Morgunblaðið - 01.12.1994, Side 6
6 B FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐ ARBÓKH LAÐAN
Sameinað safn fyrir rannsóknir og Háskólann
Níu hundruð
þúsund bindi
JÓÐARBÓKHLAÐAN sem
hýsir Landsbókasafn íslands
— Háskólabókasafn er 2.500
m2 að grunnfleti en hefur alls um
13.000 m2 gólfflöt. Rúmmái alls
hússins er um 51.000 m’. Sam-
anlagður Qöldi bóka er um 900 þús-
und eintök við opnun hússins á um
30 hillukílómetrum en safnið mun
rýma um eina milljón binda. Fjöldi
lessæta er um 800 talsins. Fjöldi
stöðugilda þegar safnið verður kom-
ið á fyrirhugað ról er 116.
Landsbókasafn íslands — Há-
skólabókasafn er rannsóknar- og
háskólabókasafn en ekki almennt
útláns- og lessafn. Utlán eru þó
heimil í ríkum mæli en þess vand-
lega gætt með eftirlitsbúnaði að rita-
kostur rýrni sem minnst. Um form-
legan aðskilnað safnanna er ekki að
ræða, en þó er Háskólabókasafnið
aðallega á efri hæðurn en Lands-
bókasafn íslands á jarðhæð og í
kjallara. Kaffistofa fyrir gesti er á
annarri hæð en matsalur starfsfólks
og búningsaðstaða á jarðhæð. Húsið
er skreytt margvíslegum listaverk-
um, eftir Kristján Davíðsson, Leif
Breiðfjörð, Helga Gíslason, Eirík
Smith o.fl.
Sjálfvirkt að hluta
Húsið er fjórlyft auk kjallara og
líkir arkitekt þess því við „virki utan
um bækur“. Það er umlukið „virkis-
vegg“ og síki sem í verður 20 cm
djúpt vatn meðan veður leyfir, en
yfir það liggur brú frá forhýsi. Bygg-
ingin stendur í nokkurs konar skál
sem ætlað er að veija safnið fyrir
umhverfishávaða, lækka það miðað
við nærliggjandi götur og þjóna
gestum sem útvist-
arsvæði þegar vel viðr-
ar. Hæð þess miðast
m.a. við íbúðarblokkir á
Melunum og litaval
einnig. Önnur hæð húss-
ins er inndregin og úr gleri, en aðr-
ir gluggar í húsinu eru litlir til að
vetja það gegn sól, veðri og vindum.
Meðfram útveggjunum eru almenn
lessæti. Mikið af safninu er sjálfvirkt
og þannig geta gestir keypt sér kort
og stimplað út lánsbækur sjáifir, eða
með tilstuðían korta opnað „sérher-
bergi grúskara" sem leigð verða út
fyrir þá sem vinna að rannsóknum
í lengri tíma. Safnið er vel búið tölv-
um, bæði til þess að leita heimilda
og skráa, en einnig í þágu gesta við
vinnu sína. Þjónusta safnsins styðst
einnig við gögn á örfilmum, geisla-
diskum, notkun gagnaneta, mynd-
sendinga o.s.frv. Notendur eiga að
geta flett upp í skránum með bein-
iínusambandi og útstöð, þótt þeir séu
staddir utan safns.
Krafa um sveigjanleika
Aðalinngangur í húsið er á ann-
arri hæð úr forhýsi þannig að göngu-
leiðir þaðan eru stuttar og auðratað
um allt hús. Gólf eru víðast hvar
lögð teppum, en í forhýsi og á sum-
um gangsvæðum eru granítflísar og
á vinnusvæði starfsfólks eru kork-
flísar. 1 húsinu eru fjórar lyftur,
ætlaðar fötluðum og starfsfólki.
Kröfur um sveigjanleika hafa ráðið
mestu um gerð og lögun hússins.
Burðargeta gólfa, loftræsting og
lýsing er miðuð við að setja megi
upp bókastæður á lessvæðum safns-
ins ef þörf krefur og öfugt. Til þess
að samfelldur, nýtanlegur gólfflötur
sé sem mestur og gönguleiðir á sama
gólfi sem stystar, er húsið því sem
næst ferningslaga, um 50 m2 á hvern
veg. I þágu þessarar hnitmiðunar
eru stigar, lyftur, snyrtingar og allar
lóðréttar lagnir í sérstökum „kjörn-
um“ við útveggi hússins.
