Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 4
4 B FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
1 071 Borgaráð samþykkir að
I í/1 1 leggja til um 20.000 fer-
metra lóð á þeim stað sem ráðið
hafði samþykkt þremur árum
fyrr. Óli Jóhann vinnur ásamt
fulltrúum beggja safna að samn-
ingu forsagnar, sem gefin er út á
vegum byggingarnefndar í októ-
ber 1971.
1 Q79 Arkitektarnir Manfreð
ÍU t u Vilhjálmsson ogÞorvald-
ur S. Þorvaldsson eru ráðnir til
að teikna bókhlöðuna, jafnframt
því sem aðrir hönnuðir eru ráðnir
til samvinnu við þá. Harry Faulkn-
er-Brown, arkitekt frá Newcastle
í Bretlandi, er ráðinn sem ráðu-
nautúr byggingarnefndar, að til-
lögu Tveterás og Carters.
1 Q H Q Kostnaðar- og fram-
1 <J I 0 kvæmdaáætlun gerð, sem
miðast við að byggingin verði tek-
in í notkun 1977. Vonir bundnar
við að framkvæmdir geti hafist á
þjóðhátíðarári 1974, en samnings-
gerð við Reykjavíkurborg um lóð-
ina á Birkimel dregst á langinn
og aðrar tafir verða.
Teikningar að Þjóðarbók-
hlöðu samþykktar.
1Q 7 0 Vilhjálmur Hjálmarsson,
v I 0 menntamálaráðherra,
tekur fyrstu skóflustunguna á
Birkimelslóðinni og byijað er að
grafa fyrir Þjóðarbókhlöðu.
Sökklar og botnplata eru steypt
en síðan stöðvast framkvæmdir og
þær liggja niðri allt árið 1979.
1 QOA Kjallari hússins steyptur.
i v 0 U Ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsens kemst til valda í febrúar
og heitir í stjórnarsáttmála sínum
stuðningi við byggingu bókhlöð-
unnar.
1 QQ1 Að tillögu Ingvars Gísla-
li/01 sonar, menntamálaráð-
herra, eru allar fjórar hæðir húss-
ins steyptar upp í einni lotu að
mestu. Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti Islands, leggur hornstein að
Þjóðarbókhlöðu 23. september
sem er 740. ártíð Snórra Sturlu-
sonar. Næsta ár var lokið við upp-
steypu hússins og þakgrind smíð-
uð.
1 Q Q Q Lokið við þaksmíði. Vinna
1 v 0 0 við einangrun og álskildi
sem keyptir eru frá Japan til að
klæða með húsið, hefst. Fram-
kvæmdir leggjast síðan niður og
ekkert er gert árið 1984.
IQQf Framkvæmdir hefjast við
UÖU hluta af hita- og loftræsi-
kerfi og ílögn í gólf á fjórum
hæðum, einangrun í kjallara o.fl.
Sverrir Hermannsson verður í
október menntamálaráðherra í
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar í október og segist ætla að
leggja embætti sitt að veði, takist
ekki að „svipta upp“ Þjóðabók-
hlöðunni á næstu árum.
ÞJÓÐARBÓKH LAÐAN
Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra
hefur beitt sér einarðlega í þágu Þjóðarbókhlöðu
„Göngum inn
í nvja tíma“
EGAR rætt er við
arkitekt Þjóðar-
bókhlöðu, fram-
kvæmdastjóra bygg-
ingarnefndar, fyrrver-
andi landsbókavörð og
núverandi og aðra þá
sem barist hafa ötullega
fyrir að húsið yrði reist
kemur fram það sam-
dóma álit, að Ólafur G.
Einarsson, mennta-
málaráðherra, eigi
mestu þakkir skildar af
þeim ráðherrum sem
komið hafa að fram-
kvæmdasögu Þjóðar-
bókhlöðu. Ólafur hafi
ekki aðeins staðið fylli-
lega við þau loforð sem hann gaf
þegar hann settist í ráðherrastól,
heldur einnig varist hvers konar til-
raunum til niðurskurðar á tekjustofni
byggingarinnar með oddi og egg —
og haft sigur.
