Morgunblaðið - 06.10.1994, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUÐAGUR 6. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Morticia í
The Addams Family.
ANJELICA HUSTON
Tamara í Enemies,
A Love Story.
Huston og Robert Graham.
Skapheit
dama
Lily í The Grifters. Ráðfærir sig við föður sinn
við tökur á Prizzis Honor.
Maerose í Prizzi Honor.
Huston segir að meðaumkvun
hennar með galiagripum þessa
heims hafi gengið í erfðir frá föður
hennar og afa, leikaranum Walter
Huston. „Þeir voru engir fyrirmynd-
ardrengir,“ segir hún til að útskýra
hvers vegna hún sem leikkona lað-
ast að skapgerðargöllum. „Innst
inni vitum við öll hvað við er átt -
þegar maður hefur verið auðmýkt-
ur, þegar maður sviptir hulunni af
hræðilegu leyndarmáli, gleymir
sparisvipnum og opnar flóðgáttirn-
ar. Það er þetta hrufótta sem vekur
áhuga.“
Tækifæri til að fyrirgefa
Sem kannski er eins gott. Kvik-
myndum er stundum lagið að
blanda saman draumi og veruleika
og Huston lauk nýverið við tökur á
kvikmynd með Jack Nicholson sem
ber nafnið The Crossing Guard.
Sagan er skrifuð af Sean Penn, sem
jafnframt leikstýrir, og greinir frá
konu sem reynir að ná áttum eftir
að drukkinn ökumaður banar dóttur
hennar, en litlu má muna að maður
hennar, sem Jack Nicholson leikur,
verði sorginni og hefndarþorstanum
að bráð. „Þessi kona hefur mátt
þola meira en einn missi,“ segir
Huston og bætir við: „hlutverkið
gaf mér tækifæri til þess að sýna
fyrirgefningu," segir hún og vænt-
anlega á við fleira en starfsfram-
ann. Samband hennar við Jack Nic-
holson varði með hléum í 17 ár og
svo virtist sem Anjelica léti kven-
semi hans ekki slá sig of mikið út
af laginu. En Nicholson fór hins
vegar yfir strikið þegar hann eign-
aðist barn með annarri konu. „Sú
hugmynd að leika á móti Jack vakti
áhuga minn vegna þess sem við
höfum gengið í gegnum, og vegna
þarfar fyrir að sætta mig við fortíð-
ina.“
Gáttaður á útkomunni
Hugmyndin vakti einnig áhuga
Seans Penns þótt hann hafi í fyrstu
verið á báðum áttum, einkum vegna
hræðslu við Gróu á Leiti. „En ég
reyndi að sjá myndina fyrir mér
eftir 20 ár, þegar slúðrið væri
gleymt og grafið,“ segir Penn.
Huston lætur ekki mikið uppi um
útkomuna. „Þetta virtist ganga
upp,“ segir hún blátt áfram en Penn
tekur stærra upp í sig: „Ég ætla
ekki að ganga svo iangt að fara
að ráða í hversu mikið af fortíð
þeirra skilaði sér í myndinni en ég
er gáttaður á því sem þau höfðu
fram að færa.“
Þörf Anjelicu fyrir að sættast við
fortíðina er ekki sprottin af engu.
Aðeins eru tíu ár síðan hún náði
frægð og frama og á þeim tíma sem
Prizzis Honor kom út átti hún fullt
í fangi með að hrista af sér frægan
föður og illræmdan eiginmann. En
eftir lát föður síns 1987 og skilnað-
inn við Nicholson náði Anjelica loks
að rífa sig lausa. Fyrir tveimur
árum gekk hún síðan í hjónaband
með myndhöggvaranum Robert
Graham. „Ég ætlaði aldrei að gefa
mig einum manni og vildi alltaf
halda einhvetju eftir,“ segir hún.
En Graham hefur heilbrigða sjálfs-
mynd. „Það er ekki auðvelt að ógna
honum,“ segir Anjelica og hjóna-
bandið hefur komið henni skemmti-
lega á óvart. „Áður fyrr var ég
mikið úti á lífinu en ég sakna þess
alls ekki nú. Ég er alveg sátt við
að vera heima, elda, horfa á mynd-
bönd og vera hjá honum,“ segir hún
að lokum.
