Morgunblaðið - 25.11.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 25.11.1994, Síða 2
2 C FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 C 3 IÞROTTIR IÞROTTIR Mkm FOLK ■ SENN líður að því að námskeið hestamanna fari að hefjast. Fyrstu námskeiðin verða að teljast all ný- stárleg en þar ríður á-vaðið Ingi- mar Sveinsson á Hvanneyri. Dag- ana 25. til 27. nóvember verður hann með námskeið í tamningaað- ferð sem á ensku kallast Join-up en Ingimar kýs að kalla „Af fijáls- um vilja“. Segir Ingimar aðferðina byggjast á hestasálfræði, aldrei að þvinga hrossið með böndum eða taumum né á annan hátt. ■ INGIMAR hefur notað þessa aðferð um árabil við tamninga- kennslu á Hvanneyri og að sögn reynst mjög vel. Ein sagan segir að tamningamaður í nágrenninu Jón Ólafsson á Báreksstöðum hafí fengið fola einn í tamningu svo villtan að eftir viku stöðu í hest- húsi hans hafi ekki einu sinni verið hægt að kemba folanum og hugðist Jón senda hann til föðurhúsanna. ■ EKKI taldi Ingimar ástæðu til þess og fór fram á að Jón kæmi með folann í sérstakt hringgerði sem er staðsett á Hvanneyri. Ekki var að sökum að spyija því eftir þijár kennslustundir „Af fijálsum vilja“ sagði Ingimar Jóni að fara á bak. Sigurborg móðir Jóns sem fylgdist með aðförunum bað Ingimar í lengstu lög að láta drenginn ekki fara á bak því hestur- inn hafði hrekkjað hnakkinn all svakalega í síðasta tímanum. ■ JÓN fór á bak og allt gekk eins og S sögu og eftir það. í dag getur Jón gengið að hestinum sem er nú í hans eigu, úti í haga og strokið og klappað að vild. ■ SÍÐARA námskeiðið verður haldið í Reiðhöll Gustsmanna í Kópavogi. Þar verður mönnum kennt að beita hestum fyrir kerru en kennari verður Þjóðveijinn Diet- er Kolb sá hinn sami og ók kring- um landið á hestavagni í sumar. Námskeiðið hefst 2. desember og lýkur 10. desember alls tuttugu og fjórar stundir. ■ DIETER Kolb sem er tann- læknir er meðal fremstu aksturs- manna Þýskalands og beitir ein- göngu íslenskum hestum fyrir vagna sína, allt upp í fimm hesta í senn. Hann er mikill áhugamaður um kerruakstur og harðákveðinn í að kenna íslendingum þessa list því hann telur íslensku hestana ein- hveija þá bestu í hlutverkið. ■ ÞÁTTTAKENDUR fástraxvið skráningu í hendur kennslumynd- band sem inniheldur undirstöðuat- riði í kerruakstri. Með þessu móti tryggir Dieter að nemendur komi vel undirbúnir til leiks. GETRAUNIR HESTAR EinbeKum okkurnú að framtíðinni - segir nýkjörinn formaður Hesta- mannafélagsins Fáks Sveinn Fjeldsted FJÁRHAGSSTAÐA Hesta- mannafélagsins Fáks hefurfar- ið heldur batnandi siðustu árin. Eftir því sem fram kom í reikn- ingum félagsins á aðalfundi nýlega kom fram að staðan sé góð um þessar mundir. Að sögn nýkjörins formanns Sveins Fjeldsted eru raun- skuldir félagsins rétt rúmar átta milljónir. Hæst komust skuldimar í rúmar þijátíu milljónir fyrir einum sex árum en með markvissum að- gerðum hefur tekist að koma stöð- unni í vel viðunandi horf. All nokkr- ar breytingar vom gerðar á upp- setningu reikninga félagsins að þessu sinni auk þess sem