Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 2
2 C FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYIMDIR VIKUNNAR
SJÓNVARPIÐ
ÞORLÁKSMESSA
Kl 77 Cn ►Kraftaverk í
l«l" 44.Ull óbyggðum (Miracle
in the Wilderness) Bandarísk bíómynd
frá 1991 byggð á sögu eftir Paul
Gallico. Indíánar flytja landnemaljöl-
skyldu nauðuga heim í þorp sitt en á
leiðinni verður hópurinn vitni að
kraftaverki.
JÓLADAGUR
Kl 19 >1C ►Lér konungur (King
■VI. 14.43 Lear) Leikrit Williams
Shakespeares í uppfærslu BBC.
Ulí Rfl ►Jólasaga (A
• lU.uU Christmas Story)
Fjölskyldumynd frá árinu 1983.
U71 (Jae°b) Fjöl-
. 4 1.4 U þjóðleg mynd byggð á
sögu úr Gamla testamentinu um Jak-
ob, son ísaks og Rebekku og yngri
tvíburabróður Esaú.
ANNAR í JÓLUM
K| 99 Afl ►Hjónavígslan
Itl. 44.4U (Honeymoon in Veg-
as) Bandarísk gamanmynd frá 1993.
Ung hjón fara í brúðkaupsferð til Las
Vegas og þar er þeim gert óvenjulégt
tilboð.
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER
Kl 9Q (IC ► Allt í baklás (Dog
■VI. 4u.Uu Day Aftemoon)
Bandarísk bíómynd frá 1975 um
auðnuleysingja sem rænir banka til
að fjármagna kynskipti elskhuga síns.
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER
Kl 99 QC ►Forboðin spor
lll. 44.UU (Strictly Ballroom)
Áströlsk bíómynd frá 1993. Ungur
dansari fær dansfélaga sinn og alla
aðra upp á móti sér með því að sýna
frumsamin spor í keppni.
Stöð tvö
stöð tvö
ÞORLAKSMESSA
K| 91 Qfl ►Leiðin til Balí (Road
Rl. 4 I.JU to Bali) Besta myndin
í vegasyrpu þeirra Bings Crosby, Bobs
Hope og Dorothy Lamour. Gerðar
voru nokkrar vegamyndir með þríeyk-
inu en þetta er sú eina sem var í lit.
Mnq flC ►Jólaleyfið (National
m 4u.Uu Lampoon’s Christmas
Vacation) Það er yfirieitt trygging
fyrir góðri skemmtun ef í boði er gam-
anmynd úr smiðju Johns Hughes og
honum fatast ekki flugið núna frekar
en fyrri daginn.
Kl 0 >11) ►Svik °9 prettir
IVI. U.4U (Another You) Maður,
sem var settur á hæli fyrir að skrökva
viðstöðulaust, er látinn laus til reynslu
og ógæfulegur síbrotamaður er feng-
inn til að gæta hans.
Kl 9 ifl ►Ég er dáinn elskan
IVI. 4. IU (Hi Honey, l’m Dead)
Pishkin er óaðlaðandi og á sér leyndar-
mál. Hann er Brad Stadler endur-
holdgaður. Brad þessi var umsvifamik-
ill fasteignajöfur og lét smáatriði eins
og konu og barn ekki standa í vegi
fyrir frama sínum.
AÐFANGADAGUR
Kl 91 fln ►Dásamlegt líf (It’s a
l»l. 4I.UU Wonderful Life) Sí-
gild mynd með James Stewart í aðal-
hlutverki. Þema myndarinnar er
spurningin um það hvemig líf fólksins
í kringum mann hefði orðið ef maður
hefði aldrei fæðst. Hér segir af manni
sem hefur alla tíð unnið hörðum hönd-
um í þágu bæjarfélagsins þar sem
hann býr en fyllist smám saman ör-
væntingu rétt fyrir jólin og ákveður
að stytta sér aldur. Verndarengill
mannsins sér að við svo búið má ekki
standa og býður honum að sjá lífs-
hlaup sitt í öðra ljósi.
K| ^q 1 C ►Hamlet í tæpar fjór-
III. 4ð. IJ ar aldir hefur verk
Shakespeares um Hamlet Danaprins
heillað áhorfendur og hér er það kom-
ið í nútímalegan búning með nokkrum
af skærastu stjörnum kvikmyndanna.
JOLADAGUR
M1C DD ►Sagan endalausa
. lu.UU (The Neverending
Story) Undursamleg ævintýramynd
um tíu ára strák, Bastian, sem er
skammaður af föður sínum fyrir að
lifa í heimi dagdrauma og láta námið
sitja á hakanum. Bastian tók fráfall
móður sinnar mjög nærri sér og verð-
ur fyrir sífelldum árásum stríðnispúka
í skólanum. Hann lokar sig af með
dularfulla bók sem heitir Sagan enda-
lausa. Myndina prýðir íjöldinn allur
af ótrúlegum tæknibrellum og hugar-
fluginu er gefinn laus taumur.