Hengiloft úr stáli eru eitt ein-
kenna byggingarinnar, en þau eru
gerð úr fjölda hvelfinga, um 1.000
talsins og kemur lýsing frá þessum
hvolfum í lofti en er ekki við einstök
borð. Vonast er eftir að hvolfin veiti
gestum hugmynd um næði, að þeir
sitji undir eigin þaki. Allt litaval inn-
andyra, á veggjum, hillum og hús-
gögnum, miðast við hlýleika og eru
daufir viðarlitir og ljósgráir fletir
algengir, en á t.d. sætum við lesborð
er blár litur. Lýsing í safninu er alls
staðar hin sama, eða 500-600 lux.
Lofthæð frá gólfi til gólfs er 3,6
metrar en 3,9 metrar á 2. hæð.
Burðarþol hvers fermetra gólfs er
750 kg. Um 6,8 metrar eru á milli
burðarsúlna.
Lítil hljóðmengun
Gert er ráð fyrir hljóðeinangrun
í safninu með sérstökum efnum á
gólfi og í lofti sem „soga
í sig hljóð“. Gler í glugg-
um er tvöfalt en skilar
betri hljóðeinangrun en
hefðbundnar rúður.
Loftræsting fer fram
með sjálfvirku og afar öflugu loft-
ræstikerfi. Útiloft er tekið inn um
ventla í forhýsi og er gert ráð fyrir
sex loftskiptum á klukkustund. Áður
en loftinu er hleypt inn eru ryk og
ftjókorn síuð frá og raka bætt við.
Þar sem flötur útveggja er lítill mið-
að við rúmmál hússins, eru hita-
sveiflur vegna breytinga á hitastigi
útifyrir mjög Iitlar. Gert er ráð fyrir
að hitastig verði jafnt 21 gráða á
Celsius. Bókasafnið er búið vatns-
úðurum að kröfu yfirvalda eldvarna
en til að draga úr hættu á hugsanieg-
um leka er ekki vatn í lögnum að
staðaldri. Komi upp eldur, er sér-
stakri lofttegund dælt um svæðið
sem hindrar að hann fái súrefni til
frekari útbreiðslu, en lofttegundin á
ekki að granda fólki. Myndavél-
araugu eru víða og vaktmenn. í kjall-
ara, sem lokaður er almenningi, eru
þéttiskápar til að spara rými, svo
og eldþolin öryggisgeymsla fyrir
helstu gersemar safnanna tveggja.
Gætt að rita-
kosturrýrni
sem minnst
Inn í Þjóbar-
bókhlöbuna
4. HÆÐ
Háskólabókasafn.
Lessvæöi og lesbásar, mál-
stofur og kennslustofur, hóp
vinnuherbergi, bækur,
plötur, bönd, geisladiskar,
kvikmyndir, myndbönd
og skyggnur
Lesherbergi eru
á 3. og 4. hæö
sem hægt er að
leigja a.m.k. til
mána&ar í senn
2. HÆÐ
Abföng og skráning, útlán
og upplýsingar, handbækur,
stjórnsýsla, fyrirlestra-
salur, sýningarsvæöi,
kaffistofa
1. HÆÐ
Lestrarsalur, hand-
ritadeild, sérsöfn, kortasafn,
íslandsdeild (þjóbdeild),
skrár og skjáir, bókband
og vi&gerðarstofa
KJALLARI
Bókageymslur
(þéttiskápar), handrita-
geymsla, öryggisgeymsla, mynda-
stofa, prentstofa og tölvumi&stöö
Hringstigi
ni&ur á 1. hæ&
Stigar upp á
3. og 4. hæð
Sýningarsvæbi
Lestrarsalur
Landsbókasafns
Turnarnir þjóna m.a.
sem samgönguæ&ar.
Þar eru lyftur, og stigar
milli hæba svo og salerni
Öryggisgeymsla
Hver hæ& er um
2.500 fermetrar
3. HÆÐ
Háskólabókasafn.
Lessvæ&i, lesbásar og
lesherbergi, tímarit, gömul
og ný, námsbókasafn
Kaffistofa
Fyrirlestrasalur
A&alinngangur
er um turn
viftubrú