Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR13. OKTÓBER1994 B 3 AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR EFNAHAGSLÍF þjóðarinnar hefur verið í lægð síðustu árin og hafa því miður margir orðið fyrir þrengingum af þeim sökum. Sveiflur í efnahagslífi og afkomu þjóðarinnar eru að vísu engin ný- lunda, en sú lægð sem við erum nú í hefur varað óvenju lengi. Fullt atvinnustig undanfarinna áratuga og félagsleg samhjálp hafa ef til vill orðið til þess að við höfum ekki sýnt nægilega fyrir- hyggju varðandi grundvallarundir- stöður atvinnulífsins. Afkoma þjóðarinnar lýtur um margt svipuðum lögmálum og af- koma einstaklinga og heimila, það er að tekjur skapast af vinnufram- lagi til öflunar verðmæta úr hrá- efni, orku og öðrum aðföngum. Þegar halla tók undan fæti hjá sjávarútvegnum á níunda áratugn- um greip ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar til þess ráðs að setja á fót ýmsa sjóði, sem kostað- ir voru af almannafé og veittu síð- an styrki og lán til ýmissa atvinnu- greina. Gallinn var bara sá að ein- ungis var verið að fresta vandan- um, en ekki var ráðist að grunni meinsins sem meðal annars fólst í samdrætti í afla, of miklum sóknarmætti fiskiflotans og því hversu einhæft ís- lenskt atvinnulíf er. Afkoma þjóðarinnar og þar með einstakl- inga og heimila verður ekki bætt nema með auknu vinnuframlagi og aukinni verðmæta- myndun í seljanlegum afurðum. Fullt at- vinnustig er ekki að- eins efnahagsleg nauð- syn heldur einnig fé- lagsleg forsenda fyrir jöfnuði og heilbrigði einstaklinganna. At- vinnuleysið er böl sem flestar ná- grannaþjóðir okkar hafa glímt við um lengri tíma, en hefur sem bet- ur fer verið lítt þekkt fyrirbæri hér á landi þar til á síðustu misser- um. Það þarf ekki að tíunda alla þá óhamingju og þrengingar sem atvinnuleysið hefur í för með sér, fyrir utan þá miklu sóun sem í því felst fyrir þjóðfélagið. Atvinnuleysi má ekki festast hérlendis um ókomin ár og helsta leiðin í þeirri baráttu er að styrkja undirstöður atvinnul- ífsins. Það hefur nú- verandi ríkisstjórn gert með þeim árangri að fyrirtæki sýna nú mörg hver mun betri afkomu og ætla má áð slíkt leiði til aukinna fjárfest- inga og aukinnar at- vinnu á komandi mánuðum. Það er þó ekki víst að afrakstur þessara breytinga nái að skila sér fyrr en á síðari hluta næsta árs, einkanlega þar sem í hönd fer sá árstími þar sem at- vinnustig er almennt lægra en ella. Það er þó þýðingarmikið fyrir kjósendur hafa í huga við kjör- borðið í vor að núverandi ríkis- stjórn undir forystu Sjálfstæðis- flokksins hefur náð verulegum árangri í þessum efnum og það sjást nú þegar augljós batamerki í efnahagslífinu. Það verður að telja næsta víst að þau úrræði sem fyrri ríkisstjórn hafði við svipaðar aðstæður hefðu leitt til aukins vanda en ekki úrbóta. Þó er á það að líta að núverandi ríkisstjórn hefur þurft að fást við mun erfið- ari efnahagsvandamál. Það er mikilsvert að við gerum okkur grein fyrir því að afkoma ríkis- sjóðs er afar þýðingarmikill þáttur í efnahagslífinu. Um rekstur ríkis- sjóðs gilda að mörgu leyti sömu grundvallaratriði og um rekstur heimilanna. Það þýðir ekki að eyða Fullt atvinnustig er ekki aðeins efnahagsleg nauðsyn, segir Sólveig Pétursdóttir, heldur jafnframt félagsleg for- senda fyrir jöfnuði og heilbrigði einstakl- inganna. um efni fram til langframa ef við viljum forðast háa vexti og verð- bólgu. Ráðdeild er nauðsynleg til að viðhalda áunnu jafnvægi, sem er í raun varanlegri kjarabót fyrir almenning en margt annað. Öll viljum við búa við öryggi velferðarþjóðfélagsins og tryggja jafnan aðgang að menntun, heil- brigðisþjónustu og öðrum grund- vallar þjónustuþáttum. Ýmis ná- grannalönd okkar hafa átt í vax- andi erfiðleikum með að fjár- magna velferðarkerfi sín og hafá jafnvel lent í ógöngum og óþægi- legum