Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 19 unni. Poki þessi er sérstaklega merkt- ur og honum stilium við síðan út við hliðina á öskutunnunni þar sem hann er hirtur á ákveðnum dögum. Glerkrukkur og flöskur, aðrar en bjór- og gosflöskur, setjum við í inn- kaupakörfu héma í eldhúshorninu og um leið og við skjótumst út í búð tök- um við körfuna og losum úr henni í litla gáma sem eru hérna í götunni hjá okkur. Gámamir eru þrír, grænn, hvítur og brúnn, og flokkum við glerið í þá eftir litum. Dagblöð og annar pappír fer í aðra körfu sem við höfum í sjónvarpsher- berginu og síðan losum við úr körf- unni í ferkantaðan gám sem stendur við hliðina á glergámunum hérna í götunni. Gamall fatnaður fer til Rauða kross- ins og það er eiginlega það eina sem við þurfum að flytja sjálf í burtu.“ Ekkert umbúdadrasl Þegar Aenne Witte kaupir inn notar hún tágakörfu undir vörumar eða tau- poka. Ef hún gerir stórinnkaup og fer á bílnum setur hún pappakassa í bfl- skottið og ekur síðan innkaupakörf- unni með vörunum í að bílnum og los- ar úr henni í pappakassana. Kassarnir eru síðan notaðir aftur og aftur og geymdir í bílskottinu. „Við notum aldrei plastpoka þegar við kaupum inn og það gildir ekki ein- ungis um fjölskyldu mína heldur um fólk yfirleitt hér í Þýskalandi. Það er hægt að fá plastpoka, en maður er nú ekkert að borga fyrir óþarfa um- búðadrasl." Bjór og gos-drykkir eru keyptir á flöskum sem eru í trékössum og því eru Þjóðverjar ekki að drukkna í tveggja lítra plastgosflöskum eins og íslenska þjóðin. Tómar, óendumýtan- legar mjólkurumbúðir tröllríða ekki heldur þýskum heimilum. í flestum verslunum, öðrum en stórmörkuðum, er mjólkurvél, ekki ósvipuð kaffi- eða gosvél, og þar setur neytandinn mjólk á glerflöskumar sínar sem hann þrífur sjálfur eftir notkun. Þess má geta að Þjóðveijar þamba ekki mjólk í tíma og ótíma og þurfa því ekki að rogast með margar flöskur út í búð. Jógúrt er keypt með sama hætti og mjólkin og er hún sett á glerkrukkur. Með ýmsum hætti komast þýskir neytendur hjá því að nota of miklar umbúðir. Brauðið úr bakaríinu er sett í þar til gerða taupoka sem neytandinn kemur sjálfur með og þegar fatnaður er keyptur er honum stungið umbúða- laust ofan í innkaupatösku. Alegg og osta er til dæmis hægt að kaupa í því magni sem hver og einn óskar eftir og eru menn ekki nauðbeygðir til að kaupa ákveðið magn í lofttæmdum umbúðum eins íslenskir neytendur. Þýskir neytendur sitja því sjaldan uppi með afganga og lofttæmdar umbúðir. „Ég reyni að forðast umbúðir eins og ég mögulega get og nýti alla hluti vel, hvort sem um matvöru eða aðrar vöru er að ræða, þannig að það er lít- ið um afganga á heimili mínu,“ segir Aenne Witte. „Við höfum alltaf sparað orku og vatn hér í Þýskalandi og þekkjum ekkert annað. Það er gert bæði til að lækka kostnað við heimilis- hald og einnig höfum við fyrir löngu gert okkur grein fyrir því að orkulind- ir eru ekki ótæmandi. Ég vil að böm- in mín og barnabörn geti lifað á þess- ari jörð eftir að ég er farin og því geri ég þær kröfur til fólks að það hagi sér ekki eins og villimenn þegar umhverfismál em annars vegar." Grœnar f jölskyldur Þótt íslendingar séu ekki til fyrir- myndar þegar umhverfismál eru ann- ars vegar má þó sjá ljós í myrkrinu. í tilefni norræns umhverfisárs fyrir þremur árum var stofnað til verkefnis sem bar heitið Grænar fjölskyldur. Tólf fjölskyldur úr Kópavogi, Grinda- vík, Neskaupstað og frá Akranesi og Eyrarbakka gerðu markvissa tilraun til að haga daglegu lífi sínu í fjóra mánuði þannig að sem minnstur skaði yrði fyrir umhverfið. Helstu verkefni íjölskyldnanna voru þau að minnka notkun fjölskyldubílsins með niður- skurði á stuttum ökuferðum, gera heimilisinnkaup með umhverfisvæn- leik vörunnar í huga, flokka sorp í líf- rænan og ólífrænan úrgang og draga úr orku- og