Morgunblaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1994 2Mi> r0nnl>lfo%itt> ■ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER BLAÐ KORFUKNATTLEIKUR Bandaríkja- maður til Þor- lákshafnar Nýliðarnir í 1. deild karla, Þór frá Þorlákshöfn, hafa fengið til liðs við sig bandarískan leik- mann sem heitir Champ Wrncer og lék með háskól- aliðinu í Austin Texas fyrir nokkrum árum, en síðasta tímabil í kanadísku 1. deildinni. Hann er 187 sm bakvörður og átti 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með háskólaliðinu og er það næst besti árangur sem leikmaður hefur náð í því liði. Þórsarar hafa einnig fengið tvo nýja leikmenn frá Breiðabliki og Snæfelli. Það eru þeir Jón Bjarki Jónsson og Alexander Helgason. KNATTSPYRNA Helgi til Stuttgart Fram leigir hann í átta mánuði til að byrja með — til 30. júní á næsta ári HELGI Sigurðsson, knattspyrnumaður úr Fram, hefur verið leigð- ur til Stuttgart f átta mánuði til að byrja með. Hann fer til Þýska- lands strax eftir U-21 s árs landsleikinn við Tyrki í Istanbul 12. október og verður samningsbundinn þýska liðinu til 30. júní á næsta ári. „Það er stefnan að reyna að standa sig og komast á atvinnumannasamning hjá Stuttgart,11 sagði Helgi. Helgi æfði með Stuttgart í tíu daga sl. vor og þekkir því til þar. Hann spilaði einn leik með varaliðinu og skoraði þijú mörk. Forráðamenn Stuttgart voru ánægðir með frammistöðu Helga og buðu honum að vera áfram hjá liðinu, en Helgi vildi koma heim og leika með Fram í sumar. „Nú er ég tilbúinn að fara. Þetta er tækifæri sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara. Ég er búinn með stúdentsprófið og því góður tími fyrir mig að prófa þetta. Ef dæmið gengur ekki upp get ég allt- af komið heim og haidið áfram námi. Þetta verður erfitt en jafn- framt spennandi," sagði knatt- spymumaðurinn efnilegi. Helgi verður á svipuðum samn- ingi og Eyjólfur Sverrisson var á hjá félaginu fyrsta árið. Hann sagð- ist æfa með vara- og aðalliði félags- ins, fengi þó ekki að spila með vara- liðinu í móti fyrr en eftir áramótin. Bibercic með til- boð frá Grikklandi KR-ingar vilja fá hann íVesturbæinn næsta tímabil MIHAJLO Bibercic, markakóngur íslandsmótsins, segist vera með tilboð frá grísku félagi. „Það er ekki rétt að vera að gefa upp hvaða félag þetta er því þetta er enn á byrjunarstigi. Ég á eftir að skoða þetta betur,“ sagði Bibercic við Morgunblaðið. Helgi Sigurðsson er á leið til VfB Stuttgart í Þýskalandi. Eyjólfur og félagar áfram Eyjólfur Sverrisson og félagar hans hjá Besiktas eru komnir í 16-liða úrslit Evrópukeppni bikar- hafa, eftir jafntefli gegn HJK í Helsinki í gær. Besiktas vann sam- anlagt 3:1. Bibercic sem varð 26 ára 23. sept- ember sl. er frá Serbíu. Hann lék með Radnicki Kragusevac á sín- um yngri árum og var meðal annars markahæstur í 2. flokki félagsins 1987, gerði þá 45 mörk í 36 leikjum. Hann er því ekki alveg óvanur því að vera markhæstur, En hvemig var tilfinningin að taka á móti gullskón- um á íslandi? „Þetta er mjög gaman, en þetta er ekki algjörlega mitt einstaklings- framtak því félagar mínir á Akra- nesi hafa hjálpað mér við þetta og eiga sinn þátt í þessu. Það er orðið venja að gullskórinn fari upp á Akra- nes eins og íslandsmeistaratitillinn. Við emm búnir að fá þessa titla þijú síðustu árin,“ sagði markakóngur- inn. Hann sagði að þetta hafi verið frekar erfitt tímabil því hnémeiðsli hafí hijáð hann í sumar. „Siguijón Sigurðsson læknir hefur hjálpað mér mikið í sambandi við meiðslin og kann ég honum bestu þakkir fyrir það. Annars hefur þetta tímabil ver- ið skemmtilegt þó svo að knattspym- an hafí kannski ekki verið eins góð og hún var í fyrra." Hann sagðist ekki vera viss um að hann yrði áfram á Skaganum næsta sumar. „Ég er búinn að vinna allt með Skaganum og nú bætist markakóngstitillinn við. Ég hef því áhuga á að prófa eitthvað nýtt. Ég er jú atvinnumaður í knattspymu og maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. En ég ætla að skoða þetta tilboð frá Grikklandi nánar. Ég fer fljótlega út til Þýskalands þar sem foreldrar mínir búa. Það verður svo bara að koma í ljós hvað gerist." - Heyrst hefur að KR-ingarnir vilji fá þig í Vesturbæinn. Hvað viltu þú segja um það? „Ég vil nú sem minnst tjá mig um það, en ég neita því ekki að þeir hafa talað við mig. Það eitt get ég sagt að Guðjón Þórðarson er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft,“ sagði Bibercic. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mihajlo Bibercic fékk Gullskóinn Serbinn Mihajlo Bibercic varð fyrsti útlendingurinn til að vinna gullskó Adidas á íslandi. Sportmenn, sem er umboðsað- ili Adidas, afhenti gullskóinn við hátíðlega athöfn á Hótel Islandi í gær. Þetta er í ellefta sinn sem þessi verðlaun eru veitt á íslandi til markahæsta leikmanns 1. deildar. Fyrstur til að hampa gullskónum var Ingi Björn Albertsson, árið 1983. Bibercic úr ÍA hlaut gullskóinn að þessu sinni — hann gerði 14 mörk. Óli Þór Magnússon, Keflavík, hlaut silfurskóinn og Bjarni Svein- björnsson, Þór frá Akureyri, bronsskóinn, en þeir gerðu báðir 11 mörk, en Óli Þór lék 15 leiki en Bjarni 18. HANDKNATTLEIKUR: STJÖRNUNNISPÁÐ MEISTARAHTLIKVENNA / D4 ------------------;------------------------------------- " I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.