Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 BIKARÚRSLIT MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 B 7 BIKARÚRSLIT Grindvíkingar náðu nærri forystu I upphafi síðari hálfleiks þegar Gunnar Már Gunnarsson gaf fyrir Morgunblaðið/Árni Sæberg KR-INGAR fögnuðu vel og lengi á sunnudaginn enda hafa margir beðið ansi lengi. Aðsóknarmet var sett enda veðrið mjög gott og þessir ungu herramenn nutu veðursins og leiksins eins og sjá má. FYRIRLIÐARNIR Þormóður Egilsson og Rúnar Kristinsson fagna enda draumurinn orðinn að veruleika eftir að félagið þeirra hafð beðið í 27 ár eftir bikarnum. Hér til hliðar er KR-ingurinn Heimir Guðjónsson í baráttu við tvo Grindvíkinga og hefur betur eins og oftast í leiknum, en Heimir lék stórvel. á mynd- inni hér að neðan fær Sigurður B. Jónsson mjólkurbað að hætti sigurvegara bikarkeppninnar. Ísinn er loksins brotinn og nú er það okkar að gera betur, eins og það hefur raunar alltaf verið,“ sagði Þor- móður Egilsson fyrirliði KR eftir leik- inn. Þormóður er 25 ára gamall og var því ekki fæddur þegar KR varð síðast bikarmeistari, en hvernig fannst honum leikurinn? „Grindvíkingar komu mér á óvart. Eg bjóst við að við fengjum meiri frið til að spila í vörninni, en þeir pressuðu okkur nokkuð mikið þannig að við feng- um lítinn frið. Við fengum nokkur færi í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að okkur tækist ekki að skora ákváðum við að halda sama tempói og sjá til því við vorum vissir um að þetta kæmi. Það var þungu fargi af manni létt þegar Rúnar skoraði og það léttist óneitan- lega á manni brúnin,“ sagði Þormóður. Aðspurður um hvort nú tæki við mikill fögnuður sagði hann að fimm KR-ingar væru í landsliðinu þannig að þeir fengju engan tíma til að fagna en Vesturbæingar myndu sjálfsagt fagna og vonandi tækist KR að vinna aftur innan 27 ára þannig að tilefni gæfist til frekari hátíðarhalda. „Vonandi verð- ur ekki aftur 27 ára bið eftir bikarn- um,“ sagði Þormóður. Hitti hannekki „Ég hitti ekki boltann almennin- lega,“ sagði Einar Þór Daníelsson sem skoraði annað mark KR. „Eigum við samt ekki frekar að segja að ég hafi sneitt hann snyrtilega í hornið? Það var ekkert annað að gera en að skora fyrst maður fékk að koma inná. Mér fannst KR vera sterkari aðilinn, en það hefði getað breytt gangi leiksins ef þeir hefðu skorað, til dæmis þegar þeir skutu í stöng. Það hefði hins vegar verið gegn gangi leiksins held ég, sagði Einar Þór. 13. úrslitaleikur Betts James Bett er með reyndari knatt- spyrnumönnum á Islandi, en hann á langan og árangursríkan feril að baki sem atvinnumaður. „Þetta var 13. úr- slitaleikur minn svo ég vissi að þverju við gengum og hvað var í húfi. Ég var ekki alveg góður í hnénu, en þetta var stór leikur og ekki annað hægt en að gefa sig allan í átökin. Við gátum ver- ið þijú eða fjögur núll yfir í hléi og þetta var ekki spurning hvort heldur hvenær við skoruðum. Ég vissi eftir fyrra markið að sigur var í höfn og gat því farið öruggur af velli. Grindvík- ingar börðust vel og leikmennirnir öði- uðust dýrmæta reynslu, en það var svo sannarlega ánægjulegt 'að taka þátt í þessum stóra og mikilvæga sigri fyrir KR.