Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMG
t
Faðir minri, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR GUÐMUIMDSSON,
andaðist í Landspítalanum 26. september.
Útför fer fram síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólöf Sigurðardóttir.
t
Fósturmóðir min,
MARTA EYJÓLFSDÓTTIR,
Hofteigi 22,
Reykjavík,
andaðist á Skjólvangi, Hafnarfirði, aðfaranótt 26. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Hilmar E. Guðjónsson.
t
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÚN ELÍN ERLENDSDÓTTIR
frá Mógilsá,
Kópavogsbraut1A,
Kópavogi,
lést 24. september sl.
Erlendur Lárusson, Áslaug Káradóttir,
Pálmi Lárusson, Elsa G. Vilmundardóttir.
t
Faðir okkar, fóstri, afi og langafi,
SIGTRYGGUR HALLGRÍMSSON,
áður til heimilis að
Nýjabæ, Seltjarnarnesi,
lést aðfaranótt 24. september.
Hallgrfmur Sigtryggsson, Kirsten Sigtryggsson,
Kristín Sigtryggsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson,
Ragnhildur B. Sigtryggsdóttir, Kristján H. Gunnarsson,
Vigdís Sigtryggsdóttir, Guðmundur Kr. Guðmundsson,
Guðmundur Jón Helgason, Lilja Ægisdóttir,
Ingólfur Árni Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, fóst-
urfaðir, tengdafaðir og afi,
BENEDIKT BJÖRNSSON,
Fellsmúla 22,
Reykjavík,
sem lést 23. september, verður jarð-
sunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 29.
september kl. 15.00.
Kristín Magnúsdóttir,
Björn S. Benediktsson, Margrét Finnbogadóttir,
Haraldur Benediktsson, Brynja Halldórsdóttir,
og barnabörn.
t
Ástkær móðir mfn, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
MAGDALENA SIGURÞÓRSDÓTTIR,
handavinnukennari,
andaðist 25. september að Seljahlíð,
Hjallaseli 55.
Þórunn Sigurlásdóttir,
Guðjóna Friðriksdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, systir, tengda-
móðir og amma,
VILBORG JÓNSDÓTTIR,
Austurbrún 37A,
andaðist í Landspítalanum
24. september.
Jón Kristján Sigurðsson, Elísabet Árdís Sigurjónsdóttir,
Sigurjón Sigurðsson, Magnea Björk Magnúsdóttir,
Steinþóra Sigurðardóttir, Svanur Kristinsson,
Högni Jónsson,
Ragnhildur Jónsdóttir,
Grímur Jónsson
• og barnabörn.
SÆMUNDUR BJARNASON
+ Sæmundur
Bjarnason var
fæddur 12. apríl
1912 í Þrándarkoti
í Laxárdal í Dala-
sýslu. Hann lést á
Vífilsstaðaspítala
18. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Kristín
Sæmundsdóttir, f.
16. september 1880,
d. 1. júní 1968, og
Bjarni Guðbrands-
son, f. 9. febrúar
1879, d. 3. júní 1955.
Bróðir Sæmundar
er Þorsteinn
Bjarnason, f. 21. júlí 1917, bú-
settur í Borgarnesi. 22. júní
1940 giftist Sæmundur Ingi-
björgu Arnórsdóttur, f. 17. júní
1902 í Tungu í Nauteyrarhreppi
í Norður-ísafjarðarsýslu, d. 28.
janúar 1988. Þau bjuggu á Fjós-
um í Laxárdal í Dalasýslu frá
MIG langar að minnast vinar míns,
Sæmundar Bjamasonar, með nokkr-
um orðum og þakka fyrir mig. Um
þessar mndir eru tuttugu ár síðan
ég kynntist honum, en það var þeg-
ar ég fór að vinna undir hans stjórn
hjá SS á 'Skólavörðustíg. Ég kom í
viðtal skjálfandi á beinunum og var
komin í vinnu sama dag. Ekkert
hálfkák þar á bæ. Þessi ár sem ég
vann hjá honum eru í endurminning-
unni yndislegur tími. Þarna kynntist
ég mörgu góðu fólki sem ég held
sambandi við enn þann dag í dag.
Mér finnst við alltaf hafa verið í
góðu skapi og þar var oft slegið á
létta strengi, þar var Sæmundur oft
í fararbroddi. Hann kenndi mér rosa-
lega margt á þessum tíma, t.d. að
bera virðingu fyrir verðmætum, allt
var nýtt sem frekast var kostur.
Eftir að ég hætti í vinnu hjá hon-
um hef ég haft samband við hann
í gegnum tíðina og hugsa núna: Af
hvetju ekki oftar? Það var alltaf
gott að koma til hans á Freyjugöt-
una í smáspjall og fann ég að hann
hafði gaman að fylgjast með mér.
Að ætla að lýsa Sæmundi í einni
setningu er best gert með því að
segja: Þar fór maður með hjartað á
réttum stað.
Hann átti við vanheilsu að stríða
síðustu árin og síðast þegar ég hitti
hann var hann orðinn veikur og
þreyttur. Hann hefur nú fengið
hvíldina en eftir sitja ættingjar og
vinir og horfa á eftir mætum manni.
Ég mun alltaf minnast Sæmundar
vinar míns með virðingu og þakk-
læti og sendi fjölskyldu hans sam-
úðarkveðjur frá okkur stelpunum á
Skólavörðustígnum. Hafðu þökk fyr-
ir allt, kæri vinur. Guð geymi þig
ávallt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
1940 til 1950, en þá
fluttust þau til
Reykjavíkur. Börn
þeirra eru tvíbur-
arnir Auður og Þor-
steinn, f. 7. október
1939. Stjúpsonur
Sæmundar var Arn-
ór V. Þorláksson, f.
