Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 C 5 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson SKRÖGGUR TEKUR STAKKA- SKIPTUM SÖNGLEIKUR Skröggur („Scrooge “) ~k kxh Leikstjóri Ronald Neame. Hand- rit Leslie Bricusse, byggt á A Christmas Carol, eftiy Charles Dickens. Tónlist og textar Leslie Bricusse. Aðalleikendur Albert Finney, Alec Guinnes, Edith Evans, Kenneth More, Laurence Naismith, Michael Medwin, Roy Kinnear, Gordon Jackson. Bresk. ITC 1970. SAM myndbönd 1994. 108 mín. Öllum leyfð. Þeir eru vonandi mun færri, ungir sem aldnir, sem ekki kannast við hið fallega Jóla- ævintýri Charles Dickens um nirf- ilinn Ebenezer Skrögg, sem hér er leikinn af stór- leikaranum Al- bert Finney. Þrír draugar (Alec Guinnes) vitja aura- sálarinnar á Jólanótt og þvinga hann til að virða fyrir sér miður feðslega persónu sína í fortíð, nútíð og framtíð. Er ekki að orðlengja það að grútarsálin tekur stórbreyt- ingum til hins betra eftir þessa þörfu lexíu. Þetta er tæplega aldarfjórð- ungsgömul mynd og fyrsti söngleik- urinn um Ebenezer karlinn og verð- ur að segjast einsog er að ekki er tónlist Bricusse merkileg í saman- burði við söguna. Engu að síður lít- ur Skröggur dável út, Finney góður að vanda, þó hann ofleiki grimmt. Gionnes bregst ekki frekar en fyrri daginn, aðrir leikarar heldur litlaus- ir. I það heila tekið er myndin hinn besti kostur um hátíðornar, einkum þar sem að úrval jólamyndbanda í ár er fremur rýrt. HELGUR MAÐ- URÁHRAK- HÓLUM DRAMA Dýrlingurinn íFort Washington („ The Saint of Fort Washington “) k kVi Leikstjóri Tim Hunter. Handrit Lyle Kessler. Tónlist James New- ton Howard. Aðalleikendur Matt AÐFANGADAGUR Dillon, Danny Glover, Rick Avil- es, Nina Siemaszko, Ving Rha- mes, Joe Seneca. Bandarísk. J & M Prod. 1993. Skífan 1994.99 mín. Aldurstakmark 12 ára. Aðalpersónurnar í Dýrlingnum í Fort Washington (sem sýnd var í kvikmyndahús- um vestan hafs) eru harla fáséðar á hvíta tjaldinu; tveir, umkomu- lausir utan- garðsmenn í New York. Þeir Matthew (Matt Dillon) og Jerry (Danny Glover) kynnast í Fort Washington, athvarfi fyrir veglausa íbúa stórborgarinnar. Matthew er haldinn geðklofa en Jerry er niður- brotinn, fyrrum hermaðurúr Viet- namstríðinu, sem hefur tapað öllum eigum og fjölskyldunni. Þeir laðast hvor að öðrum og styrkja, vonirnar fæðast á ný. Jerry fær trú á sjálfan sig á ný, lítur á Matthew einsog son sinn og hjálpar honum yfir veik- indin. En kjörin eru kröpp á göt- unni. Myndin gefur dágóða innsýn í líf smælingja stórborganna sem draga fram lífið á snöpum ýmiskonar, gluggaþvotti, dósasöfnun, breiða yfir sig dagblöð við sólsetur á bekkj- um í almenningsgörðum, yfírgefn- um húskumböldum eða fá skjól í ömurlegum athvörfum borgarinnar. Það er ljót mynd sem dregin er upp af gímaldinu Fort Washington og þeir félagarnir, endurnýjaðir af vin- áttuböndunum reyna að brjóta af sér helsi eymdarinnar með því að reyna að standa uppréttir. Þessa baráttu túlka þeir Dillon og Glover með miklum ágætum. Glæsileg frammistaða Dillons, í mjög krefj- andi hlutverki, sannar enn og aftur að hvers hann er megnugur. Glover er litlu síðri, samleikur þeirra hinn ánægjulegasti og leikaravalið gæti ekki verið betra. Þetta einstaka samband er sterka hlið