“ Skiptir öllu fyrir KR Lúðvík S. Georgsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vissi vart í hvorn fótinn hann ætti að stíga. „Þetta var stórkostlegt. Við höfum beðið eftir þessari stund svo lengi að ég man eigin- lega ekki hvernig tilfinningin var. En þessi sigur, þessi titill, skiptir geysilega miklu máli fyrir KR, félagið er úr aldar- fjórðungs álögum og þetta er bara fyrsti sigurinn af mörgum, sem fylgja í kjölfarið." Múrinn fallinn Rúmlega aldarfjórðungs bið KR-inga loks á enda Biðin loks á enda Morgunblaðið/Bjarni Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurð B. Jónsson, sem báðir virkuðu held- ur taugaóstyrkir. Lítið reyndi á Kristján markvörð, Þormóður og Daði voru traustir í stöðum ba- kvarða og hjálpuðu miðvörðunum þel þegar þeir voru í vanda. Væng- mennimir, Tryggvi Guðmundsson og Hilmar Björnsson nýttust mjög vel að þessu sinni enda sóttu KR- ingar mikið upp vængina. Heimir Guðjónsson átti stórleik sem aftasti maður á miðjunni. Tapaði varla návígi og var alltaf að leita að besta möguleikanum til að byggja upp sókn jafnframt því sem hann hjálp- aði vamarmönnunum þegar á þurfti að halda. James Bett var einnig góður á meðan hans naut við og Einar Þór var fljótur að komast inn í leikinn og stóð sig vel. Porca var sprækur og naut sýn vel, sérstak- lega þegar hann fór upp vinstra megin. Rúnar var bestur á vellinum ásamt Heimi. Hann steig varla feil- spor, vann tæklingar hvað eftjr ann- að og það skapaðist alltaf hætta þegar hann var með boltann. Jankovic sterkur Grindvíkingar börðust vel og þeir máttu eiga það að þeir gáfust ekki upp þó svo þeir ættu við ofurefli að etja. Flestir þeirra virtust hafa trú á að þeir gætu unnið og það munaði stundum ekki miklu að þeim tækist að skora. Þeir geta borið höfuðið hátt og best gæti ég trúað því að flestir Grindvíkingar séu stoltir af frammistöðu þeirra. Haukur stóð sig ágætlega í mark- inu og varði nokkmm sinnum vel. Gunnar Már Gunnarsson átti mjög góðan leik í stöðu vinstri bakvarðar en Hjálmar Hallgrímsson hefur oft leikið betur hægra megin. Þorsteinn Mor^unblaðið/Árni Saébcrg LÖNG, mjög löng bið KR-inga eftir bikar lauk á Laugardalsvellin- um á sunnudaginn er Vesturbæjarliðið sigraði Grindvíkinga 2:0 í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ. KR-ingar hafa þurft að bíða lengi og haft hefur verið á orði að þeir þyrftu aðeins að brjóta ísinn. Bikar- inn er í höfn og því má segja að múrinn sé fallinn og nú vonast Vesturbæingar eftir fleiri titlum á næstu árum. Sigur KR-inga var sanngjarn þeir voru betri og fengu fleiri færi en Grindvíkingar léku ágætlega og mega vel við una. Þeir fengu sín færi en tókst ekki að skora. Þeir létu hrakspár um að þeir myndu ekki þola álagið og umgjörðina sem fylgir bikarúrslitaleik sem vind um eyru þjóta og börðust af krafti allan leikinn og veittu KR-ingum verðuga keppni. Þetta var í áttunda sinn sem KR verður bikar- meistari og hefur félagið nú jafnað met Valsmanna en þessi fé- lög hafa oftast orðið bikarmeistarar, en nú var keppt um bikarinn í 35. sinn. Tvö í síðari hálfleik ijjað var ekki laust við að það ^^mætti sjá gleðitár á sumum Vesturbæingum á sunnudaginn og kanski ekki nema von. 26 ár voru liðin frá því KR vann síð- ast stórmót og 27 ár síðan það vann bikarinn. Það var því full ástæða fyrir Vesturbæinga til að fagna og margir höfðu á orði að loksins væri ísinn brotinn og fleiri sigrar ættu eftir að fylgja í kjölfarið. Skúli Unnar Sveinsson skrifar KR-ingar voru betri KR-ingar réðu gangi leiksins að mestu, alveg frá byrjun en Grindvík- ingar áttu hættulegar sóknir sem hæglega hefðu getað endað með marki. Grindvíkingar komu nokkuð á óvart með því að pressa