Morgunblaðið - 06.10.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 C 5
LAUGARDAGUR 8/10
RICHARD HARRIS
Sorgarsaga
glaumgosans
MYIMDBÖIMD
Sæbjöm Valdimarsson
HEIM SÆKIR
HEFND UM
SÍÐIR
VESTRI
Dauðsmanns liefnd (Dead Man’s
Revenge) k k
Leikstjóri Alan J. Levi. Handrit
James Byrnes og David Chesh-
olm. Aðalleikendur Bruce Dern,
Michael Ironside, Randy Travis,
Keith Couloris. Bandarísk. MTE
Inc. 1994. CIC myndbönd 1994.
90 mín. Aldurstakmark 12 ára.
Á ofanverðri
síðustu öld verð-
ur landneminn
Luck Hatcher að
horfa upp á þá
válegu atburði er
stórbóndinn og
járnbrautarbar-
óninn Payton
McCay (Bruce
Dern) drepur
fjölskyldu hans
og brennir býlið svo það standi
ekki vegi fyrir fyrirhuguðum járn-
brautarframkvæmdum þvert yfir
eignarland hans. Tveimur áratug-
um síðar eiga þeir enn í eijum en
Hatcher þá kominn með ráðabrugg
til að ná sér niðri á McCay í eitt
skipti fyrir öli.
Nokkuð forvitnileg, eða í það
minnsta óvenjuleg hlutverkaskipan.
Fyrrum toppleikari úr Hollywood-
geiranum (Dern), jafnvígur á allar
rullur, gegn einum kunnari B-
myndaþijóti síðari ára, Kanada-
manninum Michael Ironside. Hann
fer nú, aldrei þessu vant, með hlut-
verk góða mannsins í myndinni og
er satt best að segja ekkert of trú-
verðugur sem slíkur. Myndin er
samt í heild sinni afþreying í meðal-
lagi, einkum fyrir vestraaðdáendur
og Dern karlinn kann sitt fag þó
hlutverkin verði æ risminni með
hveiju árinu, og er það miður, á
sínum tíma var hann einn kraft-
mesti og mest áberandi leikari
Hollywood.
AFBROT OG
ÍÞRÓTTIR
SPENNUMYND
Lögmál leiksins („Above the
Rim“) kk
Leikstjóri Jeff Pollack. Handrit
Barry Michael Cooper og Jeff
Pollack. Aðalleikendur Duane
Martin, Leon, Tupac Shakur,
Marlon Wayans. Bandarísk. New
Line 1994. Myndform 1994. 95
mín. Aldurstakmark 16 ára.
Körfuboltinn
er að verða vin-
sælasta íþrótt í
heimi, þökk sé
snillingunum í
NBA deildinni,
og kvikmyndir
um þetta eðla
sport eru þar af
leiðandi orðnar
algengar síðustu
árin.
Söguhetjan í Lögmáli leiksins er
Kyle Watson (Duane Martin), efnis-
piltur sem á sér þann draum stærst-
an að komast í úrvalsdeildina
bandarísku. Enda er hún í ótrúlega
mörgum tilfellum eina von þel-
dökkra ungmenna í fátækrahverf-
unum vestan hafs um betra líf. En
leiðin er löng og ströng. Um sinn
lendir Watson í slæmum félagsskap
og kostar það hann mikil og
grimmileg átök að komast á rétta
leið á nýjan leik.
Bærilega gerð og leikin en efnið
hefur sést oft áður, oftast betur
framsett og orðið ijári klisjukennt.
Það er talsverður kraftur í hinum
ungu leikurum og rappið dynur
miskunnarlaust undir. Myndin á
vafalaust greiðan aðgang að hinum
fjölmörgu körfuboltaunnendum,
einkum í yngri kantinum. Marlon
Wayans ætti að hafa meira að gera
á leiklistarsviðinu.
LÍSU LEIÐIST
SPENNUMYND
Astin getur verið eitruð („Love
Can Be Murder") k
Leiksljóri Jack Bender. Handrit
Bob Gilmer. Aðalleikendur Jacl-
yn Smith, Corbin Bernsen, Anne
Francis, Cliff De Young. Banda-
rísk kapalmynd. ACI1993. Mynd-
form 1994.90 mín. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Glæsikvend-
inu Elizabeth
Bentley leiðist
velgengnin í
starfinu og hinn
vél stæði og
reffilegi félagi
hennar. Svo hún
snýr baki við
sínu ágæta lífi
og kaupir einka-
spæjaraskrif-
stofu i Los Angeles af Nick (Corbin
Bersen). Nú á að koma einhvetju
lífi í tuskurnar. En Nick er dularfull-
ur náungi og færir henni æsilegt
viðfangsefni.
