Morgunblaðið - 07.09.1994, Side 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLA.ÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 C 3
EVROPUKEPPNI LANDSLIÐAI KNATTSPYRNU
EVROPUKEPPNI LANDSLIÐAI KNATTSPYRNU
Sanngjam
Svíasigur
íslenska liðið sterkt á pappírnum
en stóð ekki undirvæntingum
SVÍAR unnu sanngjarnan sigur á ísiendingum, 1:0, ífyrsta leik
liðanna í undankeppni Evrópumóts 21 árs og yngri í knattspyrnu
á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Það verður að segjast alveg eins
og er að íslenska liðið — sem var sterkt á pappfrnum — stóð
ekki undir þeim væntingum sem til þess voru gerðar og þrátt
fyrir að frammistaða Svía væri alls ekki framúrskarandi voru
þei' áberandi betri.
i Skapti
Hallgrimsson
skrifar
Það var fljótt ljóst að Svíar voru
ákveðnari. Þeir létu knöttinn
ganga ágætlega milli manna, héldu
honum vel innan
liðsins og meira bit
var í sóknarleik
þeirra en heima-
manna. íslensku
strákarnir virkuðu taugaóstyrkir og
þrátt fyrir að vera einum fleiri á
miðjusvæðinu náðu þeir aldrei tök-
um á verkefninu. Miðjumennirnir
náðu ekki nægilega vel saman,
sendingar voru iðulega slæmar og
þar af leiðandi gekk illa að byggja
upp markvissar sóknir.
Helgi Sigurðsson fékk eitt gott
URSLIT
Island - Svíþjóð 0:1
Kaplakrikavöllur, Evrópukeppni landsliða,
leikmanna 21 árs og yngri, í knattspyrnu,
þriðjudaginn 6. september 1994.
Aðstæður: Rakur völlur og nokkuð háll,
sól en strekkingsvindur.
Mark Svía: Niklas Skoog (58.)
Gult spjald: Johan Arnegrund (87.), Sví-
þjóð, fyrir brot.
Rautt spjald: Ekkert.
Ahorfendur:
Dómari: Knud Erik Fisker frá Danmörku.
Dæmdi vel.
ísland: Eggert Sigmundsson — Lárus Orri
Sigurðsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Pét-
ur H. Marteinsson — Sturlaugur Haraldsson
(Kári Steinn Reynisson 75.), Ottó Karl Ott-
ósson, Eiður Smári Guðjohnsen (Auðun
Helgason 63.), Kristinn Hafliðason, Tryggvi
Guðmundsson — Guðmundur Benediktsson,
Helgi Sigurðsson.
Svíþjóð: Magnus Hedman — Johan Ame-
grund, Teddy Lucic, Ola Nilsson, Sebastian
Henriksson — Henrik Hansson, Joakim
Persson, Matthias Johansson, Daniel
Tjernström — Niklas Skoog, Matthias Jons-
son.
4. deild
Síðari undanúrslitaleikir:
Magni-Ægir.........................1:3
Stefán Gunnarsson — Halldór Páll Kjartans-
son, Dagbjartur Pálsson, Ármann Einars-
son.
•Ægir vann samanlagt 8:3.
Leiknir - KS.......................0:2
- Baldur Benónýsson, Hafþór Kolbeins-
son.
• Leiknir vann samanlagt 4:3. Leiknir og
Ægir flytjast upp í 3. deild en eiga eftir
að mætast í úrslitaleik 4. deildar.
Evrópukeppni landsliða
Prag, 5. riðill:
Tékkland - Malta...................6:1
Daniel Smejkai (6.), Lubos Kubik (33.),
Horst Siegl 3 (35., 49., 81.), Patrik Berger
(89.) - Kristian Laferla (75.) 10.226 BÞetta
var fyrsti Evrópuleikur Tékklands, eftir að
skiptingu Tékkóslóvakíu, og fyrsti leikur
A-landsliða í undankeppni Evrópumótsins
að þessu sinni.
EM 21 árs og yngri
Tékkland - Malta...................1:0
Rúmenía - Azerbaijan...............5:2
Úkraína - Litháen..................3:2
Slovakía - Frakkland...............0:3
Finnland - Skotland................1:0
Luxembourg- Hoiland................0:4
Ungveijaiand - Tyrkland............2:1
■ Liðin eru með íslandi í riðli.