K| 9D JfD ►Konuilmur (Scent of
nl. 4U.4U a Woman) Ofurstinn
Frank Slade ætlar að sletta ærlega
úr klaufunum eina helgi í New York.
Hann er kominn nokkuð til aldurs,
hefur misst sjónina og er gjarna skáld-
legur í tilsvörum sínum.
K| 99 10^Da9urinn langi
I*I. 4u. IU (Groundhog Day)
Gamanmynd um veðurfréttamann úr
sjónvarpi sem er sendur ásamt upptök-
uliði til smábæjar nokkurs þar sem
hann á að fjalla um dag múrmeldýrs-
ins íjórða árið í röð. En um kvöldið
skellur á óveður og okkar maður
kemst hvorki lönd né strönd. Hann
verður því að gista í bænum yfir nótt-
ina en þegar hann vaknar um morgun-
inn áttar hann sig á því að sami dagur-
inn er hafinn á ný.
ANNAR í JÓLUM
Kl. 15.001
lifsins ólgusjó
(Ship of Fools) Þessi
sígilda kvikmynd skartar þeim Vivien
Leigh, Simone Signoret og Lee Mar-
vin í aðalhlutverkum.
Kl 17 9D ►Jólasaga prúðuleik-
l»l. l/.uU aranna (Muppet
Christmas Carol) Prúðuleikurunum er
margt til lista lagt og nú hafa þeir
gert heila bíómynd upp úr hinni sí-
gildu jólasögu Charles Dickens.
M91 CC ►Aleinn heima II
. 4 I.UU (Home Alone II) For-
eldrar Kevins týna honum eina ferðina
enn. Nú villist hann upp í flugvél sem
flytur hann beinustu leið til stórborg-
arinnar New York þar sem ævintýrin
bíða við hvert fótmál.
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER
K| 99 1 D ►Eilífðardrykkurinn
IVI. 4d. IU (Death Becomes Her)
Fólk gengur mislangt í að viðhalda
æsku sinni og sumir fara alla leið í
þessari háðsku og gamansömu kvik-
mynd sem fékk Oskarsverðlaun fyrir
frábærlega vel gerðar tæknibrellur.
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER
K| 99 9fl ►Klappstýrumamm-
l»l. 44.4U an (The Positively
True Adventures of The Alleged Tex-
as Cheerleader-Murdering Mom) Ósk-
arsverðlaunahafinn Holly Hunter
(Piano) og Beau Bridges fara með
aðalhlutverkin í þessari sannsögulegu
mynd um öfund og þráhyggju.
BIOIN I BORGINNI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
Á flótta *
Kauðsleg endurgerð á „The Last De-
tail“ á víst að vera fyndin er er það
ekki. Gúrka.
/ blíðu og stríðu **
Áfengísböl húsmóðurinnar Meg Ryan
setur heimilislífið á annan endann.
Meiningin er góð en útkoman sætsúpa
með örfáum piparkornum.
Fæddir morðingjar ***
Áhrifamikil háðsádeila Olivers Stones
á ofbeldisdýrkun og fjölmiðlafár í
Bandaríkjunum byggist á stöðugu
áreiti í frábærlega hugvitsamlegri
myndgerð. Ofbeldis- og öfgafull, djörf
og mjög vel leikin.
BÍÓHÖLLIN
„Junior" *Zi
Linnulausar tilraunir Schwarzenegg-
ers til gamanleiks bera hér vonandi
endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins-
brandara mynd og afleitlega leikin.
Einn af krökkunum
Einkar væmin og yfirborðskennd saga
af róna og háskólastúdent sem bæta
hvorn annan upp.
Kominn i herinn *Vi
Klén samsuða sem reynir að líkja eft-
ir annarri og betri herkómedíu, „Strip-
es“. Allir gömlu herbúðabrandararnir
notaðir aftur í andlausu gríni.
Kraftaverkið á jólum **
Ekta Hollywoodmynd og ekta jóla-
mynd með Richard Attenborough í
hlutverki jólasveinsins, sem verður að
sanna að hann er raunverulega til.
Glansmyndarleg og væmin en ágæt-
iega leikin.
Sérfræðingurinn *Vi
Afleit dramatík og ástarleikir í andar-
slitrunum í flottum umbúðum. Leik-
stjórinn, Stallone og Stone hefðu mátt
stúdera Síðasta tangó í París fyrir
tökurnar. Örfá góð átakaatriði bjarga
myndinni frá núllinu.
Risaeðlurnar **
Heldur tilþrifalítil teiknimynd frá
Spielberg um uppáhalds gæludýrin
hans. Einungis fyrir smáfólkið.
HÁSKÓLABÍÓ
„Junior" *V4
Linnulausar tilraunir Schwarzenegg-
ers til gamanleiks bera hér vonandi
endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins-
brandara mynd og afleitlega leikin.
Lassí **
Átakalítil, falleg barnamynd um vin-
áttu manna og dýra.
