umsjón:
Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmol-
ar. 20.00 Laugardagskvöld á
Bylgjunni. 23.00 Hafþór Freyr Sig-
mundsson. Hressileg tónlist. 3.00
Næturvaktin.
Frittir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30.
BYLGJAN, ÍSAFIRÐI
FM 97,9
9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9.
20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson
og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar
Atli með næturvakt. Síminn í hljóð-
stofu 93-5211. 2.00 Samtengt
Bylgjunni FM 98.9.
BROSID
FM 96,7
Ókynnt tónlist allan sólnrhringinn.
FM 957
FM 95,7
9.00 Haraldur Gíslason. 11.00
Sportpakkinn. Vaigeir Vilhjálms-
son. 13.00 Agnar Örn, Ragnar Már
og Björn Þór. 17.00 American top
40. Shadow Stevens. 21.00 Ásgeir
Kolbeinsson. 23.00 Ragnar Páll
Ólafsson. 3.00 Nætui-vaktin.
TOP-BYLGJAN
FM 100,9
7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM
98,9. 10.00 Svæðisútvai-p TOP-
Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj-
unni FM 98,9.
X-IÐ
FM 97,7
7.00 Þossi. 10.00 Baldur Bragason.
14.00 Árni Þór. 18.00 Party Zone.
22.00 X-næturvaktin 02.00 Þossi.