stíft á vamarmenn KR þannig að í upp- hafi gekk Vesturbæingum illa að byggja upp sóknir frá aftasta manni. Fljótlega tókst þeim þó að yfirstíga þessa bytjunarörðugleika. Salih Heimir Porca fékk fyrsta færi leikins en skaut rétt framhja á 20. mínútu eftir aukaspyrnu. Á sömu mínútu skaut Þórarinn Ólafsson framhjá marki KR úr ágætu færi. Rúnar Kristinsson og Tryggvi Guð- mundsson fengu báðir færi sem ekki nýttust og litlu munaði að Ólaf- ur Ingólfsson skoraði eftir að Krist- ján Finnbogason hafði slegið knött- inn í höfuð hans, en boltinn fór rétt yfír. Síðustu tíu mínútur fyrri hálf- leiks fengu KR-ingar fjögur færi. Haukur Bragason varði meistara- lega frá Hilmari Bjömssyni sem komst einn í gegn og aftur skömmu síðar frá Porca. Porca og Rúnar áttu svo skot yfir. Það slitnaði dálítið á milli vamar og miðju hjá Grindvíkingum um tíma og það varð til þess að KR-ing- ar náðu boltanum oft á vallarhelm- ingi Grindvíkinga þegar þeir vora um það bil að fara að byggja upp sókn. Stundum náðu þá leikmenn UMFG að komast framhjá miðju- mönnum KR og þá skapaðist oft hætta, sjaldan þó þannig að Kristján markvörður þyrfti að hafa mikið fyrir hlutunum. KR var betri aðilinn og það virtist aðeins spurning um að brjóta ísinn, skora. Það hefur verið vandamál í sumum leikjum í sumar og því mátti búast við öllu. markið frá vinstri. Kristján mark- vörður héit að vamarmaður ætlaði að hreinsa en það stoppuðu allir og boltinn hafnaði í stönginni fjær. Tveimur mínútum síðar komust KR-ingar yfir með marki Rúnars Kristinssonar eftir góða sendingu frá Porca. Eftir að James Bett fór útaf meiddur á 56. mínútu færði Rúnar sig aftur á miðjuna og Einar Þór Daníelsson tók stöðu hans frammi. Þórarinn Ólafsson skaut rétt framhjá af löngu færi á 60. mínútu og stundarfjórðungur leið þar til eitthvað markvert gerðist við mörk- in aftur. Þá gerðu KR-ingar enda- lega út um leikinn með því að gera annað markið. Aftur var það Porca sem átti sendinguna á þann sem skoraði, Einar Þór. Grindvíkingar áttu þijú góð skot að marki á loka- kaflanum en hittu ekki markið. Skot Lúkasar Kostic af 30 metra færi var sérlega glæsilegt, hárs- breidd framhjá. Rúnar og Heimir frábærir Varla var að ftnna veikan hlekk í liði KR, nema þá helst miðverðina Vonandi ekki aftur 27 ára bid eftir næsta bikar IH^VSalih Heimir Porca ■ \jP fékk boltann talsvert fyrir utan vítateig Grindvíkinga á 54. mínútu. Hann gaf inn í vítateiginn hægra megin. Jankovic reyndi að ná til knatt- arins en missti af honum og Rúnar Kristinsson fékk bolt- ann, lagði knöttinn aðeins fyrir sig og skaut föstu skoti efst í hægra markhornið úr miðjum vítateignum. Óveijandi fyrir Hauk markvörð. 75. minútu var átaelÉrSalih Heimir Porca aftur á ferðinni. Nú fékk hann knöttinn á miðjum vallarhelm- ingi Grindvíkinga, sendi inn í vítateiginn vinstra megin þar sem Einar Þór Daníelsson skaut lausu en hnitmiðuðu skoti með vinstri fæti á fyrsta takti, og snéri boltanum neðst í hægra hornið, en Haukur var ekki í jafnvægi. Guðjónsson var traustur í vörninni en enginn lék þó betur en Milan Jankovic. Frábær vamarmaður sem reynir alltaf að spila alveg frá aft- asta manni. Guðjón Ásmundsson var bestur miðjumanna UMFG og Sigurður Sigursteinsson átti góða kafla en vængmennirnir, Ingi Sig- urðsson og Ólafur Ingólfsson hafa oft leikið betur. Grétar Einarsson var duglegur eins og venjulega og Þórarni Olafssyni tókst að skapa nokkur færi sem nýttust þó