Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 2
2 B FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Átta nýjai' íbnóðr á BHröst
NÚ ER unnið að byggingu átta
raðhúsaíbúða fyrir námsfólk við
Samvinnuháskólann á Bifröst. Fyirir
voru fjórar íbúðir byggðar sam-
kvæmt sömu byggingaráætlun,
þannig að í vor verða samtals tólf
íbúðir komnar í notkun af samtals
þijátíu og tveimur, sem gert er ráð
fyrir að rlsi í hrauninu fyrir norðan
skólahúsin á Bifröst.
etta kom fram í viðtali við Jón-
as Guðmundsson, aðstoðar-
rektor Samvinnuháskólans á Bif-
röst. Nú stunda um 95 manns nám
við skólann, en þar er starfrækt
tveggja ára námsbraut í rekstrar-
fræðum á háskólastigi. Ennfremur
er rekin lítil undirbúningsdeild, svo
og eins ár framhaldsdeild, sem út-
skrifar í fyrsta skipti í vor fólk með
BS-gráðu í rekstrarfræðum.
Allar íbúðimar sem nú eru í
byggingu eru þriggja herbergja á
tveimur hæðum. Eru þær fyrst og
fremst ætlaðar fyrir fjölskyldur eða
fyrir einstæða foreldra. Hver íbúð
er 86 fermetrar að stærð. Áhersla
hefur verið lögð á að íbúðirnar séu
einfaldar og henti námsfólki; þann-
ig er óvenjulega öflug hljóðeinangr-
un á milli herbergja. Arkitektar að
íbúðunum eru Egill Guðmundsson
og Þórarinn Þórarinsson.
Framkvæmdakostnaður
57 millj. kr.
Samtals er framkvæmdakostn-
aður við þennan átta íbúða áfanga
um 57 milljónir. Er þá allt taiið,
þ.á.m. opinber gjöid. Framkvæmd-
irnar voru boðnar út í alútboði og
hefur Byggingarfélagið Borg í
Borgarnesi tekið þær að sér, en
undirverktakar eru úr Mýra- og
Borgarfjarðarsýslum.
Með tilkomu þessara íbúða batna
húsnæðisaðstæður námsfólks á Bif-
röst verulega. Erfitt hefur verið
fyrir nemendur Samvinnuháskólans
að finna sér heppilegt húsnæði,
sérstaklega fjölskyldufólk, sem búið
hefur á ýmsum stöðum í Borgar-
fjarðarhéraði yfir skólatímann. All-
margir hafa búið í sumarhúsum við
Hreðavatn, en þessi hús eru mis-
jafnlega vel fallin til vetursetu.
Reynslan af fyrstu fjórum íbúð-
unum hefur verið mjög góð. íbúð-
irnar þykja nýtast mjög vel fyrir
námsfólk. Skipulag þeirra hefur
boðið upp á að námsmenn samnýttu
þær og hefur reynslan verið sú að
í ijórum íbúðum hafa búið 7-9
námsmenn. Því var ekki talin
ástæða til að gera stórar breytingar
á hönnun íbúðanna við byggingu
þessa nýja áfanga.
Orlofsíbúðir á sumrin
íbúðirnar eru leigðar út með öll-
um helstu heimilistækjum og hús-
gögnum, ef leigjendurnir óska eftir.
A sumrin hafa íbúðirnar verið leigð-
ar út til orlofsdvalar, aðallega til
félagsmanna stéttarfélaga. Er það
gert til að auðvelda fjármögnun
framkvæmda. Hafa íbúðirnar verið
eftirsóttar og að sögn Jónasar Goð-
mundssonar eru uppi hugmyndir
um að styrkja ferðamannaþáttinn
enn frekar með byggingu sundlaug-
ar á staðnum.
Nýju íbúðirnar eru, eins og önnur
hús á Bifröst, hitaðar upp með heitu
vatni sem kemur úr borholu innan
skólalóðarinnar.
