Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 4

Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 4
KORFUKNATTLEIKUR Sætur sigur á Englendingum ■ GUÐMUNDUR Bragason byij- aði leikinn á því að taka uppkastið gegn Spencer og skora síðan sjálf- ur fyrstu körfuna. ■ TÓLF leikmenn voru á leik- skýrslu hjá hvoru liði. Torfi Magn- ússon notaði tíu leikmenn í gær, Pétur Ingvarsson og Marel Guð- laugsson komu ekkert inná. ÍSLENDiNGAR unnu Englend- inga 104:95 í Kef lavík í gær- kvöldi. Sigurinn var sætur því þrátt fyrir að vera höfðinu styttri náðu íslensku strákarnir upp mikilli baráttu og leikgleði sem skóp sigur, sem að vísu hékk á bláþræði undir lokin, en sigur engu að síður. Þetta var ellefti landsleikur þjóðanna og hafa íslendingar sigrað í fimm en Englendingar í sex þannig að með sigri í Smáran- um í kvöld jafnar Island metin. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það var ljóst frá fyrstu mínútu að íslenska liðið ætlaði að selja sig dýrt gegn hinum hávöxnu leik- mönnum Englands. Guðmundur Braga- son kom okkar mönnum á bragðið en gestirnir höfðu frumkvæðið fram í miðjan fyrri hálfleik, en það tók íslenska liðið nokkum tíma að ná úr sér tauga- spennunni og að stilla saman strengi sína. Falur Harðarson og Teitur Örlygsson tóku til sinna ráða undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu trekk í trekk — breyttu stöðunni úr 21:25 í 41:33. Staðan í leikhléi var 50:37 og það er alls ekki slæmt að halda þessu enska liði í 37 stig- um í einum hálfleik. Það kom líka á daginn því í síð- ari hálfleik skoruðu þeir 58 stig gegn 54 stigum íslands. „Þessir strákar trúðu mér ekki þegar ég sagði þeim að íslendingar gætu skotið utan af velli,“ sagði Laszlo Nemeth, landsliðsþjálfari Englend- inga, eftir leikinn. „Þeir fengu að finna fyrir því í fyrri hálfleik og vonandi trúa þeir mér fyrir næsta leik,“ bætti hann við. Já, íslending- ar skoruðu sex þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var jafnari og eftir að íslendingar náðu 18 stiga forystu snemma í hálfleiknum lét Laszlo lið sitt breyta um vöm, skipti yfir í pressuvörn og síðan svæði með þeim árangri að okkar strákum fataðist flugið um tíma og Englend- ingar minnkuðu muninn í fímm stig, en nær komust þeir ekki. Líflegur sóknarleikur Sóknarleikur íslenska liðsins var líflegur og árangursríkur. Sá leik- maður sem tók knöttinn fram völl- inn hveiju sinni sagði strax hvaða leikkerfí ætti að nota og síðan var hreyfingin á leikmönnum án bolta mjög mikil og góð. Boltinn var lát- inn ganga manna á milli, oftast með talsvert löngum sendingum, og þannig losnaði alltaf um ein- hveija skyttuna, og þær eru marg- ar, þannig að menn fengu frítt skot. Þetta nýttu okkar menn sér vel og skotnýtingin var góð. Mikill hraði var í sókninni þó að hraðaupphlaup yrðu ekki mörg. Þegar ekki tókst að keyra upp hraðann létu menn skynsemina ráða og léku af yfirveg- un þar til menn komust í skotfæri. Mikil barátta í vöminni Það tekur á að leika vöm í körfu- knattleik og ekki síst þegar flestir leikmenn mótheijanna eru rúmlega höfðinu hærri en maður sjálfur. Þannig var það í gær. Ensku leik- mennimir voru flestir höfðinu hærri . Morgunblaðið/Sverrir Smugan notuð FALUR Harðarson nýtti sér oft smugur á milli varnarmanna Englendinga og smeygði sér upp að körfunni. Hér skýst hann á milli tveggja varnarmanna og leggur knöttlnn í körfuna. en þeir íslensku, en okkar menn bættu það upp með baráttu og aft- ur baráttu. Menn voru á tánum ail- an leikinn og það var virkilega gam- an að sjá hvernig „smátittir" náðu að stíga risana út í teignum og taka fráköst og það er alltaf jafn gaman að fylgjast með baráttu ís- lenska liðsins. Sem dæmi má nefna að Teiti mistókst að skora úr hraða- upphlaupi, boltinn var sendur yfír völlinn og þar ætlaði einn Enlend- inganna að skora en hver var þá mættur til að blokka hann. Jú, Teit- ur Örlygsson. Svona á að beijast. Guðmundur Bragason var sterk- ur í gær og virðist aldrei betri en þegar hann