„ÉG HELD að maður eigi bara að
hlýða kalli hjartans." Þessi játning
virðist ekki koma heim og saman
við yfirbragð Anjelicu Huston, sem
ekki lítur út fyrir að láta stjórnast
af tilfinningunum eingöngu. Anj-
elica er heldur engin diva, töfrar
hennar eru lágstemmdir en hún
vekur athygli hvar sem hún fer. I
eigin persónu líkist hún í engu tál-
kvendinu sem hún leikur gjarnan,
er þess í stað stelpuleg, sem bæði
heillar og kemur á óvart. Huston
er ennfremur ákaflega kurteis. Má
bjóða þér kaffi? Er þér sama þótt
ég reyki? Þegar hún talar eru setn-
ingarnar stuttar og hnitmiðaðar,
bornar fram skýrri röddu og bera
góðu uppeldi skýrt vitni.
Anjelica, er dóttir Johns Huston
og ballerínunnar Enricu Soma, sem
lést í bílslysi þegar Anjelica var 17
ára. Hún ólst fyrst upp á írlandi
og bjó síðar í Lundúnum. Þótt hún
gefi helstu tískudrósum Hollywood
ekkert eftir líkist hún þó engri nema
sjálfri sér. Hún er hin fullkomna
dama. Dama sem gjarnan lætur
ástríðurnar hlaupa með sig í gönur.
„Anjelica er ítölsk, vertu viss,“ seg-
ir vinkona hennar til margra ára.
„Hún er Anna Magnani. Hún rýkur
upp á augabragði." En ekki er þar
með sagt að hún sé erfið viðureign-
ar og í Hollywood þar sem fólki
lætur erfiðlega að tala vel hvert um
annað nýtur Huston einungis vel-
vilja.
Innri sannleikur
Ritstjórinn og rithöfundurinn
Joan Juliet Buck, æskuvinkona
Anjelicu, segir: „Anjelica hefur yfir-
borðsglæsileika, en hún hefur líka
þennan hæga eld innra með sér.
Hún fer eftir sínum innri sannleik
en ekki eftir því sem umhverfið
segir henni.“ Kannski það skýri
góða dómgreind hennar við val á
hlutverkum. Til dæmis sem hin
undirförla Maerose Prizzi í Prizz-
i’s Honor, sem hún fékk óskarinn
, hin slægvitra Lily Dillon í
The Grifters, eða hin kaldhæðna
Tamara í Enemies, A Love Story,
en hún hlaut tilnefningu fyrir bæði
síðasttöldu hlutverkin. Hún spannar
allan skalann, frá því að vera ósigr-
andi til hin öryggislausa. Eina
stundina ber maður óttablandna
virðingu fyrir henni, þá næstu
skammast maður sín fyrir hennar
hönd. Leikkonan Carol Kane, sem
átt hefur vingott við Anjelicu frá
því þær voru 19 ára, og lék mömmu
hennar í Addams Family Values
segir: „Þegar Anjelica er að leika
er eins og hún hafi engan skráp.“
Takmark hennar er líka að kom-
ast að innsta kjarna hverrar per-
sónu. „Mér finnst skapgerðin hvað
mest heillandi í fari fólks,“ segir
leikkonan sem nú er 43 ára og á
þeim tímapunkti þegar jafnan fer
að halla undan fæti hjá leikkonum
Hollywood. Þrátt fyrir það eða
kannski þess vegna rignir tilboðum
yfir Huston sem ekki hikar við að
hafna hlutverkum sem aðrar leik-
konur hafa fengið útnefningar fyr-
ir. „Hún er aldurslaus," segir Joan
Buck, „hún á engan sinn líka og
hefur því eigið umráðasvæði“. Þótt
vera kunni að Julia Roberts sé ör-
uggari hestur að veðja á þegar
hala á inn peninga fékk Anjelica 2
milljónir Bandaríkjadala fyrir að
leika dásamlega kaldhæðna Mortic-
iu í Addams Family Values og er
því í hópi hæstlaunuðu leikkvenna
Hollywood.