reiknings- árinu hefur verið breytt yfir í 1. júlí til 30. júní. Sagði Sveinn að nú í fyrsta skipti væri lóð félagsins að Víðivöllum væri nú í fyrsta sinn talin til eigna í reikningum, verð- mæti henar er bókfært 7,9 milljón- ir. Hesthús að Víðivöllum em metin á 27 milljónir, hesthús við Bústaða- veg á 11,5 milljónir, félagsheimilið á 17 milljónir og vellir og mann- virki þeim tilheyrandi á 87,6 millj- ónir. Alls em eignir metnar á 151,7 milljónir króna. Góð fjárhagsstaða Vegna breytinga á reikningsár- inu ná reikningarnir einungis yfir átta mánaðatímabil og voru rekstr- artekjur 33,7 milljónir og rekstrar- hagnaður 2,2 milljónir. Taldi Sveinn fjárhagsstöðu félagsins mjög góða þannig að nú gætu fáksmenn ein- beitt sér að fullu að framtíðarverk- efnum r stað þess að eyða kröftun- um í fortíðarvanda. Upplýsti Sveinn meðal annars að skipuð hefði verið svokölluð framtíðamefnd sem hefði það hlutverk að skoða framtíðar- skipulag á félagssvæði Fáks og gera tillögur að framtíðarstefnu- mótun fyrir félagið. Taldi Sveinn betri kost að nýta svæðið betur en gert hefði verið heldur en að byija á nýjum hesthúsahverfum fjarri hinni góðu aðstöðu sem byggð hef- ur verið upp á Víðivöllum. Brýnasta verkefnið um þessar mundir sagði hann þó vera að tryggja íþrótta- deild Fáks reksturinn á Reiðhöllinni í Víðfdal sem íþrótta og tómstund- aráð hefði rekið síðan höllin komst í eigu eða umsjá Reykjavíkurborg- ar. íþróttahús hestamanna „Reiðhöllin er íþróttahús hesta- manna og ég tel hlutverk hennar best tryggt með því að hestamenn sjálfir sjái um rekstur hennar. Við- ræður eru í gangi og hefur verið vel tekið í málaleitan fáksmanna af hálfu borgaryfirvalda" sagði Sveinn. Rekstur hestahúsanna hefur gengið vel að sögn Sveins en veru- lega var hagrætt í rekstri þeirra fyrir tveimur árum og yrði hann óbreyttur. í fyrra var 92% nýting á húsunum sem þykir mjög gott. Af öðrum verkefnum sagði hann að Landsmót 2002 á Víðivöllum væri á stefnuskrá fáksmanna. „Ætli sé þó ekki best að byija á fjórðungsmóti en við erum tilbúnir í að taka næsta fjórðungsmót á Suðurlandi en það eru auðvitað félögin í fjórðungnum sem ákveða hvar það verður haldið. Nauðsyn- legt er að fara að ákveða hver fær það svo hægt sé að hefja undirbún- ingsvinnu. Það má segja að það sé mikill hugur í fáksmönnum enda staðan góð og bjart framundan sagði nýkjörinn formaður félags- ins. Sveinn tekur við af Viðari Hall- dórssyni sem gegnt hefur for- mannsstöðunni í fimm ár. Auk Sveins eru nú í stjórn Bragi Ás- geirsson, Þórður Ólafsson, Hjörtur Bergstað, Guðbjörg Egilsdóttir. Jan Jansen og Gréta Oddsdóttir koma ný inn í stað Viðars og Jóhönnu Arngrímsdóttur og sitja í vara- stjórn. ENGLAND Spá sænskra fjölmiðla Spá Morgunbl. Nr. Leikur 1 ' X 2 t X 2 1 Arsenal - Man. Utd. 1 6 3 1 X 2 2 Liverpool - Tottenham 10 0 0 1 X 3 Leeds - Nott. Forest 8 2 0 1 X 4 Blackburn -QPR 10 0 0 1 5 Newcastle - Ipswich 10 0 0 1 6 Chelsea - Everton 10 0 0 1 X 2 7 Norwich - Leicester 10 0 0 1 8 Man. City - Wimbledon 8 2 0 1 X 9 West Ham - Coventry 7 2 1 1 10 Cr. Palace - Southampton 