vatnsnotkun. Grænu fjölskyldurnar komu flestar úr Kópavogi og var haft samband við hjónin Jónu Björgu Jónsdóttur, meina- tækni, og Yngva Þór Loftsson, lands- lagsarkitekt, sem ásamt börnum sín- um þremur tóku þátt í tilrauninni. Þau voru spurð hvernig til hefði tekist og hvort fjölskyldan lifði enn um- hverfisvænu lífi. „Við reynum enn að haga daglegu lífi okkar á umhverfisvænan hátt og það sem hefur komið okkur mest á óvart er hversu auðvelt það var að stíga þessi fáu skref,“ segja Jóna Björg og Yngvi Þór. „Við höfum dregið úr notkun einkabílsins með því að fækka styttri ferðum. Við göngum eða hjólum þeg- ar við getum komið því við og krakk- arnir hjóla á æfingu þegar vel viðr- ar. Þegar tuttugu börn úr hverfinu þurfa að komast á íþróttaæfingu þarf oft jafnmarga einkabíla til að koma þeim á staðinn sem er auðvitað tóm vitleysa. Dóttir okkar sem er í framhaldsskóla notar græna kortið í strætó, en fer ekki í skólann á einka- bíl eins og algengt er orðið. Annars sýndu niðurstöður verkefnisins að stuttar ökuferðir eru mun algengari í bæjum á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar bíll var Umhverfisþankar, miði sem Jóna Björg Jónsdóttir útbjó fyrir grunnskólanemendur. Kársnesskóli - umhverÐsþankar -Jóna Björg - nóvember 1993 Naíh: Hversu umhverfísvæn(nn) er ég ? Krossaðu við í reitina og teldu þá svo saman fýnr neðan. oft stundum aldrei Fer með nestisbox í skólann Fcr með ónýtar raíhlöður í söfhunartunnur Klára stilabækumar Klára trélitina Slekk ljós þegar ég fcr út úr herbcrgi Fer með glcr og dósir i endurvinnslu Fer með innkaupatösku út í búð samtals Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fjölskyldan í Kópavogi fór að haga lífi sínu á umhverfisvænan hátt eftir að hafa tekið þátt í samnorræna verk- efninu Grænar fjölskyldur. Yngvi Þór og Jóna Björg með bömum sínum þremur, Bryndísi, sem er elst, Guðrúnu Rögnu og Þorsteini. morgunDiaoio/ tvivi d Gámar undir gler og gömul dagblöð standa við götuhornin í þýskum bæjum. Þýik skipulagning Hólfaðar ruslatunnur og gulur plastpoki, ræki- lega merktir ætlaður undir plast- og málnúlát og fleira. hreyfður á landsbyggðinni var í 70% tilvika ekið skemmra en 3 km. Við mældum vatnsnotkun á ýms- um stöðum í húsinu og mest kom okkur á óvart hversu mikið vatns- magn þurfti til að sturta niður í sal- erni eða um 1,5 tonn á tveimur sal- ernum og í eina tannburstun föru um 7 lítrar af vatni. Úr þessari vatns- notkun höfum við dregið og notum' auk þess sturtuna mun meira í stað baðkarsins. i orkusparnaðarskyni drógum við úr notkun straumfrekra heimilistækja, eins og eldavélar og kaffívélar og þvottinn þurrkum við úti. Börnunum höfum við kennt að slökkva á eftir sér Ijósin og á tækjum sem ekki er verið að nota.“ Umbúóaþjóófélag Það er augljóst að orkuspamaður dregur úr kostnaði við húshaldið, en þegar að innkaupum kemur blasir við annar veruleiki, því að umhverfis- vænar vörur eru oftast dýrari en aðrar. „Þegar við gerum innkaup reynum við að kaupa vörur með litl- um umbúðum," segja þau hjónin. „Það er nú oft hægara sagt en gert því að við búum í miklu umbúðaþjóð- félagi. Til dæmis eru mjólkurvörur í óendurnýtanlegum umbúðum, en ílát undan mjólkurafurðum eru um 15-20% af heildarþyngd eldhússorps. Þessi þáttur verkefnisins, að fá vörur í einsleitum umbúðum, var einna erfiðastúr." Grænu fjölskyldumar reyndu að nota þvottaefni sem voru fosfatsnauð og án bleikiefna og segja Jóna Björg og Yngvi Þór að íslenska þvottaefnið hafi komið best út hvað það snerti. „Okkur tókst líka að minnka notkun þvottaefna um helming án þess að það kæmi niður á þvottinum. Það nægir yfirleitt að setja eina matskeið af þvottaefni í hveija vél.