Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 C 3 ■H- IÞROTTIR IÞROTTIR TENNIS Martina Navratilova, besta tenniskona allra tíma, er hætt að keppa Leitaalltaf fullkomnunar MARTINA Navratilova er hætt a ð keppa ítennis eftir að hafa verið í hópi þeirra bestu í 22 ár. Navratilova, sem er 38 ára gömul og goðsögn í lifanda lífi, hef- ur gert meira fyrir kvennatennis en nokkur önnur og hún hefur sigrað á fleiri tennismótum en nokkurannartennis- leikari. Nú ætlar hún að gefa sér góðan tíma til að komast að þvi hvað hún ætl- ar að gera það sem eftir er æfinnar. Narvatilova lék síðasta leik sinn á þriðju- daginn gegn Gabrielu Sabatini á móti í Bandaríkjunum og tapaði 6-4 og 6-2. „Eg hef lifað dásamlegu lífi og það er ekki síst tennisíþróttinni að þakka og það er margs að minnast frá ferlinum,“ sagði Navratilova á blaðamannafundi eftir síðasta leikinn. „Næst á dagskránni hjá mér er að njóta lífsins í eitt ár og reyna að komast að því hvað ég á að gera af mér þann tíma sem ég á eftir ólifað. Eg sest örugglega ekki i helgan stein. Ég byija á að fara í gott frí og síðan sný ég mér trúlega að málum sem eru mér hugleikin,“ sagði Navratilova en hún hefur barist fyrir réttindum homma og lesbía, ávallt verið mikil kvennréttindakona og hefur auk þess mikinn áhuga á umhverfismálum. Ef hún snýr sér að þessum hugðarefnum sínum af sama krafti Og tennisíþróttinni er ekki að efa að hún á eftir að setja mark sitt á þau. Það er raunar allt of vægt til orða tekið að segja að hún hafí sett mark sitt á tennis. Þessi örvhenda baráttukona er ein þeirra fáu íþróttamanna sem geta státað sig af því að hafa bylt íþrótt sinni. Bar af öðrum „Hún reif kvennatennisinn upp og kom honum á æðra pian. Hún bar af á öllum svið- um íþróttarinnar og þess vegna urðu aðrar stúlkur að leggja enn harðar að sér til að hafa eitthvað að gera í hana. Þannig varð kvennatennis að alvöruíþrótt," segir Jana Novotna fyrrum landa hennar, en báðar eru frá Tékkóslóvakíu en Navratilova flúði heima- land sitt árið 1975 og settist að í Bandaríkjun- um. Navratilova var fyrst kvenna í tennis til að undirbúa sig með því að stunda lyftingar. Hún er þekkt fyrir hversu vel á sig kominn hún hefur ætíð verið og vegna þess gat hún breytt leiðinlegum tennis, þar sem keppendur stóðu á endalínu og slóu á milli sín, í tennis 1 þar sem sótt var af kappi og áhersla lögð á uppgjafir og móttöku. Keppnisskapið var á réttum stað og hún er gríðarlega ákveðin. Ákvað 8 ára að verða best „Draumur minn var að verða besti tennis- leikari í heimi. Ég hét því þegar ég var að- eins átta ára gömul en ég bjóst aldrei við því að þessi ákvörðun mín ætti eftir að verða að veruleika. Ég leit á tennisinn sem gott tæki- færi til að komast til annarra landa og sjá heiminn og vonandi að sigra einhvem daginn á Wimbledon,“ segir Navratilova sem sigraði níu sinnum á Wimbledon og komst að auki í í úrslit í sumar, þá 37 ára gömul. Afrekalisti hennar er einstakur. Hún vann til 167 titla í einliðaleik og í tvíliða- eða tvenndarleik sigraði _hún 165 sinnum