9 1 0 X 11 Reading - Tranmere 0 8 2 X 12 Charlton - Middlesbro 1 3 6 X 13 Watford - Stoke 9 1 0 X 2 ÍTALÍA Spá sænskra fjölmiðla Spá Morgunbl. Nr. Leikur 1 X 2 1 X 2 1 Lazio - Roma 6 4 0 1 X 2 2 Fiorentina - Sampdoria 7 3 0 1 X 3 Foggia - Napolí 8 2 0 1 X 2 4 Genúa - Cremonese 10 0 0 1 5 Padova - Juventus 0 2 8 X 2 6 Reggiana - Cagliari 2 8 0 1 X 7 Brescia - Bari 2 7 1 X 8 Ancona - Lucchese 7 3 0 1 9 Atalanta - Verona 8 2 0 1 10 Venezia - Udinese 3 5 2 X 11 Cesena - Perugia 10 0 0 1 12 Palermo - Vicenza 2 8 0 X 13 Pescara - Salernitan 5 4 1 1 X Arsenal - Man. Utd. Sjónvarpsleikur RUV á morgun verður viðureign Arse- nal og Manchester United á Highbury. Leikmenn Un- ited eru í sárum eftir tapið gegn IFK í Gautaborg, möguleikarnir nánast engir á að komast áfram í Evr- ópukeppninni og áherslan því lögð á deildina. United er í efsta sæti deildarinnar en Arsenal í 11. sæti. Bjart framundan Morgunblaðið/Valdimar SVEINIM Fjeldsted nýkjörinn formaður Fáks lengst tll hægri sem hér sést á spjalli tvo ágæta fáksmenn þá Arngrím Ingimundarson og Snorra B. Ingason, telur að bjart sé framundan hjá Fákl. Lazio - Roma Stórleikurinn á Ítalíu á sunnudag verður nágrannaslag- ur Rómarliðanna Lazio og AS Roma, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2. Lazio hefur leikið mjög vel undanfarið, sigraði Trabzonspor í fyrri viðureign- inni í UEFA-keppninni á útivelli í vikunni og er í öðru sæti ítölsku deildarinnar. Roma er í fimmta sæti. Kunn heiðursverð- launahross felld AFREKSHROSS áttunda áratug- arins eru nú hvert af öðru að týna tölunni. Sá kunni stóðhestur Ófeigur 818 frá Hvanneyri var felldur nýlega 26 vetra. Með hon- um er genginn einn af frægari stóðhestum landsins þótt væri hann nokkuð umdeildur og sýnd- ist sitt hverjum um ágæti hans. Ofeigur var fæddur Sigurborgu Jónsdóttur sem þá bjó á Hvann- eyri, undan Hrafni 583 frá Árnanesi og Skeifu 2799 frá Kirkjubæ. Eftir landsmótið 1974 keypti Hrossarækt- arsamband Vesturlands hestinn og átti hann alla tíð. 1986 hlaut hann heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti. Ófeigur þótti gefa viljug og gangrúm hross en skapgerðin gat brugðið til beggja átta. Sjálfur var hann fallega byggður gæðingur í fremstu röð. Þá voru Sauðárkrókshryssurnar Hrafnkatla og Hrafnhetta einnig felld- ar en að sögn Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki voru þær hættar að halda en að öðru leyti í prýðilegu ásig- komulagi miðað aldur. Hrafnkatla sem var 28 vetra var undan Andvara frá Varmahlíð en Hrafnhetta sem var 26 vetra var undan Eyfirðingi frá Akur- eyri en báðar voru þær dætur Síðu frá Sauðárkróki. Undan þeim eru komnir margir stóðhestar og eru þar kunnastir Kjarval sonur Hrafnhettu og Otur sonur Hrafnkötlu. Hrafnkatla átti sextán afkvæmi og þar af níu kynbótahross sem hlotið hafa 1. verð- laun. Þorkell Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur sem fylgst hefur vel með systrunum frá upphafi og hefur dæmt öll þeirra afkvæmi sagði ekki vafa að þær systur væru í allra fremstu röð og gilti einu hvort þar væri um rætt getu og myndarskap þeirra sjálfra, afkvæma þeirra, fijósemi og endingu. Þetta væru einstakar happahryssur. Þá upplýsti Þorkell að nýlega hafi þeir Laugvetningar fellt heiðursverð- launhryssuna Sjöfn frá Laugarvatni en hún var 25 vetra undan Skotta frá Hesti og Slaufu frá Laugarvatni. Und- an henni eru meðal annars hryssurnar Glíma, Þrúður og Lofn og stóðhestur- inn Börkur. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Mikill gæðingur ÓFEIGUR 818 frá Hvanneyri þótti sjálfur mlkill gæðingur og gaf einn- ig af sér mlkinn fjölda góðra hrossa. Reynir Aðalsteinsson situr hestinn og er myndln tekln þegar hann hlaut heiðursverðlaun 1986. FOLX ■ MAGNI Blöndal Pétursson hef- ur verið ráðinn þjálfari Hauka sem leika í 3. deild fslandsmótsins í knatt- spyrnu. Magni þjálfaði og lék með Selfyssingum í 2. deild síðasta tíma- bil. ■ STEFÁN Jóhannsson úr Ár- manni var kjörinn formaður félags fijálsíþróttaþjálfara á aðalfundi F.F.Þ. fyrir skömmu. Aðrir í stjórn eru; Helgi Þór Helgason úr ÍR, Gunnar Páll Jóakimsson úr ÍR, Rakel Gylfadóttir úr FH og Hlynur Guðmundsson úr Aftureldingu. ■ GABRIEL Batistuta gerði tvö mörk fyrir Fiorentina í 5:2 sigri gegn Napólí um síðustu helgi. Þar með hefur argentíski landsliðsmað- urinn skorað í öllum 10 umferðunum, sem búnar eru í ítölsku deildinni á tímabilinu, en það er metjöfnun. Ezio Pascutti gerði slíkt hið sama fyrir Bologna í byijun tímabilsins 1962 til 1963, en Batistuta er kom- inn með 12 mörk í 10 leikjum. URSLIT NBA-úrslit Boston - Charlotte 98:91 113:108 100:87 117:94 77:89 110:105 113:111 113:111 113:103 118:106 Sacramento - New Jersey 98:103 í kvöld Körfuknattleikur Bikarkeppni karla: 20.00 18.00 20.00 1. deild kvenna: 20.00 Handknattleikur Bikarkeppni karla 20.00 20.00 Bikarkeppni kvenna: 18.15 Sund Bikarkeppni 1. deildar í sundi hefst í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld 20.00. Keppt verður í 800 metra skriðsundi karla og kvenna. Keppninni verður síðan framhaldið á laugardag og sunnudag. Sex lið eru í 1. deild; Ægir A og Ægir B, Keflavík, ÍA, SH og UMSK. Ægir hefur verið bikarmeistari tvö síðustu árin. HANDKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐIÐ Markmiðið að byggja upp landslið framtíðarinnar - segir Kristján Flalldórsson sem valdi 10 nýliða til æfinga 1yrir EM landsliða KRISTJÁN Halldórsson, lands- liðsþjálfari kvenna í handknatt- leik, hefur valið 23 leikmenn til æfinga og undirbúnings lands- liðsins fyrir Evrópukeppni iandsliða sem hefst eftir rúmt ár. Tíu nýliðar eru í landsliðs- hópnum og segist Kristján vera að byggja upp fyrir framtíðina. Kristján undirstrikaði það með vali sínu á öllum þessum ungu stúlkum að hann hugsar til framtíð- ar — ætlar að byggja um nýtt kvennalið. „Markmiðið er að byggja upp sterkt landslið sem við getum látið lifa í nokkur ár. Ég tel að há- marks árangur landsliðsins verði eftir tvö ár. Það er ljóst að stúlkurn- ar verða að leggja meira á sig en áður bæði varðandi æfingar og keppni. Höfuðverkurinn hjá kvenna- iandsliðinu undanfarin ár hefur verið markvarslan og