“ Sorpið segjast þau hjónin flokka að hluta. „Tóm drykkjaráhöld gefum við sunddeildinni á staðnum og ónýt- um rafhlöðum söfnum við í dós og förum með út í búð þar sem tekið er við þeim. Það vantar hins vegar glermóttöku, krukkum verður maður að henda ef maður ætlar ekki að nota þær undir sultutau eða annað sem lagt er niður." Æósta dyggðin Lífrænan úrgang úr jurtaríkinu setja þau hjónin í safnhaug sem þau eru með í garðinum. Safnhaugur þessi var í upphafi taukista móður Yngva Þórs og síðan sandkassi fyrir börnin, þannig að segja má að hann hafí verið vel endumýttur. „Með því að nota safnhauginn minnkum við sorpið um 30%,“ segir Yngvi Þór. „Safnhaugur er hið mesta þarfaþing, einkum fyrir veiðimenn því þar fást feitustu maðkarnir! Mold er dýrmætt hráefni og við erum far- in að nota moldina úr haugnum í undirlag, en yfirleitt er hún orðin góð eftir þijú ár. Tijáafklippur af einu iimgerði vega yfirleitt um 50 kíló, og að meðaltali koma um 3-400 kg af garðaúrgangi úr einum garði sem má síðan helminga niður í gróð- urmold." Jónu Björgu segist dreyma um að gera Kópavogsbæ að „grænum bæ“. „Ég vil koma upp snyrtilegum jarð- vegsbanka þar sem bæjarbúar geta komið með tijáafklippur og garðaúr- gang. Einnig vil ég að settir verði kassar undir dagblöð í öllum hvgrfum og þeir hreinsaðir vikulega. Við sáum slíkan banka þegar við bjuggum í Kanada og þeir virðast vera mjög auðveldir í framkvæmd. Mér finnst það líka biýnt að tekið verði á umhverfismálum í grunnskól- anum. Sem betur fer hefur orðið mikil vakning meðal kennara í þess- um efnum nú síðustu ár og einnig meðal fólks sem starfar innan heil- brigðisstéttarinnar. Bæjaryfírvöld hafa hins vegar verið fremur áhuga- laus. Við verðum að horfa til framtíðar og kenna bömum okkar frá byrjun að lifa umhverfisvænu lífi. Við stíg- um stórt skref með því að kenna þeim að spara orku og vatn, nýta alla hluti og fara vel með þá, því í umhverfismálum er sparnaður æðsta dyggðin." Aógerðir trassanna íslenskum umhverfissinnum er ekki gert of auðvelt fyrir í sambandi við flokkun sorps og losun þess. Sannleikurinn er sá, að ef þeir eru trassar og henda hveiju sem er í tunnuna fjarlægir sorphreinsun rusl- ið þeirra, en ef þeir geta ekki gert slíkt samvisku sinnar vegna verða þeir að troða ruslinu flokkuðu í bílinn sinn og aka með það í næstu gáma- stöð. Þeir sem engan bílinn eiga sitja að sjálfsögðu uppi með flokkað sorp sitt. Magnús Stephensen, forstöðu- maður þróunar- og tæknideildar Sorpu, segir að það sé enginn hægð- arleikur fyrir fólk að flokka sorp í heimahúsum. Þó komi um 10% til 15% Reykvíkinga reglulega með dag- blöðin til gámastöðva. Þegar hann er spurður hvort ekki sé mögulegt að koma upp gámum í öll hverfi undir blöð og drykkjarflát til dæmis, segir hann að reynslan af ómönnuðum gámastöðvum sé ekki góð. „Áður en Sorpa tók til starfa voru gámar víðsvegar um borgina merktir annaðhvort timbri, pappír eða öðru, en fólk lét sem það sæi ekki áletrunina á þeim og fleygði í þá hveiju sem var. Til eru dæmi þess að fyrirtæki hafi fengið sér gáma og sett í þá fiokkað sorp en þá notfærðu nágrannar sér aðstöð- una og losuðu sig við eigið rusl. Ef gámunum var svo læst settu þeir ruslið einfaldlega við hliðina á gám- unum! Yfirleitt er reynsla starfsmanna á gámastöðvunum sú að þeir verða að standa yfir fólki til að það flokki sorpið rétt. Fyrirhöfnin og vinnan er til einskis ef það er ekki rétt gert því varan er þá ónýtanleg. Það er vafamál hvort hægt sé að setja blaðagám til dæmis við verslun- armiðstöð, því víst er að allt annað en blöð fari i hann og ekki kæmi á óvart þótt líka yrði kveikt í honum. Sorpa hefur aðeins starfað í þijú ár og hefur mesti hluti þess tíma farið í uppbyggingu. Ég tel þó full- víst að nú þegar byijunarskrefín em að baki verði ýmsar leiðir reyndar við flokkun sorps." Af ofangreindu má sjá að íslend- ingar standa enn á byijunarreit í umhverfismálum og eru trassarnir þar fjölmennastir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.