með meðspilurum sínum. Atrján sinnum í röð sigr- aði hún á hinum svokölluðu stórmótum og alls vann hún 1.438 leiki í mótum. Bestum árangri náði hún á níunda áratugnum þegar j hún sigraði í 112 mótum og þar af 74 í röð. 332 vikur á toppnum Navratilova þarf ekki að hafa íjárhagslegar áhyggjur því hún hefur fengið tæpan 1,5 milljarð króna í verðlaunafé á ferlinum. En : lífið er ekki alltaf dans á rósum og fyrir því fékk hún að finna þegar hún ákvað að gera það opinbert að hún væri lesbía. Hún var Reuter Ferlinum lokið MARTINA Navratilova velfar til áhorfenda eftir síðasta leikinn. Henni var vel fagnað enda fremsta tenniskona sem uppi hefur verið. Á myndinni til vinstri er hún í síðasta leik sín- um, gegn Gabrielu Sabatíni í Madison Squere Garden. Mörg Ijón á veginum fræg, hún var rík og hún var góð í tennis. Þess vegna var hún mikið í sviðsljósinu og Bandaríkjamenn voru ekki umburðarlyndir gagnvart henni þrátt fyrir að hún væri nær ósigrandi frá árinu 1982 til ágúst- mánaðar 1987. Hún var I efsta sæti styrkleikalistans í 332 vikur, nokkuð sem enginn hefur leikið eftir. Leikir Navratilovu og Chris Evert voru margir og flestir skemmtilegir en þær stöllur léku oft til úrslita á mótum. Þessu hefur verið líkt við Ali/Frazer í hnefaleik- unum, Bird og Magic í NBA, Nick- laus og Palmer í golfinu og Borg og McEnroe í karlatennisnum. Þær mættust 80 sinnum á tennisvellin- um, 59 sinnum í úrslitaleik og þar af 14 sinnum í risamótunum. Und- anúrslitaleikur þeirra á Wimbledon árið 1988 er enn þann dag í dag talinn einn besti tennisleikur sem fram hefur farið. Áhorfendur lengi vel erfiðir Áhorfendur voru nær undantekn- ingarlaust á bandi Chris Evert og Navratilova átti í mikilli baráttu við þá og hún sagði eitt sinn að það hefði trúlega verið einn af sín- um stærstu sigrum þegar henni tókst loks að fá áhorfendur til að meta sig. „Ég held að þetta tíma- bil sé það erfiðasta og skemmtileg- asta á mínum ferli. Við Evert esp- uðum hvor aðra upp og lékum oft- ast mjög vel,“ segir Navratilova. En hún þurfti ekki að kvarta undan áhorfendum á þriðjudaginn þegar hún kvaddi í Madison Squere Gard- en, þá sýndu áhorfendur að þeir kunna að meta hana. „Ég hef aldr- ei fundið fyrir eins miklum stuðn- ingi frá áhorfendum," sagði Navr- atilova hálf klökk. Navratilova mikil fyrirmynd „Þegar ég byijaði í tennis horfði ég mikið á Navratilovu. Hún gat gert allt. Hún var alltaf í góðu formi, uppgjafimar voru frábærar og móttakan ekki síðri. Það er ótrú- legt að henni skildi takast að vera á meðal þeirra fímm bestu allan þennan tíma,“ sagði Gabriela Sa- batini eftir leikinn á þriðjudaginn. Steffi Graf er efst á styrkleika- listanum, þar sem Navratilova var svo oft. „Hún gerði mjög mikið fyrir tennisinn. Hún lék alltaf af öllum kröftum og með hjartanu og hún hafði mikil áhrif á mig,“ sagði Graf. Navratilova segist ánægð að geta hætt á eigin forsendum, ekki vegna þess að líkaminn hafí sagt stopp. Þegar hún var beðinn að lýsa eigin goðsögn var hún hrein- skilin sem endranær: „Það að vera atvinnumaður