sóknarleikurinn. Ég mun leggja áherslu á að bæta þessa tvo þætti sérstaklega og mun Einar Þorvarðarson aðstoða mig við mark- manns þjálfunina,“ sagði Kristján. Það vakti athygli að í 23 manna landsliðshópi Kristjáns er engin stúlka úr Fram, sem er þó í einu af toppsætum deildarinnar. Ástæð- una sagði Kristján „að þær sem bera uppi leik Framliðsins eru ein- faldlega orðnar of gamlar fýrir landsliðið." Landsliðshópurinn kemur í fyrsta sinn saman 14. desember og mun æfa fram að jólum. Milli jóla og nýárs verður æfingaferð til Noregs þar sem æft verður tvisvar á dag í 5 daga auk þess sem keppt verður við norsk 1. og 2. deildar lið. Lands- liðið kemur síðan saman eftir Is- Iandsmótið, 29. mars og verður æft til 1. maí. Þá verður gert hlé til 25. maí og þá aftur komið saman og JUDO Nýliðarnir og þjálfarinn Morgunblaðið/Sverrir KRISTJÁN Halldórsson, landsliðsþjálfari, með nýliðunum í landsliðinu. Frá vinstri: Björk Tómasdótt- ir, Selfossi, Björk Ægisdóttir, FH, Brynja Steinsen, KR, Helga Torfadóttir, Víkingi, Sóley Halldórs- dóttir, Stjörnunni og Thelma Arnadóttlr, FH. Helga og Björk Tómasdóttir eru yngstar í liðinu, 17 ára. jafnvel æfingaferð erlendis. 20. - 28. ágúst verða æf- ingabúðir hér heima og frá september til desember verða æfingahelgar með jöfnu millibili. Fyrstu leikir íslands í Evrópukeppninni verða við Rússa í lok janúar 1996. Leikirnir við Svía verða í byijun mars og loks við Sviss, Holland eða Ítalíu í apríl 1996. Nýlega hefur verið gengið frá ráðningu á þjálfurum yngri kvennalandsliðanna og eru þeir allir ráðnir til tveggja ára. Judit Estergal, þjálfari ÍBV, verður með U-18 ára liðið og Aðalsteinn Jónsson með U-16 ára liðið. Opna skandinavíska meist- aramótið í Laugardalshöll Opna skandinavíska meistaramótið í júdó verður haldið í Laugardalshöll á morgun, laugardag, og hefst kl. 10 árdegis en úrslitaglím- urnar hefjast kl. 16. Mót þetta hefur verið mjög sterkt undanfarin ár og hafa íslendingar oft náð góðum sætum á því og nægir þar að nefna Bjama Friðriksson. Ekki er búist við að mótið verði eins sterkt í ár enda er kostnaður keppenda við að koma hing- AFLRAUNIR að til lands mikill og þeir geta tekið þátt í tveim- ur til þremur mótum í Evrópu fyrir sömu upp- hæð. Þó verður nokkuð erlenda keppendur og allir bestu júdómenn íslands.verða meðal kepp- enda þannig að mikið verður um að vera í Höll- inni á laugardaginn. Glímurnar verða rúmlega eitt hundrað, 100 í undankeppninni og um 20 úrslitaglímur. Landsliðshópurínn (Nöfn, lið og fjöldi landsleikja í sviga). Markverðir: Hjördís Guðmundsdóttir, Víkingi........(19) Helga Torfadóttir, Víkingi ........(nýliði) Vigdís Sigurðardóttir, ÍBV.........(nýliði) Laufey Jörgensen, ÍBV .............(nýliði) Fanney Rúnarsdóttir, Stjörnunni........(15) Sóley Halldórsdóttir, Stjörnunni...(nýliði) Vigdís Finnsdóttir, KR...................(4) Aðrir leikmenn: Inga F. Tryggvadóttir, Stjörnunni..(nýliði) Thelma Árnadóttir, FH..............(nýliði) Anna Steinsen, KR................ (nýliði) Svava Sigurðardóttir, Víkingi..........