Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
fRmrgnitÞIftfeUk
1994
KNATTSPYRNA
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER
BLAD
C
Þórsarar búnir að semja við Stoke City
LárusOniá
leið til Stoke
árus Orri, Sigurðsson fer árla
Lárus Urn
dags til London þar sem hann
hittir leikmannahóp Stoke City, en
Stoke mætir Watford í 1. deild ensku
knattspyrnunnar á morgun. Lou
Macari, yfirþjálfari Stoke, vildi fá
Lárus Orra strax út til félagsins en
hann hefur boðið íslenska unglinga-
landsliðsmanninum samning út
keppnistímabilið 1996 og félögin eru
búin að semja sín á milli.
„Það bendir allt til þess að ég
skrifi undir samninginn," sagði Lárus
Orri við Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Hann er á sömu nótum og um var
rætt þegar ég var úti og æfði með
liðinu, en það er ekkert öruggt fyrr
en skrifað hefur verið undir.“
Lárus Orri æfði með Stoke í októ-
ber, stóð sig vel í leikjum með varalið-
inu og var á bekknum hjá aðalliðinu
SNOKER
í 1. deiid. Hann sagðist kunna vei við
allar aðstæður og þetta væri spenn-
andi dæmi. Sem kunnugt er leikur
Þorvaldur Örlygsson með Stoke, en
þeir eru systrasynir frá Akureyri.
Stoke er um miðja 1. deild og
hefur fengið 24 mörk á sig í 17 leikj-
um. Styrkja þarf vörnina og til þess
er leikurinn gerður, en verði gengið
frasamningum eins og allt bendir til
verður Lárus Orri yngsti íslenski
varnarmaðurinn til' að gerast at-
vinnumaður.
Sveinbjörn í Þór
Sveinbjörn Hákonarson, fyrrum
leikmaður Þórs, hefur gengið frá
félagaskiptum í félagið á ný. Hann
þjálfaði Þrótt Neskaupstað í sumar
en var látinn fara þaðan undir lok-
keppnistímabilsins.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Lárus Orri Sigurðsson heldur hér utan um Þor-
vald Örlygsson, frænda slnn, þegar hann æfði
með honum hjá Stoke í síðasta mánuði. Þelr
hlttast aftur í dag og verða senn samherjar.
GOLF / EM FELAGSLIÐA
Morgun blaðið/Frosti
Svelt GR sem tekur þátt í Evrópukeppni klúbbiiða.
Neðri röð frá vinstri; Siguijón Arnarsson og Sigurður
Hafsteinsson og efri röð Þorkell Snorri Sigurðsson og
Tryggvi Pétursson sem er varamaður sveitarinnar.
GR-sveitin í 5. sæti
^Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur er í 5. sæti eftir
annan keppnisdag á Evrópumeistaramóti fé-
lagsliða í golfi 8em nú stendur yfir á Vilamoura
golfvellinum í Portúgal. Skotar eru í efsta sæti og
hafa leikið á 293 höggum en íslenska sveitin er á
298 höggum. Keppnin er mjög jöfn og athygli vekur
að sænska sveitin sem var í fyrsta sæti eftir fyrsta
keppnisdaginn á 146 höggum, hrapaði niður í níunda
sætið í gær með lakri spilamennsku. Það skýrist að
nokkru leyti á því að annar spilari Svíanna náði
„draumahring." Hann lék á 69 höggum í fyrradag
en á 82 höggum í gær. Sveitir frá 22 þjóðum taka
þátt í mótinu.
f GR-sveitinni eru; Siguijón Amarsson, Þorkell
Snorri Sigurðsson og Sigurður Hafsteinsson. Tveir
bestu hringirnir telja. Sigutjón lék best íslending-
anna fyrsta daginn á 74 höggum, Þorkell lék á 76
höggum og Sigurður á 82 höggum, en skor hans
taldi ekki. Siguijón bætti um betur í gær og fór á
73 höggum og er í sjöunda sæti af einstaklingum
í keppninni. Þorkell lék á 75 höggum og Sigurður
á 79 höggum.
Að sögn Garðars Eylands, liðsstjóra GR-sveitar-
innar er allt gott að frétta af sveitarmeðlimum.
„Við gengum út frá því að 150 högg skiluðu okkur
framarlega í mótinu og fram til þessa hefur okkur
gengið vel. Markmiðið er að fá góða hvíld fyrir þriðja
hringinn og vera í góðu sæti fyrir lokahringinn á
laugardag," sagði Garðar.
Staða tíu efstu þjóða: Skotland (293), Danmörk
(295), Frakkland (296), Spánn (296), fsland (298),
Irland (301), Noregur (301); Portúgal (308), Svíþjóð
(304), England (308).
Jóhannes R. Jóhannesson taplaus í undanúrslit á heimsmeistaramótinu ísnóker
Þetta er toppurinn á feriinum
„ÉG er alveg í skýjunum,11 sagði
Jóhannes R. Jóhannesson sem
er kominn í undanúrslit á heims-
meistaramótinu í snóker sem
nú stendur yfir í Jóhannes-
arborg í Suður-Afríku. Hann
vann Astrala, sem er nýkrýndur
heimsmeistari unglinga 21 s árs
og yngri, með fimm römmum
gegn þremur í hörkuleik sem
stóð yfir í tæpar fjórar klukku-
stundir. Kristján Helgason tap-
aði fyrir Jusurfrá Pakistan 3:5
og er úr leik.
Jóhannes, sem er aðeins tvítugur,
sagðist hafa byijað vel og kom-
ist í 4:2. En þá kom Ástralinn til
baka og vann næsta og staðan þá
4:3. Jóhannes var ekki á því að gefa
leikinn og sýndi mikið keppnisskap
og vann næsta ramma og samanlagt
5:3. „Þetta var sannkallaður mara-
þonleikur. Ég lék stífa vörn og tók
enga áhættu enda mikið í húfi. Ég
lét hann um að gera vitleysurnar.
Þetta er toppurinn á ferlinum," sagði
Jóhannes sem mætir Kunthawung
frá Tælandi í undanúrslitum í dag,
en hann var fyrir mótið talinn sigur-
stranglegastur. í hinum undanúr-
slitaleiknum leika Jusur frá Pakistan
og Andrew Hicks frá Ástralíu. Jó-
hannes er því eini Evrópubúinn sem
eftir er í keppninni.
í undanúrslitum eru fleiri rammar
spilaðir og vinnur sá sem fyrr vinnur
átta ramma. „Nú er bara að halda
áfram á sömu braut. Ég hef ekki
tapað leik á mótinu — unnið alla níu
leikina til þessa. Þó svo að þessi
Tælendingur sé góður er enginn leik-
ur tapaður fyrirfram. Ég geri mitt
besta og vonandi dugar 'það til að
komast í úrslitaleikinn."
Kristján byijaði betur gegn Jusur
frá Pakistan í 8-manna úrslitum í gær
og komst í 3:2. En Jusur náði að jafna
3:3 með því að hreinsa borðið og ná
70 og síðan fylgdu tveir góðir ramm-
ar á eftir, 3:5. Þar með var draumur
Kristjáns um að komast áfram úti.
Jóhannes R. Jóhannesson hefur ekki tapað leik á HM og er kominn i undanúrsllt. Hann er eini
Evrópubúinn sem eftir er í keppninni sem verður að teljast frábær árangur hjá þessum tvítuga strák.
HAIMDKNATTTLEIKUR: 10 NÝLIÐAR í LANDSLIÐSHÓPIKVENNA / C3