út í gegn. Ég hef alltaf gefið mig alla í hvern leik og reynt að gera mitt besta, sama hvort ég var inná vellinum eða utan hans. Ég hef alltaf leitað fullkomnunar í öllu sem ég geri og það hafa margir ekki kunnað að meta, en ég helda að skemmtilegasta minn- ingin sem ég tek með mér á „eftir- laun“ sé að ég hef vakið áhuga íjölda fólks á tennis. Fólki sem hefur ekki einu sinni leikið tennis. Það er nefnilega furðulegt hvað hægt er að gera ef maður getur hitt tennisbolta þokkalega.“ Glæsileg kvedjugjöf MÓTSHALDARAR f New York gáfu Martinu Navratilovu glæsilegt Harley Davidson mótórhjól eftir síðasta leikinn og eins og sjá má vildu margir festa þann atburð á filmu. GETRAUNIR JÚLÍUS Hafstein, formaður Ólympíunefndar íslands, lýsir „mikilli undrun og efasemdum" á ummælum Eggerts Magnússonar, formanns KSI, í þá veru, í frétt Morgunblaðsins í gær, að formaður laganefndar alþjóða ólympíunefnd- arinnar (IOC) telji enga vankanta á sameiningu íþróttasambands íslands og Ólympíunefndar íslands. „Vegna þess, að það eru miklir vankantar á slíkri sameiningu. Ef þeir væru ekki til staðar þá hefðu menn, ef þeir hefðu á annað borð áhuga á Jiví að sameina íþróttasamband og Ólymp- íunefnd - hvort sem það er hér eða annars staðar - gert það bara á ein- um eftirmiðdegi, því engin vandamál væru á borðinu," sagði Júlíus við Morgunblaðið í gær. Ágreiningur Formaður íslensku ólympíunefnd- arinnar segir ágreining um vissa hluti varðandi sameiningu, „fyrst og fremst vegna ólympíusáttmálans, en hann er alfarið í höndum alþjóða ólympíunefndarinnar. Eftir honum verður sérhver ólympíunefnd í ver- öldinni að starfa, hefur skuldbundið sig til þess og þess vegna er hún viðurkennd á hveijum stað sem full- trúi alþjóða ólympíunefndarinnar í viðkomandi landi. Eggert vitnar til Danmerkur og Noregs, og um það er það að segja að í Noregi hafa þessir aðilar ekki sameinast. Umræð- ur um það milli íþróttasambandsins norska og ólympíunefndar landsins hófust 1988 og þeir væru löngu bún- ir að sameinast ef þessi vandamál væru ekki til staðar. Þeir hafa sett sér það markmið að sameinast 1996, svo ef þeir sameinast þá - og ég segi ef, vegna þess að um það eru miklar efasemdir innan norsku ólympíunefndarinnar - þá hefur sú sameining tekið átta ár. Og það eitt eru nægileg rök fyrir því að menn geti ekki sagt að það séu engir van- kantar á slíkri sameiningu,“ sagði Júlíus. „Ég verð að segja að ég tel það mjög ólíklegt að óreyndu að þessar yfirlýsingar, sem Eggert segir frá, séu frá ábyrgum aðilum hjá alþjóða ólympíunefndinni.“ „Eggert segir frá því að þetta sé að gerast meðal annars í Sviss, ítal- íu og Þýskalandi. Ég er búinn að vita það í nokkur ár að Svisslending- ar hafa verið að ræða þetta, um ítal- íu er það aftur á móti að segja að ekkert íþróttasamband er til á Italíu, svo ég kem af fjöllum að þar eigi að sameina eitthvað sem ekki er til. Ég er kunnugur forystumönnum ít- ölsku ólympíunefndarinnar, forseti hennar, sem er lang áhrifamesti íþróttaleiðtoginn á Ítalíu, er jafn- framt framkvæmdastjóri