Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Fulltrúar minnihlutans ístjórn Skútustaðahrepps
Taka ekki þátt í störfum
s veitarstj órnarinnar
MINNIHLUTINN í sveitarstjórn Skútustaðahrepps lýsti því
yfír á fundi sveitarstjómar á sunnudagskvöld að hann myndi
ekki taka þátt í störfum sveitarstjórnar að svo komnu máli.
Kári Þorgrímsson annar af
tveimur minnihlutamönnum sagði
samþykkt sveitarstjórnar um
skólamál hafa verið kornið sem
fyllti mælinn.
„Við lögðumst gegn þessari af-
greiðslu því við teljum hana ganga
of skammt, eða í rauninni ekki
neitt,“ sagði Kári.
„Það er víðs fjarri að um ein-
hvem sáttagrundvöll sé að ræða
og þessi lausn hefur aldrei haft
hljómgrunn hér þannig að ekki er
hægt að líta á þetta sem sáttaboð.
Þá felur þessi samþykkt í sér stór-
felldan niðurskurð á kennslu á
Skútustöðum frá því sem var í
fyrra og loks felur hún í sér að
Skútustaðakóla skuli lokað eftir
tvö ár.“
Skoða rekstur skólasels
Kári sagði að stefna minnihlut-
ans í sveitarstjórn hefði verið að
bjóða upp á kennslu á Skútustöð-
um fyrir alla árganga ef það væri
kleift, þannig að samþykkt sveit-
arstjórnar væri eins ósamþýðanleg
þeirra sjónarmiðum og verða
mætti.
Suðursveitungar eru nú að
skoða hvaða leiðir eru færar í stöð-
unni, m.a. hvort möguleiki sé á
að foreldrar standi sjálfir að
rekstri skólasels að Skútustöðum.
Glæsileg raðhús
á Akureyri
Trésmíðaverkstseði Sveins Heiðars hf. er með í byggingu 16 raðhúsa-
íbúðir við Huldugil í Giljahverfi á Akureyri, en það hverfi er verið að byggja
upp. ( næsta nágrenni verða verslanir, grunnskóli og leikskóli.
íbúðirnar eru seldar allt frá því að vera tilbúnar undir málningu og upp í það
að vera fullbúnar. Stærð íbúða er frá 123 til 140 fm fyrir utan bílskúr en
áföst bifreiðageymsla fylgir hverri íbúð. Auk þess er um 20 fm herbergi yfir
bílskúr. Hægt er að gera ýmsar breytingar á innra skipulagi íbúða, s.s.
stærð herbergja, í samráði við seljanda, sem hefur lítinn eða engan
kostnaðarauka í för með sér.
(búðimar eru afhentar eftir óskum hvers og eins allt
frá nokkrum vikum upp í 17? ár.
Hafið samband og við sýnum ykkur íbúðirnar.
Tryggið ykkur vandaða eign á góðu verði.
(STpi Trésmíðaverkstæði
OH Sveins Heiðars hf.
Skipagötu 16, 600 Akureyri.
Símar 96-12366 og 985-27066. Fax 96-12368
Skrifstofan er opin frá kl. 14-17, mánudaga - föstudaga
Sveinn Heiðar Jónsson, framkvæmdastjóri, Bæjarsíðu 5, 603 Akureyri sími 96-21589
Fræðslustjórinn á
Norðurlandi eystra
Sáttaflötur
ekki auð-
fundinn
„NIÐURSTAÐAN er sú að
suðursveitungar ætla ekki að
þiggja boð sveitarstjórnar um
að kennsla fyrsta tii þriðja
bekkjar fari fram í Skútustaða-
skóla þetta árið og það næsta
og hyggjast leita annarra úr-
ræða. Það er sem sagt engin
lausn fundin í deilunni,“ sagði
Trausti Þorsteinsson, fræðslu-
stjóri Norðurlands eystra, en
hann hitti heimamenn í Mý-
vatnssveit í gær og farið var
yfir stöðu mála.
Trausti sagðist ekki geta
tekið fram fyrir hendur sveitar-
stjórnar sem endanlega hefði
ákveðið að færa allt skólahald
í sveitinni yfír í Reykjahlíðar-
skóla. Málinu var vísað til
fræðslustjóra fyrir nokkru og
sagði Trausti að unnið hefði
verið að þvi að fínna sáttaflöt
í málinu sem ekki væri auð-
fundinn.
Tilfinningalegir þættir
varðandi búsetu og byggð
„Við verðum að vinna innan
þess ramma sem okkur er sett-
ur. Við þurfum að tryggja að
námstilboð sem nemendum er
boðið upp á sé fullnægjandi og
það er mat okkar að það fyrir-
komulag sem sveitarstjórn hef-
ur sett upp sé við hæfi. Aftur
á móti getum við ekki sett okk-
ur inn í tilfinningalega þætti
er varða búsetu og byggð í
hveiju sveitarfélagi,“ sagði
Trausti.
Messur
KYRRÐARSTUND verður í há-
deginu á morgun, miðvikudaginn
28. október frá kl. 12 -13 í Glerár-
kirkju. Orgelleikur, helgpstund,
altarissakramenti og fyrirbænir.
Léttur málsverður að stundinni
lokinni.
