Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 B 9 ÍÞRÓTTIR GOLF / SVEITAKEPPNI GSÍ Otrúleg sveifla - þegar karlasveit GR sigraði í þremur leikjum í röð gegn Keili SVEITIR Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbsins Keilis skiptust á bikurum í 1. deild í sveita- keppni Golfsambandins sem fram fór í Grafarholtinu um helgina. Þetta er ífyrsta sinn sem sveitakeppnin er haldin með þessu sniði, fyrst er leikinn 36 holu höggleikur en síðan fjórmenningar og tvímenningar. Ef marka má fjölda áhorfenda og spennuna sem ríkti þá er þetta Ryder-form komið til að vera. Karlasveit GR hafði betur í úr- slitaleik við meistarana frá því í fyrra, sveit Keilis í Hafnarfirði í geysilega spennandi leik þar sem útlitið var allt annað en bjart um hádegisbilið. Eftir fjórmenninginn sem leikinn var fyrir hádegi, en það eru tveir leikir, hafði Keilir tvo vinn- inga geng engum. Björgvin og Sveinn Sigurbergssynir unnu Þorkel Snorra Sigurðarson og Tryggva Pét- ursson 1:0 en Björn Knútsson og Tryggvi Traustason unnu Siguijón Arnarsson og Sigurð Hafsteinsson, nokkuð auðveldlega eða 6:5. GR varð að sigra í öllum þremur tvímenningunum. Miklar vanga- velltur voru hjá liðsstjórum liðanna hvernig ætti að raða mönnum út í tvímenningana þrjá, en það verða þeir að gera án þess að vita hvern- ig mótheijinn raðar niður. Sigurður og Björn lentu saman og Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann 4:3, var tvo undir eftir fimmtán holur. Þor- Morgunblaðið/Frosti ÞORKELL Snorri Sigurðarson lék vel I úrslitaleiknum gegn Keili. GR-sveíontin lék mjög gott golf og sigraði. kell Snorri lék mjög vel og vann Björgvin 3:2 enda var strákurinn 4 undir eftir 11 holur og Siguijón lék ekki síðra golf, fékk sex fugla á fyrstu ellefu holunum og vann Tryggva 5:4. Það er því óhætt að segja að það hafi orðið miklar sviftingar eftir hádegi á sunnudaginn. GR-ingar léku mjög gott golf, tóku áhættu sem fylgir því að leika holukeppni og oftar en ekki tókst sú áhætta hjá þeim. Keilismenn lentu reyndar í mjög erfiðum undanúrslitaleik á laugardeginum þegar þeir unnu Akureyringa í spennandi leik og hefur það ef til vill haft eitthvað að segja. Spenna hjá konunum Það var líka mikil og hörð keppni um sigurinn í kvennaflokki en þar höfðu GR-stúlkur titil að veija. Olöf María Jónsdóttir og Þórdís Geirs- dóttir sigruðu þær Herborgu Arn- arsdóttur og Ragnhildi Sigurðar- dóttur í fjórmenningnum fyrir há- degi, á 19. holu, þannig að GR varð að vinna í báðum tvímenningunum til að sigra. GR-ingar hafa sjálfsagt reikna,ð með að Keilismenn myndu setja Þórdísi út fyrst eins og undanfarin ár og létu því Herborgu út á undan Ragnhildi, en sú síðarnefnda hafði verið í miklu stuði og leikið vel. Keilir sendi hins vegar Þórdísi út á eftir þannig að vinkonurnar Her- borg og Ólöf María áttust við. Ólöf María vann 2:1 og Ragnhildur vann Þórdísi 5:4. Keilisstúlkur náðu því bikarnum af GR-stúlkum að þessu sinni. AKSTURSIÞROTTIR Hnífjölh stigakeppni MEÐ seiglu og ákveðni tryggði Kristján Bárðarson á BMW bíl sér titilinn í krónuflokki á ís- landsmótinu