Belgía - Armenína..................7:0
Tennis
Opna bandaríska mótið.
Átta manna úrslit kvenna:
2-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann
5- Kimiko Date (Japan) 6-3 6-0
8-Gabriela Sabatini (Argentinu) vann Gigi
Fernandez (Bandarikj.) 6-2 7-5
• f fyrradag sigraði Andre Agassi, Banda-
ríkjunum, landa sinn Michael Chang 6-1
6- 7 6-3 3-6 6-1 og komst þar með í átta
manna úrslit. Svíinn Stefan Edberg er einn-
ig úr leik; Jonas Björkman sigraði þennan
fræga landa sinn 6-4 6-4 6-0.
færi í fyrri hálfleiknum, eftir lag-
lega sókn upp vinstri kantinn, en
rann til og skot hans var auðveld-
lega varið. Skömmu síðar bjargaði
Pétur Marteinsson rétt framan við
marklínu íslands, og var það hættu-
legasta færi hálfleiksins. Svíar voru
mun sókndjarfari í fyrri hálfleikn-
um, þrátt fyrir að leika gegn sterk-
um vindi.
„Við áttum alltaf möguleika að
spila í fætur miðjumanna okkar, en
þeir gerðu þau mistök að fara of
mikið fram í stað þess að koma til
baka og taka á móti boltanum.
Þegar tókst að spila rétt náðum við
að skapa eitthvað, en það var bara
allt of sjaldan," sagði Gústaf
Björnsson, þjálfari. „Svíarnir léku
nákvæmlega eins og við bjuggumst
við, en miðjumennirnir okkar voru
of framarlega í fyrri hálfleiknum
til að geta fengið boltann. Við töluð-
um um það í leikhléinu að það lið
sem yrði þolinmóðara myndi vinna
— og það voru þeir,“ sagði Gústaf,
sem bætti við að íslensku strákarn-
ir hefðu borið aðeins of miklu virð-
ingu fyrir mótheijunum, þegar út
í báráttuna var komið. Og tók und-
ir orð blaðamanns að sendingar
hefðu allt of oft verið slæmar. „Það
er auðvitað sér kapítuli út af fyrir
sig. Þær voru oft hræðilegar."
Gústaf sagði sænska liðið ekki
hafa verið eins gott og hann bjóst
við, hann hefði séð það gegn Dönum
nýlega og þá hefði það leikið mun
betu.r. Rétt er að Svíar voru ekki
að gera neinar rósir, og það eina
sem kom á óvart var að íslenska
liðið skyldi ekki leika betur. í liðinu
eru margir góðir leikmenn sem
hafa burði til að gera miklu betur,
en liðsheildin var ekki eins sterk
og einstaklingarnir gefa tilefni til.
Sigurmark Svía gerði Niklas
Skoog á 58. mín. með föstu skoti
utan vítateigs, sem Eggert Sig-
mundsson, markvörður — besti
maður íslenska liðsins — verður
ekki sakaður um.
Svíar sóttu mun meira framan
af hálfleiknum, en eftir að Lárus
Orri Sigurðsson kom fram á miðj-
una gjörbreyttist leikur íslenska
liðsins um tíma — sem leiðir hug-
ann að því að líklega hafa miðju-
mennirnir hreinlega ekki verið
nægilega sterkir. Það dugði ekki
að hafa eingöngu létta og lipra
menn á miðsvæðinu. Lárus Orri var
maðurinn á bak við þijár bestu
sóknir liðsins eftir að hann kom
framar. Besta færið kom eftir góða
fyrirgjöf hans frá hægri á Guðmund
Benediktsson, sem sendi laglega
með hælnum á Tryggva Guðmunds-
son. Hann var í ákjósanlegu færi í
miðjum en skaut hátt yfir. Þar fór
besta færi íslands forgörðum. Und-
ir lokin var Helgi svo reyndar í
góðu færi, eftir sendingu Lárusar
Orra, en þrátt fyrir glæsileg tilþrif
hitti hann knöttinn ekki nægilega
vel og ekkert varð úr.