Það kveður ekki við nokkurn
nýjan tón í heldur lágreistri gaman-
spennumynd sem gerð er fyrir sjón-
varp. Leikstjórinn er orðinn hag-
vanur í þessum geira en fátt liggur
eftir hann bitastætt. Kunnar sjón-
varpsstjörnur fara með aðalhlut-
verkin og kunna sitt fag en hafa
úr svo litlu að moða að það er erfið-
leikum bundið að rifja upp efnis-
þráðinn í myndarlok.
BÍÓMYNDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
Leikur hlæjandi láns („The Joy
Luck Club") kkk
Hér er sagt af þrem kynslóðum
kínverskra kvenna sem hurfu á
brott frá heimalandinu og héldu
vestur um haf. Rakið hvernig elstu
kynslóðirnar komust undan í stríð-
inu sem háð var í Kína á fyrstu
áratugum aldarinnar, síðan fylgst
með hvernig afkomendur hennar
náðu að ná fótfestu í nýja heimin-
um.
Efnismikil, fróðleg, vel leikin og
dramatísk. Konurnar eru aldeilis
stórkostlegar í sorgum og gleði í
þessari mögnuðu fjölskyldusögu
sem óforvarandis sló í gegn á síð-
asta ári í kvikmyndahúsum vestan
hafs. Wayne Wang fer geysilega
fram með hverri mynd og er tví-
mælalaust orðinn langfremstur
leikstjóra af kínverskum ættum í
Bandaríkjunum. Mynd sem svíkur
ekki vandláta.
Ríkisútvarpið
Fréttirá
stutt-
bylgju
FRÁ og með 1. október verða
fréttasendingar Ríkisútvarpsins
á stuttbylgju sem hér segir:
Til Evrópu:
Kl. 12.15-13.00 á 13860 og
15775 Khz
Kl. 12.15-13.00 á 13870 Khz
Kl. 18.55-19.30 á 11402 og
13860 Khz
Kl. 18.55-19.30 á 9300 Khz
Til Ameríku:
Kl. 12.15-13.00 á 13860 og
15770 Khz
Kl. 19.35-20.00 á 13860 og
15770 Khz
KI. 23.00-23.35 á 11402 og
13860 Khz
Að loknum hádegsfréttum á
laugardögum og sunnudögum
er sent yfirlit yfir fréttir liðinnar
viku.
RICHARD Harris vill ólmur opna
gluggana í hótelherbergi sínu þótt
úti fyrir gefi að líta gráan himin og
vindurinn blási sem mest hann má.
Hann minnir helst á Lé konung á
heiðinni þar sem hann stendur hvít-
hærður í rokinu með gamlan trefíl
og slæst við gluggatjöldin. I einni
svipan er hurðinni hrundið upp og inn
kemur glæsileg kona með eitthvað
hvítt og loðið í fanginu, sem umsvifa-
laust stekkur niður á gólf og hleypur
í átt að Harris. Sem svarar á fjórum
fótum með glaðværu gelti.
Eftir slíka viðkynningu er ekki
laust við að maður velti fyrir sér
hvernig móttökurnar hefðu verið
fyrir 13 árum, áður en Harris sagði
skilið við áfengi, slagsmál og eitur-
lyf. En hvað um það, konan heitir
Ánn Turkell, „fyrrverandi eiginkona
og besti vinur“. Þegar þau voru gift
var Harris jafnan vanur að segja „ég
skemmti mér með öðrum konum og
hún getur gert það sem hún vill“.
Það getur ekki hafa verið tekið út
með sældinni að vera gift Harris og
væntanlega er jafn erfitt að gefa
hann algerlega upp á bátinn.
Og þó. Richard Harris segir:
„Eg kem inn á stað og kynni
mig, segi: Komdu sæll ég heiti Rich-
ard Harris! og svarið er:
Já, komdu sæll, hvað starfar þú?
Ég ér leikari.
Já, er það... í hveiju hefur þú
leikið?
