Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 25
Landspítalalóð, opnun Fæðingarheimilisins sem er innan
seilingar, aukna þjónustu við aldraða, öryggisnet fyrir
launalága, sem hafa mikinn kostnað af heilbrigðisþjón-
ustunni og fleira. Og almennt að heilbrigðisþjónustan hafi
gengið vel fram, án nýrra þjónustugjalda og teljandi og
óeðlilegs útgjaldaauka, þá tólf mánuði sem ég gegndi störf-
um heilbrigðisráðherra.
Margt ofsagt
í þessari greinargerð hef ég drepið á nokkur þau at-
riði, sem oftast og helst eru nefnd til sögu, þegar gagnrýni
á mín störf eru borin á borð. Ýmis önnur atriði hefur að
sönnu borið á góma, en ef marka má spurningar frétta-
manna hygg ég þau sem ég hef hér nefnt til sögu, vera
þau sem helst hefur óskað frekari og nánari skýringa við.
í hita umræðunnar hefur ýmislegt verið sagt. Margt
af því ofsagt. Engin þau mál sem mér hafa verið borin á
brýn eru þess eðlis að varði við lög. Enginn hefur haldið
slíku fram. Enda ekki um slíkt að ræða.
Einstaka maður hefur farið fram á afsögn mína takist
mér ekki að gera nánari grein fyrir málstað mínum gagn-
vart þeim ávirðingum sem á mig hafa verið bornar. Ég
vænti þess að þessi ítarlega greinargerð taki af öll hugsan-
leg tvímæli um raunveruleika mála. I öllum umræðum um
mikilvæg mál er nauðsynlegt að missa aldrei sjónar af
meginatriðum. Ég segi enn og aftur, að ég er ekki fullkom-
inn, fremur en nokkur annar. í þessari greinargerð játa
ég að ég hefði getað staðið betur að tilteknum málum; s.s.
í málum tryggingayfirlæknis og hvað varðar upphæð
greiðslu til upplýsingafulltrúa. Það viðurkénni ég. Um
önnur kunna að vera skiptar skoðanir. Og enn önnur njóta
almennrar viðurkenningar og stuðnings.
Öll mannanna verk eru umdeilanleg. Líka þeirra sem
opinberlega og í felum átelja mig og öll mín verk.
Ég tel einnig nauðsynlegt að vekja sérstaka athygli á
því, að í allri þessari orrahríð hef ég aldrei í svörum mín-
um vikið einu orði að verklagi annarra stjórnmálamanna
og stjórnmálaflokka. Ekki kveðið upp dóma yfír öðrum
eða bent á hliðstæður. Margir sem við mig hafa talað,
hafa viljað tína til umdeildar ráðningar annarra flokka og
stjórnmálamanna í gegnum tíðina til að undirstrika þetta
óeðlilega einelti í minn garð, eins og margir viðmælendur
mínir hafa orðað að. Við þeim áskorunum hef ég ekki
orðið. Ég hef ekki viljað standa þannig að málum.
Stjórnmálamenn eru og eiga að vera viðbúnir gagn-
rýni. Þeir eru hins vegar mannlegir eins og aðrir, með
sínar tilfinningar, hugsjónir og þrár. Þeir eru ekki úr
marmara. Þeir eiga fjölskyldur sem eiga þess ekki kost
að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er eins með stjórnmála-
menn og aðra einstaklinga, að með óvönduðum málflutn-
ingi er unnt að grafa undan mannorði með skjótum hætti.
Lengri tíma tekur að leiðrétta og lagfæra; byggja upp
aftur. Sannleikurinn er líka sá, að oft verður hönd skamma
stund höggi fegin.
Ég vil þakka heilshugar þeim fjölmörgu sem hafa sýnt
mér, konu minni og börnum velvild á erfiðum dögum mig
og stutt við bak mitt í þessari erfiðu orrahríð síðustu daga
og vikur. Sá stuðningur hefur birst í samtölum, bréfum,
skeytum, símtölum og með ýmsum öðrum hætti, beint og
óbeint. Þessi stuðningur hefur birst jöfnum höndum frá
flokkssystkinum mínum sem og mörgum öðrum. Hann
hefur verið ómetanlegur.
Kjósendur hafa síðasta orðið
Ég er reiðubúinn eins og allir stjórnmálamenn að lúta
dómi kjósenda. í lýðræðislegu þjóðfélagi, í réttarríki, eru
sækjendur ekki um leið dómarar. Fjölmiðlar hafa hlut-
verki að gegna. Þeir sækja fram. Stundum með meira
kappi en forsjá. En allt um það, þá er það ekki þeirra
hlutverk að kveða upp úrskurði yfir stjórnmálamönnum.