Eggert markvörður var besti
maður íslands, sem fyrr segir. Mjög
öruggur í öllum aðgerðum sínum,
greip vel inn í og varði nokkrum
sinnum vel. Lárus Orri var einnig
mjög góður, bæði meðan hann var
í vörninni og eftir að hann var færð-
ur framar. Aðrir léku undir getu,
sumir nokkuð langt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HELGI Sigurðsson með knöttinn í leiknum, en tveir Svíar sækja að honum. E.t.v. táknræn mynd;
þó Svíarnir væru t.d. með einum færra á miðsvæðinu voru þeir ákveðnari og höfðu tök á miðjunni.
„Leikurinn verður
erfiður fyrir Svía“
-segir Bo Johansson, ■fyrrum landsliðsþjálfari Islands
BO Johansson, fyrrum lands-
liðsþjálfari íslands spáir því að
leikurinn í kvöld verði Svíum
erfiður. Þeir séu vissulega með
gott lið, en íslendingar séu það
líka.
Eg hef trú á að Svíar verði með
boltann mestan hluta leiksins,
en þeir verða að passa sig mjög vel
á skyndisóknum Islendinga. I hrein-
skilni sagt held ég þetta verði mjög
erfiður leikur fyrir Svía, því ég veit
að íslenska liðið er mjög gott hér
á heimavelli. Þetta verður því
spennandi leikur, og ég vona að
hann verði skemmtilegur fyrir
áhorfendur, sagði Bo Johansson í
samtali við Morgunblaðið.
Eftir frábært gengi á HM gæti
aðal vandamál Svía fyrir þennan
leik verið að ná upp réttri einbeit-
ingu; Heldurðu að þeim takist það?
„Ég tel, einsog þú, að það sé
mjög erfitt, en held að Tommy
Svensson og Tord Grip séu tveir
þeir bestu til að mótívera menn.
Það er alls ekki auðvelt að hafa
þessa hluti í lagi, og í því felst
möguleiki fyrir ísland, en þetta at-
riði er alls ekki eini möguleikinn.
Lið Islands er gott og í því eru
margir góðir leikmenn. í knatt-
spymu veit maður aldrei hvað ger-
ist, og þess vegna held ég að ísland
eigi góða möguleika."
Ef þú værir enn þjálfari Islands,
hvernig myndirðu láta liðið spila
gegn Svíunum; hvað myndirðu
segja strákunum fyrir leik gegn
sænska liðinu eins og það er í dag?
„Auðvitað er öest að hafa bolt-
ann. Ef tækifæri gefst til þess er
það vitaskuld besta leiðin og stjórna
leiknum þannig. Þá reynir maður
það, en ég reikna ekki með að leik-
urinn þróist þannig. Hlutfallið gæti
orðið 60% á móti 40% Svíum í hag,
en það þýðir ekki að úrslitin verði
endilega í samræmi við það. Við
lékum við Dani fyrir nokkrum árum
og mig minnir að mig hefðum bolt-
ann jafn mikið þeir og höfum feng-
ið betri marktækifæri en þeir. Leik-
urinn var reyndar markalaus en
nokkrum mánuðum síðar urðu Dan-
ir Evrópumeistarar. Þess vegna
eiga Islendingar auðvitað mögu-
leika gegn Svíum, jafnvel þó þeir
hafi orðið númer þrjú í heimsmeist-
arakeppninni.“
Myndirðu segja leikmönnum þín-
um að bíða aftarlega á vellinum,
láta Svíana koma og beita síðan
skyndisóknum? Er það eina leiðin?
„Ég held það sé ekki eina leiðin,
nei. Ef íslendingar fá að hafa bolt-
ann eitthvað að ráði — og ég held
Ásgeir vilji að það helst — fá þeir
fleiri möguleika en ella á að skapa
marktækifæri. Ef þeir eiga hins
vegar ekki möguleika á að vera
mikið með boltann verða þeir að
bakka, og bíða eftir skyndisóknun-
um. Og ef svo fer verður það í Iagi;
það hentar íslendingunum ágæt-
lega.“
Þú þekkir íslensku leikmennina
vel. Eru Svíarnir að þínu mati með
betri leikmenn í öllum stöðum?