En þótt Harris sjái sig síðan um
hönd, bandi frá sér og segi: „Ódauð-
leikinn veldur mér engum áhyggj-
um“ standa vonir til þess að hann
gangi í endurnýjun lífdaga í augum
bíógesta. Hans er skemmst að minn-
ast í Eastwood myndinni Unforgiven
og nýjasta hlutverk hans er í mynd-
inni Wrestling Ernest Hemingway.
Þar leikur hann drykkfellda skip-
stjórann Frank Joyce sem býr í
Flórída, þar sem amerísk gamal-
menni eyða ellinni. Joyce lætur dæl-
una ganga um áflog og horfnar
ástríður og söguna af því er hann
slóst við Hemingway og vann. En
enginn nennir að hlusta þar til hann
kynnist virðulegum Kúbumanni
(Robert Duvall).
„Mig langaði til að draga fram
andstæðurnar, hvern þátt á fætur
öðrum, þar til kemur að leyndar-
dómnum,“ segir hann kíminn. „Ein-
hvers staðar á lífsleiðinni skapaði
Frank Joyce sjálfan sig. Hvað var
það í fortíð hans sem dró þessa skop-
legu persónu fram í dagsljósið?
Þannig að ég gekk út frá því að
hann hefði í raun viljað deyja fyrir
löngu síðan. Hann skemmti sér vel
en samt sem áður var lífshlaup hans
ein sorgarsaga." Ekki þarf að fara
í grafgötur með það að Harris er í
og með að tala um eigin reynslu, en
á henni á list leikarans að byggjast,
segir hann.
UTVARP
Rás 1 kl. 19.35. Óperuspjall. Rætt viá Guörúnu Jónsdóttur um óperuna
Dóttur herdeildarinnar eftir Gaetano Daniietti og leikin atriöi úr óper-
unni. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir.
RÁS 1
FM 92,4/93,5
6.45 Veðurfregnir.
6.50 Bæn: Jón Bjarman flytur.
Snemma á laugardagsmorgni
Þulur velur og kynnir tónlist.
7.30 Veðurfregnir.
8.07 Snemma á laugardags-
morgni heldur áfram.
9.03 Þingmál.
9.20 Með morgunkaffinu.
— Götuskór, eftir Spilverk þjóð-
anna. Spilverkið er skipað þeim
Sigurði Bjólu, Valgeiri Guðjóns-
syni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og
Agli Ólafssyni.
10.03 Evrópa fyrr og nú. Umsjón:
Ágúst Þór Árnason.
10.45 Veðurfregnir.
11.00 í vikulokin. Umsjón: Páll
Heiðar Jónsson.
12.00 Útvarpsdagbókin og dag-
skrá laugardagsins.
12.45 Veðurfregnir og auglýsing-
ar.
13.00 Fréttaauki á laugardegi.
14.00 Hringiðan. Menningarmál á
líðandi stund. Umsjón: Halldóra
Friðjónsdóttir.
16.05 Islensk sönglög.
— Fagurt syngur svanurinn, þjóð-
l?g-
— I dag skein sól eftir Pál Isólfs-
son og Davíð Stefánsson.
— Vor og haust eftir Bjarna Þor-
steinsson og Pál Árdal.
— Sólskríkjan eftir Jón Laxdal og
Þorstein Erlingsson.
— Lauffall eftir Hjálmar Ragnars-
son og Hannes Pétursson.
— Una eftir Gunnar Sigurgeirsson
og Davíð Stefánsson. í dag eftir
Sigfús Halldórsson og Sigurð
Sigurðsson frá Arnarholti.
— Sumri hallar hausta fer, þjóð-
lag. Sverrir Guðjónsson, Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Kolbeinn Ketils-
son, Rannveig Bragadóttir,
Kristinn Sigmundsson, Sólrún
Bragadóttir og Garðar Cortes
syngja; Jónas Ingimundarson
leikur á pianó.
16.30 Veðurfregnir.
16.35 Ný tónlistarhljóðrit Rfkisút-
varpsins. Guðmundur Emilsson
kynnir ný tónlistarhljóðrit Ríkis-
útvarpsins, að þessu sinni flutn-
ing Bryndísar Höllu Gylfadóttur
og Steinunnar Birnu Ragnars-
dóttur á verkum eftir Fauré,
Beethoven og Schumann.