Það er hlutverk kjósenda.
Það styttist í kosningar. Störf mín í fortíð, nútíð og
framtíð verða þar vegin og metin. Ýmis verk mín hafa
hlotið gagnrýni. Frekari skýringa hefur verið óskað. Ég
vona að greinargerð mín hér svari þeim álitaefnum. Það
mun ég gera áfram eftir því sem tilefni gefast á komandi
kosningavetri, auk þess að gera grein fyrir öllum öðrum
störfum mínum og sjónarmiðum fyrr og nú. Ég er baráttu-
maður, en ég játa að fremur vil ég sjá framan í andstæð-
inga mína, en hafa þá í felum, þegar ræða þarf mál, s.s.
gagnrýni á mín störf.
í mínu kjördæmi, Reykjaneskjördæmi, verður sennilega
viðhaft prófkjör um röð efstu manna á lista Alþýðuflokks-
ins vegna þingkosninganna sem fram fara eigi síðar en í
apríl næstkomandi. Það mun fara fram á næstu vikum
eða mánuðum. Þá gefst mínum flokkssystkinum og öllum
stuðningsmönnum Alþýðuflokksins kostur á því að meta
mín störf og kveða upp dóma. Það sama gildir um aðra
félaga minna sem þar munu gefa kost á sér. í kosningun-
um sem fram fara eigi síðan en í apríl er síðan stóri dóm-
ur almennings kveðinn upp yfir stjórnmálamönnum og
stjórnmálaflokkum.
Þetta eru þeir dómar sem stjórnmálamenn eiga að hlíta.
Það mun ég gera.
Alþýðuflokkurinn hefur átt undir högg að sækja upp á
síðkastið. Brotthvarf Jóhönnu Sigurðardóttur úr flokknum
hefur sín áhrif. Hin neikvæða umræða um mig og mín
mál hefur einnig áhrif. Ég vil hins vegar gera allt' sem í
mínu valdi stendur til að þétta raðirnar og styrkja einhug
okkar jafnaðarmanna. Með góðu starfi, málefnalegum og
réttsýnum málflutningi er ég hins vegar þess fullviss að
almenningur mun skilja hismið frá kjarnanum, greina aðal-
atriði frá aukaatriðum og gera sér ljóst að verk Alþýðu-
flokksins fyrr og síðar hafa orðið til þess að gera þjóðfé-
lag okkar betra.
Yfirlýsing
Ég, Magnús Baldursson, skólafulltrúi í Hafnarfirði, vil að gefnu tilefni taka
það fram að það eru rangar fullyrðingar að Guðmundur Árni Stefánsson fyrrum
bæjarstjóri í Hafnarifrði hafi haft með að gera ráðningu í starf húsvarðar í Hva-
ieyrarskóla. Það var mitt verk sem skólafulltrúa og síðar skólanefndar Hafnar-
fjarðar.
Hafnarfirði 22. september 1994,
Magnús Baldursson.
Félagsmálaráðherra, Hafnarfirði 17/9 ’94
Guðmundur Árni Stefánsson,
Stekkjarhvammi 62,
220 Hafnarfirði.
í tilefni af þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað að undanförnu um þig og
þín embættisverk, vill stjórn Listahátíðar í Hafnarfirði taka fram eftirfarandi atriði:
Allar ákvarðanir um einstök dagskráratriði Listahátíðar 1993 voru teknar af
stjórn hátíðarinnar án þinna afskipta. Þegar stjórnin óskaði eftir þátttöku Finns
Torfa Stefánssonar í LIH ’93, var sú ákvörðun eingöngu tekin á grundvelli list-
fræðilegra forsenda sem hafði ekkert með þig þína persónu, pólitískar skoðanir
eða fjölskyidutengsl að gera. Finnur Torfi er að okkar mati eitt af athyglisverð-
ustu tónskáldum yngri kynslóðarinnar. Það hefur verið sú stefna sem stjórn LÍH
hefur gefið sér við val listamanna, að gefa slíku fólki tækifæri til að sýna hvað í
því býr.
Hvað varðar gagnrýni okkar á störf fjármálastjóra LÍH ’93, þá teljum við að
hvorki sé við þig, né aðra starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar að sakast. Hann verð-
ur sjálfur að axla ábyrgð verka sinna.
í bæjarstjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í Hafnarfirði var
undir þinni stjórn lagður grunnurinn að þeirri menningarmálastefnu sem hefur
verið forsenda þeirrar miklu menningaruppbyggingar sem átt hefur sér stað í
bæjarfélaginu. Þár er miðstýringu hafnað, en frumkvæði listamanna og listáhuga-
manna virkjað til fullnustu í samstarfi við bæjarfélagið. Þetta viðhorf er einstætt
í íslensku samfélagi.
Við lýsum þeirri skoðun okkar að ef ekki hefði notið áhuga og velvildar þinnar
í garð menningarinnar í Hafnarfirði, hefði sú vakning meðal hafnfirskra lista-
manna sem átt hefur sér stað vart orðið að veruleika.
Að síðustu viljum við vara ráðamenn og fjölmiðlafólk við hættunni á alvarlegu
niðurbroti íslenskrar menningar í kjölfar óábyrgrar umfjöllunar af því tagi sem
þjóðin hefur undanfarið orðið vitni að. Eftir stendur sú staðreynd að Hafnfirðing-
ar hafa unnið þrekvirki í menningarmálum á aðeins örfáum árum. Menn skulu
minnast þess að það er afar auðvelt að drepa nýgræðinginn og þá tapa allir, hvar
í flokki sem þeir standa.
Virðingarfyllst.
Gunnar Gunnarsson
Sverrir Ólafsson
Örn Óskarsson.
22. júlí 1994
Yfirlýsing
Vegna umfjöllunar vikublaðsins Pressunnar um viðskilnað fráfarandi heilbrigðis-
ráðherra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vilja hlutaðeigandi aðilar
upplýsa eftirfarandi:
Ráðstöfunarfé ráðherra
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur heimild til að veita framlög og
styrki af eftirfarandi fjárlagaliðum:
08-199 Ráðstöfunarfé ráðherra
08-399.1.90 Heilbrigðismál, ýmis framlög, þ.e.a.s. þeim hluta sem fjárlaga-
nefnd Alþingis ráðstafar ekki.
Heilbrigðisráðherra hefur á árinu 1994 eftirfarandi til ráðstöfunar:
Fjárlagaliður 08-399-1.90 Ýmisframlög 1994 3.300 þús.kr.
fluttur rekstrarafgangur frá 1993 11.131 þús.kr.
Fjárlagaliður 08-199 Ráðstöfunarfé ráðherra 8.000 þús.kr.
Samtals til ráðstöfunar 22.431 þús.kr.
Eftirfarand: úthlutun hefur farið fram á árinu 1994:
BundiðfévegnaBláalónsnefndarfrál993 2.588 þús.kr.
Greiddir styrkir og framlög skv. bréfum undirr. af G.Á.S. 7.290 þús.kr.
Ógreiddir styrkir og framiög skv. bréfum undirr. af G.Á.S. 3.950 þús.kr.
Greiddönnurframlögogkostnaðurjan-júní’94 1.784 þús.kr.
Til síðari ráðstöfunar heilbrigðisráðherra á árinu 1994 6.819 þús.kr.
Rekstrarhagræðing
í fjárlögum 1994 eru 58,6 m.kr. í rekstrarhagræðingarsjóðj heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis.
Samkvæmt beiðni fjármálaráðuneytis var tillögum um úthlutun úr sjóðnum
skilað í lok marsmánaðar.
Áfengisvarnir og bindindismál
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tók þá ákvörðun að úthluta úr áfengi-
svarnasjóði í upphafi árs, en venja hefur verið að úthluta tvisvar á ári. Við úthlut-
un úr áfengisvarnasjóði 1994 gerði ráðherra hlutaðeigandi aðilum grein fyrir að
ekki yrði um frekari úthlutun að ræða á árinu.
Verktakasamningur heilbrigðisráðherra við
upplýsinga og kynningarfulltrúa
Um greiðslu til upplýsinga- og kynningarfulltrúa segir svo í 3. gr. samningsins:
„Greiðsla til verksala skal nema 225.440,- fyrir hvern unninn dagatalsmánuð,
innifalin í þeim greiðslum eru launatengd gjöld. Þar að auki greiðist verksala
orlof sem nemur uppsöfnuðum orlofsréttindum launþega og miðast við umsamd-
ar greiðslur í samningi þessum. Yfn-vinna skal greiðast samkvæmt reikningi.
Greiðslur skulu fyrirfram greiddar. Virðisaukaskattur er ekki innifalinn í ofan-
greindri þóknun."
