Morgunblaðið - 27.08.1994, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ
34 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994
VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090
Dansleikur í kvöld kl. 22-03
Frítt inn til ki. 24
Hljómsveitin Tónik leikur fyrir dansi
Dúndrandi danssveifla
með Danssveitinni
_____Borðapantanir í síma 686220 j
v ................ .........)
ÆUMEINBAX
„Porsche“ á meðal þvottavéla
Kynning í dag frá kl. 10-16
Austurrískur sérfræðingur verður á
staðnum til að svara fyrirspurnum.
Margverðlaunuð þvottavél.
Rafbraut
Bolholti 4, sími 681440
I DAG
Farsi
,/Oy sjá&ci, e/skanj JJún> teit/uxbL
shipuiagstjppoifxutt l"
BRIDS
Ums]ðn Guömundur Páll
Arnarson
EFTIR að vestur opnar og
austur svarar, gefur suður
alla slemmudrauma upp á
bátinn. En geim er ennþá
sterklega inni í myndinni.
Vestur gefur; allir á
hættu.
Suður
4 ÁDG1097
V ÁK8
♦ Á9
♦ 75
Vestur Norðtir Aœtar Suður
1 tígull Pass 1 hjarta ?
Hvemig myndi lesandinn
bregðast við með spili suð-
urs?
Það fyrsta sem manni
dettur í hug er að gösiast
beint í 4 spaða, enda makker
varla líklegur til að taka virk-
an þátt í sögnunum. En þessi
fyrsta hugdetta er ekki góð.
í fyrsta lagi er engin ástæða
til að vaða í geim á móti
eyðimörk og í annan stað -
ef ekki er hægt að stilla sig
um að segja geimið - sakar
ekki að gefa mótheijanum
tækifæri til að lýsa spÚunum
betur! Á þessu stigi málsins
er best að dobla:
Norður
♦ 84
V G2
♦ 7643
♦ G643
Austur
4 6532
I V D10964
111111 ♦ KIO
♦ 82
Suður
♦ ÁDG1097
V ÁK8
♦ Á9
♦ 75
Vestur Norður Austur Suður
1 tíguil Pass 1 hjarta Dobl
2 lauf Pass Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Þrír spaðar er nóg eftir
doblið, en þessi suður er
gráðugur. Vestur tekur tvo
fyrstu slagina á ÁK í laufí
og skiptir síðan yfir í tígul.
Sagnhafí drepur á ásinn,
spilar þrisvar hjarta og sting-
ur í borði. Síðan spaða á ás!
Að sjálfsögðu! Vestur var
þrisvar með í hjarta og hefur
í sögnum sagt frá 5-4 í tígli
og laufi. Hann getur því ekki
átt nema einn spaða, svo það
er tilgangslaust að svína fyr-
ir kónginn. Austur á fjórlit
í trompi.
Ef suður stekkur beint í
flóra spaða hefur hann ekki
sömu upplýsingar um spil
mótheijanna.
Vestur
4 K
▼ 753
♦ DG852
4 ÁKDIO
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Hjálpsemi þökkuð
KONA hringdi til Vel-
vakanda og vildi koma
þakklæti á framfæri til
mannanna sem hjálpuðu
henni fyrir nokkru í
Borgartúni. Þannig var
mál með vexti að konan
var að reka erindi í Borg-
artúninu og þegar hún
kom aftur að bíl sínum
var miði á rúðunni sem
á stóð að það væri
sprungið á hægra fram-
dekki á bílnum. Þetta
kom illa við hana þar sem
hún hafði aidrei skipt um
dekk á bíl og bað hún
mann sem staddur var í
grenndinni að hjálpa sér.
Hann brást vel við og
ætlaði að gera það, en
þá komu þar að tveir
menn og buðust til að
aðstoða hana við dekkja-
skiptin og var annar
þeirra sá sem sett hafði
miðann á rúðuna.
Kann hún þessum
mönnum bestu þakkir
fyrir hjálpsemina.
Tapað/fundið
Slæða tapaðist
RAUÐRÓSÓTT silkislæða tapaðist á bílastæðinu
við Aðalstræti inn á Ingólfstorg sl. laugardag.
Finnandi vinsamlega hringi í síma 15497.
Jasmin ertýnd
HÚN HVARF frá Laugalæk fýrir tveim mánuðum.