þarf að kljást við risa- vaxna mótheija. Herbert Arnarson, Valur Ingimundarson, Teitur Örl- ygsson, Falur Harðarson og Jón Arnar Ingvarsson léku allir vel. Sig- fús Gizurarson og Nökkvi Már Jóns- son léku mjög vel í vöminni og Jón Kr. Gíslason var mikilvægur. Sá eini sem ekki náði sér alveg á strik að þessu sinni var Guðjón Skúla- son. Það er ekki oft sem hann skor- ar ekki stig, en hann átti nokkrar góðar stoðsendingar. Bestir í liði Englendinga vom Roger Hyggins (nr. 9) og Karl Brown (nr. 5). ■ HERBERT Arnarson fékk tvær villur á fyrstu 50 sekúndunum en tókst að passa sig betur það sem eftir var leiks. ■ JÓN Sigurðsson fyrmm landsl- iðsmaður í körfuknattleik var með Torfa Magnússyni landsliðsþjálf- ara á bekknum í gærkvöldi. ■ LASZLO Nemeth sagði fyrir leikinn að þetta væri næstum því sterkasta liðið sem hann gæti not- að. Það vantaði aðeins tvo leik- menn. Sex leikmenn vom að leika sinn fyrsta landsleik í enska liðinu. ■ IAN Whyte var einn þein-a, og kom hann nokkuð við sögu. í fyrri hálfleik fékk hann dæmda á sig villu þegar Guðmundur tróð yfir hann. í bræði sinni þrasaði hann boltanum upp í ijáfur og fékk á sig tæknivíti. Fimm stiga sókn. ■ HANN kom aftur við sögu und- ir lokin þegar rúm mínúta var eftir og staðan 98:93. Herbert hafði verið að svekkja hann dálítið og endaði það með því að Whyte ýtti í Herbert sem datt í gólfið. Ásetn- ingsvíti og tvö vel þegin stig. ísland - England 104:95 íþróttahúsið í Keflavík, landsleikur í körfu- knattleik, þriðjudaginn 27. desember 1994. Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 9:12, 17:14, 18:23, 26:27, 34:27, 44:33, 50:37, 50:39, 62:45, 67:49, 70:59, 82:77, 86:79, 93:79, 94:89,_ 98:93, 103:93, 104:95. Stig íslands: Guðmundur Bragason 30, Herbert Amarson 20, Falur Harðarson 17, Valur Ingimundarson 12, Teitur Örlygsson 11, Jón Amar Ingvarsson 5, Jón Kr. Gísla- son 4, Sigfús Gizurarson 3, Nökkvi Már Jónsson 2. Fráköst: 22 í vöm, 18 í sókn. Stig Englands: Roger Hyggins 20, Peter Scantlebury 17, Karl Brown 17, Spencer Dunkley 12, Neville Austin 9, Ian Whyte 7, Tony Simms 6, Donald Baker 4, Steve Nelson 3. Fráköst: 19 í vöm, 8 í sókn. Ðómarar: Helgi Bragason og Kristinn Ósk- arsson. Dæmdu erfiðan leik vel Áhorfendur: Um 400. ísland - Danmörk 77:71 Sundsvall í Svíþjóð, Norðurlandamót ungl- ingalandsliða drengja. Stig íslands: Pétur Már Sigurðsson 16, Finnur Vilhjálmsson 15, Steinar Kaldal 13, Baldur Ólafsson 9, Daði Sigurþórsson 8, Páll Vilbergsson 7, Daníel Árnason 5, Hall- dór Karlsson 4. ■Staðan var jöfn, 62:62, að venjulegum leiktíma loknum, en Island hafði betur í framlengingunni. I fyrri hálfleik spilaði lið- ið maður á mann vöm sem gekk ekki og voru Danir yfir í hálfleik, 34:21. Strákamir byijuðu seinni hálfleik vel og náðu að minnka muninn f fjögur til sex stig, en um miðjan hálfleikinn kom Pétur Már Sigurðs- son inn á og á stuttum kafla skoraði hann fjórar þriggja stiga körfur. Hann jafnaði 62:62 á ótrúlegan hátt á síðustu mínútu. ísland hafði öll völd í framlengingunni og Finnur Vilhjálmsson sýndi mikið öryggi í vítaskotum i lokin en sigurinn var liðsheild- arinnar. ísland - Noregur 80:91 Stlgahæstir: Páll Vilbergsson 23, Finnur Vilhjálmsson 21, Pétur Már Sigurðsson 16, Daði Sigurþórsson 5. ■Strákamir léku svæðisvörn gegn mjög grimmum Norðmönnum. Þeir voru undir allan fyrri hálfleik en komust í 44:43 með þriggja stiga körfu rétt fyrir leikhlé. Norð- menn gerðu 10 fyrstu stigin í seinni hálf- leik og eftir það var á brattann að sækja. ísland - Danmörk 46:73 Norðurlandamót unglingalandsliða kvenna. Stig íslands: Erla Þorsteinsdóttir 19, Júlía Jörgensen 6, Hildur Ólafsdóttir 5, Georgía Kristiansen 4, Erla Reynisdóttir 3, Pálína Gunnarsdóttir 3, Kristín Þórarinsdóttir 3, Ásta Guðmundsdóttir 3. ■íslenska liðið lék langt undir getu, einkum í sókn. Erla Þorsteinsdóttir og Hildur Ólafs- dóttir vora bestar. GETRAUNIR: X 2 2 X X 2 X22 XX11 LOTTO: 6 8 21 28 32 + 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.