Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JHivgnitiifaMfe D 1994 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER BLAÐ Agassi öruggur með 35 milljónir Andre Agassi vann Thomas Muster 6-3, 7-5 í fyrstu um- ferð meistarakeppni meistaranna í tennis í Munchen í gær og mætir Svíanum Magnus Larsson í undan- úrslitum, en Larsson vann landa sinn Stefan Edberg 6-4, 6-7, 8-6. Sigurinn tryggði Agassi sem sam- svarar um 34,5 millj. kr. í verðlaun á mótinu en þar af er helmingur upphæðarinnar vegna þess að hann sigraði á Opna bandaríska mótinu. Sigur Larssons færir honum 17,250 millj. kr., en þeir sem töpuðu fá um sjö milljónir. í fyrradag vann Pete Sampras Jaime Yzaga 6-2, 6-4, og Boris Becker tók Ferreira 5-7, 6-4, 6-3. Sampras sigraði á Opna ástralska og Wimbledon og var því öruggur með um 34,5 millj. kr. í verðlaun þegar hann hóf keppni í Múnchen. Sigurinn tryggði honum 17,250 millj. kr. að auki. Reuter Svílnn Magnus Larsson lék vel í gær og slgraði landa slnn Stefan Edberg. Anthony Karl Gregory samdi við Breiðablik ANTHONY Karl Gregory gerði í gær tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks í Kópa- vogi. Hann var hjá Bodö/Glimt í Noregi síðasta keppnistímabil eftir að hafa leikið með Val en fékk sig lausan í haust. Hann ræddi m.a. við Eyjamenn og KR-inga en ákvað síðan að ganga til liðs við Breiðablik. „Við teljum okkur vera komna með markaskor- arann sem okkur hefur vantað og hann á eftir að falla vel inn í hópinn,“ sagði Sveinn Ingvason, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Einn riðill Evrópu- bikarkeppni landsliða í Reykjavík 1995 FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDI íslands hefur ver- ið falið að sjá um 1. riðil 2. deildar Evrópubikar- keppni landsliða í fjölþraut 1. og 2. júlí 1995. Keppt er í karla- og kvennaflokki og í riðlinum eru auk íslands Lettland, Danmörk, Noregur og írland. Að sögn Knúts Óskarssonar, fram- kvæmdastjóra FRÍ, er verkefnið tilkomið í fram- haldi af bættri frjálsíþróttaaðstöðu í Reykjavík og velheppnuðum Reykjavíkurleikum 1993 og 1994. „Hins vegar er ljóst að Laugardalsvöllur er ekki nógu fullkominn til að halda mótið því ýmislegt vantar eins og þjófstartskerfí og upplýs- ingakerfi," sagði Knútur. Hann sagðist samt von- ast til að úr því yrði bætt og gert ráð fyrir nauð- synlegum úrbótum á fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar. Birgir Guðjónsson eftirlitsdómari á heimsmeistaramótinu BIRGIR Guðjónsson, læknir og formaður laga- og tækninefndar FRÍ, sem fyrir skömmu var út- nefndur sem alþjóða dómari af Alþjóða frjáls- íþróttasambandinu, hefur verið skipaður sem eftirlitsdómari á heimsmeistaramótinu í fijáls- íþróttum, sem fer fram í Gautaborg 4. til 13. ágúst 1995. Evrópusambandið hefur skipað hann sem eftirlitsdómara í 1. riðli Evrópubikarkeppni félagsliða, sem fer fram í Frakklandi 24. og 25. júní, og það hefur einnig útnefnt hann til að hafa yfirumsjón og eftirlit fyrir þess hönd með framkvæmd lyfjaprófa á Evrópumeistaramótinu innanhúss, sem fer fram í Stokkhólmi 8. til 10. mars 1996. SUND Lu Bin í tveggja ára bann