Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 4
Við erum stundum kærulausir Frábær leikur en sigur Man. United nægði ekki Manchester United hefur ekki tapað Evrópuleik á heima- velli í 38 ár, en leikimir eru orðnir 54 talsins. Liðið var án sjö fasta- manna þegar það tók á móti Galat- asaray frá Tyrklandi í síðustu um- ferð meistaradeildar UEFA í gær- kvöldi, en ungu strákarnir stóðu fyrir sínu, Englandsmeistararnir léku frábærlega og unnu 4:0, en engu að síður féllu þeir úr keppn- inni. Barcelona og Gautaborg gerðu 1:1 jafntefli og fara áfram úr a- riðli, en Barcelona var með betri árangur í leikjunum gegn United. Þetta var fyrgti sigur United gegn tyrkneska liðinu í íjórum leikj- um og það voru óreyndu táningam- ir sem brutu ísinn. Simon Davies, sem er 20 ára, kom United á bragð- ið eftir aðeins þrjár mínútur og David Beckham, sem er 19 ára, bætti öðm marki við skömmu fyrir hlé. Roy Keane sýndi geysilega yfír- vegun og öryggi í byrjun seinni hálfleiks þegar hann kom United í 3:0, en Korkmaz Bulent gerði sjálfs- mark rétt undir lokin. Skömmu fyrir hlé hrækti Tyrkinn Tugay á stráklinginn Gary Neville, sem er 19 ára og lagði upp fyrsta markið. Leikmenn bmgðust ókvæða við og á tíma virtust 15 þeirra tilbúnir í læti, en allir sluppu við áminningu. „Þetta var óþverra- bragð og ótrúlegt af besta manni liðsins," sagði Alex Ferguson, yfír- þjálfari United. „Ég er mjög ánægð- ur með leik ungu strákanna en það var niðurdrepandi að fylgjast með vitandi að við gætum verið á leið út úr keppninni," bætti hann víð. Barcelona þurfti eitt stig til að halda áfram í keppninni og dæmið gekk upp en tæpt var það. Fyrirlið- inn Jose Maria Bakero gérði gull af marki með skalla átta mínútum fyrir leikslok — fékk boltann við nærstöng eftir hom frá vinstri, nikkaði honum upp og yfír mark- vörðinn í vinkilinn fjær — en Stefan Rehn jafnaði fyrir Gautaborg rétt áður en flautað var til leiksloka. Massaro bjargaði AC Milan Reuter Ósk Blomqvists rættist ekki JESPER Blomqvist, unglingurlnn efnilegi hjá IFK Gautaborg, með knöttinn gegn Barcelona. Guillermo Amor sækir að honum. Biomqvist sagðist, í Morgunblaðinu í gær, tilheyra hópi hörðustu stuðningsmanna Manchester Unlted en varð ekkl að ósk sinni því liðið féll úr keppnl. BENFICA tapaði ekki í c-riðli og hafði tryggt sér sæti í átta liða úrslitum fyrir leikinn gegn And- erlecht. Leikurinn hafði því ekki áhrif á lokastöðu liðanna, en port- úgalska liðið þurfti að hafa mikið fyrir 1:1 jafntefli. Graeme Rutjes skoraði af stuttu færi fyrir heima- menn í byrjun seinni hálfleiks en Silva Edilson jafnaði sjö mínútum fyrir leikslok eftir að Filip De Wilde hafði varið frá Joao Pinto en misst boltann frá sér. „Það vantaði einbeitinguna hjá okkur,“ sagði Michel Preud’homme, landsliðsmarkvörður Belga og markvörður Benfica. „Eftir að við vorum komnir 1:0 undir fórum við í gang og við hefðum getað tryggt okkur sigur í lokin. En þetta er dæmigert fyrir Benfica — við erum stundum kærulausir." Hajduk Split steinlá en samt áfram HAJDUK Split var eins og Benfica komið áfram og það var eins gott því Steaua Búkarest gersamlega spilaði Króatana sundur og saman og vann 4:1. Adrian Ilie gerði tvö mörk og Marius Lacatus og Constantin Gilca sitt hvort. Stipe Andrij- asevic skoraði fyrir heimamenn. IFK Gautaborg mætir Bayern >AÐ er ljóst hvaða lið mætast í i-liða úrslitum Meistaradeild UEFA. EK Gautaborg - Bayern