í bílkrossi á sunnu- daginn. Hann varð þriðji á eftir Garðari Þór Hilmarssyni og Ólafi Inga Ólafssyni. Kristján vann þvf titilinn á einu stigi frá Garðari og Sigurði Andra Sveinssyni. Guðbergur Guðbergsson varð meistari í rally kross flokki og Hjálmar Hlöðversson f teppa- flokki svokölluðum. Sigurður og Kristján áttu báðir góða möguleika á titlinum fyr- ir keppnina á sunnudaginn og kom- ust báðir í úrslit. En Gunnlaugur skömmu eftir ræs- Rögnvaldsson ‘"gu snarsnerist bíll skrifar Sigurðar og aftur- dekk gaf sig. Hann hætti keppni og missti þar með af möguleika á titlinum. „Mér leist ekkert á blikuna í byrj- un, ég var mjög aftarlega eftir ræs- inguna og lenti í kös með fleiri bíl- um. Ég náði síðan framúr tveimur bílum á lokasprettinum og það nægði mér til að vinna titilinn með einu stigi, minni gat munurinn ekki ver- ið,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið eftir keppnina. Keppnin fór fram á braut sem var sérhönnuð fyrir bílkross og hefur glæsileg aðstaða, með malar og malbiksbraut risið í hrauninu skammt frá Hafnarfirði. Guðbergur vann sinn flokk á sér- útbúnum Porsche og hefur hann unnið fjögur síðustu mót, annar varð Elías Pétursson á Fiat með Saab vél og Guðmundur Fr. Pálsson varð þriðji á Escort. „Ég og konan mín, Kristín Garð- ai-sdóttir, erum fyrstu hjónin sem vinnum meistaratitil í sömu keppn- isgrein í akstursíþróttum hérlendis. Kristín vann fyrir tveimur árum. Það gefur þessum titili enn meira gildi,“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Barist í beygju GARÐAR Þór Hilmarsson leiðir aðra keppendur eftir brautinni á leið til sigurs í úrslitum í krónubíiaflokki. sagði Guðbergur. „Ég ætla að hvíla á næsta ári, ef ég næ að selja bílinn og einbeita mér að brautarmálum. Við sem rekum brautina höfum byggt upp góða aðstöðu fyrir keppendur og go-kartbfla. Fyrstu helgina í októ- ber verður kvennakeppni í bílkrossi, þá aka eiginkonur keppenda í ís- landsmótinu. í fyrra var samskonar keppni og konumar vom mjög grimmar, veltumar voru óteljandi og hvergi gefið eftir. Þá er verið að spá í að halda klessubílakeppni á sama tíma og kvennakeppnin verður. Fjör- inu er því ekki lokið enn, þó titlarnir séu í höfn,“ sagði Guðbergur. HESTAR / LOKASPRETTUR ’94 ÓSK frá Litladal skilaði besta tíma ársins í Varmadal 21,66 sek. ©g virðist hún eiga orðið raunhæfan möguleika á að slá metið á næstu árum. knapi var Sfgurbjörn Bárðarson. Bestu tímar ársins í skeiði LOKASPRETTUR Harðar- manna sem haldinn var á nýj- um velli íVarmadal reyndist sannarlega sögulegur því þar náðust bestu tímar sumarsins bæði í 150 og 250 metra skeiði og var höggvið nokkuð nærri íslandsmetinu í 250 metrunum. Osk frá Litladal sem Sigurbjörn Bárðarson sat skeiðaði vega- lengdina á 21,66 sek, sem er rétt rúmum tveimur sek- Valdimar úndubrotum frá Kristinsson metinu. Jafnframt skrifar mun þetta eftir því sem næst verður komist besti tími sem hryssa hefur skilað til þessa. í 150 metrunum fór Snarfari sem Sigurbjörn sat undir 14 sekúndnamúrinn sem ekki gerist á hveijum degi. Líklegast hafa hestar í öðru