myndarinnar. Lítið verður úr aukapersónum og áhorfandinn verður að sætta sig við of einfalda dramatík og atbirðarás á köflum. En kostirnir eru mun meiri og sann- arlega óhætt að mæla með þessari nýstárlegu og áhugaverðu mynd um mannlíf sem á sér tæpast upp- reisnarvon. LEÐURBLÖKU- MAÐURINIM LEIKUR LISTIR SÍNAR TEIKNIMYND Leðurblökumaðurinn og draugsi („Batman Mask ofthe Phant- asm") k k'h Leikstjóri Eric Randomski. Raddir Kevin Conroy, Mark Hamill, Dana Delaney, Hart Bochner, Abe Vigoda, Stacey Keach, Jr. Bandarísk. Warner Bros 1994. SAM myndbönd 1994. 773 mín. Aldurstakmark 12 ára. Vel gerð teikni- mynd um Leður- blökumanninn vinsæla (sem textahöfundur ruglar gjarnan við Kóngulóar- manninn), hröð og spennandi. Nokkuð ofbeldis- full og því ekki við hæfi yngri barna, enda bönnuð innan 12 ára. Nú er garpurinn grunaður um morð á lögreglumönnum í Gotham borg og lendir í útistöðum við undir- heimabaróninn „Drauginn". Margar góðar raddir bæta enn við ágæta skemmtun, en Warner Bros leggur auðsjáanlega mininn metnað í að gera myndina í alla staði sem best úr garði. Enda von á nýrri, leikinni Batman stórmynd frá fýrir- tækinu á næsta ári. Myndin er í einföldum stíl sem minnir á hasar- myndasögur dagblaðanna. Ferkönt andlit, snaggaralegir drættir ein- kenna handverkið BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Fjögur brúðkaup og jarðarför (Four Weddings and a Funeral") 'k'k'k Hvorki meira né minna en vinsæl- asta gaman- mynd Breta á síðari árum og að líkindum vin- sælasta myndin á íslandi á þessu ári, er nú komin á myndband. Fjögur brúðkaup segir frá eftir- sóttum pipar- sveini (Hugh Grant) sem á í hinum- mestu erfíð- leikum með að tjá hug sinn og verða ástfanginn - þótt kvenfólkið skorti ekki - uns hann rekst á tælandi, bandaríska konu (Andie McDowell). Hún liggur þó ekki á lausu. Grant og McDowell komast bæði vel frá þessari hástéttarsatíru og myndina prýðir fríður flokkur leikara í auka- hlutverkum. Þeirra á meðal hin glæsilega og sjarmerandi Kristin Scott- Thomas, en þau Grant komu einnig við sögu síðustu myndar Romans Polanski, Bitter Moon. Úrvals skemmtun. Stuttbylgjusendingar RÚV íslendingar í Evrópu og Ameríku eiga þess kost að hlýða á nokkra dag- skrárliði Útvarps um jól og áramót fyrir utan hefðbundnar fréttasendingar alla daga: AÐFANGADAGUR: Kl. 14.55-16.20 Kveðjur til sjómanna á hafi úti og fréttir Til Evrópu á 3295, 9275, 11402 og 13860 og til Ameriku á 13870 og 15770 kílóriðum (kHz) Kl. 17.55-19.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni Til Evrópu á 3295, 5040, 9275, 11402 og 13860 og til Ameríku á 13870 og 15770 kílóriðum (kHz) Kl. 19.55-22.00 Jólavaka Útvarpsins Til Evrópu á 3295, 5040, 9275, 11402 og 13860 og til Ameríku á 13870 og 15770 kílóriðum (kHz) JÓLADAGUR: Kl. 10.55-12.00 Messa í Hafnarfjarðarkirkju Til Evrópu á 3295, 9275, 13860 og 15775 og Ameríku á 13870 og 15770 kílóriðum jkHz) GAMLARSDAGUR: Kl. 16.15-17.45 Fréttaannáll ársins Til Evrópu á 3295, 5040, 9275, 11402 og 13860 og til Ameríku á 13870 og 15770 kOóriðum (kHz) Kl. 17.55-19.05 Messa Til Evrópu á 3295, 5040, 9275, 11402 og 13860 og Ameríku á 13870 og 15770 kOóriðum (kHz) Kl. 20.00-20.20 Avarp forsætisráðherra Til Evrópu á 3295, 5040, 9275 11402 og 13860 og til Ameriku á 13870 og 15770 kOóriðum (kHz) Kl. 23.25-0.05 Brennið þið vitar og kveðja frá Ríkisútvarpinu. Klukkusláttur og Nú árið er Hðið - á miðnætti Til Evrópu á 3295, 5040, 9275, 11402 ogAmeríku á 9300 og 13870 kOóriðum (kHzl NÝÁRSDAGUR: Kl. 10.55-12.05 Messa í Dómkirkjunni. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason prédikar Til Evrópu á 3295, 9275, 13860 og 15775 og til Ameríku á 9300 og 13870 kOóriðum (kHz) Kl. 12.55-13.30, Ávarp forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur Kl. 13.30-14.55 Nýársgleði Útvarpsins Til Evrópu á 3295, 9275, 13860 og 15775 og til Ameríku á 9300 og 13870 kOóriðum (kHz) Verður aldrei jóla- steik SÚPERSVÍN- IÐ Gnoma er 300 kiló og var gefin eiganda sín- um, Berit Bolla, í tilefni 50 ára afmælis fyrir tveimur árum. Gnoma er 2'h árs og fékk nýlega uppáhaldið sitt, Kong Haakon konfekt, í jólagjöf frá Hjemmet og rýtti: „Svínslega gott“. UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Ingólfur Guð- mundsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veður- fregnir 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Orðabók músanna. Jón Karl Helgason og Bergþóra Jónsdótt- ir blaða í óútgeíinni listasögu. Fyrri hluti: A-P 10.03 Orðabók músanna. Seinni hluti: Q-Ö 10.45 Veðurfregnir. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá aðfangadags. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Jólin, jólin. Halla Björk Hólmarsdóttir nemi, Hjörleifur Sveinbjörnsson, fræðslufulltrúi BSRB og sr. Björn Jónsson á Akranesi koma [ jólaþátt Svan- hildar Jakobsdóttur og segja frá jólahaldi í Kína, Bándaríkjunum og Betlehem. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöid kl. 21.00) 14.00 Jólaminning, smásaga eftir Truman Capote Róbert Arn- finnsson les þýðingu Helgu S. Helgadóttur. 14.45 Jólaperlur. Kiri te Kanawa syngur jólalög. 15.00 Jólakveðjur til sjómanna á hafi úti. Margrét Guðmunds- dóttir kynnir. 16.10 íslensk jól í Gautaborg. Þáttur unninn af íslenska út- varpinu í Gautaborg. M.a. er rætt við Þóru Gunnarsdóttur- Ekbrant og sagt frá íslendinga- kórnum. Umsjón: Viglundur Gíslason. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Beðið eftir jólum a. „Jóla- stemmning í fjöllunum“ eftir Guðrúnu Sveinsdóttur. b. „Jóla- nóttin þegar Guð var gestur á Valþjófsstað“ eftir Þórarin Þór- arinsson. c. Flutt ljóð eftir Braga Björnsson frá Surtsstöðum og Jórunni Ólafsdóttur frá Sörla- stöðum. Umsjón: Arndis Þor- valdsdóttir. (Einnig á dagskrá nk. þriðjudagskvöld.) 17.20 Jólahúm. Nýtt tónlistar- hljóðrit Rikisútvarpsins gert í Dómkirkjunni í Reykjavík á jóla- föstu. Ashildur Haraldsdóttir flautuleikari og Marteinn H. Friðriksson orgelleikari flytja verk eftir Tomaso Giovanni Alb- inioni, Carl Philipp Emanuel Baeh og Johann Sebastian Bach. Umsjón: Dr. Guðmundur Emils- son. 17.40 Hlé. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni í Reykjavlk. Séra Hjalti Guð- mundsson prédikar. (Einnig út- varpað á Rás 2) 19.00 Öll heimsins jól. Barrokk- tónlist leikin á upprunaleg hljóð- færi. Nýtt tónlistarhljóðrit Rík- isútvarpsins, gert í Gerðarsafni Rós 1 kl. 23.00. Mlónaturmessa i Hallgrimskirkju. Sira Karl Sigur- björnsson pridikor. í Kópavogi á jólaföstu. Flytjend- ur eru flautuleikararnir Camilla Söderberg, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau, auk sem- balleikarans Elinar Guðmunds- dóttur og gömbuleikarans Mark Levý. Tónverkin eru eftir Jo- hann Joachim Quantz, Joseph Bodin de Boismortier, Carl Philipp Emanuel Bach og Marin Marais. 