Morgunblaðið - 06.10.1994, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
■ 2 C FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994
KVIKMYNDIR VIKUNIMAR
SJÓNVARPIÐ
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER
VI 01 CC ► Kallið mig Brown
ltl> 4 l>UU (Call Me Mr. Brown)
Áströlsk bíómynd sem segir frá einu
stærsta Qárkúgunarmáli sem upp hef-
ur komið í Ástralíu.
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER
VI 00 1 n ►Undir sólinni (Under
Itl* LLm III the Sun) Bresk sjón-
varpsmynd um stúlku sem fer í sól-
arfrí til Spánar og lendir í margvísleg-
um ævintýrum.
miðnættið
Midnight)
Bandarísk/frönsk bíómynd frá 1986
um vínhneigðan djassleikara í París á
sjötta áratugnum.
Kl. 23.30
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER
«99 qfl ►Til enda veraldar
■ tt.ull (Until the End of the
World) Bandarísk bíómynd frá 1991.
Leikstjóri: Wim Wenders.
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER
VI 01 flC ►Mánuður í sveit (A
lll. L I.Uu Month in the
Country) Bresk sjónvarpsmynd um tvo
ólíka menn sem tóku þátt í hildarleik
fyrri heimsstyijaldarinnar og tengjast
nánum böndum.
Stöð tvö
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER
mOI Jfl ►Goldfinger Að þessu
■ L I.4U sinni verður James
Bond að koma í veg fyrir að stórtæk-
ur gullsmyglari ræni Fort Knox, eina
helstu gullgeymslu Bandaríkjanna.
Hröð og spennandi mynd sem skartar
urmul af tæknibrellum sem hafa stað-
ist tímans tönn með afbrigðum vel.
Stöð tvö
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER
VI QQ QC ►Lífsháskinn (Born to
IVI. tU.UU Ride) Myndin gerist
skömmu fyrir seinna stríð og íjallar
um Grady Westfall, iéttlyndan náunga
sem kann að njóta lífsins. Hann þvæl-
ist um Kentucky á Harley Davidson-
hjólinu sínu og hvar sem hann kemur
má búast við spennandi uppákomum.
Dag einn er honum stungið í steininn
fyrir óspektir á almannafæri og þá
gerist hið óvænta.
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER
MIO 1 C ►Mömmudrengur
■ lu.lu (Only the Lonely)
John Candy leikur ógiftan lögreglu-
þjón sem verður ástfanginn af fei-
minni dóttur útfararstjóra og á í mikl-
um vandræðum með að losa sig undan
tangarhaldi móður sinnar.
VI 1C flfl ►3-Bl'Ó - Beethoven
III. I9.UU (Beethoven: Story of
a Dog) Sankti - Bernharðshundurinn
Beethoven sleppur naumlega úr klóm
harðbijósta hundaræningja og finnur
sér tilvalinn dvalarstað á heimili New-
ton-fjölskyldunnar.
VI 91 yifl ►®lia Lorenzos (Lor-
Hl. L I.4U enzo’s Oil) Sannsögu-
leg mynd um Odone-hjónin sem upp-
götva að sonur þeirra er haldinn sjald-
gæfum sjúkdómi sem sagður er
ólæknandi. Sjúkdómurinn var lítt
þekktur en Odone-hjónin vörðu öllum
kröftum sínum í að öðlast skilning á
eðli hans og starf þeirra hefur komið
öðrum, sem þjást af sama sjúkdómi,
til góða.
Ifl 99 H ►Svikráð
lll. LU.UU Crossine-)
(Miller’s
Crossing) Sagan ger-
ist árið 1929 þegar bófaforingjar voru
allsráðandi í bandarískum stórborg-
um. Hér segir af klækjarefnum Leo
sem hefur alla valdhafa borgarinnar
í vasa sínum. Sérlegur ráðgjafí Leos
er Tom Reagan en þeir elska báðir
sömu konuna og þar með slettist upp
á vinskapinn. Tom er nú einn síns liðs
og verður að beita fantabrögðum til
að halda lífí í umróti glæpaheimsins.
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER
V| 99 9fl ►Svarta ekkjan
III. 40.4U (Black Widow) Alrík-
islögreglukonan Alex Barnes vinnur
við tölvuna í leit að vísbendingum um
fjöldamorðingja; konu sem tjáir ást
sína með því að drepa vellauðuga eig-
inmenn sína.
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER
V| 99 Jin ►Friðhelgin
III. Ld.lU (Unlawful
rofin
Entry)
Spennumynd um hjón sem verða fyrir
því óláni að brotist er inn á heimili
þeirra og þeirri ógæfu að lögreglumað-
ur sem kemur á vettvang verður hel-
tekin af eiginkonunni.
