Morgunblaðið - 13.10.1994, Side 1
AÐSENDAR
GREINAR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 _BLApfí
Alþýðuflokkurinn
og umræður um ESB
þegar farnir að kynna róttækar hug-
myndir sínar. Evrópusambandið á
eftir að taka á sig aðra mynd, áður
en að því kemur að Islendingar
tengjast því nánar en með EES-
samningnum, verði tekin ákvörðun
um það. Vegna þess kunna skýrslur
Háskólans að hafa meira sagnfræði-
legt gildi en raunhæft, þegar upp
verður staðið.
Aldamótaákvörðun?
FORYSTUMENN Alþýðuflokks-
ins leitast við að breyta umræðum
um samskipti íslands við Evrópu-
sambandið (ESB) í árásir á Sjálf-
stæðisflokkinn og málsvara hans í
utanríkismálum. Er það Alþýðu-
flokksmönnum sérstakt fagnaðar-
efni, að þeim virðist ESB-málið geta
stuðlað að bresti „í samstöðu með
Davíð [Oddssyni] innan Sjálfstæðis-
flokksins og er það vel“ eins og for-
maður stjórnar Alþýðuflokksins orð-
ar það af alkunnri smekkvísi sinni.
Ætla mætti, að Alþýðuflokkurinn
hefði nóg með sjálfan sig um þessar
mundir og teldi sig ekki þurfa að
hafa sérstakar áhyggjur af stefnu-
mótun sjálfstæðismanna. Það er þó
líklega einmitt vegna þess, að flokk-
urinn er að sligast undan eigin vand-
ræðum, sem hann reynir að gera
Sjálfstæðisflokkinn að blóraböggli.
Blórabögglapólitík forystu Alþýðu-
flokksins er alkunn og farin að
ganga út í öfgar í fleiru en einu tilliti.
Til að glöggva sig á þessu vil ég
benda lesendum Morgunblaðsins á
grein eftir Guðmund Oddsson, bæj-
arfulltrúa og formann flokksstjórnar
Alþýðuflokksins, sem birtist í próf-
kjörskálfi blaðsins 7. október. Þar
sendir Guðmundur okkur Davíð
Oddssyni forsætisráðherra tóninn og
ræðst raunar með offorsi á forsætis-
ráðherra. (Varla ber lesendum að
líta á greinina sem framlag Alþýðu-
flokksins til prófkjörs okkar sjálf-
stæðismanna hér í Reykjavík?)
Einnig má minna á ræðu Sig-
hvats Björgvinssonar, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, í umræðunum um
• stefnuræðu forsætisráðherra á Al-
þingi 4. október. Þar vitnaði hann
til orða forystumanna í
íslensku atvinnulífi og
Bjama Benediktssonar
í viðleitni sinni til að
gera lítið úr okkur, sem
höfum einkum komið
fram í umræðum um
ESB fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Söguskoðun
ráðherrans stenst ekki
gagnrýni, enda fellur
hann í þá gryfju að
bera saman ósambæri-
leg mál.
Hvernig er síðan með
nokkmm rökum unnt
að saka Sjálfstæðis-
flokkinn eða forystu-
menn hans um að vilja
halda íslandi utan við samrunaþróun
Evrópu? Ásakanir um það efni má
helst túlka sem misheppnaða tilraun
til að komast hjá því að ræða kjarna
málsins: Er hagsmunum íslands bet-
ur bórgið innan eða utan Evrópu-
sambandsins? Við þurfum fyrst að
svara þessari spurningu hér heima,
áður en við leitum svars við henni
í Brussel. Einskær blekking er að
líta á aðildarviðræður við ESB eins
og heimsókn í kjólabúð, þar sem
unnt sé að ganga á brott, ef stærð-
ir henta ekki. Sömu augum ber að
líta yfírlýsingar, um að ísland geti
samið um aðild að ESB fyrir 1996.
Samningur Norðmanna
í umræðum um skýrslu utanrík-
isráðherra á Alþingi 17. mars síðast-
liðinn komst ráðherrann, Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, þannig að orði, þegar hann
ræddi niðurstöður í samningum
Björn Bjarnason
EFTA-ríkjanna fjög-
urra við ESB: „Niður-
stöður þessarar lotu
aðildarviðræðna gefa
nýjar forsendur til að
meta kosti og galla
aðildar." Þar átti utan-
ríkisráðherra ekki síst
við sjávarútvegssamn-
ing Norðmanna, sem
honum þótti til marks
um góðan árangur
Norðmanna,.