20.00 Jóiavaka Útvarpsins a. „Maria guðsmóðir", Dagbókar- brot eftir Sigurð Nordal. Höf- undur les. (Upptaka frá 1971) b. „Ilmur jólanna", bernsku- minning eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur les. (Upptaka frá 1982) c. „Góði hirðirinn". Gunnar Gunnarsson les smásögu sína. (Hljóðritað árið 1968.) d. Tónlist ájólavöku. Helgitónlist úr ýmsum áttum í flutningi innlendra og útlendra tónlistarmanna 22.00 Lesið úr ljóðum. Umsjón: Guðrún P. Helgadóttir. Lesari með henni er Róbert Arnfmns- son. (Endurflutt annað kvöld kl. 19.35) 22.20 Tónlist. 22.30 Veðurfréttir. 22.35 Hin fegursta rósin er fundin. Jólasálmar f flutningi Þuríðar Pálsdóttur, Björns Olafssonar fiðluleikara og Páls Ísólfssonar, sem leikur á orgel Dómkirkjunn- ar í Reykjavik. 23.00 Miðnæturmessa f Hall- grímskirkju. Séra Karl Sigur- björnsson prédikar. 0.30 Jólasagan eftir Heinrich Schútz John Mark Anisley, Ruth Holton og Michael George, syngja með King's Consort- sveitinni; Robert King stjórnar. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Fréttir ó RÁS I og RAS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Barnatónar. 9.03 Laugar- dagslíf. Umsjón: Hrafnhiidur Hall- dórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 Heims- endir. Margrét Kristfn Blöndal og Sigurjón Kjartansson. 17.00 Með grátt f vöngum. Gestur Einar Jón- asson. 19.30 Veðurfréttir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu BBC. Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Hennings- son. NÆTURÚTVARPID 1.00 Jólatónar. 1.30 Veðurfregnir. Jólatónar halda áfram. 2.00Fréttir. 2.05 Jólatónar.4.30 Veðurfréttir. 4.40 Jólatónar halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Jessye Norman. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tfð. Hermann Ragnar Stefáns- son. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Ágúst Magnússon. 12.30 Sig- mar Guðmundsson. Jólakveðjur kl. 13.30 og 15.30. 16.00 Hátfðardag- skrá Aðalstöðvarinnar. 24.00 Létt jólatónlist. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Jólasveinarnir tveir. Eiríkur jÓnsson og Sigurður L. Hall. 12.15 Anna Björk Birgisdóttir. 16.00 Bjarni Dagur Jónsson. 18.00 Jóla- klukkur og jólaguðspjall. 18.15 Jólalög. Fritlir kl. 10, 12, 15, 17 ag 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn f hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 10.00 Lára Yngvadóttir. 12.00 Ókynnt tónlist. 13.00 BöðvarJóns- son og Ellert Grétarsson. 17.00 Ókynnt tónlist. 22.00 Næturvakt- in. 3.00 Næturtónar. FM 957 FM 95,7 9.00 Steinar Viktorsson. 11.00 Sportpakkinn. Hafþór Sveinjóns- son og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Sigvaldi Kaldalóns og Haraldur Daði. 17.00 American top 40. 21.00 Ásgeir Kolbeinsson. 23.00 Á lffinu. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-IÐ FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Ragnar Blöndal.. 14.00 X- Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.03.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.