Evrópu- sambands ólympíunefnda [Mario Pescante] og CÓNI, ólympíunefnd Ítalíu, er í forsvari fyrir öll íþrótta- - áðuren Ólympíunefnd og íþróttasam- bandið geta sameinast, ef það gerist þá, segir Júlíus Hafstein, formaðurÓÍ mál ítala sem heildar- samtök, svo þar er ekki um sameiningu að ræða. í Þýskalandi aftur á móti er til íþróttasam- band og ólympíunefnd en íþróttasambandið í Þýskalandi starfar fyrst og fremst inná við, gagn- vart hinum ýmsu íþrótta- aðilum í fylkjum Þýska- lands. Ólympíunefndin aftur á móti starfar með sérsamböndunum út á við, í erlendum samskipt- um og vegna stærstu íþróttamóta heims, þar með talið öllum ólymp- ískum málum. Þessi sjónarmið hjá Eggert eiga því ekki alveg við rök að styðjast og það kem- ur mér jafnframt á óvart að hann segist hafa lagt fram - ég get ekki túlkað það öðruvísi - þær tillögur sem þeir voru búnir að semja í milli- þinganefnd ÍSÍ, og vitnar til þess að þar hafi þessi ónefndi fulltrúi IOC, sagt að væru ekki vankantar á þess- um lögum." Carrard: hálfgert rugl Umrædd gögn segist Júlíus hafa sent, „þýdd af löggiltum dómtúlki, til IOC og þar fóru yfir þau lögfræð- ingar IOC ásamt Carrard, aðalfram- kvæmdastjóra alþjóða ólympíunefnd- arinnar, sem er lögfræðingur mennt- aður bæði i Sviss og Bandaríkjunum, og hann hefur skrifað mér bréf - sem ég hef lagt fram í ólympíu- nefnd, og meðal annars sagt Eggert Magnússyni frá - þar sem hann seg- ir það sitt álit að þessi skipan mála sé hálfgert rugl og komi í raun ekki til greina, og við eigum á hættu að ef þetta verði samþykkt með þeim hætti sem þama er verið að vitna til, gætum við átt á hættu að verða sett út úr ólympíuhreyfingunni og þar með ekki taka þátt í Ólympíuleik- um eða öðm starfí alþjóða ólympíu- nefndarinnar og ekki njóta styrkja né fyrirgreiðslu ólympíusamhjálpar- innar.“ Hveijir eru helstu vankantamir við sameiningu, samkvæmt þínum plöggum frá fulltrúum alþjóða ólympíunefndarinnar? „Aðal vankantamir eru í raun þeir, að ef til sameiningar kemur, verða fulltrúar í ólympíunefnd, og þá sérstaklega sérsamböndin, að hafa meirihluta á öllum stigum mála, þegar til kosninga og ákvarðanatöku er komið. Þetta er að minnsta kosti túlkun IOC hingað til, en ég skal ekkert fullyrða um það hvort alþjóða Júlíus Hafstein ENGLAND Spá sænskra fjölmiðla Spá Morgunbl. Nr. Leikur 1 X 2 1 X 2 1 Nottingham For. - Chelsea 10 0 0 1 2 Southampton - Arsenal 0 7 3 1 X 2 3 Manch. Utd. - C. Palace 10 0 0 1 4 Ipswich - Blackburn 1 0 9 2 5 Wimbledon - Newcastle 0 0 10 X 2 6 OPR - Leeds Utd. 3 5 2 1 X 2 7 Tottenham - Aston Villa 10 0 0 1 8 Sheff. Wed. - West Ham 10 0 0 1 9 Coventry - Norwich 6 4 0 1 X 10 Tranmere - Chartton 10 0 0 1 11 Southend - Reading 2 8 0 1 X 12 Luton - Portsmouth 8 1 1 1 13 WBA - Oldham 4 6 0 1 X ÍTALÍA Spá sænskra fjölmiðla Spá Morgunbl. Nr. Leikur 1 X 2 1 X 2 1 Parma - Foggia 10 0 0 1 2 Sampdoria - Torino 10 0 0 1 3 Napoli - Fiorentina 3 7 0 1 X 4 Cagliari - Genoa 9 1 0 1 5 Bari - Cremonese 10 0 0 1 6 Brescia - Roma 0 0 10 2 7 Lazio - Padova 10 0 0 1 X 2 8 Juventus - Reggiana 