Þegar orð ráðherr-
ans voru túlkuð á þann
veg, að hann teldi
samning Norðmanna
fyrirmynd fyrir okkur,
stóð ég upp í þinginu
og sagðist líta þannig á, að utanríkis-
ráðherra hefði verið að hrósa samn-
ingnum með norska hagsmuni í
huga, annað ætti við varðandi ís-
lenska hagsmuni. Taldi stjórnarand-
staðan, að með þessu væri ég að
forða utanríkisráðherra frá þeim
vandræðum að standa einn og ein-
angraður í þessu stórmáli á Alþingi.
I Ijósi þessa þarf ekki að koma
neinum á óvart, að því sé haldið fram
af mér og öðrum sjálfstæðismönn-
um, að hættulegt sé að láta í veðri
vaka, að samningur Norðmanna sé
sniðinn að kröfum okkar. Því fer
fjarri og æ fleiri hallast raunar að
því, að sjávarútvegssamningur
Norðmanna sé næsta rýr, þegar til
kastanna kemur.
Skýrslur Háskólans
Sagt hefur verið frá skýrslum
stofnana Háskóla íslands um ýmsa
þætti í samskiptum íslands og Evr-
Árásir forystumanna
Alþýðuflokksins á sjálf-
stæðismenn vegna að-
ildar að ESB eru mark-
lausar, segir Björn
Bjarnason. Hann
minnir á, að hagsmunir
íslands kreijist ekki
ákvörðunar um ESB-
aðild á haustdögum
1994, líklega sé nær að
tala um aldamóta-
ákvörðun.
ópusambandsins. Á einföldu fjöl-
miðlamáli er látið í veðri vaka, að
skýrslurnar sýni fleiri kosti við aðild
en galla. Öllum Háskólaskýrslunum
hefur enn ekki verið skilað. Þegar
málið verður metið í heild, koma
þessar skýrslur að notum. Of mikil
einföldun felst í því að telja kosti
og galla. Einn galli getur verið svo
mikill og alvarlegur, að hann ýti öll-
um kostunum til hliðar. Ályktanir
formanns stjórnar Alþýðuflokksins á
grundvelli skýrslna Háskólans eru
markleysa. Hefur hann lesið skjölin?
Breytingar eru boðaðar á ESB.
Forystumenn í aðildarríkjunum eru
Henning Christophersen, danskur
varaforseti framkvæmdastjórnar
ESB, sagði nýlega við Stöð 2 á leið
til fundar við íslenska athafnamenn
í kynnisferð í Brussel, að ísland
gæti vænst þess að verða aðili að
ESB árið 2003. Hann taldi jafn-
framt, að eðlilegt væri að búast við
fjögurra ára aðdraganda að því að
samningar tækjust og kæmust til
framkvæmda.
Samkvæmt því yrði það aldamóta-
ákvörðun hjá okkur íslendingum að
kveða upp úr um það, hvort við
ættum að stíga frekari skref til sam-
starfs við ESB. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur síður en svo lagst gegn
því, að menn velti því fyrir sér, hvort
skynsamlegt sé að taka slíka ákvörð-
un. Hún byggist auðvitað á öðrum
forsendum en gilda haustið 1994.
Minnumst þess, að 1989 vildu hlut-
laus ríki í EFTA alls ekki aðild að
ESB. Þetta gjörbreyttist við hrun
Sovétríkjanna.
Hvar sem borið er niður blasir hið
sama við: Vegna hagsmuna Islands
getur ekki verið brýnasta viðfangs-
efni íslenskra stjómmála að ákveða
það nú, hvort sækja eigi um aðild
að ESB eða ekki. Það er eitthvað
annað, sem vakir fyrir Alþýðu-
flokknum. Formaður stjórnar hans
spurði í fyrirsögn í Morgunblaðinu:
Er umsókn að ESB kosningabragð
Jóns Baldvins? Það skyldi nú aldrei
vera?
Höfundur er 3. þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
og býður sig fram í prófkjöri þar
28. og 29. október.
ÉG HEFI gilda
ástæðu til að hvetja
sjálfstæðismenn til að
kjósa Guðmund Hall-
varðsson í öruggt sæti
á framboðslista Sjálf-
í stæðisflokksins. Ég er
búinn að þekkja mann-
ínn lengi sem góðan
dreng, mannasætti,
ráðagóðan og heilan í
starfí sínu fyrir stétt
sína og aldrað fólk.