„Ég hef séð alla íslensku leik-
mennina, en veit auðvitað ekki
hvernig byijunarliðið verður. En, já
- kannski er hægt að segja það
eftir frammistöðu þeirra á HM að
Svíar eigi að vera með betri menn
í öllum stöðum. Þeir urðu númer
þrjú og stóðu sig mjög vel, en ég
held þó að sumir íslendingarnir
geti komið sænska liðinu mjög á
óvart og sums staðar á vellinum
er ég á því að leikmenn íslands séu
betri.“
Eru það einhverjir sérstakir sem
þú ert með í huga?
„Já — Jolli [Eyjólfur] er mjög
góður og verður þeim áreiðanlega
mjög erfiður. Hann hefur öðlast
mikla reynslu. Ef Arnór verður í
réttu skapi og finnur sig vel verður
hann mjög hættulegur, og ef Siggi
Jóns og hinir miðjumennirnir leika
eins og þeir geta — baráttuandinn
verður í lagi — held ég að Svíar
verði í erfiðleiknum með að stjórna
miðsvæðinu."
/ hverju felst helsti styrkleiki
Svíanna að þínu mati? Hvað verður
erfiðast fyrir íslendingana að ráða
við?
„Styrkurinn felst fyrst og fremst
í skipulaginu. Það er mikill agi í
liðinu og allir hlutir vel skipulagðir.
Þeir geta alltaf spilað eins og þeir
vilja, en taka verður fram að ís-
lenska liðið er líka vel skipulagt á
sinn hátt. Svíarnir eru mjög agaðir
í vörninni, þó þeir sækji mikið er
alltaf í lagi með vörnina, hún er
alltaf vel skipulögð. Helstu vanda-
málin fyrir íslendingina verða „í
loftinu" fyrir framan íslenska mark-
ið. Ef Kennet Anderson og Martin
Dahlin spila verða þeir íslendingum
mjög erfiðir; þeir eru mjög sterkir
„í lpftinu" — ég er ekki viss um
að íslendingar geti ráðið við það.
Eins gæti orðið erfitt að ráða við
Martin Dahlin vegna þess hve hann
er ofboðslega fljótur.“
Þegar Johansson var að síðustu
beðinn að spá um úrslit leiksins,
sagði hann: „Svíar geta unnið 2:1
en leikurinn gæti alveg eins farið
1:1. Og ég yrði svo sem ekkert
mjög hissa þó ísland sigraði 1:0.
En ég er viss um að margir aðrir
yrðu mjög hissa!“
Erum ekki of
sigurvissir
- segir HM-stjarnan
Tomas Brolin um EM-
leikinn í kvöld
TOMAS Brolin, leikmaður með
Parma á Ítalíu, sagði við Morgun-
blaðið að leikurinn í kvöld yrði erfið-
ur. „íslendingar eru með gott lið
og við komum ekki til leiks of sigur-
vissir. Það er ekkert lið í Evrópu
auðvelt hvorki fyrir okkur né aðra
og hvað þá á útivelli," sagði Brolin.
Brolin sagðist einu sinni hafa komið
til íslands áður, en það var árið
1988 er hann lék með U-21 árs liði Svía
í Vestmannaeyjum. Fljótlega eftir það -
gerðist hann leikmaður á Ítalíu. „Ég er
búinn að leika á Ítalíu í fimm ár og lík-
ar vel,“ sagði hann.
„Við erum ailir staðráðnir í að gera
okkar besta. Islendingar eru þekktir fyr-
ir mikla baráttu og við eigum von á því
að þeir sýni hana í þessum leik. Öll lið
vilja vinna Svíþjóð. Flestir búast við ör-
uggum sigri okkar, en við erum jarð-
bundnir og gerum okkur grein fyrir mik-
ilvægi fyrsta leiksins í EM riðlinum. Við
stefnum að sjálfsögðu að því að tryggja
okkur sæti í úrslitakeppninni í Englandi
eftir tvö ár og til þess þurfum við að
byrja vel.“
Brolin sagðist ekki þekkja mikið til
íslenskrar knattspyrnu. „Ég veit jú að
tveir íslenskir leikmenn hafa staðið sig
vel með Örebro í sænsku deildinni. Ég
hef ekki séð íslenska landsliðið spila, en
við munum skoða íslenska liðið í leik á
myndbandi í kvöld [í gærkvöldi]. Svens-
son þjálfari veit allt um íslenska liðið —
maður kemur ekki að tómum kofanum
hjá honum.“
- Verða ekki mikil viðbrigði að spila hér
á íslandi í köldu veðri miðað viðhitamoll-
una á HM í Bandaríkjunum?
