Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 2
2 B FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 1 QC/? Gylfi Þ. Gíslason á sínu 11/ O U fyrsta þingi sem mennta- málaráðherra í ríkisstjórn Her- manns Jónassonar skipar nefnd í september 1956 til að fjalla um málefni Landsbókasafns og Há- skólabókasafns. Nefndin skilar áliti þar sem mælt er með samein- ingu safnanna og segir meðal annars að ekki „væri unnt að leysa bókaþörf Háskólans í heild sinni með sameiningu við Lands- bókasafnið á viðunandi hátt og til frambúðar með öðru móti en því að reisa nýtt safnhús fyrir Landsbókasafnið í næsta ná- grenni við háskólabygginguna. Að þessu bæri því að stefna og flýta þessu máli sem allra mest“. 1 Q C H Gylfi leggur fram þings- 1 t/t) I ályktunartillögn um sameiningu Háskólabókasafns og Landsbókasafns eins fljótt og unnt yrði á næstu árum og ríkis- stjórninni falið að standa að nauð- synlegum undirbúningi. Tillagan er samþykkt einróma á Alþingi og mælir Bjarni Benediktsson, leiðtogi sljórnarandstöðu á þess- um tíma, eindregið með tillög- unni. Þrátt fyrir samstöðu ráða- manna um hugmyndina, gerist fátt næstu níu árin. 1 skipar nefnd í júní- 1 v U U mánuði til að athuga „hversu málum vísindalegra bóka- safna verði skipað hér á landi til frambúðar, þ. á m. um tengsl Há- skólabókasafns og Landsbóka- safns". Nefndin skilar áliti síðsum- ars sama ár og mælir afdráttar- laust með því að þingsályktunart- illögunni um sameiningu safnanna frá 1957 verði framfylgt og bóka- safnshús reist í næsta nágrenni við Háskóla íslands. Um haustið er skipuð nefnd innan HÍ til að fjalla um þróun skólans næstu tvo áratugi. MUmræður verða á Al- þingi síðla árs um mál- efni safnanna og í kjölfar þeirra er stofnaður byggingarsjóður safnhúss með fremur lágu byrj- unarframlagi. Sjóðurinn er síðar nefndur Byggingarsjóður Þjóð- arbókhlöðu. 1Qf?Q Landsbókasafn fagnar <J 00 150 ára afmæli 28. ágúst það ár. Tæpum mánuði fyrir af- mælisdaginn ákveður borgarráð að fallast á þá tillögu skipulags- nefndar Reykjavíkur að nýrri bókasafnsbyggingu verði fund- inn staður á svæðinu við Birkimel nærri Hringbraut. Þjóðhátíðar- nefnd undir forystu Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra, sem Alþingi skipaði 1966 til að gera tillögu um hvernig lands- menn skyldu minnast ellefu aldar íslandsbyggðar, skýrir frá þeirri tillögu sinni að þjóðbókasafns- bygging verði höfuðsminnis- merki þeirra tímamóta, gjöf sem þjóðin færði sjálfri sér. 1 Q7Q Hinn 30. apríl flytur 11/1 U Gylfi Þ. Gíslason þings- ályktunartillögu fyrir hönd ríkis- stjórnar þar sem segir: „Alþingi ályktar, að í tilefni af ellefu hundrað ára afmæli íslands- byggðar 1974 skuli reist Þjóðar- bókhlaða, er rúmi Landsbóka- safn íslands og Háskólabóka- safn.“ Tillagan er samþykkt með 51 atkvæði gegn einu. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags, mæla einnig með til- lögunni. Um sumarið er skipuð byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu og Oli Jóhann Ásmundsson, arki- tekt, ráðinn af nefndinni til sér- fræðiiegrar þjónustu. Leitað er ráða hjá Harald L. Tveterás bókaverði í Ósló og Edward J. Carter arkitekti og bókaverði í Englandi, en þeir komu hingað 1969 og 1979 á vegum UNESCO. ___ÞJÓÐARBÓKH LAÐAIM_ Þj óðarbókhlaða - þjóðnytjamál Finnbogi Guðmundsson fyrrum EGAR ég kom að Landsbókasafninu fyrir 30 árum haustið 1964, var orðið mjög þröngt um það í Safnahúsinu. Þegar fyrir- rennari minn, Finnur Sigmundsson sýndi mér kjall- ara hússins er var þá nær fullur sagði ég í gamni við