Auk þess er það Sjálf-
stæðisflokknum nauð-
synlegt að haga svo lið-
skipan sinni á þingi,
að þar komi saman fólk
úr sem flestum stéttum
þjóðfélagsins. Maður
leyfir sér að vona, að sú hugsun sé
ekki dauð í flokknum.
Guðmundur Hallvarðsson hefur
ekki látið mikið yfir sér í fjölmiðlum
á starfsferli sínum, — og skal starfs-
ferill hans rakinn hér
stuttlega, ef það kynni
að verða einhverjum
ábending þess, að þeir
skila sjaldan mestu
verkunum, sem lengst-
ar halda ræðurnar og
gaspra mest í fjölmiðl-
um.
Guðmundur stund-
aði framanaf sjó-
mennsku og var orðinn
stýrimaður á vitaskip-
inu Árvakri 1965. Árið
1972 gerðist hann
starfsmaður Sjó-
mannafélags Reykja-
víkur og jafnframt
gjaldkeri stjórnar fé-
lagsins. Árið 1976 var
hann kosinn varaformaður Sjó-
mannasambandsins og 1978 varð
hann formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur. I sama mund var hann
kosinn í verkalýðsráð Sjálfstæðis-
Guðmundur Hallvarðs-
son er eini fulltrúi laun-
þegahreyfingarinnar í
þingmannahópi flokks-
ins í Reykjavík, segir
Ásgeir Jakobsson,
góður framgangur hans
í prófkjörinu treystir
vígstöðu Sjálfstæðis-
flokksins
flokksins og hefur verið formaður
þess frá 1989.
Það tóku fljótt að hlaðast á Guð-
mund nefndastörfin og var hann
ýmist skipaður eða valinn af félögum
sínum til að sitja í nefndum sem
unnu m.a. að samningu umfangs-
mikilla lagafrumvarpa um atvinnu-
réttindi sjómanna, aðbúnað og ör-
yggi til sjós, og endurskoðun á sjó-
manna- og siglingalögum.
Árið 1991 var Guðmundur kosinn
á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar
hefur hann með frumvörpum og
þingsályktunum beitt sér mjög fyrir
stétt sína, en barist jafnframt fyrir
hagsmunum launþega almennt, svo
sem með tillögum um tífeyrisréttindi
hjóna og um afnám tvísköttunar á
lífeyrisgreiðslum, sem er óneitanlega
mikilsvert mál öllu launafólki.
Guðmundur hefur einnig setið
mörg ár í hafnarnefnd Reykjavíkur,
varð varaformaður hennar 1982 og
formaður 1986, og þykir þar hafa
reynzt hinn bezti maður.
Þá er enn að nefna merkilegan
þátt í starfsferli Guðmundar. Á sjö-
unda áratugnum #varð hann ungur
sjómaðurinn einn af frumheijum að
því að reisa sumarheimili fyrir börn
efnalítiíla foreldra að Hrauni í
Grímsnesi, en jafnframt að því að
leggja drög að byggingu sumarhúsa
fyrir sjómannastéttina. Rekstri
barnaheimilisins hefur nú verið hætt,
en í Hraunborgum er risin upp ein
glæsilegasta sumarhúsabyggð
landsins með sundlaug og annarri
aðstöðu í félagsmiðstöð sjómanna.
Málefni aldraðra hafa alla tíð ver-
ið Guðmundi hugleikin og til að geta
helgað sig þeim, hefur hann sagt
af sér formennsku í Sjómannafélag-
inu og í hafnarnefnd Reykjavíkur.
Hann hyggst nú, ásamt þing-
mennskunni, einbeita sér að öldrun-
armálunum og uppbyggingarstarfi
Hrafnistu-heimilanna og hefur tekið
við formennsku Sjómannadagsráðs
í Reykjavík og Hafnarfirði af Pétri
Sigurðssyni.
Að lokum leyfi ég mér að endur-
taka nauðsyn þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn haldi hinni gömlu venju
að hafa menn úr öllum stéttum í
þingliði sínu. Guðmundur Hallvarðs-
son er eini fulltrúi launþegahreyfing-
arinnar í þingmannahópi flokksins í
Reykjavík. Góður framgangur hans
í prófkjörinu treystir vígstöðu
flokksins í komandi kosningum.
Höfundur er rithöfundur.
Hann lætur sér hægt, en
stendur fyrir sínu — o g vel það
Ásgeir Jakobsson