Ólafur kveðst ekki vilja leggja dóm
á ástæður þess að forverum hans í
starfi voru mislagaðar hendur þegar
Þjóðarbókhlaða átti í hlut, enda séu
skýringar á löngum byggingartíma
vart einhlítar. „Því miður er það svo,
að fjárfrek framkvæmd sem þessi
telst ekki til mestu nauðsynjamála
að dómi sumra og situr á hakanum
fyrir vikið. Seinagangurinn var öllum
til vansa að mínu mati og ekki var
léngur stætt á því að ýta málinu á
undan sér. Ég býst við að ýmsum
forverum mínum hafi dottið hið sama
í hug en ekki komið því fram. Spurn-
ingin snerist bæði um pólítískan vilja
og forgangsröð. Minn pólítíski vilji
stóð til þessa verks, er þýddi jafn-
framt að ég setti Þjóðarbókhlöðuna
á oddinn í röðun framkvæmda þótt
að taka hafi þurft ýmsar sársauka-
fullar ákvarðanir í ráðuneytinu
vegna þessa. Ég lagði áherslu á
framkvæmdir við Þjóð-
arbókhlöðu vegná þess
að mér þótti byggingar-
sagan orðin nægilega
löng og þótti auk þess
einstaklega slæmt að sú
ágæta hugmynd, sem
Sverrir Hermannsson
fékk og hrinti í fram-
kvæmd með sérstaka
eignarskattsaukanum,
skyldi hafa verið nánast
eyðilögð strax með
ásælni ríkisins," segir
Ólafur. „Ríkisstjórnin
setti fram það markmið
meðal annarra að ljúka
við Þjóðarbókhlöðu á til-
settum tíma þegar hún
tók við stjórnartaumunum. Eg vildi
ekki una frekari niðurskurði eða töf-
um og er mjög ánægður með að tek-
ist hafi að standa við efndir núver-
andi ríkisstjórnar varðandi Þjóðar-
bókhlöðu. Við stöndum meira að
segja við þá dagsetningu sem við
settum okkur, jafnvel þótt orðið hafi
að ganga á fé endurbótasjóðsins
næsta ár, en ég lít svo á að verið sé
að skila nokkru af því sem áður var
tekið. Samstaða náðist um málið,
sem er einkar ánægjulegt á seinustu
aðhalds- og niðurskurðartímum, því
mönnum hefur dottið í hug á tímabil-
inu að skerða þennan sjóð sem hefði
þýtt enn frekari frestun á fram-
kvæmdum. Ég hef staðið gegn því,
þótt ég hafi þar af leiðandi þurft að
skera niður á öðrum og afar við-
kvæmum sviðum. Ríkisstjórnin hefur
sett fleiri markmið en hefur af ýms-
um ástæðum ekki getað staðið við
þau öll. Þetta hefur auðvitað verið
erfitt, því að við höfum ekki náð því
meginmarkmiði okkar að ná niður
Ijárlagahallanum á kjörtímabilinu og
það er þess vegna sem sótt hefur
verið á þennan lið sem lýtur að Þjóð-
arbókhlöðu. Hann er stór, eða upp á
um 350 milljónir króna á ári að
meðaltali, og þegar verið er að
kroppa hér og þar, hefur tekjustofn-
inn verið freisting bæði fyrir fjár-
málaráðuneytið og embættismenn í
menntamálaráðuneyti sem hafa þann
starfa að ná endum saman innan
tiltekins ljárlagaramma."
Víðtæk áhrif
Ólafur segir að þegar litið sé yfir
farinn veg núverandi ríkisstjórnar
geti hann viðurkennt að fram-
kvæmdir við Þjóðarbókhlöðu standi
upp úr hvað menntamálaráðuneytið
varðar, þótt af mörgu fleiru sé að
taka. Meðal annars fléttist tilurð
safnsins saman yið nýja löggjöf um
Rannsóknarráð íslands, er sameinar
Vísindaráð íslands og gamla rann-
sóknarráðið, en tilraunir til slíks
höfðu áður runnið út í sandinn. Með
sameiningunni taki rannsóknarum-
hverfi hérlendis stakkaskiptum og
færist inn í virkara skipulag en áður
var. Fjármunir hafi einnig í ríkara
mæli en áður runnið til rannsókna
og vísinda þrátt fyrir erfitt árferði.