Munchen. ájax - Hajduk Split, Króatíu. ?ans St. Germain - Barcelona. Benfica, Portúgal - AC Milan. Leikið verður heima og heiman 1. og 15. mars. ■Fimm af þessum liðum hafa orðið Evrópumeistari — Bayern Miinchen, Ajax, Barcelona, Benfíca og AC Milan. KNATTSPYRNA / MEISTARADEILD UEFA Papin átti stóHeik með Bayern í Kiev París Saint Germain eina liðið sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni Daniele Massaro tryggði Evrópu- meisturum AC Milan 1:0 sigur gegn Salzburg þegar hann skoraði með skalla á 29. mínútu og þar með áframhaldandi keppni, en ítalska liðið hefur þrisvar sinnum leikið til úrslita á síðustu sex árum. Ajax sigraði í d-riðli en AC Milan náði öðru sætinu þrátt fyrir að hafa misst tvö stig eftir fyrri sigurleikinn gegn Austurríkismönnunum vegna óláta áhorfenda. Tarik Oulida gerði bæði mörk Ajax í 2:0 sigri gegn AEK Aþenu. Ajax hefur ekki tapað leik á tímabil- inu og átti ekki í erfiðleikum á heimavelli, en liðið er talið líklegast til að leika til úrslita að þessu sinni. „Ég sá frábært lið Ajax en það eina sem vantaði voru sex eða sjö mörk,“ sagði Louis van Gaal, þjálfari Ajax. „Ajax er með besta lið Evrópu," voru viðbrögð Dusans Bayevics, þjálfara gríska liðsins. Bayem Miinchen, sem hefur átt misjöfnu gengi að fagna í vet- ur, náði loks í gær að sýna sitt rétta andlit, á útivelli gegn Dynamo Kiev í B-riðli Meistaradeildarinnar. Frakkinn Jean-Pierre Papin átti sannkallaðan stórleik, gerði tvö mörk og lagði upp hin tvö í 4:1 sigri og þar með er Bayem komið áfram í 8-liða úrslit keppninnar ásamt París SG, sem vann alla leiki sína i riðlinum og er reyndar eina liðið í keppninni sem náði fullu húsi út úr riðlakeppninni. Það blés ekki byrlega fyrir Bay- ern í byijun því liðið lenti undir á 38. mínútu er Andrei Shevchenko skoraði með skoti af 22 metra færi. Papin, sem hefur verið gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu í vetur, lagði upp jöfnunarmarkið sem Nerl- inger gerði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Bæði lið léku sóknar- knattspyrnu frá fyrstu mínútu í síð- ari hálfleik og eftir ellefu mínútur kom Papin Bayem yfir með skalla eftir hornspyrnu Alain Sutters. Frakkinn var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu — skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu frá Dietm- ars Hamanns. Þremur mínútum fyrir leikslok innsiglaði varnarmað- urinn Mehmet Scholl sigur þýska liðsins með marki af stuttu færi eftir undirbúning Papins. Áttundí sigur PSG í röð Paris St Germain lék einn besta leik sinn í gær gegn Spartak frá Moskvu, sigraði 4:1 í París. George Weah var hetja PSG í gær, en hann gerði tvö glæsileg mörk og lagði upp það þriðja fyrir David Ginola. Brasilíumaðurinn Rai gerði fjórða markið. Varamaðurinn Sergei Rodi- onov gerði eina mark rússneska liðsins, skömmu eftir að Valery Kechinov hafði misnotað vítaspymu með því að skjóta langt framhjá. PSG lék hreint frábærlega og sagði Michel Denisot, forseti félags- ins, leikinn í gær þann besta sem félagið hefði nokkru sinni leikið í Evrópukeppni. PSG hefur unnið alla átta leiki sína í Evrópukeppn- inni á þessu tímabili, en það er aðeins eitt lið sem hefur gert betur — AC Milan sem vann 10 leiki áður en liðið tapaði fyrir Marseille í úr- slitaleik keppninnar í fyrra. ■ Úrslit / D2 Jean-Pierre Papin var frábær í IIAI Bayern gegn Dynamo Kiev.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.