18. desember 1927,
d. 12. ágúst 1993.
Barnabörn Sæ-
mundar og Ingi-
bjargar eru sex og
barnabarnabörn
til
Við komuna
Reykjavíkur vann
Sæmundur fyrst við byggingar-
vinnu en síðan fljótlega við
verslunarstörf og lengst af sem
verslunarsljóri Sláturfélags
Suðurlands á Skólavörðustíg 22
þar til hann hætti vegna aldurs.
Útför hans fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guðrún I. Bjarnadóttir.
Mig Iangar að minnast Sæmundar
Bjamasonar með örfáum orðum. Það
eru yfir 40 ár liðin síðan ég hitti
Sæmund fyrst vestur í Búðardal. Þar
sem hann og eiginkona hans Ingi-
björg Arnórsdóttir bjuggu ásamt tví-
burabörnum sínum Auði og Þor-
steini. Sæmundur var stjúpfaðir eig-
inmanns míns Arnórs Þorlákssonar,
sem nú er látinn.
Sæmundur var ættaður frá Búð-
ardal og bjuggu þau Ingibjörg þar
til ársins 1950, er þau fluttu til
Reykjavíkur. Þar vann Sæmundur í
byggingavinnu og við verslunarstörf.
Síðar verslunarstjóri hjá Sláturfélagi
Suðurlands. Hann var góður verk-
maður og vann störf sín af mikilli
vandvirkni og samviskusemi. Það var
enginn svikinn sem hafði hann í
vinnu. Sæmundur var börnum sínum
og bamabörnum góður faðir og afi,
þau minnast hans nú með þakklæti.
Hin síðari ár dvöldu Ingibjörg og
Sæmundur hjá Auði dóttur sinni og
tengdasyni, Francisco, á Kanaríeyj-
um um tíma á hveijum vetri, en
Auður hefur búið og starfað sem
fararstjóri á Kanaríeyjum sl. 17 ár.
Þessara ferða nutu þau bæði full-
komlega. Eftir að Ingibjörg lést árið
1988 varð Sæmundi erfiður tími.
Hann hélt þó áfram að vera hjá
Auði á veturna, en svo fór heilsan
að gefa sig, þá dvaldi Sæmundur af
og til á sjúkrahúsum, lengst af á
Vífílsstöðum. Hann var þó hress á
milli.
Sæmundur átti einn bróður, Þor-
stein, sem býr í Borgarnesi. Hjá
Þorsteini og konu hans Sigríði Aðal-
steinsdóttur átti Sæmundur alltaf
athvarf. Hann var mikið hjá þeim.
Reyndust þau, synir þeirra og þeirra
fjölskyldur Sæmundi með afbrigðum
vel, hlúðu að honum og gerðu honum
lífið léttara. Eru þeim öllum færðar
sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.
Þar er hlutur Sigríðar stærstur.
Auður mín og Þorsteinn, ég votta
ykkur innilega samúð mína. Guð
styrki ykkur.
Ég þakka þér samfylgdina, Sæmi
minn, og góða ferð.
Asthildur Torfadóttir.
EINAR PALSSON
+ Einar Pálsson
fæddist á Lam-
bastöðum í Miðnes-
hreppi, Gullbringu-
sýslu, 25. október
1920. Foreldrar
hans voru Páll Ein-
arsson sjómaður,
ættaður frá Hólkoti
í Miðnesi og Þóra
Sigurðardóttir frá
Vatnagörðum í
Garði. Var Einar
næstyngstur fjög-
urra systkina. Hin
eru í aldursröð: Páll
Sigurður (Iátinn),
Kristín (látin) og Yngvar Nikul-
áb. Einar kvæntist ekki, en
eignaðist tvö börn. Þau eru:
Þórarinn, f. 20. júlí 1947, og
Stefanía Björg, f. 19. október
1950. Útför Einars fer fram frá
Dómkirkjunni í dag.
LÍFIÐ er hverfult. Einn daginn er
maður hrókur alls fagnaðar og síð-
an gleymdur flestum. Okkur fannst
lífshlaup Einars frænda hafa verið
slíkt. Við börn bróður hans munum
flest eftir Einari sem heilsuhraust-
um manni, en vissum að sem ungur
maður hafði hann verið frækinn
íþróttamaður með Knattspyrnufé-
laginu Víkingi og hrókur alls fagn-
aðar í góðra vina hópi.
En þrátt fyrir heilsu-
leysi sitt bar hann
aldrei erfiðleika sina á
torg. Hann miklu frek-
ar vitnaði í æsku sína
hjá foreldrum sínum
sem voru guðhrædd
og elskuleg og gáfu
börnum sínum það
besta veganesti sem
nokkurt barn gat
fengið.
Einar bjó alla tíð að
þessu og var alltaf vilj-
ugur til að bera þeirra
boðskap til okkar
frændsystkinanna.
Nú er hann allur og við, sem
oftar en ekki höfum horft til ann-
arra gilda í lífinu, erum þakklát
fyrir að hafa kynnst honum. Við
kveðjum hann með söknuði og biðj-
um góðan Guð að taka hann til
dýrðar sinnar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristinn Páll, Elísabet,
Þórir, Steinunn Björg.
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
BS. HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677