og þriðja sæti náð öðrum og fjórða besta tíma sumarsins í 250 metrunum. Er því óhætt að segja að skeiðbrautin í Varmadal hafi reynst vel á vígslu- mótinu. Það voru feðgarnir Jón Sverrir Jónsson og synir hans Jón og Björgvin sem byggðu þessa að- stöðu en Jón Sverrir er sem kunn- ugt er sonur Jóns í Varmadal sem var einn af fremstu skeiðreiðar- mönnum landsins fyrr á öldinni. En það var kannski ekki síst fyrir áeggjan og hvatningu Berglindar Arnadóttur unnustu Björgvins sem farið var út í vallargerðina. Auk hefðbundinna verðlaunapeninga fengu sigurvegarar í þremur grein- um mjög glæsilegar styttur af hest- um á tölti sem gefnar voru af Her- bert Ólasyni sem framleiðir reiðtygi undir merkinu Top Reiter. En Sigurbjöm lét sér ekki nægja góðan árangur í kappreiðunum því hann vann einnig gæðingaskeiðið á Snarfara og töltið á Oddi. í barna- flokki sigraði Guðmar Þór Péturs- son á Neró frá Stórholti en keppt var í einum yngri flokki í töltinu. Með þessu móti hefur enn og aftur verið sýnt fram á að vel má lengja keppnistímabil hesta- mennskunnar fram á haustið. Greinilegar breytingar eiga sér stað í útreiðum og brúkun á hrossum. Sífellt fleiri stunda útreiðar fram í september og jafnvel út mánuðinn. Að sjálfsögðu ræðst þetta af tíðar- farinu en vel er hægt að setja upp lítil og snaggaraleg mót sem auð- velt er að aflýsa sé veðurútlit slæmt. Að vísu leit ekki vel út með veðrið á laugardag því hávaðarok var um nóttina fyrir mótið og rigning. Fauk stórt tjald á svæðinu sem nota átti á mótinu en veðurguðirnir brostu sínu blíðasta þegar leið á morgun- inn. Tókst þessi lokasprettur hið besta og höfðu bæði keppendur og áhorfendur hina bestu skemmtan af, en mótinu lauk með grillveislu í lokin. Hestaíþróttasamband íslands Hestar eru einnig háðir lyfjaeftiriiti Hestaíþróttasamband íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að í hestaíþróttum eins og öðrum íþróttum séu ákvæði um eftirlit með lyfjamisnotkun, lyfjapróf og refsingar, skýr og ótví- ræð. Ummæli í fjölmiðlum upp á síðkastið, meðal annars af hálfu umhverfisráðherra, um að engar staðfestar reglur séu við lýði hér á landi séu því röng. Sambandið harmar atburðinn sem átti sér stað á landsmóti hesta- manna á Gaddstaðflötum í júlí og leiddi til þess að aflífa þurfti gæð- inginn Gými meðan á mótinu stóð. Hins vegar er bent á, að mótið hafi ekki á neinn hátt verið undir lögsögu Hestaíþróttasambandsins. Skýr ákvæði um lyfjaeftirlit HIS er samkvæmt reglum íþróttasambands íslands, æðsti að- ili innan sambandsins um öll sérmál hestaíþrótta. ^Ákvæði um lyfjaeft- irlit innan ÍSI eru skýr og í fullu samræmi við alþjóðalög og reglur. í 2. grein laga um eftirlit með lyfja- misnotkun íþróttamanna segir með- al annars. „Dýr sem íþróttaiðkandi notar í íþróttakeppni, telst vera hluti af iðkandanum.“ Áf þessu leið- ir að knapi og hestur eru háðir lyfja- eftirliti og reglum um lyfjapróf.“ Refsingar vegna lyfjamisnotkunar geti verið mjög strangar og þar sitji allar íþróttagreinar innan ÍSÍ við sama borð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.