samdrætti í opinberri þjón- ustu. Traust atvinnulíf, aukinn hagvöxtur og aðgát í ríkisíjármál- um eru helstu forsendur þess að okkur takist að varðveita þá þætti í velferðarkerfmu sem við teljum nauðsynlega. Stöðugleiki og ábyrg afstaða stjórnvalda er nauðsynleg forsenda til að svo megi verða og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann hefur ekki skirrst við að axla þá ábyrgð sem við þurfum að halda til að vinna okkur út úr' þeim öldudal sem við höfum verið í. Dagana 28. og 29. október fer fram prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjósendur munu meðal annars hafa miklar væntingar til frambjóðenda og þingmanna sinna um skilvirkari úrlausnir í atvinnu- málum. Mikilsvert er að stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins haldi á loft þeim árangri sem þegar hefur náðst í efnahagsmálunum, einkan- lega þegar nær dregur kosningum í vor og önnur stjórnmálaöfi fara að skjalla kjósendur. Sjálfstæðis- flokkurinn getur einn flokka. myndað þá kjölfestu sem íslenskr hugvit þarf á að halda til þess að við getum unnið okkur út úr núver- andi atvinnu- og efnahagsörðug- leikum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Grundvöllur atvinnulífsins Sólveig Pétursdóttir Þekking og reynsla UM ÞESSAR mundir eru tímamót í vestfirskum stjórn- málum. Matthías Bjarnason alþingis- maður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð við al- þingiskosningar sem fyrirhugaðar eru næsta vor. Þar með lýkur áratugalöngum stjórnmálaferli mikils stjórnmálaskörungs. Þegar jafn áhrifa- mikill stjórnmálamað- ur og Matthías dregur sig í hlé er mjög mikil- vægt að vanda vel til vals eftirmanns hans svo að hags- munum Vestfirðinga verði vel borgið í framtíðinni. Þetta er sér- staklega mikilvægt nú þegar vest- firskar byggðir eiga mjög í vök að verjast. Til þess að sem best verði haldið á málefnum okkar Vestfirðinga þarf forystumaður okkar á þingi að vera áhrifamikill og Jþekkja hagsmuni allra stétta. A yfirstandandi kjörtímabili hefur Einar Kristinn Guðfinnsson setið á Alþingþ sem fulltrúi okkar Vestfirðinga. Ég hef í störfum mínum sem sveitarstjórnarmaður og forystumaður í rækjuiðnaðinum á undanförnum árum notið aðstoð- ar Einars Kristins í mörgum ólík- um málum. Við úrlausn þeirra mála hefur komið í ljós að Einar - kjarni málsins! Kristinn er nú þegar í hópi áhrifamestu þing- manna okkar íslend- inga og hefur alla burði til þess að sjá svo um að á næstu árum verði fullt tillit tekið til sjónarmiða okkar Vestfirðinga. Nú liggur fyrir að verulegar breytingar verða á þingmannaliði Vestfirðinga í komandi kosningum. Því er nauðsynlegt að for- ystumaður okkar Vestfirðinga þekki starfsemi Alþingis af eigin raun og kunni góð skil á hagsmunum allra Vest- firðinga. Einar Kristinn er eini frambjóðandinn í prófkjöri vestfir- skra sjálfstæðismanna sem hefur þessa reynslu. Góðir Vestfirðingar. A laugar- Einar Kristinn Guð- fínnsson er, að mati Halldórs Jónssonar, eini frambjóðandinn í prófkjöri vestfírskra sjálfstæðismanna, sem þekkir starfsemi Al- þingis af eigin raun. daginn kemur getum við tryggt áhrif okkar á Alþingi með því að tryggja Einari Kristni Guðfinns- syni glæsilega kosningu í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna. Höfundur er varaformaður bæjarráðs Isafjarðar og fyrrverandi formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Halldór Jónsson Að kanna sinn innri mann ísland og umheimurinn Þær kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum mánuð- um hafa ítrekað gefið til kynna að meðal okk- ar Islendinga sé tals- verður áhugi á Evrópu- sambandsaðild. Sam- kvæmt síðustu könnun, sem gerð var af Félags- vísindastofnun nú í september, er u.