10 0 0 1 9 Bologna - Spal 0 10 0 1 X 2 10 Ravenna - Leffe 6 4 0 1 11 Ospitaleto - Modena 1 9 0 1 X 12 Spezia - Prato 0 8 2 X 2 13 Carrarese - Massese 6 4 0 1 X Parma - Foggia og Ipswich - Blackbum BÁÐAR sjónvarpsstöðvarnar verða með beinar útsendíngar frá knattspyrnuleikjum í Evrópu um helgina. Á morgun verður RÚV með leik Ipswich og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni og á sunnu- dag verður leíkur Parma og Foggia sem Stöð 2 býður upp á. Blackburn er í þriðja sætinu í Englandl, á eftir Newcastle og Manchester Unlted, en Ipswich hefur gengið illa í vetur og er í þriðja neðsta sæti. Parma er hins vegar efst á Ítalíu en Foggia í sjötta sæti. ólympíunefndin breytir sáttmálanum í framtíð- inni, þannig að aðrar leiðir verði færar.“ Yrði ekki hægt að koma því við hér? „Það er ekki boðið upp á það í þeim tillög- um sem Eggert Magnússon vitnar til og þar af leiðandi er ekki hægt að fara þessa leið. Og ég vil benda á að á íþróttaþingi síðastliðnu var þessum tillögum vís- að frá þinginu, án um- ræðu, með öllum greiddum atkvæðum. Þess vegna er ég mjög undrandi á þessum yfirlýsingum og mun óska eftir því við Eggert, því það er ákveðið að við hittumst á morgun [í dag], að hann leggi fram þau gögn sem hann sýndi í Lausanne." Ert þú sjálfur hlynntur sameiningu Iþróttasambands og Olympíunefndar Islands, eða hefurðu kannski ekki áhuga á henni? „Ég hef sagt það að ég muni ekki setja fætuma fyrir sameiningu ef þessum skilyrðum er fullnægt; að sérsambönd sem hafa ólympískar íþróttagreinar, hafi meirihluta at- kvæði á íþróttaþingum, í viðkomandi framkvæmdastjóm og þar sem ákvarðanir verði teknar um íþrótta- mál - því allt blandast þetta saman þegar upp er staðið. Menn geta ekki búið til stjórn sem á að vera tvískipt, þrískipt eða fjórskipt og það eigi bara sumir að tala í sumum málum, sumir að taka ákvarðanir í sumum málum og svo framvegis. Það er ekki sameining, það er sundmn.“ Ólíklegt En miðað við umræðuna sem hér hefur farið fram, sýnist þér það ógemingur að þetta náist - að sér- sambönd ólympíuíþrótta nái þessum meirihluta? „Já, á þessu stigi málsins verð ég að segja að það er ólíklegt." Vegna hvers? „Vegna þess að fulltrúar íþrótta- sambandsins í heildina séð, þá á ég við héraðssambönd, íþróttabandalög og ungmennafélögin, vilja ekki láta af hendi meirihlutaákvæðið á íþrótta- þingum, og það er út af fyrir sig vel skiljanlegt. Þess vegna verða menn að byija á réttum enda. Menn hlaupa ekki út um víðan völl og segja, sam- einumst, sameinumst, án þess að vita hvemig þeir ætla að gera það.“ Á hvaða enda vilt þú byrja? „Ég vil byija á því að skilgreina íþróttahreyfinguna, skoða með hvaða hætti íþróttasambandið er byggt upp og um leið auðvitað ólympíunefndin - sem er auðveldara mál, vegna þess að það liggur eiginlega á borð- inu. Skilgreina verkefnin milli ólymp- íunefndarinnar annars vegar og íþróttasambandsins hins vegar og svo íþróttasambandsins annars veg- ar og Ungmennafélags íslands hins vegar. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er Ungmennafélag Islands staðreynd, að mörgu leyti tengdari starfsemi héraðssambanda og íþróttabandalaga en til dæmis íþróttasambandið, vegna þessa að Úngmennafélagið er grasrótarhreyf- ing; hreyfing sem gerir vissulega svipaða hluti og Ólympíunefndin, það er að segja undirbýr keppni og mót- íþróttasambandið gerir það aftur á móti ekki.“ Júlíus sagði að sameiningarmál þyrfti að skoða í heild, menn þyrftu að gefa sér tíma, en „rasa ekki um ráð fram og koma með fullyrðingar sem geta ekki staðist. Þessar fullyrð- ingar Eggerts stangast fullkomlega á við það sem ég hef skriflegt frá alþjóðá ólympíunefndinni.“ Júlíus sagði alþjóða ólympíunefnd- ina reyndar vera að endurskoða ólympíusáttmálann, „og það er út af fyrir sig mjög gott mál. Þetta kom fram á aðalfundi Evrópusambands- ins nýverið í Lausanne, þetta mun eitthvað verða til umræðu í Atlanta í desember næstkomandi en ég á ekki von á að endurskoðunin líti dagsins ljós endanlega fyrr en á miðju næsta ári, í fyrsta lagi, á stór- um fundi sem IOC efnir til í Búda- pest, í júní eða júlí.“ Nefndin ekki til Milliþinganefnd ÍSÍ, sem vitnað er til í fréttinni í gær, „og sagt að formaður knattspyrnusambandsins leiði, er ekki til lengur,“ segir Júlíus. „Hún lagði fram sín gögn á síðasta íþróttaþingi, sem voru meðal annars þessar sameiningarhugmyndir, en þeim var vísað frá og þar með lauk milliþinganefndin störfum sínum. Nú á að fara af stað nefnd, sem er skip- uð átta fulltrúum, fjórum frá íþrótta- sambandinu og fjórum frá Ólympíu- nefnd og Eggert á að kalla hana saman til fyrsta fundar, en nefndin á eftir að skipta með sér verkum, svo það hefur ekkert verið ákveðið með hvaða hætti sú nefnd kemur til með að starfa. En milliþinganefnd ÍSÍ er ekki lengur til.“ Eggert segir ennfremur í frétt blaðsins í gær að ánægjulegt hafi verið að fá staðfest að stærri þjóðir telji skynsamlegt að sameina íþrótta- samband og Ólympíunefnd. „Það hefur enginn hafnað því að það gæti verið skynsamlegt að sameinast en það þarf að vera undir þeim for- merkjum að það sé hægt. Og þegar við tölum um tvær skrifstofur hlýtur það að koma inn í þá umræðu sem framundan er hjá þessari átta manna nefnd íþróttaforystunnar, að skoða annars vegar skrifstofuhald Ólymp- íunefndarinnar og skrifstofuhald Iþróttasambandsins hins vegar, og finna út hvað starfsfólkið sé að gera, að skilgreina verkefnið og starfið. Ólympíunefndin er með skrifstofu upp á átta fermetra meðan íþrótta- sambandið er með skrifstofu upp á 150 fermetra," sagði Júlíus Hafstein. „Starfsaðstaða Ólympíunefndar- innar er algjörlega óviðunandi. Við höfum beðið ÍSÍ um meira skrifstofu- rými í hálft ár en engin viðunandi svör fengið. Óí er að undirbúa mörg stór verkefni, meðal annars fram- kvæmd smáþjóðaleika 1997 með yfir eitt þúsund keppendum erlendis frá og til að skipuleggja slíka keppni þarf góða aðstöðu.