Konungur í álögum **
Fallegt ævintýri uppúr norskri þjóð-
sögu um prins sem breytist í ísbjörn.
Meinleysisleg og virkar líklega best
fyrir yngstu kvikmyndahúsagestina
því hraði og spenna er ekki í fyrirrúmi.
/ loft upp **
Það er flest allt uppíloft í hálf mislukk-
aðri spennumynd þar sem ekkert
stendur uppúr annað en góðar brellur
og magnaðar sprengingar. Jeff
Bridges tekur hlutverkið of alvarlega
miðað við innihald myndarinnar.
Hvítur ***
Blár var góð, Hvítur enn betri í þrennu
Kieslovskis um undirstöðuatriði lýð-
ræðis. Meinfyndin söguskoðun um
ástandið í Póllandi en fyrst og fremst
snýst hún um mannlegar tilfinningar.
Bein ógnun ***
Harrison Ford í essinu sínu í mjög
góðri spennumynd um ólöglegar leyn-
iaðgerðir gegn kókaínbarónum Kól-
umbíu. Ford má ekki vamm sitt vita
og lendir upp á kant við sjálfan forset-
ann. Fínasta mál.
Forrest Gump ***Vi
Tom Hanks fer á kostum í frábærri
mynd um einfelding sem ferðast um
sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára-
tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár,
skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri
saknaðarkennd og einstaka sinnum
ber íyrir sönnum kvikmyndalegum
töfram.
Næturvörðurinn ***
Veralega góður danskur tryllir sem
gerist í líkhúsi. Ekta spenna og óhugn-
aður í bland við danskan húmor gerir
myndina að hinni bestu skemmtun.
Fjögur brúðkaup og jarðarför ***
Mjög góð rómantísk gamanmynd um
allt það sem getur gerst við íjögur
brúðkaup og eina jarðarför.
LAUGARÁSBÍÓ
Góður gæi * %
Bragðdauf mistök. Vannýttur leik-
stjóri og leikarar í gamanmynd um
ófarir Breta í Afríku.
Ný martröð *
Það væri óskandi að ófögnuðurinn
Freddy Kruger sé nú loksins endan-
lega kvaddur niður. Ómerkilegt og
margtuggið.
Gríman **Vi
Skemmtileg og fjörug mynd í hasar-
blaðastíl um mannleysu sem verður
ofurmenni þegar hann finnur dular-
fulla grímu. Jim Carrey fer með titil-
hlutverkið og er ekkert að spara sig.
REGNBOGINN
Stjörnuhliðið **%
Ágætis afþreying sem byggir á því
að guðimir hafi í raun verið geimfar-
ar. Fyllir upp í sáran skort á útgeims-
myndum og er því kannski bitastæð-
ari en ella.
Bakkabræður í Paradís "Vi
Þrír bræður ræna banka úti á lands-
byggðinni og sjá svo eftir öllu saman.
Jólagamanmynd í ódýrari kantinum
með nokkram góðum sprettum en
heildarmyndin er veik.
Undirleikarinn **
Hádramatísk frönsk mynd um ástir
og afbrýði, húsbændur og hjú á tímum
síðari heimstyijaldarinnar. Flatneskju-
leg og átakalítil og snertir mann ekki
þrátt fyrir allt.
Reyfari ***Vi
Frábær verðlaunamynd eftir Tarant-
ino um líf og örlög bófa í Los Angel-
es. Einkar safaríkt leikaralið fer á
kostum í vel mótuðum og skrifuðum
hlutverkum og hér endurfæðist John
Travolta. Tarantino er maður framtíð-
arinnar.
Lilli er týndur **
Brandaramynd um þrjá þjófa og raun-
irnar sem þeir lenda í þegar þeir ræna
níu mánaða milljónaerfingja.
SAGABÍÓ
Skuggi **
Alec Baldwin er Skuggi í skringilegri
hasarblaðamynd sem skortir bagalega
spennu. Útlit og brellur hins vegar í
góðu lagi.
Martröðin fyrir jól ***%
Frábær brúðumynd sem segir frá því
þegar hrekkjarvökudraugurinn upp-
götvar jólin. Einstakt listaverk frá Tim
Burton.
Leifturhraði ***%
Æsispennandi frá upphafi til enda,
fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar-
mynd eins og þær gerast bestar.
STJÖRNUBÍÓ
Karatestelpan *
Löngu útþynnt uppskrift fær örlitla
andlitslyftingu með tilkomu stelpu í
strákshlutverkið. Allt annað afar
kunnuglegt.
„Threesome" **%
Rómantísk gamanmynd úr ameríska
háskólalífinu þar sem tveir strákar og
ein stelpa mynda skondinn þríhyrning.
Margt skemmtilegt og klúrt en mynd-
in ristir grunnt.
Bíódagar **%
Friðriki Þór tekst frábærlega að end-
urskapa horfinn tima sjöunda áratug-
arins í sveit og borg en myndin líður
fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum.
Góður leikur, sérstaklega þeirra í
sveitinni.