„Veðrið skiptir okkur engu máli þegar
inná völlinn er komið. Við höfum kynnst
ýmsu í gegnum árin og spilum okkar
leik. Það er ekkert betra að spila I of
miklum hita eins og var í Bandaríkjun-
um. Ég kann mun betur við þessa ís-
lensku veðráttu, sem er ekkert ósvipuð
því sem við eigum að venjast heima í
Svíþjóð.“
Ravelli spilar
Thomas Ravelli, markvörður, meiddist
í leik með IFK Gautaborg í sænsku deild-
inni um helgina, en sagðist, I samtali
við Morgunblaðið, engu að síður spila í
kvöld. Hann fékk högg á öxl snemma í
leik gegn Helsingborg og fór af velli í
hálfleik er staðan var 5:2, en IFK vann
6:3. Hann æfði ekkert að ráði fyrr en I
gær, en sagðist vera í góðu standi og
yrði á milli stanganna í kvöld.
Erfiðasti heimaleikur
íslendinga í keppninni
- segirÁsgeir Elíasson, landsliðsþjálfari um viðureignina við Svía
ISLAND byrjar að þessu sinni í Evrópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu með þvf að taka á móti bronsliði Svíþjóðar frá heims-
meistarakeppninni í Bandaríkjunum í sumar og hefst leikurinn
klukkan 20 á Laugardalsvelli fkvöld. Ásgeir Elíasson, landsliðs-
þjáifari, sagði við Morgunblaðið ígærkvöldi að allirteldu Svi'a
sigurstranglegri, sem þeir óneitanlega væru. Þess vegna væri
helsta álagið fólgið í þvf að vera að byrja í nýrri keppni, því
markmiðið væri að gera betur en síðast, þegar liðið náði 50%
árangri, sem er það besta í sögu landsliðsins. Til að ná markmið-
inu yrði helst að sigra í öllum heimaleikjunum og þessi væri sá
erfiðasti, en með samstilltu átaki allra, leikmanna og áhorfenda,
væri möguleiki fyrir hendi.
Asgeir tilkynnti byijunarliðið
eftir æfingu í gær, daginn
fyrir leik eins og hann hefur alltaf
gert. „Ég tel það vera betra fyrir
leikmennina, en ég verð ek.ki tilbú-
inn með varamennina fyrr en
skömmu fyrir leik. Hins vegar vor-
um við sammála um að 18 menn
væru í liðinu og tveir verða ekki á
bekknum.“
Svíar hafa kortlagt þetta lið og
sagðist Ásgeir ekki getað séð að
hann kæmi þeim á óvart. „Það er
smávegis nýtt í aukaspyrnum og
hornum, sem þeir hafa ekki séð hjá
okkur áður, en að öðru leyti hafa
þeir skoðað síðustu Ieiki okkar og
ég á von á að þeir viti hvað við
erum að reyna að gera.“
Hefðbundið hjá Svíum
Ásgeir sagði að vissulega gætu
Svíar sofnað á verðinum eftir vel-
gengnina á HM. „Það styrkir okkur
ekki en veikir þá og það hjálpar
okkur ef þeir eru öruggir og halda
að þeir þurfi ekki að hafa fyrir hlut-
unum. Það eru mestar lýkur á að
þeir sigri og það er erfitt fyrir þá
að fara í leikinn án þess að vera
nokkuð öruggir með sig, en þess
ber að geta að Svíar eru þjóða lík-
legastir til að ná réttri einbeitingu
í svona leik.“
Svíar hafa beitt 4-4-2 leikaðferð-
inni með góðum árangri undanfarin
ár og sagðist Ásgeir ekki gera ráð
fyrir að þeir breyttu út af vananum,
þó hann teldi að ein uppstilling
væri betri en aðrar gegn íslenska
liðinu. „Ég er ekki viss um að það
sé betra fyrir þá að breyta ein-
hveiju í leikstíl sínum, því þeir hafa
spilað svona lengi og gert það vel.“
Mótheijar Svía í HM fengu að
finna fyrir styrk Anderssons _og
Dahlins í fremstu röð og sagði Ás-
geir að áhersla yrði lögð á að vera
‘á varðbergi gagnvart þeim. „Við
verðum fyrst og fremst að reyna
að koma í veg fyrir krossana og
því kemur til með að mæða mikið
á vængmönnunum, miðjumönnun-
um og bakvörðunum.“
Ásgeir sagði alveg ljóst að þetta
yrði erfiður leikur í 90 mínútur, en
skipulagið yrði hefðbundið. „Við
byijum af fullum krafti, veijumst
þegar við þurfum og sækjum þegar
við þurfum og reynum að pressa
þá framarlega þegar tækifæri
gefst. Aðalmálið fyrir okkur er að
vera við sjálfir. Þetta er erfiðasti
heimaleikur okkar í keppninni og
sá sem líklegast er að við töpum,
en þó við séum aldrei ánægðir með
að tapa og viljum alltaf sigra skipt-
ir öllu að strákarnir standi sig vel
og geri sitt besta. Ég held að allir
sætti sig við það.“
Þáttur áhorfenda mikilvægur
Ásgeir sagði að þáttur áhorfenda
væri mjög mikilvægur og nefndi
þrennt í því sambandi.