DRIÐJUDAGUR 11.0KTÓBER
Kl. 23.10 M
sérflokki (A
League of Their Own)
Þriggja stjörnu gamanmynd um
kvennadeildina í bandaríska hafna-
boltanum sem varð til þegar strákarn-
ir í íþróttinni voru sendir á vígstöðv-
arnar í síðari heimsstyijöldinni.
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER
V| Qq 1C ►Dutch (Driving Me
III. AU.Iu Crazy) Gamanmynd
frá John Hughes um hrokafullan strák
sem er fæddur með silfurskeið í munni.
Hann lærir þó sitthvað um lífíð og
tilveruna þegar hann lendir á ferða-
lagi með kærasta móður sinnar, verka-
manninum Dutch, og það verður til
að lækka í honum rostann.
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER
V| QQ Qfl ►Duldar ástríður
m. LL.LM (Secret Passion of
Robert Clayton) Þegar hallar undan
fæti hjá lögfræðingnum Robert Clay-
ton yngri snýr hann heim til Georgiu
og gerist umdæmissaksóknari. Brátt
tekur hann upp fyrra samband við
gamla kærustu, Katherine Evans, sem
er því miður harðgift kona. En eigin-
maður hennar, Hunter, er grunaður
um að hafa myrt fatafellu og Clayton
yngri sækir málið fyrir ríkið. Hunter
fær hins vegar færasta veijanda bæj-
arins til liðs við sig en hann er enginn
annar en Robert Clayton eldri.
VI QQ Cfl ►Engillinn (Bright
HI.4u.uU Angel) Dag einn hittir
George strokustelpu sem er á leiðinni
til Wyoming að fá bróður sinn lausan
úr fangelsi gegn tryggingu og hann
ákveður að aka henni þangað. Ferða-
lagið verður viðburðaríkt fyrir ung-
mennin og leiðir í ljós ýmis sannleik-
skorn um líf þeirra beggja.
BÍÓIN í BORGINNI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BIÓBORGIN
Leifturhraði
Æsispennandi frá upphafí til enda,
fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar-
mynd eins og þær gerast bestar.
Skýjahöllin (sjá Sagabíó)
Umbjóðandinn ★ ★ ★ Besta kvik-
myndin sem gerð hefur verið eftir
skáldsögum John Grishams til þessa
fjallar um baráttu unglings og lög-
fræðings hans við FBI og mafíuna.
Snjöll blanda spennu og tilfinninga
þar sem Susan Sarandon og nýliðinn
ungi, Brand Renfro, fara á kostum.
Þumalína (sjá Bíóhöllina)
Sonur Bleika pardusins 0
Ömurleg þvæla og ófyndin með öllu
þar sem ítalski grínarinn Roberto Ben-
igni fer með hlutverk sonar Clouseau.
Biake Edwards er enn að mjólka kúna.
BÍÓHÖLLIN
Leifturhraði (sjá Bíóborgina)
Tæknimorð ★ ★ Nýstárleg hroll-
vekja um draugagang í tölvuneti.
Góðar brellur, tæknivinna og grafík
en leikaramir bæta ekki úr skák.
Sannar lygar ★ ★ ★ /i
Leikstjórinn, James Cameron, slær öll
fyrri met í brellugerð og Arnold
Schwarzenegger endurheimtir nafn-
bótina konungur hasarmyndanna í
bæði spennandi og skemmtilegri topp-
afþreyingarmynd sem líður eilítið fyrir
rómantískan millikafla.
Þumalína ★ ★ Teiknimyndir Don
Bluths ná ekki með tærnar þar sem
Disney hefur hælana en íslenska tal-
setningin er mjög góð og fellur í kram-
ið hjá yngstu áhorfendunum. Myndin
er helst ætluð þeim.
Ég elska hasar ★ ★ ’/2
Gamall fréttahaukur (Nolte) og annar
yngri (Roberts) bítast um forsíðumar
vegna rannsóknar á járnbrautarslysi
sem á eftir að koma þeim í lífshættu.
Tekst ekki sem skildi að endurvekja
sjarma gömlu Tracy/Hepburn mynd-
anna þrátt fyrir góða spretti.
Steinaldarmennirnir ★ ★ ’/2
Útlitslega séð hefur tekist vel að flytja
Steinaldarmennina af skjánum á hvíta
tjaldið en innihaldið er rýrt. Leikhóp-
urinn stendur sig yfir höfuð fjarska
vel. Góð flölskyldumynd.