Endurskoðun skólalöggjafarinnar í
heild sé ennfremur það viðfangsefni,
sem telja megi stærst og tímafrekast
á kjörtímabilinu, en það mál sé ekki
í höfn þótt vonir séu bundnar við að
svo verði hið fyrsta. Enn sem komið
er rísi vel heppnaður lokaáfangi Þjóð-
arbókhlöðu því hæst.
„Mönnum þykir kannski að þarna
hafi metnaðarmál verið sett á oddinn
í þeim eina tilgangi að ljúka því. Svo
er ekki, heldur hef ég litið á það sem
forgangsmál að ljúka Þjóðarbókhlöð-
unni því að hún skiptir gífurlegu
máli fyrir svo marga. Tilkoma safn-
ins umbyltir aðstöðu Háskóla ís-
lands, vísinda- og rannsóknarstarf-
semi í landinu og högum þeirra sem
Ólafur G.
Einarsson
GYLFIÞ. Gíslason, fyrrver-
andi menntamálaráðherra er
helsti hugmyndasmiður að
sameiningu Landsbókasafns
og Háskólabókasafns og bygg-
þurfa með einum eða öðrum hætti
að nýta sér þá víðfeðmu þekkingu
sem Landsbókasafn íslands-
Háskólasafn varðveitir. Safnið er öllu
þjóðfélaginu til hagsbóta. Við
göngum inn í alveg nýjan tíma með
þeirri gjörbreyttu aðstöðu sem verður
við að flytja söfnin úr 3-4.000 fer-
metrum í um 13.000 fermetra rými,
auk þeirrar miklu tækni sem tekin
verður í notkun í húsinu, en ekki var
aðstaða fyrir í fyrri húsakynnum
safnanna. Þessi víðtæku áhrif á
þætti, sem við verðum að .leggja
meiri rækt við í framtíðinni en gert
hefur verið til þessa, eru grundvöllur
þeirrar áherslu sem ég hef lagt á
framkvæmdirnar. “
Verk og hönnun
til fyrirmyndar
Ólafur hefur fylgst með fram-
kvæmdum á kjörtímabilinu og skoð-
að afraksturinn reglulega. Fyrir
nokkrum dögum gekk hann að nýju
um bygginguna sem nálgaðist þá
óðum endanlega mynd. „Eg er afar
hrifinn og tel auðsýnt að ákaflega
vel hafi verið að verki staðið. Oll
Sverrir Hermannsson segir lífsspursmál að eiga ríkulega búna bókhlöðu
„Heilinn í þjóðfélagi okkar“
1 Q Q í? Lokið við verkþætti fyrri
11/ Q U ára. Alþingi samþykkir
um vorið lagafrumvarp fyrir at-
beina Sverris Hermannssonar um
„þjóðarátak til byggingar Þjóðar-
bókhlöðu", er felst í sérstökum
eignarskatti. Bæta skal 0,25% á
eignaskattsstofn landsmanna árið
1987,1988 og 1989 og þær tekjur
sem þannig fást eiga að renna
óskiptar til byggingar Þjóðarbók-
hlöðu. Taka á Þjóðarbókhlöðu í
notkun 1990. Tekjur af eignaskatt-
inum voru, framreiknaðar miðað
við Iánskjaravísitölu; 347,4 millj-
ónir árið 1987, en þar af runnu
145,2 milljónir til framkvæmda en
afgangur, 202,2 milljónir, til ann-
arra verkefna á vegum rikisins;
360.7 milljónir árið 1988 en þar
af runnu 78,4 milljónir til Þjóðar-
bókhlöðu en 292,3 til annarra
verkefna á vegum ríkisins; 378,4
milljónir árið 1989 en þar af runnu
119.7 milljónir til bókhlöðunnar
en 258,7 milljónir til annarra verk-
efna.
SVERRIR Hermannsson varð
menntamálaráðherra í ríkis-
stjóm Steingríms Hermanns-
sonar 16. október 1985, eftir að hafa
gegnt stöðu iðnaðarráðherra um
tveggja ára skeið. Sama ár lýsti
Sverrir því yfir að hann ætlaði að
leggja embætti sitt að veði, tækist
ekki að „svipta upp“ Þjóðarbókhlöð-
unni á næstu árum. Næsta vor sam-
þykkti Alþingi lagafrumvarp fyrir
atbeina Sverris um „þjóðarátak til
byggingar Þjóðarbókhlöðu", er fólst
í sérstökum eignaskatti. Tekjur þær
sem þannig fengust áttu að renna
óskiptar til byggingar Þjóðarbókhlöðu
og var stefnt að því að sameining
safnanna og vígsla hússins yrði að
veruleika árið 1990.