hann „Þú þykist góður ef þú kemst út og kemur hespunni fyrir,“ Hann hló við og sagði: „Það er hollt ungum manni að hafa eitthvað við að glíma,“ segir Finnbogi. „Eg lét það því verða eitt af mínum fyrstu verkum að leggja til að skipuð yrði hið bráðasta nefnd manna til að fjalla um húsnæðismál safns- ins og gera tillögur um ákveðnar framkvæmdir til úrbóta, framkvæmdir sem yrði ekki eina ferð- ina enn skotið á langan frest. Nefnd sem fjallaði um þessi mál 1956-57 hafði lagt til að Landsbóka- safn og Háskólabókasafn yrðu sameinuð og byggt yfír þau í næsta nágrenni við Háskólann, en ekk- ert hafði gerst. Ný nefnd var skipuð sumarið 1966 og tók hún í sama streng og hin fyrri. Háskólanefnd er skip- uð var haustið 1966 og fjalla skyldi um þróun Háskólans næstu tuttugu ár, tók rækilega undir hugmyndina um sameiningu safnanna. „Verður afl þeirra safna sameinaðra meira en tvegggja lítilla safna vanmegnugra, “ eins og segir í skýrslu nefndarinnar er birt var árið 1969. Ymsir aðilar utan safnanna létu um þessar mundir málefni þeirra til sín taka, svo sem Félag íslenskra fræða, Fulltrúaráð bandalags háskólamanna og fleiri. Og umræður á Alþingi síðla árs 1967 leiddu til þess að stofnaður var byggingasjóður Safnahúss, sem síðar var nefndur byggingarsjóður Þjóðarbók- hlöðu. Þjóðarbókhlöðu ákveðinn staður Á 150 ára afmæli Landsbókasafns 28. ágúst 1968 kom fram aðMatthías Johannessen, formað- ur Þjóðhátíðarnefndar, hefði þá fyrir nokkru greint mér frá að nefndin hyggðist veita byggingu bóka- safnshúss stuðning og kom síðar á daginn að nefndín lagði til að Þjóðarbókhlaða yrði reist sem höfuðminnisvarði afmælisins 1974. Á afmæli Landsbókasafnsins skýrði Gylfí Þ. Gíslason menntamálaráðhen-a frá því að nýju bóksafnshúsi hefði verið ákveðinn staður á svæðinu við Birki- mel nálægt Hringbraut en Geir Hallgrímsson borg- arstjóri hafði með bréfi 31. júlí 1968 tilkynnt menntamálaráðuneytinu að borgarráð hefði á fundi 30. júlí fallist á þá tillögu Skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar að ætla nýrri bókasafnsbygg- ingu land á fyrrnefndum stað og yrðu lóðarmörk ákveðin síðar er fyrir lægi greinargerð um stærð og gerð fyrirhugaðs húss. Tveir sérfræðingar komu hingað í okt. 1969 á vegum Menningar- og fræðslustofnunnar Samein- uðu þjóðanna safnamönnum hér til halds og trausts, þeir Harald L. Tveterás ríkisbókavörður Norðmanna og Evward J. Carter arkitekt og bóka- vörður á Englandi. Þeir sömdu skýrslu um málið er síðar var lögð fyrir ríkisstjórnina er vorið 1970 flutti á Alþingi svohljóðandi þingsályktunartillögu „Alþingi ályktar að í tilefni af 1100 ára afmæli Islandsbyggðar 1974 skuli reist Þjóðarbókhlaða er rúmi Landsbókasafn íslands og Háskólabóka- safn. Gylfi Þ. Gíslason skipaði svo 15. júlí 1970 byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu sem í áttu sæti Magnús Már Lárusson háskólarektor, Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins og ég, sem for- maður. UNECO-ráðunautarnir komu öðru sinni í nóv- ember 1970 og með þeim Harry Foulkner-Brown og sömdu þeir sérstaka álitsgerð um Birkimelslóð- ina, töldu hana hið besta til fallna, hún lægi: „vel við Háskólanum og borginni og lega hennar norð- an háskóiasvæðisins og steinsnar frá miðbænum er sem tákn um það þjónustuhlutverk sem safninu er ætlað að gegna í þágu þjóðar og háskóla." Næsta viðfangsefni var að fá ákveðin lóðar- mörk svæðis þess við Birkimel nærri Hringbraut er borgaryfírvöld gáfu fyrirheit um sumarið 1968. Samkvæmt tilmælum menntamálaráðherra sam- þykkti Borgarráð