17.10 Krónika. Þáttur úr sögu
mannkyns. Umsjón: Halldóra
Thoroddsen og Ríkarður Örn
Pálsson.
18.00 Djassþáttur Jóns Múla
Árnasonar. (Einnig útvarpað á
þriðjudagskvöld kl. 23.15.)
18.48 Dánarfregnir og auglýsing-
ar
19.30 Auglýsingar og veðurfregn-
ir.
19.35 Óperuspjall. Rætt við Guð-
rúnu Jónsdóttur um óperuna
Dóttur herdeildarinnar eftir Ga-
etano Donizetti og leikin atriði
úr óperunni. Umsjón: Ingveldur
G. Ólafsdóttir.
21.10 Kíkt út um kýraugað. Þrir
(slenskir draugar: Hjaltastaða-
draugurinn, Garpsdalsdraugur-
inn og Geitdalsdraugurinn. Um-
sjón: Viðar Eggertsson. Lesari
með umsjónarmanni: Sigrún
Edda Björnsdóttir. (Áður á dag-
skrá í apríl 1991.)
22.27 Orð kvöldsins: Sigrún Gísla-
dóttir.
22.30 Veðurfréttir.
23.00 Smásagan: Herra Burgher
fleygir sér ! fljótið eftir þýska
skáldið Jochen Schimmang. Sig-
urður A. Magnússon les eigin
þýðingu. (Áður á dagskrá sl.
föstudag.)
0.10 Fimm fjórðu. Djassþáttur í
umsjá Lönu Kolbrúnar Eddu-
dóttur. (Áður á dagskrá i gær)
1.00 Næturútvarp á samtengdum
rásum til morguns.
Fréttir 6 RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8,
9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24.
RÁS 2
FM 90,1/99,9
8.05 Endurtekið barnaefni Rásar
1. (Frá mánudegi til fimmtudags.)
9.03 Laugardagslíf. Umsjón:
Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45
Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls.
16.05 Heimsendir. Margrét Kristin
Blöndal og Siguijón Kjartansson.
17.00 Með grátt í vöngum. Gestur
Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt-
ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar.
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson.
20.30 Úr hljóðstofu BBC. Umsjón:
Andrea Jónsdóttir. 22.10 Nætur-
vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már
Henningsson.
NÆTURÚTVARPID
1.30 Veðurfregnir. Nætuivakt.
2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur
Andreu Jónsdóttur. 4.30 Veður-
fréttir. 4.40 Næturlög halda áfram.
5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Dinah
Washington. 6.00 Fréttir, veður
færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég
man þá tíð. Hermann Ragnar Stef-
ánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og
7.30). Morguntónar.
ADALSTÖDIN
90,9 / 103,2
9.00 ALbert Ágústsson. 13.00
Gurrf og Górillan. 16.00 Sigmar
Guðmundsson. 19.00 Tónlistar-
deildin. 23.00 Næturvaktin.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút-
varp með Eiríki Jónssyni. 12.10
Ljómandi laugardagur. Pálmi Guð-
mundsson og Sigurður Hlöðvei-s-
son. 16.00 ísíenski listinn. Umsjón:
Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmol-
ar. 20.00 Laugardagskvöld á
Bylgjunni. 23.00 Hafþór Freyr Sig-
mundsson. Hressileg tónlist. 3.00
Næturvaktin.
Fréttlr kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30.
BYLGJAN, ÍSAFIRÐI
FM 97,9
9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9.
20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson
og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar
Atli með næturvakt. Síminn í hljóð-
stofu 93-5211. 2.00 Samtengt
Bylgjunni FM 98.9.
BROSIÐ
FM 96,7
Ókynnt tónlist allan sólarhringinn.
FM 957
FM 95,7
9.00 Haraldur Gíslason. 11.00
Sportpakkinn. Hafþór Sveinjóns-
son og Jóhann Jóhannsson. 13.00
FM 957. 17.00 American top 40.
Shadow Steevens. 21.00 Ásgeir
Kolbeinsson. 23.00 Á lifmu. 3.00
Næturvaktin.
TOP-BYLGJAN
FM 100,9
7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM
98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP-
Bylgjan. 11.00 Samtengt Bvlgj-
unni FM 98,9.
X-ID
FM 97,7
7.00 Þossi. 10.00 Baldur Bragason.
14.00 Árni Þór. 18.00 Party Zone.
22.00 X-næturvaktin 02.00 Þossi.