MORE
111 disklingar7
kn 1.110,- ' #
BOÐEIND
Austurströnd 12
Sími 612061 • Fax 612081
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Við Grænavatn í Mývatnssveit
GAMLI bærinn á Grænavatni í Mývatnssveit var reistur árið
1913. Hann hefur verið á húsfriðunarskrá lengi en fjárframlög
til viðhalds hafa ekki fengist fyrr en á þessu ári er unnið að
hönnun vegna frekari uppbyggingar. Þríbýli hefur verið á
Grænavatni frá aldaöðli og þar bjuggu gjarnan fjórar fjölskyld-
ur auk vinnufólks. Hjónin Sigurður Þórisson og Þorgerður
Benediktsdóttir bjuggu í gamla bænum frá árinu 1947 til 1969.
Á myndinni eru barnabörn þeirra, Brynja, Arna og Hrólfur.
Samþykkt sveitarstj órnar
Yngstu bömin í Skútu-
staðaskóla næstu tvö ár
Björk, Mývatnssveit.
SVEITARSTJÓRN Skútustaða-
hrepps samþykkti eftirfarandi á
fundi sínum á sunnudagskvöld:
„Sveitarstjórn harmar átök og
ósamkomulag sem orðið hefur
vegna ákvörðunar um skóla-
skipulag við grunnskóla Skútu-
staðahrepps. Ákörðun um að
sameina skólahaldið á einum
stað er byggð á faglegum og
fjárhagslegum forsendum sem
hafa það markmið að byggja upp
gott og öflugt skólahald á sem
hagkvæmastan hátt. Allt frá því
að hugmyndir um að flytja alla
starfsemi grunnskólans í eitt
skólahús í Reykjahlíð komu upp
hafa þær mætt harðri andstöðu
foreldra barna sem eiga lengri
leið í skóla í Reykjahlíð en að
Skútustöðum.
Ekki hefur náðst eða verið
gert neitt samkomulag um með
hvaða hætti flutningurinn fari
fram. í kjölfar harðra viðbragða
við flutningi allrar kennslu í
nýtt skólahús í Reykjahlíð haust-
ið 1993 ákvað sveitarsljórn ein-
hliða að 1. til 3. bekk yrði kennt
í einni bekkjardeild á Skútustöð-
um næstu þrjú ár og síðar að
4. til 7. yrði kennt í annarri
bekkjardeild á Skútustöðum í
heilt ár. Þau sem mótmæltu.
ákvörðun um breytt skólaskipu-
lag samþykktu þetta ekki sem
samkomulag að framtíðarlausn,
því hefur ekkert samkomulag
verið brotið.
Sveitarstjórn telur að náms-
framboð, kennsluaðstaða og
skólaskipulag sem boðið er í
grunnskóla Skútustaðahrepps
uppfylli skyldur sem sveitararfé-
lagið ber gagnvart skipulagn-
ingu og framkvæmd grunnskóla-
starfs. Aðstöðu til leikfimi-
kennslu þarf að bæta og er unn-
ið að því. Sveitarstjórn fellst
ekki á að kennslufyrirkomulag
geri sumum grunnskólanemum
. í sveitarfélaginu ókleift að sækja
skóla. Með samstarfi við foreldra
og forráðamenn barna eru kost-
ir fyrir hendi sem mundu stytta
ferðatíma þeirra sem lengsta
leið eiga til skólans. Sveitar-
stjórn getur ekki fallist á að
skólaskipulag í grunnskóla sé
samningsmál milli sveitarsljórn-
ar og foreldra sem eiga börn í
skólanum á hveijum tíma.
Sveitarsljórn mun ekki víkja
frá samþykktum sínum um að
færa allt skólastarfið í nýtt hús
í Reykjahlíð. Þrátt fyrir þetta
er sveitarstjórn reiðubúin að
fresta flutningi 1. til 3. bekkjar
frá Skútustöðum þetta skólaár
og það næsta. Þá er sveitarsljórn
tilbúin að taka þátt í skipan
starfshóps sem ætlað er að
Ieggja mat á það skólaskipulag
sem boðið er, nýtingu skólahús-
næðis í sveitinni og setja fram
ábendingar um það sem betur
má fara með liag skólastarfins
og nemenda í huga enda sé skýrt
að sú tilhögun sé til lausnar þeim
harða hnút sem málið er í. Sveit-
arsfíórn vísar frá sér allri
ábyrgð á aðgerðum sem efnt
hefur verið til í því skyni að
hnekkja ákvörðun skólanefndar
og sveitarstjórnar um skóla-
skipulag og bitnað hefur hart á
viðkomandi börnum. Sveitar-
stjórn telur einnig brýnt að þeg-
ar geti hafist kennsla þeirra
barna sem ekki hafa sótt skóla
að undanförnu. Allir nemendur
eru velkomnir til skólastarfsins
og mun starfslið skólans, skóla-
nefnd og sveitarstjórn geta allt
sem í þeirra valdi stendur til að
ágreiningur sem uppi er hafi
ekki áhrif á líðan eða árangur
þeirra í skólanum. Með þessari
samþykkt telur meirihluti sveit-
arstjórnar sig koma verulega til
móts við tillögur minnihlutans
með því að fresta flutningi 1. til
3. bekkjar frá Skútustöðum
þetta skólaár og það næsta.“
yri
Þriðjudaga, fímmtudaga,
föstudaga og sunnudaga.
Verð frá kr. 3.200
(fs
fTuc]fol«*c|
nordurlands IiT
SÍMAR 96-12100 og 92-11353