„Áhorfendur geta spilað stórt
hlutverk með því að standa með
Reynum að gera
Svíunum Irfið leitl
- segir Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska liðsins
GUÐNI Bergsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í knatt-
spyrnu, segir að þó Svíar séu
með eitt besta lið í heimi verði
farið í Evrópuleikinn með sama
hugarfari og aðra leiki, að
sigra. íslenska liðið þurfi fyrst
og fremst að hugsa um eigin
leik og stefnan sé að gera vel,
hvort sem er í vörn eða sókn.
Guðni sagði að í raun væri þetta
eins og hver annar leikur.
„Við stillum upp eins og venjulega
og síðan verðum við að taka því sem
að höndum ber. Við vitum af Ánders-
son og Dahlin frammi og höfum
fuilan hug á að halda þeim niðri.
Við gerum það best með því að vera
fastir fyrir og vel vakandi, en við
þurfum ekki að gera sérstakar ráð-
stafanir vegna fyrrnefndra manna.
Vissulega er ógn af þeim í loftinu
og við verðum að stöðva þá þar, en
það kemur í ljós hvernig við förum
að _því.“
í stórmótum hefur yfirleitt verið
á brattann að sækja hjá íslandi og
sagði Guðni að álagið væri því oft
Forsalan
lofar gódu
Tæplega átta þúsund miðar höfðu selst í
forsölu í gær. Eggert Majgnússon, for-
maður Knattspyrnusambands Islands, sagði
í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að bæta
við tveimur sölustöðum, á bílastæðunum í
Kringlunni og við Ikea í Holtagörðum, í
tengslum við sérstakar strætisvagnaferðir
þaðan á leikinn og til baka.
„Lögreglan kemur til með að stjórna um-
ferðinni í Laugardal og beina fólki á bíla-
stæði,“ sagði Eggert. „Hins vegar lofar forsal-
an mjög góðu og það stefnir í sérlega góðan
stuðning, jafnvel aðsóknarmet á landsleik,
sem er rúmlega 15.000 manns. Þess vegna
tel ég ástæðu til að ítreka að fólk kaupi miða
í forsölu og mæti tímanlega til að forðast
óþarfa bið utan vallar.“
Þess má geta að spáð er ágætis knatt-
spyrnuveðri, svipuðu og var í gærkvöldi.