“ Júlíust kveðst hafa kosið aÁ for- maður KSÍ hefði skýrt nefndarmönn um í samstarfsnefnd Óí og ÍSÍ frá athugunum sínum áður en hann kynnti þær í fjölmiðli, „en það er auðvitað hans mál. Það er aftur á móti eftirtektarvert að heimildar- maður Eggerts er ekki nafngreindur í viðtalinu við hann. Samaranch, for- seti alþjóða ólympíunefndarinnar, hefur boðið mér að koma í heimsókn til Lausanne ásamt forseta Evrópu- sambands ólympíunefnda, doktor Rogge, þar sem meðal annars þessi mál verða rædd. í þessu sambandi verða allir að gera sér grein fyrir því að síðasta orðið er hjá alþjóða ólympíunefndinni, hún verður að samþykkja allar breytingar sem ólympíuþjóðirnar vilja gera, það eru okkar lög og reglur sem við verðum að starfa eftir. Það er því alveg ljóst að það verða mörg ljón á veginum, áður en eitthvað gerist, ef þá eitt- hvað breytist," sagði Júlíus Hafstein. Ikvöld ..20 Handknattleikur 1. deild karla Akureyri: KA - FH...... Sund Bikarkeppni 2. deildar Mótið hefst í kvöld kl. 20 f Sundhöll Reykjavíkur, heldur áfram á morgun kl. 14 og sunnudag kl. 11. Blak 1. deild karia Hagaskóli: IS - Þróttur Nesk. ...18.30 1. deild kvenna Hagaskóli: IS - Þróttur Nesk.20 KNATTSPYRNA Leikmenn- imir eiga hrós skilið - segirÁsgeir Elías- son landsliðsþjálfari ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hafði samband við Morgunblaðið vegna ummæla sem eftir honum voru höfð í blaðinu í gær og vildi koma því á framfæri að ekki væri rétt að hann væri ein- göngu óánægður með leikinn eins og skilja mætti. „Þvert á móti eiga leikmennimir hrós skilið fyrir vinnu sína í leiknum," sagði hann. „Þeir tóku sig vel saman og spiluðu að mestu leyti eins og fyrir þá var lagt en það dugði ekki meira en raun ber vitni. Ég er aldrei ánægður með að tapa leik en strákarnir lögðu sig alla fram og meira er ekki hægt að biðja um.“ FELAGSLIF Haustfundur KR-klúbbsins Haustfundur KR-klúbbsins verður í félagsheimili KR við Frostaskjól í kvöld og hefst kl. 20.30. Félagsmenn eru hvattir til að mæta, en að lokinni formlegri dagskrá, sem Guðmundur Pétursson stjórnar, verður tekið upp léttara hjal. Vináttuhlaup FH í Hafnarfirði FH efnir til götuhlaups í Hafnarfírði á morgun í samvinnu við Vini Hafnar- fjarðar. Hlaupið fer fram við Suðurbæ- jarlaugina og hefst klukkan 14 en skráning klukkan 13. Keppt verður á vegalengdum frá 600 metrum upp í 5 kílómetra eftir aldursflokkum. Allir keppendur fá verðlaunaskjöl og fyrstu í hveijum flokki verðlaunapeninga. Þá fá allir þátttakendur frítt { sund að hlaupi loknu og loks verða þeir gerðir að vinum Hafnarfjarðar. Upplýsingar veita Sigurður (651114), Þórarinn (653347) og Ragna (52899). íslandsmótið í blaki ABM deild karlci: Fostudagur 18. nov., Hagaskóli kl. 18.30 ÍS-Þróttur N Laugordagur 19. nóv. Oigranes kl. 15.30 HK-Þróttur N Hagaskóli kl. 14.00 Þróttur R.-KA ABM deild kvenna: Föstudaaur 18. nóv., Hagaskoli kl. 20.00 ÍS-Þróttur N Laugardagur 19. nóv. Digranes kl. 15.30 HK-Þróttur N Víkinkl. 16.00 Vikingur -KA Þjálfaramenntun KSÍ B-stig KSÍ verður haldið helgina 18.-20. nóvember nk. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KSÍ í síma 814444. Góð þjálfun - betri knattspyrna Fræðslunefnd KSÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.