Ástralskir þjálfarar fara fram á fjögurra ára bann á kínverska sundmenn Alþjóða sundsambandið kín- versku sunddrottninguna Lu Bin í tveggja ára keppnisbann í gær vegna lyfjamisnotkunar. Stúlkan, sem er 17 ára og sigraði í fjórum greinum á Asíuleikunum auk þess sem hún setti eitt heimsmet, neit- aði að hafa tekið ólögleg lyf í sam- tali við japönsku fréttastofuna Ky- odo. „Það hefur alls ekki verið um neina lyfjamisnotkun að ræða hjá mér,“ sagði hún og furðaði sig á niðurstöðum lyfjaprófsins, því mjög strangt aðhald hefði verið í mat og drykk í æfingabúðunum í Peking. „Að okkar mati er heimsmeistara- keppnin næst mikilvægasta keppn- in og í september voru engin lyfja- vandamál hjá okkur,“ sagði hún. „Eg er sannfærð um sakleysi mitt og reyni að halda ró minni. Ég vil verða ólympíumeistari.“ Lu var sigursæl á HM í Róm. Hún sigraði í 200 metra fjórsundi, fékk gull í tveimur boðsundum og silfur í 100 og 200 metra skrið- sundi. Kínveijar sigruðu í 12 af 16 sundgreinum í Róm og auk Lu féllu tvær sundkonur úr hópnum í Jap- an, Yang Aihua, heimsmeistari í 400 metra skriðsundi, og Xiong Guoming, sem sigraði í fjórum greinum á Asíuleikunum. Samband ástralska sundþjálfara samþykkti í fyrradag að óska eftir því við Alþjóða sundsambandið að það setti kínverskt sundfólk í fjög- urra ára keppnisbann eftir að sjö kínverskir sundmenn féllu á lyfja- prófí á Asíuleikunum í október. Yrði bannið að veruleika gætu Kín- veijar hvorki keppt á Ólympíuleik- unum í Atlanta 1996 né í heims- meistarakeppninni í Perth í Ástralíu 1998., Áskorun Ástrala kemur í kjölfar ákvörðunar Sundsambands Þýska- lands um að taka ekki þátt í sund- mótum í Kína fyrr en þarlend íþróttayfirvöld hafa hreinsað sig af ásökunum um lyfjamisnotkun. Fjórir kínverskir sundmenn, þar af þrír landsliðsmenn, höfðu fallið á lyfjaprófi áður en kom til áfallsins á Asíuleikunum. „Ég held að lyfja- misnotkunin sé skipulögð vegna þess að talan er kominn upp fyrir 10 á tveimur árum,“ sagði Hans Chrunak, landsliðsþjálfari Svía í sundi, og tók þar með undir orð þýska prófessorsins Manfreds Doni- kes, sem greint var frá í gær. Þjálfararnir ábyrgir Yoshio Kuroda, formaður lækna- nefndar Ólympíusambands Asíu, sagði að auk þeirra 11 kínversku íþróttamanna sem félllu á lyfjaprófi á Asíuleikunum lægju margir undir grun um lyfjamisnotkun. „Það voru aðrir íþróttamenn á gráu svæði,“ sagði hann án þess að nefna þjóð- erni viðkomandi, en hann gaf til kynna að lyfjamisnotkunin væri skipulögð. „Unga íþróttafólkið veit ekkert um lyf. Það hljóta að vera sérfræðingar sem kunna til verka því annars væri notkunin ófram- kvæmanleg." Hátt settur maður í kínversku íþróttahreyfingunni, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að þjálf- arar bæru ábyrgðina. „Margir þjálf- arar eru að reyna að verða frægir og því kemur ekki á óvart að þeir leggi traust sitt á lyfjamisnotkun. í mínum huga veit 17 ára íþrótta- maður ekki hvernig á að nota þessi lyf svo landsliðsþjálfararnir hljóta að vera ábyrgir." MANCHESTER UNITED SIGRAÐIEN ER ÚR LEIK í MEISTARADEILDINNI / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.