Morgunblaðið - 30.08.1994, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.08.1994, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 B 3 ÍÞRÓTTIR Lokaútkall til Safnkortshafa Tilboðið gildir í dag og á morgun Esso^ Oliufélagið hf Ufúm FOLKI ■ RAGNAR Einursson fór holu fi höggi á Bakkakotsvelli á sunnudag- inn. Þetta gerðist á 18. braut og notaði hann kylfu númer-8. ■ SIGURPÁLL Geir Sveinsson úr GA fór holu í höggi í Finnlandi á dögunum, daginn fyrir EM þar sem hann tók þátt. Hann notaði kylfu númer 4 til verksins en holan er um 200 metra löng. ■ KLAS Ingesson, sænski landsl- iðsmaðurinn sem lék með PSV Eind- hoven, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við enska liðið Sheffi- eld Wednesday. Ingesson er 26 ára og sagði að það hafi verið tímabært að skipta því hann fékk ekki tæki- færi með PSV og sat mest á vara- mannabekknum hjá félaginu. Kaup- verðið var ekki gefið upp. I DWIGHT Yorke tryggði Aston Villa sigur gegn Coventry í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Hann skoraði eina mark leiksins á 3. mín- útu. Þetta var fyrsti sigur Aston Villa eftir þrjú jafntefli í deildinni og er nú með sex stig ásamt fimm öðrum liðum. ■ EVERTON gerði í gær þriggja ára samning við nígeríska landsliðs- manninn Daniel Amokachi, sem ték áður með Club Brugge i Belgíu. Hann er væntanlegur til Englands í dag. Amokachi er 21s árs og geng- ur undir nafninu „Buffalo’ vegna þess hve sterkur og fljótur hann er. ■ ERIC Cantona verður í fyrsta sinn í leikmannahópi Manchester United í deildarkeppninni á þessari leiktíð er liðið mætir Wimbledon annað kvöld. Cantona hefúr tekið út þriggja leikja bann. Cantona verð- ur hins vegar fjarri góðu gamni í Evrópuleiknum gegn Galatasary 28. september því hann er í fjögurra leikjabanni í Evrópukeppninni. ■ SJÖ keppendur á Samveldisleik- unum í Kanada hafa horfíð gjörsam- lega sporlaust að því er virðist. Sex þeirra eru frá Ghanaog einn frá Sri Lanka. Talið er að þeir komi fram síðar og vilji setjast að í Kanada. I TALSVERT hefur verið um að íþróttamenn hafí fallið á lyfjarófi á mótinu. Á föstudaginn féll hnefa- leikamaður frá Ghana en áður höfðu þrír íþróttamenn fallið. í fréttum fjöl- miðla hefur því verið haldið fram að um 20 önnur sýni hafí verið jákvæð, en Alþjóða frjálsíþróttasambandið neitar þessu. I EDWIN Moses, bandaríski grindahlauparinn sem var ósigamdi í fyölda ára en hætti fyrir sex árum vegna meiðsla í baki er að hugsa um að byija aftur, 39 ára að aldri. „Ég hjjóp um daginn og gekk vel. Ég held ég geti enn halupið 400 metrana undir 48 sekúndum," sagði hann. En hann á best 47,02 sekúndur og það var ekki fyrr en í Barcelona að landi hans, Kevin Young sló metið hans. Bjarki valinn í lið vikunnar Tvíburamir gerðu öll þrjú mörk Nurnberg gegn Leipzig í þýsku 1. deildinni BJARKI og Arnar Gunnlaugs- synir voru allt í öllu, þegar Núrnberg vann Leipzig 3:1 í 2. deild í Þýskalandi um helgina. Arnar gerði fyrsta og þriðja markið, en Bjarki annað markið eftir undirbúning bróður síns. Hann fékk 1,5 í einkunn hjá íþróttablaðinu Kicker ogvar valinn í lið vikunnar, en Arnar fékk 2 í einkunn. Strákarnir vora líka bestir, þegar Númberg vann Meppen 2:1 um miðja síðustu viku, en þá lagði Bjarki upp bæði Frá mörkin og fékk 1 í JóniHalldórí einkunn, en Arnar Garðarssyni fékk 2 ÍÞýskalandi Mikii ánægja er með tvíburana hjá Númberg og í blöðum kemur fram að þeir kunni mikið betur við_sig en hjá Feyeno- ord í