(20) Laufey Sigvaldadóttir; Stjörnunni......(21) Halla María Helgadóttir, Víkingi.......(30) AuðurÁ. Hermannsdóttir, Virum Danm. ..(21) Hulda Bjarnadóttir, Virum Danmörku.....(11) Andra Atladóttir, ÍBV..................(30) Brynja Steinsen, KR................(nýliði) Heiða Erlingsdóttir, Víkingi ..........(30) Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörnunni....(24) Björk Tómasdóttir, Selfossi........(nýliði) Björk Ægisdóttir, FH...............(nýliði) Inga Lára Þórisdóttir, Refstad Noregi .(62) Guðný Gunnsteinsdóttir, Stjörnunni.....(65) Kraftajötnar í Höllinni ÞAÐ VERÐUR handagangur í öskjunni í Laugardalshöll á sunnudaginn, þegar nokkrir af sterkustu mönnum jarðarinnar takast á í aflraunamóti. Sterk- asti maður heims, Magnús Ver Magnússon, er skipuleggjandi mótsins og verður keppt í sjö greinum. Ný keppnisgrein, morðbolti, verð- ur í lok keppninnar, en í þeirri grein takast tveir keppendur á með mannhæðarháan bolta á milli sín. Markmiðið er að velta boltanum yfir marklínu hins. „Þessi grein mun vera ein sú erfiðasta og reynir mikið á kraft og úthald. Þá er önnur grein- ar sem mun taka hressilega í. Kepp- endur eiga meðal annars að bera Hyundai-sendibíl nokkurn spotta og draga Massey Ferguson dráttarvél á höndunum. Keppendurnir eru mjög jafnir og ómögulegt að spá fyrir um úrslit," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. Andrés Guðmundsson verður eini íslenski keppandinn en hann vann m.a. titilinn herra Herkúles í Finn- landi í sumar auk þess að ná í titla á Hálandaleikum í Skotlandi. Hann mætir mörgum hraustum köppum. Manfred Höeberl frá Austurríki, sem í dag telst næststerkasti maður heims og hefur stærstu upphand- leggi heims mætir til leiks. Hollend- ingurinn stóri Ted Van der Perre, sem er 2,15 metrav á hæð og varð sterkasti maður heims fyrir tveimur árum, mætir einnig. Forbes Cowan, sterkasti maður Bretlands í fyrra og fjórfaldur Skotlandsmeistari keppir líka. Þá keppa Waine Price frá Suður-Afríku og Illka Kinnunen, sterkasti maður Finnlands. „Mótið verður mjög erfítt. Mér hefur tekist að leggja alla þessa kappa að velli í öðrum mótum, nema Stóra-Ted. Ég ætla að bæta honum á kippuna um helgina og vinna mótið,“ sagði Andrés glaðhlakkalega um eigin möguleika í aflraunamótinu. Hann mun keppa við hina hraustu kappa í drumbalyftu, axlalyftu, tveimur hleðslugreinum auk áður- nefndra greina. Mótið hefst kl. 15 með því að keppendur aka inn í Laug- ardalshöll á mótorhjólum. Þá verður sýningaratriði með vaxtarræktar- mönnum í hléi og þolfimiatriði. FELAGSLIF Adalfundur Kjalar Aðalfundur hjá Golfklúbbnum Kili verður haldinn í Hlégarði á morg- un, laugardag og hefst kl. 14.00. Árshátíð um kvöldið á sama stað. íslandsmótið í blaki ABM deild karla: Föstudagur 25. nóv. Hagnskóli kl. 20:00 Þrótlur R.-Þróttur N. laugardagur 26. nóv. Asgarðurkl. 15.30 Stjarnan-HK KA-húsið kl. 16.00 KA-IS ABM deiltl kvenna: Föstudagur 25. nóv. Víkin kl. 21.30 Víkingur-Þróttur N lauqardagur 26. nóv. . KA ugardogui i-núsið kl. 17.30 KA-IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.