Hún er grábröndótt með smá gulum flekkjum niður
á fætuma og var með bleika ól með nafninu sínu
og símanúmeri. Hafí einhver orðið hennar var er
hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 30252
eða 626924.
HINRIK Gylfason, Arnar Kormákur Friðriksson
og Kolbeinn Gauti Friðriksson söfnuðu 6.181
krónu, sem þau færðu Rauða krossinum til
styrktar Rúanda.
Víkveiji skrifar...
Lánasjóður íslenzkra náms-
manna er hættur að vera ölm-
usugjafastofnun eftir að vextir voru
settir á námslánin og reglum um
endurgreiðslu breytt. Nú taka menn
lán hjá lánasjóðnum eins og hverri
annarri lánastofnun og sömu reglur
gilda að mörgu leyti; settar eru
tryggingar fyrir lánum o.s.frv.
Menn skyldu því ætla að þeir, sem
þurfa að skipta við lánasjóðinn,
fengju því svipaða þjónustu og
vænzt er hjá öðrum stofnunum, að
þeir mæti a.m.k. ekki dónaskap.
Kunningi Víkveija, sem er nýkom-
inn heim frá framhaldsnámi, sagði
þó aðra sögu.
XXX
Kunninginn lauk námi erlendis
með láði og sendi lánasjóðn-
um staðfestingu hins erlenda há-
skóla upp á það, ásamt upplýsing-
um um nýjan bankareikning, sem
hann viidi fá seinustu útborgun
námslánsins inn á. Skömmu síðar
fékk hann símtal frá starfsmanni
lánasjóðsins, sem vitnaði í bréf
kunningjans, og sagði að ekki væri
hægt að leggja inn á nýjan banka-
reikning nema fá staðfestingu við-
komandi banka á því að ekki mætti
lengur leggja inn á gamla reikning-
inn. Kunninginn var fljótur að kippa
því í liðinn og hallaði sér svo bara
aftur á bak og beið eftir peningun-
um, sem hann vantaði sárlega, ný-
kominn að utan og með þungan
visareikning á herðum.
xxx
rjár vikur liðu án þess að lagt
væri inn á reikninginn og lán-
þeginn fór að ókyrrast, hringdi í
lánasjóðinn og spurði hvenær hann
mætti eiga von á útborguninni.
Samtal við starfskraft LÍN var eitt-
hvað á þessa lund:
Starfskraftur: Þú færð útborgað
þegar staðfesting á námsframvindu
hefur borizt frá skóla.
Lánþegi: Hún var send í pósti
fyrir þremur vikum.
Starfskraftur: Nei, hún hefur
ekki komið.
Lánþegi: Það var hringt í mig frá
lánasjóðnum út af þessu bréfí,
þannig að það hlýtur að hafa borizt
ykkur.
Starfskraftur: Við erum nú ekki
vön að hringa svoleiðis símtöl. Nei,
það kemur ekkert fram í tölvunni
um að það hafi borizt.
. Lánþegi: Það var haft samband
vegna þess að ég bað um innlögn
á nýjan bankareikning.
Starfskraftur: Það er nú önnur
deild. En ef þetta hefur komið er
það komið í fæl. (Eftir Ieit í „fæln-
um“): Nei, þetta hefur ekki borizt.
Lánþegi: Þetta hefur borizt, það
hefði ekki verið hringt í mig út af
því sem stóð í bréfinu ef það hefði
aldrei komið til ykkar.
Starfskraftur (vélrænni röddu):
Því miður, ég held að þetta hafi
bara ekki komið.
Lánþegi (æstur): Bréfið er bará
týnt og þetta er eitthvert klúður
hjá ykkur. J
Starfskraftur (hinn rólegasti):
Það gæti nú eins verið klúður hjá
þér...
xxx
Námsmanninum fannst, rétti-
lega að mati Víkveija, að það
hefði hugsanlega verið affarasælla
hefði starfskrafturinn sagt elsku-
lega sem svo: Það gæti verið að
þetta hefði nú bara týnzt hérna
innanhúss hjá okkur. Við biðjum
þig að afsaka það og sennilega
væri bezt fyrir alla að þú sendir
okkur nýtt afrit á faxinu.
— En opinberar stofnanir gerá
ekki mistök, eða hvað?