Byggingarsjóður verkamanna
hefur að stærstum hluta fjármagn-
að byggingu raðhúsaíbúðanna, en
þær eru byggðar sem félagslegar
leiguíbúðir. Einnig hafa sveitarfé-
lögin á svæðinu styrkt framkvæmd-
irnar og nemendur Samvinnuhá-
skólans hafa lagt hluta af félags-
gjöldum sinum í byggingarsjóð.
ALLAR íbúðirnar sem nú
eru í byggingu eru þriggja
herbergja á tveimur hæðum.
Eru þær fyrst og fremst
ætlaðar fyrir fjölskyldur
eða fyrir einstæða foreldra.
Hver íbúð er 86 fermetrar
að stærð.
Agnar Gústafsson 4
Ás 11
Ásbyrgi 4
Berg 28
Borgareign 28
Borgir 20
Eignaborg 6
Eignamiðlunin 5
Eignasalan 23
Fasteignamark. 17
Fasteignamiðiun 19
Fasteignamiðstöðin 10
Fjárfesting 4
Fold 3
Framtíðin 27
Garður 16
Gimli 8-9
Hátún 1 1
Hóll 14- -15
Hraunhamar 21
Húsakaup 13
Húsið 25
Húsvangur 7
fbúð 1 1
Kjörbýli 15
Kjöreign 26
Laufás 6
Lyngvík 18
Óðal 24
SEF hf. 16
Séreign 23
Setrið 25
Skeifan 12
Stakfell 20
Þingholt 22
Markaðurinn
Auldn ráögjöf
vegna íbúöarkaupa
Breytingar á greiðslu-
matinu tóku gildi frá og
með 15. nóvember og
þær eru til komnar af
þeirri reynslu, sem
fengizt hefur af matinu,
segir Grétar J. Guð-
mundsson. Það hefur
sýnt sig, að matið var
of hátt fyrir flesta.
MIKIÐ hefur verið að gera á
fasteignamarkaði að und-
anförnu. Fasteignaviðskipti eru
svipuð um þessar mundir og á
sama tíma á síðasta ári. Þá voru
þau óvenju mikil. Ástæðan fyrir
miklum fasteignaviðskiptum á
þessum tíma á síðasta ári er aug-
Íjós. Allar aðstæður til íbúðar-
kaupa og húsbygginga voru þá
með besta móti. Vextir á fjár-
magnsmarkaði höfðu lækkað
verulega og fasteignaverð hafði
haldist stöðugt. Hvort mikil fast-
eignaviðskipti nú eru tímabundin
eða ekki, er erfitt að segja til um.
Hins vegar hefur ekki dregið úr
fasteignaviðskiptum eftir því sem
liðið hefur á árið, eins og við hefði
mátt búast, en aðstæður til íbúð-
arkaupa og húsbygginga eru enn
hagstæðar, og hafa verið það állt
þetta ár, borið saman við nokkuð
mörg ár þar á undan.
Greiðsluerfiðleikar og
íbúðarkaup
Ástæðurnar fyrir því að fólk-
tekur ákvörðun um að festa kaup
á íbúðarhúsnæði eða byggja eru
margvíslegar. Um tveir af hveij-
um þremur sem fá húsbréfalán
til íbúðarkaupa eiga íbúð fyrir.
Svo virðist sem stór hluti þeirra,
jafnvel um helmingur, skipti um
íbúðarhúsnæði til að létta á
greiðslubyrði skulda sinna.
Afnám ríkisábyrgðar
og íbúðarkaup
Þó nokkrar umræður hafa verið
um hið opinbera húsnæðislána-
kerfi að undanförnu, jafnt um
húsbréfin sem hið félagslega
kerfi. Sumir hafa talað um nauð-
syn þess að afnema ríkisábyrgð
á húsbréfum. Flestir óttast að
slíkt myndi leiða til þess að íbúð-
arkaup yrðu erfiðari, vegna þess
að vextir myndu hækka. Þessi
umræða hefur frekar aukið fast-
eignaviðskipti en hitt.
