Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 1
SAMEINING ÍSÍ OG Óí: MÖRG UÓN Á VEGINUM, SEGIR FORMAÐUR Óí / C3 Atvinnumenn keppa ífyrsta sinn á íslandi MIKIL tennishátíð verður í Tennishöllinni í Kópa- vogi í kvöld og hefst dagskráin kl. 20.30 með æfingum byrjenda. Síðan verður keppt í einliða- og tvíliðaleik og á meðal keppenda verða þijár atvinnukonur í greininni frá Bratislava í Slóvakíu. Tvær þeirra, Nora Kovarcikova og Simona Ned- orostova, æfðu í höllinni í gær og voru mjög ánægð- ar með aðstöðuna, sögðu hana reyndar vera eins og best verður á kosið, en Katarina Studenikova, sem er við 80. sætið á heimslistanum og keppti m.a. við Steffi Graf á Wimbledonmótinu og Mary Pirce á Opna bandaríska mótinu, var ekki komin. Nora hefur verið atvinnukona í nær 10 ár og er talin vera ein af 150 bestu tenniskonum heims en Simona er í hópi 200 bestu stúlknanna. Þær sögðu við Morgunblaðið að tennis væri vinsælasta einstaklingsíþróttin í heimalandi sínu og mjög erf- itt væri að komast í allra fremstu röð en voru sammála um að mjög gott væri að vera í kringum 100. sætið á heimslistanum og það væri fyrsta markmið. Stöllurnar æfðu með landsliðskonunni Stefaníu Stefánsdóttur í gær og sögðu hana mikið efni, en Bozidar Skaramuea, landsliðsþjálfari, sagði við sama tækifæri að með tiikomu tennishallarinnar væri aðstaðan allt önnur en áður og ástæða væri til að ætla að miklar framfarir yrðu í íþróttinni hér á landi á skömmum tíma. Að því væri markvisst unnið og sagði hann hátíðina lið í uppbyggingunni en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumenn í íþrótt- inni keppa á Islandi. Morgunblaðið/Ingibjörg Tilbúnar í slaginn MIKIÐ verður um að vera í Tennishöllinni í kvöld og verða þrjár atvinnukonur frá Slóv- akíu á meðal keppenda. Á myndinni eru Sim- ona Nedorostova til vinstri og Nora Kovarc- Ikova eftir æfingu í gær. Bozidar Skaramu- ea, landsliðsþjálfari Islands, erá milli þeirra. JKftngpnnÞIfiítÍ^ 1994 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER BLAD Herbert fór hamförum er ÍR sigraði Keflavík Stefán Stefánsson skrifar HEIMAVÖLLURINN ætlar að reynast ÍR-ingum drjúgur ívet- ur og þeir hafa ekki tapað leik í Seljaskóla. í gærkvöldi vann liðið Kef Ivíkinga 93:89 í æsi- spennandi og hröðum leik í úrvalsdeildinni. Munaði mestu um frábæran leik Herberts Arnarsonar í vörn og sókn. Lenear Burns og Davíð Grissom gerðu nærri öll stig Suðumesja- manna fyrstu sjö mínúturnar en þá meiddist Davíð og varð að fara útaf. ÍR breytti í stífa „maður á mann“ vörn og tókst á nokkrum mínútum að snúa leiknum sér í hag og ná tíu stiga forskoti. Keflvíkingar náðu að brjóta vörn ÍR á bak aftur og komast inní leikinn á ný. í síðari hálfleik skiptust liðin á að hafa yfirhöndina en fljótlega fór bar- átta fyrri hálfleiks að taka sinn toll þegar leikmenn týndust útaf með 5 villur eða fengu sína ijórðu. Ekki slaknaði samt á baráttunni og þegar mínúta voru til leiksloka hafði ÍR hafði einu stigi betur, 89:88. Herbert nýtti tvö vítaskot en hinum megin fékk Jón Kr. tvö vítaskot. Hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að hitta í því síðara til að freista þess að ná boltanum og jafna 91:91 en það gekk ekki eftir. John Rhodes hafði möguleika á að innsigla sigur ÍR með tveimur vítaskotum en hvor- ugt rataði ofan í. Keflvíkingar misstu boltann í næstu sókn og brotið var á Herberti sem innsiglaði sigurinn með tveimur stigum úr vítum. „Þetta var erfítt og Keflvíkingar veittu okkur góða keppni. Liðið á hrós skilið fyrir sigurinn og áhorf- endumir voru frábærir," sagði Her- bert. John Rhodes var mjög sterkur undir körfunni og sýndi stórkostlega baráttu þegar hann kastaði sér á hvern bolta, tróð og varði skot. Eirík- ur Önundarson stjómaði sóknar- leiknum oft af snilld og Halldór Krist- mannsson hitti vel. Lið Keflavíkur var jafnara fyrir utan Jón Kr., sem dreif liðið áfram að vanda. Liðið missti mikið þegar Davíð fór útaf því ÍR-ingar áttu erf- itt með að halda honum og Lenear Burns niðri í einu. „Við höldum dampi og gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki með sama lið og í fyrra. Það tekur tíma að byggja upp,“ sagði Jón Kr. eftir leikinn. Réðu lítið við Herbert Morgunblaðið/Þorkell HERBERT Arnarson, besti maður vallarins í leik ÍR og Keflavíkur, leitar lelöa fram- hjá Keflvíkingunum Jóni Kr. og Birgi Guðfinnssyni og það tókst honum oft. KORFUKNATTLEIKUR Kvennalands- liðið fer á EM ÍSLENSKA kvennalandsliðið í tennis fer til Lissa- bon í Portúgal á mánudag til að taka þátt í riðla- keppni Evrópumótsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalandslið í tennis tekur þátt í Evrópu- keppninni, en það er í riðli með Portúgal, Liechten- stein og Möltu. í íslenska liðinu eru Stefanía Stef- ánsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir og Katrín Atladóttir en landsliðsþjálfari er Bozidar Skaramu- ea. Stúlkurnar töpuðu stórt gegn Liechtenstein á Smáþjóðaleikunum á Möltu í fyrra en þjálfarinn sagði við Morgunblaðið að vonast væri til að ná að minnsta kosti einum sigri í Portúgal og senni- lega væri það raunhæfast gegn Liechtenstein. KORFUBOLTI Meistararnir í Hólminn DREGIÐ hefur verið í 16-liða úrslit bikarkeppni Körfuknattleikssambands íslands: Njarðvík - Dalvík / Þór-b eða Tindastóll-b, Tindastóll - KFÍ, ÍA - ÍR, Snæfell - Keflavík, Þór Akureyri - KR, Valur - Breiðablik / HK, Haukar - IH / Reynir Sandgerði og Grindavík - Skallagrím- ur. Leikirnir eiga að fara fram 23. - 25. nóvember. TENNIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.