Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 1
HEIMILI FÖSTUDAGUR16. SEPTEMBER1994 Minnst byggií Danmörku Fullgerðar íbúðir á Norðurlöndum 1975-1993 Á hverja 1.000 íbúa ÞAÐ er víðar enn á Islandi, sem samdráttur hefur orð- ið í íbúðarbyggingum. Þannig hefur orðið mikill samdráttur í íbúðarbyggingum bæði í Dan- mörku og Noregi á undanförn- um árum, enda þótt þróunin í þessum löndum hafi snúizt til betri vegar í ár, einkum í Dan- mörku. Sveiflur í smíði nýrra íbúða hafa raunar verið miklar alls staðar á Norðurlöndum. Hér á landi var mest byggt á árunum 1977 og 1978, þegar fullgerðar voru liðlega 10 nýjar íbúðir á hverja 1.000 íbúa á ári. Undan- farin þrjú ár hafa þær verið um sex. Athygli vekur, hve íbúðar- byggingar hafa verið miklar í Finnlandi, enda þótt þær hafi verið sveiflukenndar þar sem annars staðar. Þess má þó geta, að íbúðir í Finnlandi eru yfirleitt minni en hér. (Heimild: Húsnæðisstofnun rík- isins) Wt *»yss- ingarsvæði i Kópatogi SVIÞJOÐ n 9,1 DANMÖRK 8 J-7 UPPBYGGING á hinu nýja byggingarsvæði austan Reykjanesbrautar í Kópavogi er þegar hafin og fyrsti bygging- arkraninn kominn á vettvang. Þar er að verki byggingarfélagið Kambur hf., sem hyggst byggja bæði raðhús, parhús og fjölbýl- ishús á svæðinu, alls 26 íbúðir. í viðtali við Sigurð Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kambs og arkitektana Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson er fjall- að um þessar nýbygging- ar og byggingasvæðið, a. sem nú er eitt hið eftir- sóttasta á höfuð- ráfg borgarsvæðinu. Heimild: Húsnæðisstofnun Raunávöxtun á ári sl. 6 ár. Kostir Sjóðs 2 eru fleiri en góð ávöxtun: • Afbragðs ávöxtun; 9% ársraunávöxtun sl. 6 ár. • Hægt að taka út hvaða upphæð sem er hvenær sem er án kostnaðar. • Missa ekki af tækifæri. • Fullkomin áhættudreifing. Hvers vegna er Sjóður 2 fyrir þig? Vilt þú hafa reglulegar tekjur af sparifé þínu? Sjóður 2 er Spegilsjóðurinn sem greiðir vexti jjórum sinnum á ári og er því sniðinn fyrir þá sem vilja reglulega fá greiddar tekjur af sparifé sínu til að bœta við aðrar tekjur. Hann hentar t.d. mjög vel ef þú ert að komast á efiirlaun og vilt auka við lífeyrisgreiðslurnar. Hann fylgir ávóxtun íslenskra markaðsskuldabréfa og fjárfestir einungis í traustum skuldabréfiim. 1töflunni hér sést hve háar mánaðarlegar vaxtagreiðslur geta orðið miðað við mismunandi vexti og mismunandi fjárhaðir. Höfuðstóllinn helst óskertur og verðtryggður. Vextir Höfúðstóll 3 m. kr. 5 m. kr. 10 m. kr. 5% 12.500 kt. 21.000 kr. 41.700 kr. 6% 15.000 kr. 25.000 kr. 50.000 kr. 7% 17.500 kr. 29.200 kr. 58.300 kr. Nú er kominn nýr bæklingur um Verðbréfasjóði VIB. Hann liggur frammi í afgreiðslu VIB og útibúum Islandsbanka um allt land. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, sími: 91 - 608 900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.