Hollandi. í leiknum um helg- ina skoraði Bjarki á 37. mínútu, en skömmu síðar bað hann um skipt- ingu vegna eymsla í kálfa. Tvíburarnir í sjónvarpsþætti Þeir komu fram í sjónvarpsþætti í gærkvöldi og þar var sagt að væri talað um Núrnberg væri fyrst og fremst rætt um tvíburana frá íslandi. Skotið var inn viðtölum við leikmenn og þjálfara liðsins og m.a. sagði markvörðurinn að þetta væri allt annað líf síðan strákarnir bætt- ust í hópinn, því þeir héldu boltan- um vel frammi sem væri gott fyrir Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson ARNAR og Bjarkl Gunnlaugssynir óttu mjög góöan lelk með Niirnberg um helgina. Þeir hafa alltaf haldlð því fram að þelr kunni best við slg saman ( liði og það sýndu þelr um helgina. vörnina. Reiner Zobel, þjálfari, sagði að þeir væru ekki komnir í fulla þjálfun og ættu eftir að verða enn betri, en von allra var að þeir yrðu keyptir til Núrnberg að láns- tímanum loknum. KORFUKNATTLEIKUR Njarðvík og KR topuðu Njarðvíkingar og KR-ingar töpuðu öllum þremur leikj- unum í sínum í riðlakeppninni í Norður-Evrópukeppninni í körfu- knattleik. Njarðvíkingar, sem léku í Hörs- ens í Danmörku, voru í riðli með liðum frá Litháen, Danmörku og Svíþjóð. þeir töpuðu fyrstu tveim- ur leikjunum naumlega, fyrir La- iners frá Litháen 86:89 og danska liðinu Hörsens 100:105. Njarðvík tapaði síðan fyrir sænksu meistur- unum, Karcher, með 19 stiga mun, en fyrir leikinn var ljós að þeir kæmust ekki áfram en tvö lið úr hvorum riðli komust í úrsli- takeppnina sem verður í desem- ber. KR, sem lék í Norrköping í Svíþjóð, gekk hins veg-ar ekki al- veg eins vei því þeir töpuðu með 23 stiga mun fyrir fínnsku meist- uranum, KTP Kotka, og var það stærsta tapið. KR tapaði fyrir sænska liðinu DcDonalds Dolphins með 12 stigum og fyrir Savy Vill- nius frá Litháen með 15 stigum. Unglingaliðið gegn Finnum Asgeir Elíasson og Gústaf Björnsson hafa valið U-16 ára landsliðið, sem leikur gegn Finnum i Evrópukeppninni á KR-velli á fímmtu- dag, 1. september. Eftirtaldir strákar eru í hópnum: Markverðir: Ásmundur Gíslason, Völsungi, og Guðjón Skúli Jónsson, Sel- fossi. Aðrir Ieikmenn: Framaramir Eggert Stefánsson, Freyr Karlsson og Haukur Hauksson. KR-ingamir Egill Skúli Þórólfsson, Árni Ingi Pétursson og Edilon Hreinsson. KA-mennirnir Þorleifur Árnason og Orvar Gunnarsson. Grím- ur Garðarsson, Val, Dagur Sveinn Dagbjartsson, Völsungi, Ásmundur Jónsson, Reyni Sandgerði, Haukur Ingi Guðnason, ÍBK, Stefán Gíslason, Austra, og Bjarni Guðjónsson, ÍA. SIGLINGAR Eva sigursæl Skútan Eva II sigraði í opnum flokki á íslandsmótinu í sigl- ingum sem lauk um helgina. Skip- stjóri á Evu er Áskell Agnarsson. Sigurborg varði í öðra sæti með Pál Hreinsson við stjórnvölinn og Sæstjarnan í þriðja sæti, en þar er Viðar Olsen skipstjóri. í flokki báta með forgjöf undir 0,870 sigraði Urta, skipstjóri Niels Christian Nielsen. Jóhahn Reynis- son stjórnaði Stínu i annað sætið og Aida með Daníel Friðriksson við stýrið varð í þriðja sæti. Ekki gekk þrautarlaust að halda íslandsmótið að þessu sinni því að á laugardaginn þurfti að fresta keppni vegna veðurhæðar. Á sunnudagsmorgun þurfti hins veg- ar að fresta keppni vegna logns. Allnokkuð var um kærar í keppninni og þurfti því að fresta verðlaunaafhendingu, sem fer fram í dag kl. 18.30 á bryggju Siglingafélags Reykjavíkur, Bro- keyjar. KNATTSPYRNA >••• tssq) 1 Olfufélagið hf SLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.