Sverrir kveðst hafa gert sér grein
fyrir því á fyrstu dögum sínum í
embætti menntamálaráðherra, að
ástand framkvæmda við Þjóðarbók-
hlöðu væri með öllu óviðunandi. „Ég
gerði mér grein fyrir um leið og ég
kom að því, að þetta gat ekki gengið.
Ég hafði haft nógu öðru að sinna og
ekki veitt þessu athygli sem skyldi í
embætti iðnaðarráð-
herra, en mér er minnis-
stætt að á fyrstu dögum
mínum í menntamála-
ráðuneytinu blasti þetta
mái við,“ segir Sverrir.
„Þegar ég leit í áætlun
Ijárlaga, var ekkert ætl-
að í Þjóðarbókhlöðu. Hún
var þá búin að vera í
byggingu lengi og menn
geta ímyndað sér hvað
það kostar að eiga óarð-
bæran steinsteypukassa
árum saman. Að koma
Þjóðarbókhlöðu upp þýð-
ir að við getum farið að
vinna eins og menn, því
í ört vaxandi tækniþjóð-
félagi er lífsspursmál að eiga nógu
góða bókhlöðu með tölvubúnaði og
öðru slíku. Okkar beið tölvubylting,
sem nú hefur brunað yfir, og þörfin
fyrir safnið var gífurleg. Bókasafn
fyrir sjálfan Háskóla íslands, ríkulega
búið bókum og tölvukosti, er heilinn
í þjóðfélagi okkar, ef svo má að orði
komast. Þeim mun ótrúlegri var
skammsýni og óforsjálni
þeirra sem hirtu ekki um
safnið, og hafa menn þó
séð margt skuggalegt.
Ég einsetti mér að
breyta þessu og heppn-
aðist það að nokkru
leyrti, því ég náði fram
lögum um eignaskatt
fyrir Þjóðarbókhlöðu.“
Metnaður þjóðar
Eignaskatturinn var
umdeildur á sínum tíma,
meðal annars innan
þingflokks Sverris.
Hann segir að mótbyrinn
hafi verið töluverður í
upphafi, en menn hafi
þó að lokum sameinast um rétta
ákvörðun. „Þegar ég fitjaði upp á
skattinum var ég satt að segja ekki
mjög bjartsýnn, og sérílagi ekki með
eigin þingflokk. Það var skiljanlegt
því þingmenn Sjálfstæðisflokks stóðu
fastir á þeirri meginskoðun sinni að
hækka ekki skatta. En mér tókst jafn-
vel að sannfæra mann eins og Eyjólf
Konráð Jónsson um réttmæti skatts-
ins, en hann var þó eitraður andstæð-
ingur skattahækkana. Hann lagði
málefninu lið vegna þeirrar brýnu
nauðsynjar sem bar til, og sama gilti
um aðra. Menn létu undan mér því
þeir sáu nauðsynina. Engin önnur ráð
voru hugsanleg en skatturinn, því ég
gat ekki fengið eyri á fjárlögum enda
gekk rolluketsniðurgreiðslan fyrir þar
eins og alltaf áður. Viðbrögð almenn-
ings og fjölmiðla voru líka jákvæð því
fólk sá að í þessu húsi lá þjóðarmetn-
aður.“
Seilst í skattinn
Sverrir bendir á að þegar sam-
þykki Alþingis lá fyrir, hefðu tekjur
af skattinum nægt til að láta vígja
fullbúið hús 1. desember 1990.
Ákvarðanir misvitra stjórnmála-
manna hafi hins vegar verið ljón á
vegi þessara áforma. „Gripdeildar-
menn í stöðu fjármálaráðherra ráð-
stöfuðu fjármagninu annað sem var
fullkomið lagabrot, hver fram af öðr-
um, fyrst Þorsteinn Pálsson, síðan Jón
Baldvin Hannibalsson og Ólafur
Sverrir
Hermannsson