þ.b. helmingur þjóðarinnar hlynntur því að ísland sæki um aðild að sam- bandinu en um helm- ingur andvígur um- sókn. Það er einnig umhugsunarvert að meirihluti kjósenda Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Kvennalista er fylgjandi aðildarumsókn. í ljósi þessara niðurstaðna, sem og þeirrar mikilvægu staðreyndar að ef að lík- um lætur munu öll Norðurlöndin, utan ísland, innan skamms verða orðin fullgildir aðilar að Evrópusam- bandinu, er ástæða til að staldra við og skoða í hvaða farvegi hin svokall- aða „Evrópu“-umræða er hér á landi. Styrkur heildarinnar Allt frá landnámsöld hafa sam- skipti við aðrar þjóðir verið ríkur þáttur í íslenskri samfélagsmótun okkar. Við höfum selt framleiðsluvör- ur okkar á erlendum mörkuðum, flutt inn nauðsynjar, sótt nám í erlendum menntastofnunum og tileinkað okkur menningar- og hugmyndastrauma bæði frá Evrópu og Vesturheimi. Undanfama hálfa öld hafa Islending- ar tryggt öryggi sitt í gegnum aðild- ina að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningum við Bandaríkin. Þegar litið er um öxl er óhætt að fullyrða að samskipti okkar við önn- ur ríki hafa verið landi og þjóð til farsældar. Að marka spor Heimurinn fer stöð- ugt minnkandi. Alþjóð- legt samstarf eykst og hugmyndir um þjóða- bandalög og náið sam- starf eiga nú greiða leið að hugum almennings. í slíku umhverfi er mik- ilvægt að vera vakandi um framtíðarhagsmuni og möguleika þjóðarin- ar, og hvetja til öflugra og almennra skoðana- skipta um þessi mál. Að mínu mati hefur þessu hins vegar verið ábóta- vant hér á landi undan- farin misseri, og oftar en ella hafa skoðanaskiptin um framtíð íslands í alþjóðasamstarfi helgast frekar af tilfinningaþunga á báða bóta en rökum og fordómaleysi. Það er sama í hvaða átt er litið, alls staðar má sjá þróun í átt til aukins samstarf þjóða, til suðurs Evrópusambandið, í vestri NAFT'A, og í austurátt má sjá sömu þróun í fyrrum Sovétríkjunum, í Miðaustur- löndum, og í Suðaustur-Asíu. Okkur íslendingum, bæði stjórnmálamönn- um og almenningi, ber að horfast í augu við umheiminn og skoða með opnum huga alla þá möguleika sem við höfum. Þingmenn bera þar mikla ábyrgð en fyrst og síðast er það hinn almenni kjósandi sem ræður úrslitum um þróun mála. Samningurinn um EES hefur ótví- rætt styrkt stöðu okkar á evrópskum markaði og það án þess að það hafi skert sjálfstæði þjóðarinnar né full- veldi. Nú þegar við blasir að nánast öll EFTA-ríkin fari inn í ESB er rík ástæða til að ræða og meta framtíð íslands í Evrópusamstarfi. Engin ástæða er þó t.il að horfa einungis í eina átt. Við íslendingar höfum um árabil átt mjög náin og víðtæk sam- skipti við Bandaríkjamenn á mörg- íslendingar eiga að vera alls óhræddir að meta stöðu sína á alþjóðleg- um vettvangi, segir , Lára Margrét Ragn- arsdóttir, enda gæti þeir sérstöðu sinnar, auðlinda ogtungu. um sviðum. Þessi samskipti þurfum við að rækta í takt við nýja tíma. Við þurfum ennfremur að vinna upp nýja markaði og leita fleiri sam- starfsaðila. Nú þegar hefur nokkurt átak verið unnið í þeim tilgangi og er það vel. Við íslendingar eigurj^. að vera alls óhræddir við að endur- meta afstöðu okkar á alþjóðlegum vettvangi. I því ferli er að sjálfsögðu nauðsynlegt að vera ekki of hvatvís, en gæta þarf vel að sérstöðu okkar, auðlindum, tungu og menningu. Metum kosti og galla Umfram allt verðum við að hafa í huga með hvaða hætti við mörkum spor í samstarfi við aðrar þjóðir, og það án fyrirfram gefmnar niður- stöðu. Þetta á að sjálfsögðu við um ESB, en ekki síður um framtíðar- samskipti okkar við ríki annarra heimsálfa, svo sem Ameríku og Asíu. Orð eru til alls fyrst. Verum ekki hrædd við að setja mál á dagskrá og ræða þau. Umræðan um Evrópu- málin, eins og önnur málefni sem varða alþjóðasamskipti, þarf að vera opin, markviss og framsækin. Höfundur er alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Lára Margrét Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.