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur greitt sjö reikninga á árinu
1994, samtals að fjárhæð 3.127 þús. kr. Innifalið í þeim greiðslum er yfirvinna,
24,5% virðisaukaskattur, 6% lífeyrissjóðsframlag og 7% tryggingagjald. Ef frá
er dreginn virðisaukaskattur og launatengd gjöld er launaþáttur þessara greiðslna
samtals 2.222 þús. kr. eða að meðaltali 317 þús.kr. á mánuði.
Enginn ágreiningur er milli fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra um
fjármál heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og því allar fullyrðingar um
að til standi skoðun eða rannsókn á fjárreiðum ráðuneytisins úr lausu lofti gi-ipn-
ar. Umfjöllun Pressunnar með hliðsjón af ofangreindu er því ekki í samræmi við
staðreyndir.
Guðmundur Árni Stefánsson Sighvatur Björgvinsson
(sign) (sign)
Hvalfiarðargöngin
Vali á
verktaka
frestað um
2-3 vikur
HÓPUR sérfræðinga á vegum Spalar
hf., sem hefur farið yfir tilboð þriggja
hópa verktakafyrirtækja í gerð jarð-
ganga undir Hvalfjörð á undanförn-
um vikum, átti langan fund með
fulltrúum verktakafyrirtækjanna sl.
föstudag.
Að sögn Guðlaugs Hjörleifssonar,
verkefnisstjóra Spalar hf., vantar
enn upplýsingar áður en hægt verður
að taka ákvörðun um að ganga til
samningaviðræðna við einn bjóðanda
í verkið og var ákveðið að fresta því
í tvær til þijár vikur til viðbótar á
meðan verið er að afla þeirra.
Þegar tilboð voru opnuð í gerð
jarðganganna um seinustu mánaða-
mót var gert ráð fyrir að niðurstaða
um hvaða verktakahópur yrði fyrir
valinu lægi fyrir upp úr miðjum sept-
ember og að hægt yrði að hefja fram-
kvæmdir fyrir árslok. Forráðamenn
Spalar gera sér vonir um að þrátt
fyrir þessa seinkun standist tímaá-
ætlanir um framkvæmdirnar, skv.
upplýsingum Guðlaugs.
-----♦ ♦ ♦
Heimsmeistara-
mótið í brids
Fjögur pör
á leið í undan-
úrslitin
FJÖGUR íslensk hridspör voru í gær
á góðri leið með að tryggja sér sæti
í undanúrslitum heimsmeistaramóts-
ins í tvímenningi sem nú fer fram í
Albuquerque í Nýju-Mexíkó.
Jakob Kristinsson og Matthías_
' Þorvaldsson voru í 2. sæti eftir tvær
umferðir af þremur í undankeppni í
opnum flokki. Björn Eysteinsson og
Aðalsteinn Jörgensen voru í 48. sæti
og Karl Sigurhjartarson og Þorlákur
Jónsson voru í 115. sæti. Alis taka
396 pör þátt í mótinu og 180 pör
komast áfram í undanúrslitin.
í kvennaflokki voru Hjördís Ey-
þórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir
í 10. sæti eftir tvær umferðir og
Anna ívarsdóttir og Jacqui McGreal
voru í 105. sæti. Þar taka 132 pör
þátt og 90 komast áfram í undanúr-
slitin.
íslensku sveitirnar féllu báðar úr
keppni í heimsmeistaramóti sveita.
íslenska karlasveitin komst í 32 liða
úrslit en var þar slegin út af sterkri
bandarískri sveit. Kvennasveitin
komst ekki áfram í 16 liða úrslit.
Tilboð í smíði
nýs varðskips
LANDHELGISGÆSLAN hefur
fengið tilboð í smíði nýs varðskips
af samskonar gerð og danska varð-
skipið Hvidbjornem Hafsteinn Haf-
steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, vildi ekki tjá sig um tilboðið
en staðfesti að það hefði borist.
Nýbúið er að skipa nefnd sem er
ætlað að gera heildarúttekt á núver-
andi skiparekstri Landhelgisgæsl-
unnar og þörf til næstu framtíðar
með hliðsjón af verkefnum og gera
tillögur um þá kosti sem koma til
greina þegar ákvörðun verður tekin
um skipakaup.
„Nefndin þarf að vinna það verk
sem henni er falið og fyrst að því
loknu er hægt að tjá sig um hvaða
kostir eru ákjósanlegastir. Það er
alltof snemmt að segja til um það á
þessu stigi málsins," sagði Hafsteinn.
Hafsteinn staðfestir að tilboð hafi
borist frá danskri skipasmíðastöð en
segir að ekkerí mat verði á það lagt
fyrr en nefndin hefur lokið störfum.