á fundi sínum 30. júlí 1971 fyrir- heit um alit að 20 þúsund fermetra lóð en hafði fyrirvara á um endanleg lóðarmörk og benti á í því sambandi erfíðleika sem á því væri að afhenda land innan marka íþróttavallarins. íslenskir arkitektar Byggingamefnd samdi um haustið 1971 áætlun er lögð var fyrir Magnús Torfa Ólafsson mennta- málaráðherra og samþykkt var með bréfi hans 7. okt. sama ár. í þeirri áætlun var t.d. gert ráð fyrir að íslenskir arkitektar teiknuðu bókhlöðuna, en breskur arkitekt, sérfræðingur um þá húsgerð sem hér um ræddi, yrði ráðunautur. Landsbókavörður hefur frá upp- hafi haft umsjón með hinum umfangsmikla undirbúningi að byggingu Þjóðarbókhlöðu, sem formaður byggingarnefndar hins nýja húss. Guðrún Guðlaugs- dóttir innti Finnboga eftir fyrstu kynnum sínum af aðstæðum á Landsbókasafninu og sögu Þjóð- arbókhlöðu. DR. FINNBOGI Guðmundsson, formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu Forsögn um bókhlöðuna var gefín út í nóvem- ber 1971 og arkitektar og aðrir hönnuðir ráðnir til verka. Miklar vonirivoru bundnar við að unnt yrði að hefja byggingarframkvæmdir á þjóðhátíð- arárinu 1974, en ýmsar tafir, m.a. vegna samn- ingsg'erðar við Reykjavíkurborg um bókhlöðulóð- ina, ollu því, að fresta varð þeim enn um sinn. Reykjavíkurborg áskildi sér það sem hún nefndi „eðlilegt endurgjald til Borgarsjóðs fyrir þá skerð- ingu á Melavellinum sem fyrirhuguð staðsetning hefur í för með sér.“ Vilhjálmur Hjálmarson menntamálaráðherra hjó á þennan hnút og greiddi borgarsjóði 20 millj- ónir króna til þess að hleypa málinu áfram. Þegar byggingamefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 2. ágúst 1977 teikningar Bókhlöðunn- ar og veitti umbeðið byggingarleyfí gerði hún það „með fyrirvara um að frágangur lóðar svo sem sýndur er getf ekki orðið fyrr en borgaryfírvöld ákveða vegna Birkimels og Melavallar." Það var loks í nóvember 1977 að ákveðið var að íþrótta- völlurinn á Melunum skyldi fluttur 20 metra til suðurs og bókhlaðan 6 metra til austurs, þ.e. frá Birkimel. Bókmennt gegn fótmennt Þótt alltaf væri vitað að Melavöllurinn viki að lokum héldu borgarmenn í hann í lengstu !ög. Þetta rifjar upp fyrir mér kafla úr ræðu er ég flutti tíu árum áður, 1967 í veislu á 25 ára af- mæli Handknattleiksráðs Reykjavíkur, þar sagði ég m.a.„Ég veit ekki, hvort margir, sem hér eru staddir í kvöld kannast við þá hugmynd að reisa einhvern tíma á næstu árum nýja bókasafnsbygg- ingu yfír sameinað Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn á gamla íþróttavellinum á Melunum. Ég ræddi þessa hugmynd eitt sinn við ungan og upp- rennandi stjórnmálamann og heyrði þá á honum, að hann var hræddur við að tefla þanníg bóka- menn gegn fótamennt, það yrði í meira lagi óvin- sælt að ætla sér að leggja sjálfan íþróttavöllinn undir bókasafn. ,já,“ sagði ég „ég skil, hvert þú ert að fara. Þið stjómmálamenn gerið auðvitað meira fyrir fóta- mennt en bókamennt af þeirri einföldu ástæðu, að fætumir em tveir, en höfuðið ekki nema eitt.“ Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna 28. janúar 1968 og var þá tekið að grafa fyrir bókhlöðunni, en í fram- haldi af því að steypa sökkla hússins, stokka í grunni og gólfplötu í kjallara. Framkvæmdir urðu engar árið 1979 en kjallari hússins var steyptur árið 1980. Hornsteinn lagður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsens, sem kom til valda í febrúar 1980 var sérstaklega tekið fram að vinna bæri að byggingu Þjóðarbókhlöðu á stjómartímabilinu. Að tillögu Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra var ákveðið að bókhlaðan skyldi steypt upp í einni lotu og lauk þeim áfanga undir vor 1982. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, lagði hornstein að byggingu 23. september 1981, á 740. ártíðardegi Snorra Sturlusonar. Þann dag var einnig lagður hornsteinn að Safnahúsinu við Hverfisgötu árið 1906. Næstu áfangar voru að koma þaki á húsið og klæða þriðju og fjórðu hæð japönsku álskjöldunum er nokkur styrr stóð um en flestir urðu sáttir við að lokum. Þessum verkum lauk á árinu 1983. Við þurftum að borga aðflutningsgjöld af álskjöldun- um. Þá var í lögum að fella mætti niður slík gjöld vegna efnis til orkuvera. Ég freistaði þess að ganga á fund Gunnars Thoroddsens forsætisráð- herra og mælast til að aðflutningsgjöld yrðu felld niður af skjöldunum. „Þjóðarbókhlaða," sagði ég. „Hvað er hún annað en andlegt orkuver.“ Þá sagði ráðherrann: „Þetta er aðlaðandi hugmynd Finn- bogi,“ en lengra náði það ekki. En nú fór skriðurinn af, ljárveitingar árið 1984 og 1985 urðu svo naumar að ekkert var gert sem um munaði. í fjárlögum fyrir árið 1986 var ekki gert ráð fyrir neinu fé til bókhlöðunnar en hins vegar á því ári samþykkt frumvarp fyrir atbeina Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu. En sam- kvæmt því skyldi svonefndum eignaskattsauka á árunum 1987 til 1989 varið alfarið til byggingar- innar. Reyndin varð þó sú að bókhlaðan fékk ekki nema hluta þessa skatts, álagning hans umrædd ár nam 684 milljónum króna en af honum hafði innheimts 501 milljón og fékk bókhlaðan þessi ár tæpan heiming þess fjár, eða 244 milljónir króna. Vorið 1989 voru samþykkt á Alþingi lög um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygg- inga, í þeim var ákvæði til bráðabirgða þess efnis að skatturinn skyldi renna til framkvæmda við Þjóðarbókhlöðu eftir því sem þörf krefði. En hér fór á sömu leið og áður, bókhlaðan fékk einungis hluta skattsins, sett voru í landsfjárlög árið 1990 og 1991 ákvæði er hrundu ákvæðinu um forgang bókhlöðunnar og stórfé gekk nú til framkvæmda við Þjóðleikhús og á Bessastöðum. Léttir þegar úr raknar Framkvæmdum var þó að nokkru haldið áfram við Þjóðarbókhlöðu, en það var fyrst við tilkomu núverandi ríkisstjórnar að eignarskattsaukinn var, fyrir atbeina Ólafs G. Einarssonar menntamála- ráðherra, látinn ganga óskiptur til Þjóðarbókhlöð- unnar. Þá hefur á þessu ári fengist nokkurt for- skot á eignarskattsauka næsta árs, svo að unnt verði að Ijúka bókhlöðusmíðinni á yfírstandandi ári og greiða fyrir þann hluta búnaðarins sem ekki reynist unnt að koma fyrir í bókhlöðunni nú fyrir opnun hennar. Að lokum þetta: „Þeir sem unnið hafa lengi að málefnum Þjóðarbókhlöðu, finna best, hver léttir það er, þegar úr raknar eftir langan barning og óvissu um framgang þessa þjóðnytjamáls. Við stöndum í Þakkarskuld við alla þá, er greitt hafa götu bókhlöðumálsins allt frá upphafi, og við þjóðina í heild, sem kostar miklu til, að sem best verið búið um bækur og handrit Landsbóka- safnsins og Háskólabókasafns í hinni nýju bygg- ingu og öllum þeim er til bókhlöðunnar munu leita fengin góð aðstaða til fróðleiksleitar og fræðaiðk- ana.“ í stuttum kafla í forsögninni um Þjóðarbók- hlöðu 1971 segir svo undir fyrirsögninni Þjóðar- bókhlaða og byggingarafmæli: „Þjóðarbókhlaðan er reist í tilefni af ellefu alda afmæli íslandsbyggð- ar 1974, en minnisvarði verður hún því aðeins, að hún fullnægi þeim kröfum, sem gera verður til fullkomins rannsóknarbókasafs á vorum dög- um.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.