HÁSKÓLABÍÓ
Jói tannstöngull ★ Mislukkaður ít-
alskur farsi sem gefur fá tilefni til að
brosa útí annað, hvað þá meira. Ro-
berto Benigni virðist illa failinn til
útflutnings.
Loftsteinamaðurinn ★ Dularfull
blanda af vísindaskáldskap úr smiðju
Súpermans og vakningarmynd um
ástandið í hverfum svartra í Banda-
ríkjunum. Hræðilegasta að sjá James
Earl Jones gera lítið úr sér í voðalegu
hlutverki.
Kúrekar í New York ★ ★ Það er
lítið fmmlegt við þessa gamanhasar-
mynd um kúreka í New York en það
má hafa gaman af Woody Harrelson.
Blaðið ★ ★ ★ Skyggnst bak við
tjöldin á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs
í New York og fylgst með höfuðper-
sónunum. Glúrin og glettilega fyndin.
Fjögur brúðkaup og jarðarför*))
★ ★ Mjög góð rómantísk gamanmynd
um allt það sem getur gerst við fjögur
brúðkaup og eina jarðarför. Hugh
Grant fer á kostum.
LAUGARASBÍÓ
Dauðaieikur ★★ Ice T er mennsk
bráð sem á fótum sínum og ráðsnilld
fjör að launa undan forríkum, hálfóð-
um veiðimönnum. Fyrirsjáanleg og
kraftlítil.
Jimmy Hollywood ★ Óttaleg enda-
leysa um atvinnulausan leikara í kvik-
myndaborginni Los Angeles, Barry
Levinson má muna sinn fífil fegri.
Endurreisnarmaðurinn ★ ★ At-
vinnulaus auglýsingamaður (De Vito)
uppgötvar kennarahæfíleika sína í
herskóla fyrir nýliða. Daufur endur-
ómur af Bekkjarfélaginu. Góður De-
Vito, brokkgengt handrit.
Apaspil ★’/2
Væmin gæludýramynd þar sem eini
ljósi punkturinn er Harvey Keitel og
apinn hans.
REGNBOGINN
Neyðarúrræði ★ ★ Allt hið undar-
legasta sjónarspil, stundum ánægju-
legt fyrir augu og eyru. Ekki fyrir
ajlra smekk.
Ástríðufiskurinn ★ ★ ’/2
Mjög vel leikin mynd um tvær konur
sem þurfa að byija líf sitt uppá nýtt.
Margt gott á ferðinni en myndin líður
helst fyrir hæga frásögn og átakalitla.
Allir heimsins morgnar ★★★
Listræn frönsk stórmynd sem er seint
á ferð og slitin en hvalreki fyrir unn-
endur góðra mynda engu að síður og
fjallar um lífíð andspænis listinni.
Ljóti strákurinn Bubby ★ ★ ★
Einkar áhugaverð áströlsk „cult“
mynd um 35 ára gamlan mann sem
heldur í fyrsta sinn út fyrir hússins
dyr þegar hann hefur óafvitandi myrt
foreldra sína. Fyrsti hálftíminn áhrifa-
mestur en myndin er dularfullt sam-
bland af „Being There“, sögunni um
Kaspar Hauser og myndum Kauris-
makibræðra.
Gestirnir ★ ★ ’/2
Lítil, frönsk kómedía um miðaldaridd-
ara sem ferðast til nútímans ásamt
skósveini sínum. Gott grín en varla
minnisstætt.
SAGABÍÓ
Skýjahöllin ★ ★ 'A
Vel gerð og leikin, lítil og falleg barna-
og fjölskyldumynd um litla vini, dreng
og hund, í stórum heimi. Heldur mein-
leysisleg.
Umbjóðandinn (sjá Bíóborgina
STJÖRNUBÍÓ
Úlfur ★ ★ ★ Úlfmaðurinn endurvak-
inn og settur í fyrsta flokks umbúðir
Hollywoodsnillinga. Sjálfsagt stendur
varúlfsgoðsögnin í mörgum, þar fyrir
utan er Úlfur afar vönduð í alla staði
og Nicholson í toppformi.
Bíódagar ★★%
Friðriki Þór tekst frábærlega að end-
urskapa horfinn tíma sjöunda áratug-
arins í sveit og borg en myndin líður
fyrir stefnuleysi f síðasta hlutanum.
Góður leikur, sérstaklega þeirra í
sveitinni.
Gullæðið: Fjörkálfar II ★’/2
Framhald ágætrar gamanmyndar
veldur vonbrigðum. Ekki illa gerð en
bráðvantar allan þann ferskleika og
hugmyndaflug sem prýddi fyrri mynd-
ina.