Ótímabær íbúðarkaup
Eitthvað hefur borið á þvi, að
íbúðarkaupendur hafi viljað drífa
í því að sækja um greiðslumat og
festa kaup á íbúðarhúsnæði, áður
en breytingar á því kæmu að fullu
til framkvæmda. En greiðslumat-
inu hefur verið breytt og það hert
frá því sem var. Þær breytingar
tóku gildi frá og með 15. nóvem-
ber síðastliðnum. Þeir sem fóru á
þennan hátt í fasteignaviðskipti
gera engum skaða nema sjálfum
sér, því breytingarnar sem gerðar
hafa verið á greiðslumatinu, eru
til komnar af þeirri reynslu sem
fengist hefur af því. Það hefur
sýnt sig, að matið var of hátt fyr-
ir flesta. Það er betra að fresta
íbúðarkaupum og taka mark á
þeirri ráðgjöf sem boðið er upp
á. Greiðslumatið í húsbréfakerfinu
er fyrst og fremst ráðgjöf um hve
dýra íbúð kaupendur eru taldir
geta fest kaup á í hæsta lagi.
Aukin fræðsla
Skuldir heimilanna hafa aukist
hratt á undanförnum árum. Um
það hefur verið rætt, að nauðsyn-
legt sé að auka fræðslu um fjár-
mál, greiðsluáætlanir og annað
er tengist skuldastöðu heimil-
anna. Nefnt hefur verið, að þörf
sé fyrir sérstaka fjármálaráðgjafa
hjá félagsmálastofnunum sveitar-
félaga. Jafnframt hefur verið tal-
að um að nauðsynlegt sé að auka
fjármálaráðgjöf í skólakerfinu.
Það er ekki vafamál, að slíkt
myndi draga úr greiðsluerfiðleik-
um íbúðareigenda i framtíðinni.
íbúðarkaup eða húsbygging eru
sú einstaka ákvörðun í lífi flestra,
sem hefur hvað mest áhrif á líf
viðkomandi. Fæstir taka stærri
ákvarðanir á lífsleiðinni varðandi
fjármál.
Stutt er í næstu kosningar til
Alþingis. Við því er að búast, að
töluverðar umræður verði um
húsnæðismál er nær dregur kosn-
ingum, sérstaklega vegna þess
hve margir íbúðareigendur eru í
greiðsluerfiðleikum. Þá mun
væntanlega heyrast oft hve nauð-
synlegt það er að gera fólki auð-
veldara að eignast íbúðarhús-
næði. Það væri gott, ef þeir sem
bera hag íbúðarkaupenda og íbúð-
areigenda fyrir brjósti og sækjast
eftir því að komast í aðstöðu til
að hafa áhrif þar á, kynni sér vel
hvernig hið opinbera húsnæðis-
lánakerfi er. Þeir þurfa að kynna
sér hvað í boði er, hvaða afleiðing-
ar það hefði í för með sér að gera
breytingar á núverandi kerfi,
hvað það myndi kosta, o.s.frv., í
stað þess að skella fram þvi sem
allir eru sammála um, þ.e. að
auðvelda þurfi fólki að eignast
sitt eigið íbúðarhúsnæði.
Því miður eiu umræður um
húsnæðismál oft á þeim nótum,
að halda mætti að til væru ein-
hveijar töfralausnir, sem geti
komið öllum til góða. Meginorsök-
in fyrir því hve margir íbúðareig-
endur eru í greiðsluerfiðleikum,
er ekki hvernig húsnæðislána-
kerfið ai’ uppbyggt, heldur sú
tekjuskerðing sem margir hafa
orðið fyrir á undanförnum misser-
um. Þá skiptir máli að húsnæðis-
lánakerfið sé aðgengilegt og að
sú ráðgjöf sem kaupendur fá sé
traustvekjandi. Aukin fræðsla um
fjármál á öllum stigum er einnig
nauðsynleg.