ekki. Lukas Kostic kom inn á sem vara- maður er stundarfjórðungur var eft- ir og lék vel, en var samt dálítinn tíma að komast inn í leikinn. Guðjón Þórðarson þjálfari KR Markmídið að koma fótunum undir risann GUÐJÓN Þórðarson hefur ver- ið sigursæll f bikarnum undan- farin ár, fyrst sem leikmaður og síðan sem þjálfari. Hann varð fimm sinnum bikarmeist- ari sem leikmaður ÍA, stýrði Skagamönnum til sigurs í fyrra sem þjálfari og endurtók leik- inn á sunnudaginn með KR- ingum. Síðustu sex árin hefur Guðjón stjórnað iiðum sem hafa unnið til sex verðlauna, ekki amalegur árangur það. Guðjón var kokhraustur fyrir leikinn á sunnudaginn og sagði að það kæmi ekkert annað til greina en að KR yrði bikarmeist- ari. Hann stóð við stóra orðin. Var aldrei neinn vafi í hans huga? „Nei. Ég var alveg öruggur á því að við færum með sigur og strák- arnir voru á þeim buxunum að vinna þessa keppni,“ sagði Guðjón. „Það voru margir sem héldu að ég yrði sleginn út af laginu í 16 liða úrslitunum þegar við þurftum að fara upp á Skaga, en okkur tókst að vinna. Ég gæti best trúað að það hafi verið nokkurs konar úrslitaleikur. Sá leikur sannfærði strákana um að þeir gætu þetta og í morgun ítrekaði ég við þá að nú væru þeir að stíga skref frá því að vera drengir inn í heim karlmanna. í hálfleik voru margir hnuggnir yfir að við skyldum ekki vera búnir að skora en við lögðum áherslu á þolinmæði og halda áfram á þeirri braut sem við héld- um í fyrri hálfleik. Ég átti von á að Grindvíkingar myndu reyna að pressa á okkur framarlega því Kostic veit að ég vil byggja upp frá öftustu línu. Þetta var djörf ákvörðun hjá þeim og gerði leikinn skemmtilegri fyrir vikið og á köflum munaði litlu að þeim tækist ætlunarverk sitt,“ sagði Guðjón. Voru sérstök fyrirmæli hjá þér að sækja upp kantana? „Það tekur ákveðinn tíma hjá leikmönnum að skynja bestu og árangursríkustu leiðina og það tek- ur tíma að kenna nýjar leiðir. Til að hlutirnir gangi upp verð ég að trúa á þá og koma því yfir til strák- anna. Éf ég geri það ekki þá getur liðið ekki klárað dæmið. Leiðin upp kantana er sú leið sem við vildum fara gegn Grindvíkingum enda gekk sú leið vel. Kostic breytti gangi leiksins þegar hann kom inná en hann hefði mátt koma fyrr, en ég veit ekki hvort hann hefur úthald til að leika heilan leik.“ Hefur þessi sigur mikla þýðingu fyrir KR? „Nú þekki ég ekki harmasögu KR af eigin raun, en það voru margir efins um að við gætum þetta. Fyrir mig er þetta í raun- inni bara endurtekning en óneitan- lega er þessi sigur mjög sætur og óneitanlega dálítið öðruvísi en áður. Ég er bæði stoltur og ánægð- ur að það skildi verða mitt hlut- skipti að bijóta bikarvofuna og ég samgleðst öllum KR-ingum.“ a Er Vesturbæjarrisinn vaknaður? „Það er alveg ljóst að þegar ég tók við KR var markmiðið, og það er enn markmið mitt, að koma fótunum udir risann svo hann verði illvinnanlegur. Þessi sigur er fyrsta innleggið í því verkefni. Ég held að núna, þegar strákarnir hafa fundið hvað það er dásamlegt að vinna eitthvað, eflist þeir til muna og þá eiga eftir að koma fleiri sigr- ar,“ sagði Guðjón. Morgunblaðið/Bjami „Húfan“ á kollinn ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson brá á lelk með bikarinn og notaði lokið af honum fyrir húfu. Óskar Hrafn hefur oft leíkið betur en á sunnu- daginn, reyndl óvenju lítlð að splla, en gerðl ekki mörg mistök. i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.