Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1994
Jll#
■ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER
BLAÐ
Góður
leikur
og mikil
barátta
ÍSLAND vann
England 104:95
í fyrsta lands-
leiknuni af
þremur sem
þjóðirnar leika á
milli hátíðanna.
íslenska liðið
lék mjög vel og
tókst með bar-
áttu og dugnaði
að sigra þrátt
fyrir að ensku
leikmennirnir
séu flestir höfð-
inu hærri en
þeir íslensku.
Guðmundur
Bragason var
stigahæstur
með 30 stig en
hér skorár hann
þrátt fyrir að
vera með risann
Dunkley Spenc-
er yfir sér. Þjóð-
irnar leika ann-
an leik í kvöld
og verður hann
í Smáranum í
Kópavogi og
hefst kl. 20.
Morgunblaðið/Sverrir
KNATTSPYRNA
Ásthildur og
Margrét með
Fortuna vestra
ar
Islensku landsliðsstúlkumar, Ásthildur Helgadóttir í KR og Margrét
Ólafsdóttir í Breiðabliki, fóru til Bandaríkjanna á annan dag jóla í
boði danska liðsins Fortuna. Þær verða með liðinu í hálfan mánuð vestra
og koma aftur heim 10. janúar.
Þjálfari Fortuna sá leik Hollands og íslands í Evrópukeppni kvenna-
landsliða í haust og var ánægður með ieik nokkurra leikmanna íslenska
liðsins. Hann hafði þegar fengið Auði Skúladóttur úr Stjörnunni til liðs
við Fortuna og vildi fleiri. Upphaflega bauð hann Margréti og Olgu Fær-
seth í æfingaferðina til Orlando og Los Angeles en þegar Olga gat ekki
farið vegna meiðsla hafði hann samband við Ásthildi rétt fyrir jólin. Henni
tókst að gera nauðsynlegar ráðstafanir í tíma og fóru stöllurnar vestur
í fyrradag, en þær áttu að leika fyrstu leikina með Fortuna í gær.
Morgunblaðið/Skapti
Landsliðsstúlkurnar Margrét Ólafsdóttir til
vinstri og Ásthildur Helgadóttir.
Bergsveinn meiddur
og fer ekki með
landsliðinu
til Svíþjóðar
BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður Aftur-
eldingar og íslenska landsliðsins, er meiddur á
hægri olnboga og verður áð taka sér hvíld fram
í miðjan janúar. Listinn yfir meidda landsliðsmenn
lengist því stöðugt og er nú heilt byrjunarlið slas-
að. Auk Bergsveins markvarðar eru það Héðinn
Gilsson, Júlíus Jónasson, Einar Gunnar Sigurðs-
son, Gústaf Bjarnason, Ólafur Stefánsson og Valdi-
mar Grímsson.
„Ég meiddi mig í olnboganum vikuna eftir
Reykjavíkurmótið ojg hef því verið meiddur í einn
og hálfan mánuð. Eg var sprautaður fyrir leikinn
gegn FH, sem var síðasti leikurinn í deildinni fyr-
ir jól, og hef ekkert verið í markinu síðan. Í hádeg-
inu [í gær] prófaði ég að fara í markið og fann
strax til þannig að ég verð að hvíla mig eitthvað.
Ég þarf vonandi ekki að fara í uppskurð og geri
allt til að losna við það,“ sagði Bergsveinn í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Hann sagði að eitthvað væri að liðböndunum í
olnboganum og læknar ætluðu að skoða málið
gaumgæfilega og fyrr væri ekkert hægt að segja
til um hvert framhaldið yrði. „Eins og staðan er
núna verð ég að hvíla fram í miðjan janúar,“ sagði
Bergsveinn.
Sjö meiddir og
sjálfvalið í landsliðið
í handknattleik
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik heldur til
Svíþjóðar á nýjársdagsmorgun en liðið mun taka
þátt í fjögurra landa móti ásamt heimamönnum,
Norðmönnum og Dönum. Þorbergur Aðalsteinsson
landsliðsþjálfari sagði við Morgunblaðið í gær að
það væri eiginlega sjálfvalið í landsliðið enda eru
sjö leikmenn meiddir, sem væntanlega væru í hópn-
um undir eðlilegum kringumstæðum.
Fyrsti leikur Islands í mótinu verður gegn Dön-
um í Jönköping 2. janúar. Síðan verður leikið gegn
Norðmönnum í Eskilstuna daginn eftir og loks
gegn Svíum í Linköping miðvikudaginn 4. janúar.
Markverðir verða þeir Guðmundur Hrafnkelsson
úr Val og Bjarni Frostason úr Haukum. Í hægra
horninu verða Jason Ólafsson úr Aftureldingu og
Bjarki Sigurðsson úr Víkingi, línumenn eru Geir
Sveinsson Val og Róbert Sighvatsson Aftureld-
ingu, Konráð Olavson úr Stjörnunni og Gunnar
Beinteinsson úr FH verða í vinstra horninu, Rúnar
Sigtrygsson úr Víkingi og Patrekur Jóhannesson
úr KA eru skyttur vinstra megin, leikstjórnendur
verða Valsmennimir Dagur Sigurðsson og Jón
Kristjánsson og skyttur hægra megin verða þeir
Sigurður Sveinsson Víkingi og Júlíus Gunnarsson
Val.
Pressuliðið að taka
á sig endanlega mynd
JASON Ólafsson úr Aftureldingu hefur fengið flest
atkvæði í vali lesenda Morgunblaðsins og DV á
Pressuliðinu sem mætir landsliðinu í handknattleik
í Víkinni á föstudagskvöld, en síðasti dagur til að
skila inn seðlum til HSÍ er í dag. Dimiti Filippov,
Stjörnunni, er í öðru sæti og Sigurður Sveinsson
FH-ingur í þriðja sæti.
Eins og staðan var í vali lesenda í gær yrði
byijunarlið Pressunar þannig: Sigmar Þröstur Ösk-
arsson, KA, í markinu og varamarkvörður Axel
Stefánsson, Val. Róbert Sighvatsson, Aftureldingu,
línumaður og Birgir Sigurðsson, Víkingi, næstur
inn. Vinstri hornamaður yrði Frosti Guðlaugsson,
Val og varamaður fyrir hann Páll Þórólfsson, Aft-
ureldingu. Vinstri hornamaður Sigurður Sveinsson,
FH og næstur inn er Björgvin Rúnarsson, Sel-
fossi. Skytta hægra megin Jason Ólafsson, Aftur-
eldingu, og næstur inn Magnús Sigurðsson, Stjörn-
unni. Skytta vinstra megin Petr Baumruk, Haukum
og næstur inn er Gunnar Andrésson, Aftureld-
ingu. Leikstjórnandi er Dimitri Filippov, Stjörnunni
og varamaður fyrir hann er Páll Ólafsson, Haukum.
Þess má geta að Bergsveinn Bergsveinsson er
meiddur á olnboga og getur því ekki leikið með
landsliðinu. Því fer Bjarni Frostason í landsliðs-
markið, en hann væri annars næstur inn sem
markvörður í Pressuliðsins.
AMERÍSKIFÓTBOLTINIM: KANSAS í ÚRSUTAKEPPNINA / C2 og C3
H-