T
Þjálfari:
Varamenn:
(5 af 7)
Ásgeir Elíasson
Kristján Finnbogason
Izudin Daði Dervic
Ólafur Þórðarson
ÓlafurAdolfsson
Bjarki Gunnlaugsson
Haraldur Ingólfsson
Arnar Grétarsson
Sigursteinn;
Gíslason
Martin
Dahlin
Birkir
Kristinsson
Þjálfari:
Varamenn:
(5 af 7)
Tommy Svensson
Lars Eriksson
Pontus Kámark
Mikael Nilsson
Jesper Blomquist
Magnus Erlingmark
Stefan Rehn
Henrik Larsson
Tomas
Brolin
Hákoní
Mild
Roland
Nilsson
Joachim
Bjðrklund
Stefan
SchwartZ'
Kennet
Anderson
Klas
Ingesoh
Thomas Ravelli
okkur allan tímann, hvað sem taut-
ar og raular, og snúast aldrei gegn
liðinu. í öðru lagi með því að reyna
að draga örlítið niður í Svíunum,
sem skiptir kannski ekki megin
máli, því þeir eru vanir að sigra á
útivelli fyrir fullu húsi, 50 til 60
þúsund manns. í þriðja lagi geta
áhorfendur haft áhrif á það að við
fáum dæmd vafaatriði okkur í hag
eins og liðin fá á heimavöllum, þeg-
ar við leikum úti — stuðla að því
að Svíarnir fái sömu meðhöndlun
og við fáum á útivelli.“
Hann sagði að yfirleitt létu áhorf-
endur hérna ekki í sér heyra nema
þegar vel gengi, en mikilvægt v-æri
að þeir væru með allan tímann.
„Áhorfendur vilja ekki að boltinn
rúlli Ijórum til fimm sinnum á milli
öftustu varnarmanna og láta oft
óánægju sína í ljós, þegar það ger-
ist. Hins vegar væri gott ef strák-
arnir fengju frið til þess að vera
með boltann án þess að fólk heimti
beinar sóknaraðgerðir. Stór hluti
af þessu er að sýna þolinmæði því
ég á ekki von á að Svíarnir pressi
mjög framarlega, en þeir gætu orð-
ið óþolinmóðir og komið framar, ef
við höldum boltanum. Þá yrði auð-
veldara fyrir okkur að beita bein-
skeyttari sóknaraðgerðum og að því
er stefnt.“
minna. „Við höfum alltaf verið í
þessu hlutverki og höfum því allt
að vinna. Hins vegar er ekki okkar
stefna að liggja í nauðvörn, heldur
reynum við að byggja upp eftir bestu
getu, koma miðjunni inn í spilið og
þjarma að þeim. Samt verður að
hafa í huga að erfitt er að plana
fyrirfram og leggja upp fastmótaða
hluti, því totboltinn er óútreiknan-
legur. Svíar eru fullir sjálfstrausts
og gera ráð fyrir sigri, en við reynum
að gera þeim lífið eins leitt og við
mögulega getum, því við stefnum
líka að sigri.“
Líklegt byrjunarlið Svía
Arnór Guðjohnsen
Úrslitin
undir okk-
ur komin
ARNÓR Guðjohnsen er með
reyndari knattspyrnumönn-
um landsins og segir að
ekkert sé ómögulegt. „Svíar
eru mjög skipulagðir og við
verðum að reyna að rugla
þetta skipulag, en það get-
um við gert með því að ná
toppieik."
Arnór sagði að svonefndar
stjörnur í sænska liðinu
væru það ekki þar, því liðið
byggðist á sterkri liðsheild. „Ef
liðið nær ekki vel saman njóta
einstaklingarnir sín ekki, en
Svíarnir hafa leikið lengi saman
og vinna sem ein heild. Við verð-
um að reyna að nýta sóknirnar,
fá boltann fyrir framan mark
þeirra á svipaðan hátt og við
gerðum gegn Eistlandi fyrir
norðan. Eins verðum við að va-
rast skyndisóknir þeirra og við
vitum hvað Andersson er sterkur
i loftinu.“
Ekki hefur farið framhjá nein-
um að Svíar urðu í þriðja sæti í
heimsmeistarakeppninni í
Bandaríkjunum fyrr í sumar og
sagði Arnór að þess vegna væri
gott að mæta þeim núna. „Ég
þekki það af eigin reynslu að það
er alltaf erfítt að koma mönnum
af stað eftir mikla velgengni. Þó
Svíar séu 100% atvinnumenn og
vanmeti ekki mótherjana er þetta
ekki stærsti leikurinn í þeirra
augum og við verðum að hafa
það hugfast. Við verðum að spila
okkar leik en ekki hegða okkur
eftir því sem þeir gera. Við verð-
um að vera gífurlega frekir í öll-
um návigum og gefa hvergi eft-
ir. Með öðrum orðum eru úrstitin
undir okkur sjálfum komin.“